Morgunblaðið - 24.12.1958, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 24.12.1958, Qupperneq 11
Miðvikudagur 24. des. 1958 jlfOprrvRrjgifc 35 — Ræða við doktorsvörn Framh. af bls. 34. lengt bókina um of. í öðru lagi vantar hér greinargerð fynr beinum manna og dýra úr heiðn- um kumlum, en af þeim má margt ráða, af beinum manna t. d. um heilbrigðishætti, matar- æði og uppruna. Að vísu virðist doktorsefni ekki telja mannabein til hinna reglulegu fornleifa, því að hann talar um fornleifar og mannfræðilegar leifar sem sitt hvað, og má það auðvitað til sanns vegar færast, ef vill. En undir hvaða flokk vill hann þá færa bein hrossa, hunda og ann- arra dýra, sem finnast í heiðn- um gröfum? Annars verður doktorsefni ekki heldur sakaður um, þótt hann léti hjá líða að fara inn á þessa fræðigrein, því að það er auðvitað aðeins á færi sérfræðinga í henni. En hann hefði gjarna mátt skilgreinaforn- leifar betur, og ég sakna þess, að hann skuli ekki minnast rækileg- ar en hann gerir á þær niðurstöð- ur, sem próf. Jón Steffensen hef- ur fengið af rannsóknum manna- beina um uppruna fslendinga, úr því að hann leiðir þá mál sitt all- mikið að upprunanum. Er því sannarlega ekki vanþörf á að tjalda í þejm efnum því, sem til er og eitthvað verður af ráðið. Skýring doktorsefnis á bruna- kumlaleysinu hér á landi virð- ist mér laukrétt. Það hefur með öðrum orðum verið flutningur- inn í nýtt land, sem eyddi fall- andi sið, fyrr en annars hefði orðið. En í ýmsum öðrum grein- um hefur gilt hið sama. Doktors- efni bendir eflaust réttilega á, að á íslenzkum fornleifum í heild er sérstakur blær, sem sagt, að íslenzk menning hefur þegar orð ið til á 10. öld, og ef ég ætti að tiltaka nánara, hvenær hún hefði vaxið úr grasi, myndi ég segja: fslenzk menning skaut upp koll- inum, þegar fyrsta verkið var unnið hér á landi við aðrar að- stæður en menn höfðu áður þekkt, — þegar fyrsti hluturinn var gerður eða jafnvel fyrsta hugsunin hugsuð. Það gæti orðið efni í nýja doktorsritgerð að rekja þá þræði nánara. Nokkuð virðist mér hins veg- ar bresta á, að doktorsefni hafi athugað nógu vandlega öll sjón- armið í sambandi við hin sænsk- baltnesku áhrif, sem virðist gæta í fornleifum hér á landi. Rétt er að taka skýrt fram, að öll menn- ingaratriði eru varhugaverðar heimildir um uppruna þjóða, því að þau geta borizt á milli,’ frá einni þjóð til annarrar, jafnvel tungan. í öðru lagi verður að hafa í huga það atriði, sem ég var að ræða um, flutninginn í nýtt land. Það er rétt hjá doktors- efni, að Norðmenn gátu haft kynni af hinni sömu austan- menningu án þess að bregðast J í Cjfekhy fó(! (L Gott og farsælt nýjár! Þökk QS fyrir viðskiptin á því liðna. MÆLIFELL & Austurstræti 4. | Cjiehilecj fól! |jj Hallabúð Reykjavíkur ^ Laugaveg 10. Í (JLtiLf fói! Mynd úr Kumlum og haugfé. IJtskurður frá miðri 11. öld. (Ljósm. Gísli Gestsson). við henni á sama hátt og fslend- ingar (bls. 440). En mér hefði fundizt, að þurft hefði að athuga þann möguleika nánara. Er jafn- vel álitamál, hvort ekki hefði átt að telja hann fyrstan. Loks er þetta efni svo furðulega óljóst og hált, að erfitt er að ná tökum á því. Þótt hægt sé að sýna, að einhver gripur beri vitni um sænsk-baltneska gerð eða sænsk-baltneska tízku, er sjald- an hægt að benda á al- gerar hliðstæður, sem eru ó- þekktar í Noregi, og oftast er stíllinn samnorrænn, en ekki sér- staklega austurnorrænn, og bend ir því til, að gripirnir hafi verið gerðir á stóru svæði á Norður- löndum. Doktorsefni gerir því vafalaust rétt í því að gera sem minnst úr hinum austurnorrænu áhrifum, og eru einkum athyglis- verð orð hans á 276. bls., að döggskóagerðirnar, sem fundizt hafa hér á landi, séu af þeim sænsku gerðum, sem norrænast- ar séu að skrautverki, en ekkert hafí fundizt af hinum mörgu sér- sænsku gerðum, með ónorrænu austankynj uðu skrautverki, sem hefur þó orðið vart í Noregi. En döggskórnir eru einmitt þær ís- lenzku fornleifar, sem einna fyrstan og mestan grun hafa vak- ið um bein sænsk-baltnesk áhrif. Virðist því naumast hægt að full- I J | J I J f f 3 I I l | j © yrða, að döggskórnir hafi verið gerðir austur þar, þótt fyrirmynd irnar hafi upphaflega verið komn ar að austan. Samt sem áður neit ar doktorsefni því ekki, að hér hafi gætt einhverra sænsk-baltn eskra áhrifa meiri en í Noregi, enda virðist varlegast að gera ráð fýrir þeim möguleika að svo stöddu. En hann hafnar réttilega þeim skýringum, að þau áhrif