Morgunblaðið - 19.12.1958, Page 20
20
MORCUTSBLAfíl f>
Föstudagur 19. des. 1938
★ Úrvalið minnkar því ífær sem
líður jólum, og líkurnar til
þess að eignast fallegan
lampa.
★ Ennþá eigum vér þó fallega
gólflampa, borð- og vegg-
lampa.
Dragið ekki að kaupa yður
fallegan lampa fyrir jólin.
Gólflampar
verð aðeins kr. 695
Borð- og vegglampair í úrvali.
Verð frá kr. 175,00.
/
JfeklcL
Austurstræti 14,
sími 11687
JÓLAGJAFIR!
Skrifborbslampar
með spíral-armi.
Kr: 295. —
Jfekla
Austurstræti 14
Sími 11687.
«ínu leyti af því að sjá, hve vel
drengnum þegar var batnað. Hann
var orðinn rjóður í kinnum og með
ljóma í augum, og hann var ham-
ingjusam-ur af því, að vera með
föður sínum.
„Líður þér vel, drengur minn?“
spurði Rolf.
„Já, ágætlega, pabbi!“
En vantar þig ekkí leiksystkini
á aldur við þig? Hefur þú reynt
að tala við Ann og Barböru?"
„O, ég kæri mig ekki um telp-
ur“, svaraði Tómas fljótt. „Ekki
þegar ég hef þig hjá mér. Jú, mér
þótti vænt um Súsönnu lækni, en
hún er líka fullorðin kona,- Hvers
vegna gat hún ekki komið með
okkur hingað, pabbi?“
„Hún þarf að hugsa um sitt
starf — og aðra litla drengi sem
þarf að lækna".
Tómasi virtist snöggvast falla
þetta miður, en það stóð ekki
lengi. Rolf lét hann vinna tvisvar
í kroket og þeir ætluðu að fara
að ganga inn til hádegisverðar,
þegar bifreið kom utan af vegin-
um og nam staðar utan við sval-
irnar. Rolf sneri bakinu að og
sneri sér ekki við, en þó leit hann
á Tómas, sem starði á bílinn og
hleypti brúnum nærri eyðilagður
á svipinn. Rolf sneri sér snöggt
við. Katarina Hemmel stóð fram-
an við svalirnar í glæsilegri, brún-
leitri lérefts „dragt“, með rósrauð
an hatt á svörtu hárinu og brosti
sigri hrósandi.
„Katarina", varð Rolf að orði.
12. KAFLI.
Tómas eða Katarina?
„Góðan daginn, herrar mínir!“
sagði Katarina hlæjandi. „Urðuð
þið hissa?“
Hún kom upp til þeirra í sínum
glæsilega búningi, og eins og svo
oft áður veitti Rolf því eftirtekt,
að hún iðaði af lífsfjöri. Hann
stóð upp og rétti henni höndina.
„Hvers vegna í ósköpunum
kemur þú á þessar slóðir, Katar-
ina?“ spurði hann. „Hefur þú kos-
ið heldur að hvíla þig innan um
máfa og bændastúlkur, en að ferð-
ast til Frakklands?"
„Já, ég ætla að njóta friðar og
hvíldar hérna reglulega vel, og ég
er búin að tryggja mér herbergi
fyrirfram. Það lagðist einhvern
veginn í mig, að þið mynduð þurfa
einhverja svolitla tilbreytingu".
Hún beygði sig og strauk koll-
inn á Tómasi.
„En hvað það er gaman að sjá,
að þú ert orðinn svona frískur,
litli vinur. Við verðum að gera
allt til þess að þú getir gleymt
ljóta spítalanum".
„Hann var alls ekki Ijótur",
mótmælti Tómas gramur. „Undir
eins og við komum heim, ætla ég
að fara og heimsækja Bergmann
lækni. Þá ætla ég að koma í heim-
sókn, hún hefur lofað mér því“.
Það lézt Katarina ekki heyra.
Hún hélt áfram að tala við Rolf.
