Morgunblaðið - 24.12.1958, Side 5

Morgunblaðið - 24.12.1958, Side 5
Miðvikudagur 24. des. 1958 MORCUNBLAÐIÐ 29 „Hugann eggja bröttu sporin” Frá Erni Arnarsyni og Andrési 1 Ásbúð FRÉTTAMAÐUR Mbl. heimsótti I Andrés Johnson í Áshúð ekki alls fyrir löngu í því skyni að rahba | við hann um ýmislegt, sem á daga hans hefiur drifið. Andrés er, eins og kunnugt er, frægasti þjóð- minjasafnari landsins og hefur safni hans nú verið komið fyrir í Þjóðminjasafninu. Andrés er sérkennilegur mað- ur og óhræddur við að segja meiningu .sína á hlutunum. Til dæmis er hann ekki í nokkrum vafa um, að hann baíi unnið þjóð nytjastörf með þjóðminjasöfnun sinni og verður það ekki dregið í efa í þessari grein. Hann hefur sitt eigið skjaldarmerki og jafn- vel eigin fána. Hvers vegna? — Jú, vegna þess að ég er bugsandi maður og ekki líkur fjöldanum á neinn hátt. Andrés sagði fréttamanninum frá ýmsu, sem á dagana hefur drifið á langri ævi. Hann gat þess t. d., að Havsteen etatsráð á Ak- ureyri hefði safnað ýmsum dýr- mætum munum og kvaðst hann minnast þess, að etatsráð hefði t. d. átt söðul Ragnheiðar Bryn- jólfsdóttur, biskups í Skálholti. En ekki sagðist hann vita, hvað orðið hefði af söðli þessum. Þá lét Andrés þess einnig getið að hann hefði lengi fengizt við að yrkja um ævi Jesú Krists. Þetta verða nýir passíusálmar, sagði hann og ekki er að efa það. En honum er fleira til lista lagt, því hann kveðst yrkja veraldleg ljóð hetur en Sölvi Helga- son og bætir því við, að hann sé ekki í neinum vafa um, að ef einhver maður hafi gert krafta- verk, þá sé það hann. Hann benti l'íka á, að íslenzka ríkið hefði kunnað að met-a sín miklu og margvíslegu störf með því að veita honum fálkaorðuna. — Og aldrei hefur hann verið í neinum vafa um réttmæti þeirrar veiting- ar. En honum er enn íleira til lista lagt. Hann .semur lög, þó hann þekki ekki eina einustu nótu, og þegar fréttamaðurinn spurði, hvers konar lög hann semdi aðallega, svaraði hann ákaf lega hreykinn: — Alls konar lög, og ég veit að eitt þeirra er að minnsta kosti fallegra en „Ó, guð vors lands“. Svo tekur hann upp tóbaksdósirnar sínar. Þær hafa aliltaf verið mjög húsbóndahollar, bezti förunautur minn, sagði hann ánægður, en bætti svo við eftir dálitla umhugsun: Ja, það er að segja hún Sigurlín hefur verið mér ákaflega góð alla tíð. Án hennar hjálpar hefði ég senni- 'lega aldrei fengið fálkakrossinn. Við virðum Sigurlínu fyrir okkur. Hún er lítil kona, en ákveðin á svip og augsýnilega hörkudugleg. Eins og oft vill verða, getum við ekki brotið upp á neinu um- ræðuefni við Sigurlínu, svo við segjum eins og út í hláinn: Það er heldur lágt til lofts hér í Ás- búð. Onei, svarar hún. Hér er vítt til veggja og alveg nógu hátt til lofts. Ef hér væri hærra undir eúð, bæri meira á kryppunni. Svo fllýtti hún ,sér fram í eldhús og stakk kandísmolum upp í krakk- ana. Við lituðumst um í baðstof- unni. Þar var margt að sjá, lok- rekkja og ýmsir gamlir munir. En mesta athygli okkar vakti gríðar- lega stórt næturgagn, sem stóð á stól við lokrekkju Andrésar bónda. Það var úr postulíni, handmálað! Eitt sinn var hann á Bessastöð- um þessi, sagði Andrés og spýtti í hann. Þegar við höfðum talað við Andrés í Ásbúð stundarkorn, sá- um við að ævi hans hefur verið svo viðburðarrík að ómögulegt er að henda reiður á henni. Þegar hann fór að tala um Magnús Stefánsson eða Örn Arnar