Morgunblaðið - 24.12.1958, Page 6

Morgunblaðið - 24.12.1958, Page 6
30 MORCXJTSBLAÐ1Ð Miðvik'udagur 24. des. 1958 hverju sem viðrar, jafnvel þótt ís- ihellan á vatninu sjálfu verði um 1 metra að þykkt og akfær bif- reiðum. 1 nágrenni Þingvalla er ísinn aldrei traustur nærri landi af þessum sökum. Fátt er þó í umhverfinu, sem tekur jafnmiklum stakkaskiptum og Almannagjá í vetrarbyljum. — Flestir munu kannast við dökk- gráan hamravegginn með fáein- um runnum og nokkrum grænum grastóm á sillum í berginu, að ógleymdum blessuðum mosanum. Eftir suðaustanbylji er allur veggurinn fannbarinn og lítur át eins og hann væri gerður úr marmara. Sjást aðeins fáeinar svartar línur í veggnum, en það eru sprungurnar milli stuðlanna í berginu. Eri stuðlarnir verða flestir meira og minna ávalir og fá þá sérkennilega mjúkar form- líriur, sem auðvitað sjást ekki þegar veggurinn er auður. En sfcrax og þiðna tekur, breikka hinar dökku línur, snjóflyksur falla niður úr berginu og dökkir flefcir komr. í ljós, svo úr verður undursamleg mósaíkk í svörtu og hvítu. Þótt veðrátta sé oft undra mild hér á landi, þá fer þó ekki hjá því hér á sögustaðnum að vetur- inn nái talsverðum völdum og haldi þeim um lengri eða skemmri tíma. Og veldi hans getur orðið ægilegt þegar ofsaveður dynja yf- ir land og haf. Lamast þá sam- göngur allar, en símalínur slitna iðuglega meðan stórviðrin standa. Fyrir fáum árum brotnuðu hér margir símastaurar og lenfcu lín- urnar niðri í Öxará. Meðan vet- urinn er að setjast að völdum, virðist allt, sem lifir, verða ein- angrað þar sem það er niður kom- ið. Rjúpan lætur skafrenninginn hylja sig, en þokar sér hægt og hægt upp á við til bess að fenna ekki í kaf. Kindur halda sér kyrr- um þar sem }.ar eru niður komn- ar, en öll húsdýr, sem til næst, eru höfð inni og menn fara sem allra minnst út nema tilneyddir séu. Lífið breytist í baráttu við bylji og kulda. En breytingin er ekki aðeins fagurfræðilegs eðlis. Ekki þarf nema tveggja stunda skafrenning á laus-amjöll í hvassri vestanátt til þess að Almannagjá verði áfær bifreiðum. Eftir langvinna skaf- renninga myndast djúpar fannir inni við bergið, 7—10 metrar eða meira, snarbmttar eins Og þak á háreistu húsi. Vilji menn yfirleitt komast þar um fótgangandi, þarf að höggva spor skáhallt inn í skaflinn. Ananrs verða menn að skríða upp á höndum og fótum þar sem urðir eru fyrir. Þannig ge ur verið ástatt í gjánni þótt ak- færi sé allgott austan hennar og vestan og kannast flest skóla- börn hér í sveitinni við þetta á- stand. Veturinn 1957—58 var fönn svo mikil fyrir norðan föss- inn í gjánni að þar mátti ganga beint upp á aflíðandi harðfenni lengi fram eftir vori. Var þetta skammt frá „höggmyndinni“ af Steingerði, í þeim hluta Almanna- gjár, er Stelkkjargjá nefnist. Það gefur auga leið að Al- mannagjá er hinn mesti farar- tálmi á vetrum. Með samamburði á snjóalögum í Biskupstungum, Laugardal og Þingvallasveit má sannreyna að austanbyljir eru oft svo vægir í þessum sveitum að akvegir eru sæmilega færir þótt ófærð sé í lágsveitum Árnessýslu og lokuð sé Hellisheiði. Væri ekki En þegar veturinn hefir sezt að Völdum og kyrrð og ró er komin á eftir h-amfar.ir hans, þá er oft tignarlegt um að litast í því landi, sem hann hefir