„En hvað þetta er dásamlegur
st-aður. En hvernig í ósköpunum
færð þú kvöldin til að líða? Situr
þú og spilar á hárgreiðu í einver-
unni? Jæja, það ætti þó alitaf að
geta heppnazt að koma einni
bridge af stað. Ert þú alltaf jafn
ómannblendinn og súr á svipinn?“
Rolf hristi höfuðið. „Við Tómas
erum eiginlega ekki komnir lengra
en að átta okkur dálítið á staðn
um hérna. Við höfum ekki tekið
þátt í samkvæmislífinu, ef þá er
um nokkuð slíkt að ræða.
„Þeir þarna í rauða bænum eiga
geit. Hún étur tóbak“, skaat Tóm
as inn í.
„Það getur ekki verið", svaraði
Katarina annars hugar. „En nú
verð ég vissulega að fara inn og
hafa fataskipti. Við hittumst lík-
lega við miðdegisverðinn. Hvað
skyldi maður eiga að fara í? Ég
verð víst að velja kóralrauða
kjólinn minn. Hann getur alltaf
glatt og gengið í augun á ein-
hverri skrifstofumúsinni meðal
gestanna".
Þegar hún var farin, horfði
Tómas hugsandi á föður sinn. —
„Hve lengi á hún að vera?“
„Það veit ég ekki, drengur
minn. Hún er víst í dálitlu leyfi
eins og við“.
„Hvers vegna kom hún?“
„Ja, henni lízt líklega vel á stað-
inn hérna, og svo hefur hún ætl-
að að vera okkur til skemn.tunar-".
„Ég hef enga þörf á skemmt-
un“, 'Sagði Tómas ákafur. „Hefur
þú það, pabbi?“
Um leið var klukkunni hringt,
svo að Rolf komst hjá því að svara
spurningunni. Hann sagði Tómasi,
að hann skyldi flýta sér að þvo sér
um hendurnar, og dfengurinn fór
þegar af stað fegins hugar. Þegar
hann kom inn í ganginn, rakst
hann á Katarinu, sem var að biðja
eina stúlkuna að strjúka nokkrar
treyjur fyrir sig.
„Nei, Tómas", sagði aún, „hleyp
ur þú svona um einsamall? Hvað
segir faðir þinn um það?“
„Ég á bara að þvo mér um hend
urnar, áður en við förum inn að
borða. Ert þú lík-a búin að þvo þér
um hendurnar?“
„Skilaðu kreðju til pabba og
segðu honum, að ég komi eins
fljótt og ég get, og að hann skuli
taka frá sæti handa mér við borð-
ið ykkar. Veiztu hvað það þýðir,
að taka frá? Þeir eiga að bera á
borð fyrir einn í viðbót".
„Já, það hef ég svo sem vitað
lengi“, sagði Tómas montinn, og
flýtti sér upp stigann.
Þegar Katarina gekk inn í borð
salinn, hætti allt samtal andar-
tak. Kjóll hennar var eins og ein-
tómir logar, og hörund hennar
fullkomlega fagurt, eins og ávallt
var. Hún leit í kringum sig með
sjálfstrausti í svipnum og kink-
aði kolli brosandi, þegar hún kom
auga á Rolf og Tómas við borð
úti við glugga.
„En hvað þið hafið valið við-
kunnanlegt borð“, ságði hún, og
leit til þeirra hlæjandi. „Það verð
ur áreiðanlega skemmtilegt að
vera saman. Að hugsa sér, að
Tómas skuli geta setið hérna inn-
an um allt fullorðna fólkið. Leið-
ist þér ekki, drengur minn?“
„Nei“, svaraði Tómas, með
fullan munninn af kartöflum. —
„Okkur pabba þykir svo gaman
hérna“.
„En þú verður að minnsta
kosti að venja þig á að renna nið
ur, áður en þú talar. Því má ekki
gleyma í svona fínum borðsal. 1
rauninni ættir þú, Tómas, svona
lítill drengur, að borða inni í
barnaherberginu“. Hún leit á
Rolf. „Myndi það ekki vera
skemmtilegra fyrir hann? .......
Nei, nú verður þú að þegja, dreng
ur minn. Ég var að tala við föður
þinn“.
„Ég lét hann velja sjálfan",
svaraði Rolf. „Hann vildi heldur
borða hérna, og það er líka svo
langt síðan við höfum verið veru-
lega saman. Og ég verð að segja,
að hann hefur hegðað sér vel“.