skáld, sáum við strax að þar var ágætur „blaðamatur". í þetta sinn verður Andrés því að brjóta odd af oflæti sínu og láta sér nægja, að við röbbum dálítið um Magnús og vin áttu þeirra Andrós-ar. Andrés sagðist hafa _ þekkt Magnús Stefánsson síðasta aldarfjórðung- inn, sem hann lifði. Þeir voru óað- skiljanlegir vinir og er enginn vafi á því, að Andrés hefur hjálp- að skáldinu eftir beztu getu, enda Begir skáldið á einum stað í bréfi til Andrésar: „Eiginlega ej’t þú eini maðurinn, sem ekki gefst upp á því að vera kunningi minn fyr- ir einþykkni mína og sérgæðings- •hátt, það skal ég muna“. Fyrir þessa umhyggjusemi á Andrés í Ásbúð áreiðanlega sénstakar þakkir skilið. Magnús var einn þeirra manna, sem ekki var lagið að lifa lífinu, ef svo mætti segja. Margii' listamenn hafa verið með þessu mai'ki brenndir og þá hef- ur oft komið sér vel að eiga góð- an vin. Magnús átti ákaflega erf- itt með að festa sig við ákveðin efni. Hann var heldur laus í rás- inni, en Andi'és kvatti hann þá gjarna til að vera ístöðumeii'i og hugsunarsamari um eigin hag. — Einhverju sinni, þegar skáldið var austur á Þingvöllum í vinnu, hvetur Andrés hann til þess að safna nú fé til elliáranna. Magnús að en afturför og hrörnun. Gömlu mennii-nir horfa ekki fram í tím- ann heldur aftur og þá er um að gera að þar séu einhverjir sól- skinshlettir". Og í sama bréfi seg- ir hann ennfi-emur að sér líði al- veg eins vel, „hvort ég á 1000 kx'ónum rneira eða minna“. En þó er augljóst, að skáldið langaði til að eignast peninga, því hann hafði miklar ráðagerðir á prjónunum um þetta leyti. Hann er að hugsa um að ‘kaupa Miðfell í Þingvalla- sveit. Hann segir, að það sé til sölu fynir 8—10 þúsund krónur „og er það geypiverð eftir gæðum og ástandi, en þó mundi ég kaupa ef ég hefði efni á því. En þetta er góð veiðijörð. Veiðin er ekki of- reiknuð á 2000 kr. í meðalári, eft- ir söluverði silungs". Síðan segir skáldið, að þar mætti framfleyta fámennu heimili áhættu- og kostn- aðai'lítið. Er af þessu einna helzt að sjá, að skáldinu hafi dottið í hug að festa ráð sitt, gerast bóndi og eignast börn og buru, en eins og kunnugt er, komst hann aldrei til svo mikilla mannvirðinga, enda segir hann einnig, að hann sé e'kki búinn að ná í þessa peninga, sem með þurfi, og því sé sennilegt, að Feilið lendi í annars höndum. I Loks bætir hann svo við þessari svarar þessu í næsta bréfi, sem er dagsett 4. ágúst 1929. Hann segir m. a.: „Það er nátt úrlega rétt athugað að vissu leyti, en þess ber að gæta að eyði mað- ur ævinni til þess að búa í h-aginn fyrir ellina, þá fer maður öfugt að Meðan maður er við góða heilsu og með fuílu fjöri er hægt að láta sér líða vel öðru hvoru, ef lífið er tekið með ró og maður gefur sér tíma til þess að gleðjast og leika sér og forðast áhyggjur og óþarft stímabxak. En þegar heilsan er biluð, eða þegar ellin er búin að ná tökum á mönnium, þá er bezta tækifæi-ið til vellíðun- ar gengið manni úr greipum og kemur aldrei aftur. Þegar ellin hefur hertekið mann, hætt-ir m-að- ur að horfa fram í tímann af þeirri einföldu ástæðu, að fram- tíðin hefur ekkert að bjóða ann- heitstrengingu: „En því heiti ég við skegg hins heilaga Hiei'onimus ar að eignast jörð við Þdngvalla- vatn innan tíu vetra héðan í frá eða liggja dauður ella“. Þetta voru stór orð, ekki .sízt fyrir fá- tækan mann á þeim árum, enda gat ekki hjá því farið að