séu runnin frá sænskættuðum Norðmönnum eða Svíum, er kom ið hafi frá Noregi, því að annars ætti þessara áhrifa einnig að verða vart í.Noregi. Helzt hallast doktorsefni að þeirri skýringu á hinum sænsk-baltnesku áhrifum (bls. 439, smbr. 276), að sumir austnorrænu gripirnir séu runnir frá sænskum og sænskkynjuðum landnámsmönnum, og verður þá að gera ráð fyrir, að þeir hafi krmið beint frá baltnesku lönd- unum eða a.m.k. ekki frá Noregi, en aðrir gripir eigi rætur að rekja til áframnaldandi verzlun- arsambanda við austnorræn lönd fram hjá Noregi. Við þetta er þó ýmislegt að athuga. Doktorsefni telur, að Svíar hafi borið skarð- an hlut fyrir Norðmönnum í frá- sögnum um landnám, af því að þeir hafi verið svo miklu færri. Veiti ritaðar heimildir því ekki retta mynd af hlutdeild þeirra. Má vel vera, að það sé að ein- hverju leyti rétt, en þess sjást þó H.f. Eimskipafélag Islands dir udábipti óitutm um lan d alít ipiamonnum L eztu L l jóíc CLOÓULr ekki síður merki, að hlutur þeirra hefur verið rífkaður í sumum gerðum Landnámu. Þrír landnámsmenn á skaganum milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar eru á einhvern hátt tengdir við Björn að Haugi, og hef ég bent á í grein í Afmælisriti Einars Arnórsson- ar, grein, sem doktorsefni virðist ekki hafa veitt athygli, að sá Björn hafi verið talinn norskur höfðingi í Frumlandnámu og hafi að öllum líkindum búið að Saurshaugi í Eynni innri í Þrænda- lögum. En í ritum frá fyrra helm- ingi 13. aldar er Björn orðinn að Svíakonungi, og gætir þess ó- beint í Landnámabók Sturlu Þórðarsonar. Haukur lögmaður tekur hins vegar skrefið til fulls og telur tvo af fyrrgreindum landnámsmönnum sænska í Land námabók sinni. Þar hefur hlutur Svía því greinilega verið aukinn, en ekki minnkaður. í öðru lagi eru fleiri möguleik. ar til að skýra hin sænsk-baltn- esku áhrif en þeir, að einhver hluti landnámsmanna hafi verið sænskur. Víst má telja, að sum- ir landnámsmenn hafi farið úr Noregi fyrir ofríki Haralds kon- ungs hárfagra, þótt þeir gerðu það ekki allir. Sumir fóru beint til íslands. Aðrir héldu fyrst vestur um haf, en náðu þar ekki fótfestu og héldu því til íslands. Á sama hátt má vel vera, að ein- hverjir hafi flúið í Austurveg, þótt þess verði lítt vart, en þeir hafi ekki fest þar rætur og því leitað til íslands. Þeir gátu hæg- neska gripi og sænsk-baltnesk á- lega flutt með sér sænsk-balt- hrif, sem engan stað sér í Noregi, enda er auðvitað hugsanlegt, að eitthvert fólk hefði slæðzt með þeim þaðan að austan. Þessi möguleiki virðist mér sennilegri en aðrir, sem bent hefur verið á, og ef til vill má finna dæmi, sem styður hann. í Landnámu segir: „Skútaðar-Skeggi hét maðr ágætr í Nóregi. Hans son var Björn, er kallaðr var Skinna- Björn, því að hann var Hólm- garðsfari. Ok er honum leiddust kaupferðir, fór hann til íslands ok nam Miðfjörð ok Línakradal“. Ef títt hefði verið, að Norðmenn færu kaupferðir í Austurveg um þessar mundir, hlýtur r.ð sjást greinileg merki þess í norskum fornleifum. Er því naumast ann- ar kostur til en hafna þessari frá- sögn sem markleysu einni eða gera ráð fyrir, að Skinna-Bjöm hafi verið flóttamaður úr Noregi. Er og athyglisvert framhald frá- sögunnar í Landnámu: „Hans (þ.e. Skinna-Bjarnar) son var Mið fjarðar-Skeggi. Hann var garpr mikill ok farmaðr. Hann herjaði í Austurveg“. Þar er dæmi um, að sonur manns, er fluttist hing- að úr Austurvegi, leitaði á sömu slóðir, og gátu sænsk-baltnesk áhrif borizt þannig áfram til ís- lands út 10. öld. Ég hef drepið hér á nokkur at- riði, sem betur hefðu mátt fara hjá doktorsefni. Fleira mætti til tína, en þau breyta engu, enda varla einleikið, ef hvergi mætti finna að svo stóru og myndarlegu riti. Frágangur er yfirleitt góð- ur. Ég hef ekki hirt um að eltast við prentvillur, enda munu þær ekki margar. Skráin um helztu efnisatriði er í skemmsta lagi, og er sá ljóður sameiginlegur flestum íslenzkum fræði- og vís- indaritum, ef slík skrá er þá nokkur. En hún sparar oftlesend- um mikla leit, ekki sízt, ef um handbók er að ræða, eins og lík- legt er, að þessi bók verði. Mynd- irnar eru góðar og auka stórlega gildi bókarinnar, enda munu þær standa, þótt annað falli. Að lok- um vil ég taka fram, að þær að- finnslur, sem ég hef haft hér frammi, breyta engu af því, sem ég sagði í upphafi máls míns. Fremur má segja, að þær séu I til tilbreytingar og bragðbætis.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.