Morgunblaðið - 24.12.1958, Side 7

Morgunblaðið - 24.12.1958, Side 7
Miðvikudagur 24. des. 1958 MORCUNBLAÐIÐ 31 Almannagjá til hindrunar, þá væri hér oft'opin leið, öllum að kostnaðarlausu,. þótt ófær væri Hellisheiðin og j-afnvel Krýsuvík. En þá frægu leið fór ég einu sinni rétt fyrir jólin af „öryggisástæð- um“ frá Reykjavík til Þingvalla. Tók það ferðalag tvo og hálfan sólarhring og voru bílstjórar góð- ir og ýtur margar til aðstoðar á leiðinni. Á sama tíma fór einn ná- granni minn beina leið hingað í sveitina og tók ferðin 2% klukku- stund og naut hann cngrar að- stoðar af ýtum né öðrum farar- tækjum. Enda kom það í Ijós er hingað kom að í hinum mikla austanbyl við ströndina hafði hér verið hægviðri og lítil snjó- koma, enda voru vegir nálega snjólausir. Yeðiirfar er oft með þeim hætti I austlægum áttum að hér getur verið hægviðri þótt 7—8 vindstig sé við ströndina og mikil úrkomu. Þegar úrkoman er snjór, þá hefir þetta mikil áhrif á færð á vegum úti. Öðru máli er að gegna um vestlægar óttir. Þá er hér að jafn- aði harðara veður og meiri úr- koma en á láglendinu við strönd- ina. Verður þá Mosfellsheiði fljótt ófær þótt Krýsuvíkurleiðin sé greiðfær. Veðursæld á Þingvöllum er einnig meiri en á nágrannabæj- unum. Það er veðursældinni a3 þakka að meira hefir varðveizt af skógarkjarri en annars staðar hér í sveit, því beit og önnur áníðsla á skógum var hér sízt minni en í nágrenninu, og verður það skilj- anlegt af sögu Þingvalla. Skafrenningurinn, sem er versti óvinur vegfarenda, gæti orðið mjög nytsamur handamaður í har- átlunni við ófærðina ef menn vildu aðeins leggja vegi skynsam- lega. Þetta er greinilegt á Sogs- veginum, sem liggur í suður frá Þingvöllum. Þar sem vegurinn liggur beint yfir harunið og er sæmik'ga hár, þar sópar vindur- inn snjónum af honum. En þar sem vegurinn þræðir slakkana meðfram Miðfelli, þar er jafnan ófærð eftir þá sömu skafrenninga sem halda veginum hreinum fyrir [ norðan og a. n. I. einnig fyrir sunnan fjallið. Hefði öllum veg- farendum verið meira hagræði að einhverju öðru vegarstæði en því, sem fyrir valinu hefði orðið. Á þessu svæði lokast suðurleiðin til Þingvalla flesta vetur einmitt af þessum sökum. Er illt að eiga svo mikið undir náð Hans Há- tignar, skafrenningsins. Betra hefði verið að gera skynsamleg- an samning við hann, lofa honum að eiga snjóinn gegn því að hann haldi veginum auðum i stað þess að óánða með mokstri í dældum og slökkum, þar sem hann vill geyma þann snjó, sem hann hefir dregið s-anian með ærinni fyrir- höfn. En þeir, sem bezt vita skil á skapferli skafrenningsins, fá litlu ráðið um lagningu vega, en þeir, sem þeim málum ráða, halda sér í hlýjunni meðan ferðamenn berjast við skafrenning og ófærð. Öxará oð vetri. Fáir munu gera sér í hugar- lund hversu stórkostlega vatna- vextir í Öxará gjörbreyfca bin- um gamla sögustað. Þegar rign- ingar eða leysingar eru mjög miklar, fara allir hólmar í kaf. Áin flæðir yfir vellin-a og spill- ir þar vegum og hún flæðir einn- ig inn á túnið kring um kirkju- garðinn og auk þess kaffærir hún fremri hólmana, einkum ef rign- ingunum fylgir hvassviðri af suðri. Þá rennur einnig kvísl úr ánni norður eftir gjánni hjá hærri fossinum. Kemu^ hún belj- andi niður á vellina hjá furulund inum og hverfur þaðan niður í Brennugjá. Það hefir komið fyrir a£ áin hefir stíflazt vestan gjár Og hefir hún þá fossað niður í Stekkjargjá og valdið skemmdum á Efri