auka- setningin „eða liggja dauður ella“, yrði að veruleika. Þó að Magnús hafi, ein.s og aðrir menn, tekið stórar ákvai'ð- anir á stórum stundum, þá fór það isvo að efndirnar urðu ekltx í sami'æmi við þessi stóru orð. En hitt var veri'a, að skáldið tók sjaldan örlagaríkar ákvarðanir. Hann kunni ekki að koma isér áfram, eins og sagt er nú á dög- um. Hann var ekki slunginn fjár- aflamaður og hann hafði ekki geð í sér að trana sér fram og skyggja á „stói-ar" persónur. Hann sinnti jafnvel ekki skáldskapnum nema með höppum og glöppum og Andrés segir okkur, að stundum hafi hann jafnvel þurft að borga skáldinu fyrir að yi'kja kvæði eða vísur. Það kom jafnvel fyrir, að hann týndi handi'itunum, þegar hann hafði eytt miklum tíma í að yx-kjta kvæði, eða þýða erlend ljóð. Hann þýddi Hrafninn eftir Poe, á Akuxeyri, veturinn 1924—25. Þá var Andi-és í söfnunarleiðangri um Eyjafjörð og Skagafjörð. Nokkru síðar bað Andrés skáldið um að lána sér handritið, en fékk það svar, að hann hefði lánað handritið öði-um manni og væi'i það nú glat^ð: ,sá, sem hafði feng- ið það lánað, hafði dáið um vet- ui'inn. Þá kvatti Andrés hann til þess að rifja upp þýðinguma. 3% erindi mundi hann strax, en strandaði svo, og það var ekki fyrr en mörgum árum síðar, að hann var búinn að rifja upp alla þýðinguna. Ekki datt Magnúsi í hug að taka þátt í samkeppni „sjómannadags- ins“, en kvöldið áður en fresturinn var útrunninn skoraði Andrés á hann að yrkja kvæði. Kvaðst hann mundu borga honum upphæðina úr eigin vasa, ef hann fengi ekki vei-ðlaunin. Þetta dugði. Magnús orti kvæðið „Islands Hrafnistu- menn“, um nóttina. Eftir það var hann frægur maður í landi sínu. Þeir Andrés fengu sér oft göngutúra og ræddu þá um allt milli himins og j.arðar. Magnús var alls staðar heima, fjölhæfur gáfumaður, og þótti Andrési mjög skemmtilegt að ræða við hann, þegar vel lá á honum, ein,s og oft- ast var á þessum gönguferðum. Þá lét hann oft fjúka í kviðling- um og sagði margar skemmtilegar sögur. Magnús var mikill göngu- garpur. Hann segir t. d. fx-á því í einu bréfa sinna, að hann hafi gengið fx-á Hafnarfirði til Reykja- víkiur og svo þaðan upp á miðja iMosfelisheiði. Þá var hann á leið austur á Þingvöll í vegavinnu. Á miðri Mosfellsheiðinni fékk hann ifar með bíl austur á Þingvöll. 1 ibréfi, sem hann skrifar Andrési 19. ágúst 1928, 'segist hann vinna 13 tíma í sólarhring og auk þess veiði hann fjóra tírna í vatninu. Á .sunnudögum fari hann í ferða- lög. Hann hafi farið út í Grafn- ing og skoðað Nesjafjall og hver ina í Henglinum. 1 þeirri ferð •hvarflar það enn að honum, að nú þurfi hann að koma undir sig fótunum: „1 Mjóanesi er tófu- rækt. Þangað hef ég komið og skoð að hjörðina. Ef ég hef einhvern tím-a auraráð set ég upp tófubú". Og á öðrum stað segist hann hafa gengið alla leið austur að Laugavatni „að f jallabaki". Hann er heillaður af náttúrufegurðinni og honum líður á margan hátt ágætlega fyrir austan. Hann er laus við ýmislegt amstur. Hann hefur nóg að bíta og brenna, er að mestu áhyggjulaus. Hann kemst í súertingu við landið, hann safnar sögum og hann yrkir kvæði. Hann segir í bréfi 25. ágúst 1928: „Veðrið er dásamlegt allt 'Sumarið. Oft hefur mig lang- að til að fleygja fx'á mér vinnu- verkfærunum og strjúka á fjall: „Hugann eggja bröttu sporin". ©kjaldbreiður blasir við, snjólaus, svo slíkt hefur ekki sézt í manna minnum. Súlur