numið, einkum í ítillufrostum þegar norðurljósin .eika um himininn. En á þeim tíma eru Þingvellir flestum lands mönnum lokaður heimur. Eðlilegt er að menn kjósi sér heldur yl «g hlýju hitaveitunnar, ljós raf- orkuveranna og glaum skemmti- öxarárfoss er ekki aðetns fagur í Ijóma sögunnar. ,;Fátt er þó í umhverfinu, sem tekur jafnmiklum stakkaskiptum og Almannagjá . , . Vetur á Þingvðllum eftir séra Jóhann Hannesson HAUSTIÐ kemur, veturinn nálg- ast og veður tekur að kólna. — Snemma í október taka fjöllin að klæðast hvítum hjúp að nóttu. Er þá tignarlegt um að litast að rnorgni, meðan gras er enn grænt á túni og völlum, en skógurinn bíasir við, brúnn og gulur, og berjalyngið er dökkrautt eða purp uralitað innan um grænt sortu- lyngið og Ijósgrænan mosann. — Gjárhamrar eru þá jafnan grá- svartir eftir skúrir á láglendinu eða hélu næturinnar. Fjöilin af- klæðast þó hinum hvíta möttli aft ur og aftur þegar mildir suð- austanvindar sveipa landið skúr- um og regni og getur slík veðráta staðið lengi fram eftir vetri. En hvenær sem áttin sveigir til vest- urs eða norðurs, færast f jöllin aft ur í sínar hvítu skikkj<ur, svo sem væru þau að prúðbúast til mikill- ar hátíðar. staðanna en þá þrekraun að kyrina sér kraft og tign og kalda blíðu hins íslenzka vetrar á stað, sem er við útjaðar óbyggðanna. LandslagiS umbreytisí Veturinn veldur róttækum breytingum á öllu umhverfi hér um slóðir. Nýjar línur myndast í hlíðum fjallan.ia fyrir langvinna slípun og mótun skafrenningsins, er safnar sköflum í allar suður- og suðvestu i’hl íðar á hæðum og hólum og ekki síður á háfjöllum. Heiðar verða að mjúkum og mjallhvítum fannbreiðum og sér varla á dökkan díl. Hraunin breyt ast hægar, en láta þó að lokum undan síga. Holur, sprungur og litlar gjár hyljast undir fönnum, en undir snjóhengjunum leynist þó sama hyldýpið og áður, hættu- legt öllum ófleygum skepnum er stíga fæti út á hinar svi-kulu boigabrýr, er myndast af snjón- um. Skógarkjarrið leiitast íi lengstu lög við að teygja sig upp úr fönnun-um, en í þessu kjarri á rjúpan athvarf eftir að fokið hefir í flest hennar gömlu skjól. Þyrpist hún þá hingað í miklum hópum, en refir og veiðiþjófar leita að sporum hennar í von um æti eða jólamat. Virða hvorugir friðunai-lögin né heldur það á- kvæði að Þingvellir eru undir vernd Alþingis, — og lögum sam- kvæmt helgistaður allra Islend- inga. Oft kemur rjúpan alveg heim að bæjardyrum á flótta und an fálkanum, en unir sér einnig langdvölum í runnum x garðinum þegar snjóar eru miklir. Sam-a er að segja um snjótittlingana og er reynt að veita þeim beina þegar veður leyfir. Slærsíu valnsgjárnar fyllast þó aldrei af snjó og aldrei leggur ís á þær. Vatnið úr þeim frýs ekki fyrr en það hefir runnið alllang an spöl um grynningar. 1 miklum frostum stígur gráhvít gufumóða upp úr gjánum og frýs þessi gufa allhátt frá jörðu og leggst síðan í ki-ystalglitrandi breiðum yfir nági’ennið. Spillast þá mjög hag- ar þeir, sem kiunna nð vera fyrir. Straumurinn í Silfrugjú er svo öflugur að jafnvel í allra mestu frostum er allstðr auð vök á Þing vallavíkinni austan til og ísinn þar í grennd er jafnan mjög ó- traustur. Margar minni gjár halda vökum auðum á sama hátt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.