Völlunum. Þesar skemmd- ir voru mjög miklar áður fyrr, en voru lagfærðar fyrir Alþingishá- tíðina 1930. Lengi vel hefir ekki borið á þeirri tilhneigingu hjá ánni að stíflast vestan gjár, en tæki hún aftur up.) á því, þá mætti búast við miklum spjölum. Hins vegar fer ekki hjá því að litlar kvíslar úr henni komist gegn um sprungur á eystri barm inum og spilli veginum skammt fyrir austan Drekkingarhyl. — Þarf árlega að lagfæra veginn á þessum slóðum, einkum ef mikið rignir á vetrum. Þá hafði Öxará lengi þann sið ■að hlaupa upp i frostum svo að alldjúpt vatn gat orðið á vegin um af þeim sökum. Á síðustu ár- um hefir lítið borið á þessu eftir að fai'vegur hennar hefir verið lagfærður með því að gera varn- argarða úr fi-amburði hennar. Þó hefir áin nýlega spillt þessum mannvirkjum nokkuð og betur má ef duga skal. Þegar áin er í vexti, þá flæðir vatn inn í kjallara bæði á Þingvöllum og í Valhöll, með því að byggingar eru lélegar og klaufalega staðsettar. Svo sem kunnugt er af sögunni, þá fannst mönnum ekki hægt að hafa Al- þingi á Þingvöllum fyrir leka sakir og trekks og vill hvort tveggja halda sem fastast við stað íl inn, þrátt fyrir tækni og snSU þeirrar aldar, sem vér lif-um á. r>- Ö/fí'ri og einangrun. Menn reyna að komast ferða sinna hér eins og annars staðar meðan þess er nokkur kostur, þrátt fyrir ófærð. Böm þurfa að fara í skóla og heim aftur, en skóli Þingvallasveitar er heima- vistarskólinn á Ljósafossi og standa að honum Grímsnes og Grafningur, auk þessarrar sveit- ar. Póstur og ýmislegt dót þarf að komast til skila. Fundi og samkomur þarf að halda og guðs- þjónustur. Mikil vinna og langur timi fer í baráttuna við ófærð- ina áður en menn taka þann kost að ganga frá bílum sínum í bylj- um og ófærð. En venjulega fara svo leikar £ snjóavetrum að bílasamgöngur teppast með öllu og verður jafn- an Almannagjá fyrst ófær, eins og áður segir. En meðan fært er að henni, verður að notast við selflutninga að torfærunni að austan og vestan, en bjargast einhvern veginn yfir ófærðina £ gjánni með menn og flutning. Þá gerist það vcnjulega næst að Mosfellsheiði lokast að vest- an og slakkarnir við Miðfell á Sogsveginum verða ófærir að aust an og er sveitin þá einangruð hvað bílasamgöngur sner-tir. Þótt snjó sé stundum rutt af vegum með ýtum, þá kann svo að fara að mikið verk verði ónýtt með öllu á einni nóttu, eða svo fari að verkið væri betur óunnið, með því að enn meiri snjór safnast fyrir en ella þegar búið er að grafa traðir gegn um skaflana. Það er skoðun mín að síðar muni mönnum lærast að velja heppi- legri vegarstæði en þau, sem nú eru og eins verði sú stefna tekin að þjappa snjónum svo saman að akfært verði ofan á sköflunum, en snjó verði ekki rut af vegum fyrr en vor er komið. Menn ferðast með ýmsu móti milli bæja þótt allt sé ófært bíl- um. Skólabörnin fara gangandi mikinn hluta leiðarinnar og feður þeirra fylgja þeim með dótið á sleða. En skólastjórinn kemur þá jafnan á móti þeim eins langt og komizt verður á bíl. Skíði eru dálítið notuð, en þó minna en ætla mætti. Hvað vöruflutninga snertir þeg ar ófærð hefir staðið u,m nokkurt skeið, þá er von manna bundin við Guðmund Jónasson, og snjó- bílinn hans, en þeir félagar bjóða allri ófærð byrginn. Verður hann með réttu talinn Guðmundur góði Framhald á bls. 37 þegar veturinn hefir sezt að völdum . . . er tignarlegt um að litast

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.