gnæfa hér yfir og bjóða hverjum sem hafa vill eitt hið bezta útsýni, sem fáanlegt er. Hengillinn og Hrafnabjörg, Ár- mannsfell og Tindaskagi, Búrfell, Arnarfell og Miðfell, allt þetta og margt fleira merkilegt er við hönd ina. En að hvaða gegni keniur manni það, þótt guð og náttúran bjóði 811 rí'ki veraldar og þeirra dýrð, þegar andskotan.s ágirndin, aurasýkin og búksorgin láta hann hringsnúast eins og hund í bandi á sama blettinum?" Þetta leiðir hugann að ummælum skáldsins um íslenzka náttúrufegurð: „— engan, sem fegurð unni, sveik ís- lenzk fjallasýn". En peninga- Andrés Johnson áhyggjurnar skjóta upp kollinuin öðx-u hvoru, þrátt fyrir allt. Nú var það ekki tófuræktin, ekki held- ur kaupin á Miðfelli, heldur orða- bók Sigf. Blöndals. Hann langar að ráðast í það „stórvixki" að kaupa orðabók Blöndals. Hvílík dirfska á þeim árum! Bókin kost- ar hvoi'ki meira né minna en 100 ikrónur, „og hi'ýs mér hugur við iað snara því út í einu Iagi“. En hann eyðir þessum áhyggjum sín- um, er svo lánsamur að geta drep ið tímann við ýmis önnur efni. IHann safnar t. d. þjóðsögum: „Undan bænum á Þingvöllum var gjá í fornöld og gekk í hana sil- ungur svo mikill að þar var nóg veiði til heimiligþarfa allan árs- ins hring, en sú sögn fylgdi, að aldrei mætti veiða meir-a en heim llið þanfnaðist þann daginn. — iLengi vel gættu menn þess og hélzt veiðin óbreytt þar til prest ;ur nokkur fluttist til staðarins. iHann lagði eigi trúnað á þetta ákvæði og hugðist nota veiðina eins og hægt væri. En er hann hafði di'egið nokkru meira, en venjulegt var, kom á hjá honum mikill dráttur, og er upp kom var iþað skata ein mikil og ferleg og hafði sjö hala. Var þá presti ‘felmt við og hætti að sinni en eftir það tók fyrir veiði í gjánni. iSkatan var látin í tjörn í túnjaðr inum og heitir þar Skötutjörn síð- «n“. Og ennfi'emur: „1 Almanna- gjá var lengi vel hvergi fært með hesta nema eftir Langastíg. Hann liggur eftir þröngri og all-langri hliðargjá, skáhallt og gegnum nyrðri bai'm Almannagjár, síðan suður eftir gjánni og yfir eystri barminn innan við vellina. Um eitt skeið bar mikið á reim leikum við Langastíg. Kvað svo rammt að þeim, að enginn treyst- ist til að fara hann er skuggsýnt var. Maður er nefndur Oddur, og •bjó í Eyleifsdal í Kjós. Hann var ramur að afli og ofui-hugi .Ein- hverju sinni var hann sendur tdl Þingvalla með áríðandi bréf frá Reynivallapresti. Fór hann sem leið liggur gegnum Kjósarskarð, en er hann kom að Almannagjá var orðið dimmt af nótt. Þótti honum tafsamt að fai'a fyrir gjána og lagði því á Langastíg. Er að stígnum kom varð hestur hans ram-staður, fór hann þá af baki og neytti kraftanna og dró á eftir sér klárinn, en er hann kom þar sem þrengstur er stígurinn, stóðu þar dx’augar tveir sín hvorum megin götunnar og börð- ust í ákafa. Höfðu þeir að vopni 'lungun úr sjálfum sér. Eigi þótti Oddi fýsilégt að ganga undir vopn iþeirra félaga. Kallaði hann því ■til þeirra og mælti: „Víkiö ykkur 'frá, piltar, á meðan". Hux-fu þá draugarnir og hefur þeirra aldrei orðið vai't síðan“. Magnús segir á einum stað í handriti, sem Andxés sýnii* mér, að á síðasta tug 19. aldar hafi draugatrúin verið óðum að deyja út á Langanesströndum, þar sem hann ólst upp. Unga kynslóðin hafi afneitað skottum og mórum, miðaldra fólk látið málin liggja Framh. á bls. 40

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.