Katarina yppti öxlum. „Jæja,
gerðu það sem þú vilt. Dálítið
meira umgengni við önnur börn
myndi áreiðanlega ekki verða hon-
um að meini......En er það ekki
Axelsson forstjóri, sem situr
þarna við kringlótt-a borðið? Jú,
það er hann! Einn af mínum
helztu viðskiptamönnum. Ég þarf
að ragða heilmikið við hann“.
Rolf hló. „Nú ættir þú að
gleyma viðskiptunum. Ég hélt, að
þú kæmir hingað til að hvíla þig.
Og það er líklega sama máli að
gegna um forstjórann þarna“.
„Þú hefur rétt að mæla“. Hún
hallaði sér aftur í stólnum. „Hið
eina, sem ég hef reglulega áhuga
á hérna, er hr. málafærslumaður
Rolf Agréus og sonur, það firma
er mér mjög annt um. Þegar ann-
ar hluth-afinn er háttaður, gæti ég
fallizt á að fá mér skemmtilega,
litla kvöldgöngu með eldri hluthaf
anum“.
ajlltvarpiö
Fösludagur 19. desember:
Fastir liðir eins og venjulega.
13,15 Lesin dagskrá næstu viku.
18,30 Barnatími: Merkar uppfinn
ingar (Guðmundur Þorláksson
kennari). 18,55 Framburðar-
kennsla í spænsku. 19,05 Þingfrétt
ir. — Tónleikar. 20,30 Daglegt
mál (Árni Böðvarsson kand.
mag.). 20,35 Kvöldvaka: a) Laga-
skóli á Islandi 50 ára: Samfelld
dagskrá undirbúin og flutt af
lagastúdentum. b) Rímnaþáttur í
umsjá Kjartans Hjálmarssonar,
Sveinbjarnar Beinteinssonar og
Valdimars Lárussonar. c) Erindi:
Manntalið mikla (Ölafur Þorvalds
son þingvörður). 22,10 Upplestur:
a) Úr „Sjálfsævisögu Björns Ey-
steinssonar“ (Baldur Pálmason
les). b) „Langspilið ómar“, bókar-
kafli eftir Gunnar M. Magnúss —
(Höf. les). 22,40 Létt lög af plöt-
um. 23,10 Dagskrárlok.
I
a
r
L
ú
jr rr's TI-IE FOUR
I CORNERS OF THE
V, EARTH, ANP
f IT MEANS 'r-A
( GfíLEAT MYSTERY
/S EVERVWHERE?
J 1) „Já, ég skal segja yður hvað
þetta tákn merkir, — Sússana ..
„Það eru hin fjögur endimörk
jarðarinnar.“
2) „Það á að tákna það, að hinn
mikli leyndardómur sé alls stað-
ar“ svarar Frank. „Segið þér bara
til, ef yður finnst ég þreytandi,
en hvers vegna hafið þér endilega
þetta tákn?“
3) „O-oo, mér fannst það þara
athyglisvert. Ég lét stinga þetta
á húðina á mér, þegar ég var
strákur".
Laugardagur 20. desember:
Fastir liðir eins og venjulega.
12,50 Óskalög sjúklinga (Bryndís
Sigurjónsdóttir). 14,00 S-amtals-
þáttur: Edwald B. Malmquist tal-
ar við Hansínu Sigurðardóttir um
blómskreytingar á heimilum um
jólin. 14,15 Tjaugardagslögin. 16,30
Miðdegisfónninn: Frá „viku léttr-
ar tónlistar" í Stuttgart í okt. s.l.
17,15 Skákþáttur (Baldur Möll-
er). 18,00 Tómstundaþáttur barna
og unglinga (Jón Pálsson). 18,30
Útvarpssaga barnanna: „Ævin-
týri Trítils" eftir Dick Laan; V.
(Hildur Kalman leikkona). 18,55
1 kvöldrökkrinu, tónleikar af plöt-
um. 20,30 Á bókamarkaðnum
(Vilhjálmur Þ. Gíslason útvarps-
stjóri). 22,10 Danslög (plötur).