Morgunblaðið - 24.12.1958, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 24.12.1958, Qupperneq 12
36 OT* r.Ti\nr 4»in Miðvikudafnir 94 1958 H* Sigríður Björnsdottir hjalpar börnunum að Ieika sér með nýju taka tillit til fullorðna fólksins, en allt er miðað við það að tekið sé tillit til þeirra. Hér er að vísu þröngt um okkur. Rúm er fyrir 30 börn, en þó við útskrifuðum öll þau sem hér liggja í dag, gæt- um við fyllt rúmin þeirra sam- stundis af börnum sem bíða. Þeg- ar nýi Barnaspítalinn verður tek inn i notkun, fáum við rúm fyrir helmingi fleiri börn. Þar verður fjórfalt meira húsrými. — Og hvernig sjúklingar eru börn? — Börn eru beztu sjúklingar sem til eru, svaraði Kristbjörn is frá og gefið spítalanum. Sigríður Björnsdóttir gengur á milli barnanna og leikur við þau. Hún er föndur- og teiknikennari, og hefur auk þess stundað fram- haldsnám í sjúkraiðju á spítölum í Englandi og Danmörku, síðast með styrk frá Hringnum. Hún hefur komið öllum börn- unum af stað í einhvern leik. Jafnvel tveggja ára gamall lær- brotinn snáði, sem liggur með brotna fótinn hengdan upp í um- búðir, unir sér hið bezta við að raða hringjum á snaga og færa vísana á klukkuskifu. Þessar ann leikföngin frá Hringnum. ekki meir. Guðþjörg litla, 5 ára, lætur ekki trufla sig. Hún er að skenkja vinkonu sinni, sem má vera á fótum, kaffi í plastbolla. Sú hefur tekið með sér brauð með kaffinu, alla vega litar boll- ur úr leir. — Ég ætla að fara heim fyrir jól, segir Guðbjörg. Þá verð ég hætt að standa við stöngina, og þá ætla ég að hlaupa um með krökkunum, Helgu og Siggu og hinum. Með stönginni á hún við æfingarstöngina, sem hún er lát- Grannkonan kemur með kaffibrauð úr leir og txr kaffisopa. Heimsókn ^JÓLIN og börnin eru svo ná- | tengd í hugum manna, að þegar | farið er að hugsa til jólanna og i undirbúa jólablöðin á ritstjórnar- j skrifstofum blaðanna, koma fréttamönnum gjarnan börnin fyrst í hug. Því miður er það ekki sérlega frumleg hugmynd, það er vafalaust búið að nota hana víða um veröld í hátt í 1958 ár. Hér á landi er þó enn lítill hópur barna, sem ekki hefur ver- ið gert mikið veður af á opinber- um vettvangi, af þeirri einföldu ástæðu, að þau voru dreifð um marga staði þangað til fyrir 17 mánuðum. Hér á ég við börnin, sem af einhverjum ástæðum þurfa að liggja á sjúkrahúsi. Nú eru 30 þessara barna á bráðabirgðaspít- ala fyrir börn á efstu hæð Lands- spítalans. Þar var útbúin fyrir þau deild, eftir að hjúkrunar- kvennaskólinn rýmdi húsnæðið í fyrrasumar. Kvenfélagið Hring- urinn lagði til allt sem með þurfti, húsgögn, sængurfatnað tæki o.fl. Þarna verður Barna- spítalinn til húsa, þangað til lok- ið verður nýju viðbyggingunni, en þá flytur hann á tvær hæðir í austurálmunni. Fyrir skömmu lagði ég leið mina upp á Barnaspítala. Þegar inn er komið, finnur maður und- ir eins, að þar ríkir ekki kulda- legt sjúkrahússandrúmsloft. Á ganginum kom á móti mér 7 ára snáði á fleygiferð á nýjum ruggu hesti. Sýnilega er mikið lagt upp úr því að börnin njóti sín eftir föngum. Þar þekkjast ekki óþekk börn ■ — Þetta er fyrsta barnadeildin sem slík hér á landi og hún var sett á stofn af brýnni nauðsyn, sagði Kristbjörn Tryggvason, yfirlæknir, en hann hitti ég fyrst an að máli. Það segir sig sjálft að það er allt annað að hafa .deild, þar sem börnin þurfa ekki að um hæl. Þau eru þæg og róleg, og það er þægilegt að eiga við þau. Við þekkjum ekki óhlýðin börn á þessu sjúkrahúsi, reyndar er það sama sagan á öllum barna spítölum. — Ég tek undir það, sagði að- stoðarlæknirinn Gunnar Biering, sem var viðstaddur þetta samtal okkar. Börn eru yfirleitt hugrökk og auðveld viðfangs. Það er ekki erfitt að koma þeim í skilning j um að eitthvað þurfi að gera, og þau eru fljót að gleyma. Annar aðstoðarlæknir starfar á barnadeildinni, Víkingur Heið- ar Arnórsson. Auk læknanna eru þar nokkrar hjúkrunarkonur undir stjórn Árnínu Guðmunds- dóttur yfirhjúkrunarkonu. Læknarnir segja mér, að yfir- leitt séu börnin mjög róleg á sjúkrahúsinu, rólegri en fólk utan þess kunni að halda. Þó þau séu ef til vill dálítið kvíðin fyrst, þá jafni þau sig fljótlega. — Það er ákaflega skemmti-* legt og þægilegt að vinna hér, sagði Kristbjörn að lokum. Sam- starf þeirra sem hér starfa er ánægjulegt, börnin þæg og for- eldrarnir samvinnuþýðir. Læknarnir voru nýkomnir af stofugangi, þegar mig bar að. Nú er komið fram undir hádegi, og ég má ekki tefja þá lengur en nauðsyn krefur. Aftur á móti hafa sjúklingarnir litlu nægan tíma. Ég sný mér því að þeim, þ.e.a.s. þeim sem hressir eru. Litla drenginn, sem daginn áður hafði verið komið með á sjúkra- húsið, mjaðmargrindarbrotinn og með innvortis blæðingu eftir bílslys, fæ ég að sjálfsögðu ekki að sjá. Veik börn þurfa tilbreytingu Inni í stærstu sjúkrastofunni liggur hópur 2—6 ára barna. Þau dunda öll við að leika sér með ný uppeldisleikföng, sem Hring- urinn hefur nýlega fengið erlend- Læknarnir Kristbjörn Tryggvason, Gunnar Biering og Víkingur Arnórsson, ásamt yfirhjúkrun- arkonunni Árnínu Guðmundsdóttur og nokkrum litlu sjúklinganna. (Ljósmyndir: Ól. K. M.J. í barnaspítalann „Börnin eru beztu sjúklingar, sem til eruu arlegu stellingar virðast ekkert há honum. Það færist líf í tuskurnar, þeg- ar ljósmyndarinn kemur inn. Einn drengurinn flýtir sér að leggja frá sér leikföngin og fer að snyrta sig fyrir myndatökuna, en þegar á á að herða, guggnar hann og stingur sér undir sæng- ina. Eftir það sjáum við hann in halda sér í, meðan hún gerir líkamsæfingar. í rúminu rétt á móti liggur Helgi, 7 ára, með fótinn í gipsi. — Ertu fótbrotinn? — Nei, ég er lærbrotinn, svar- ar hann, og mér skilst strax að lærbrot sé miklu merkilegra en venjulegt fótbrot. — Ég datt, bæt ir hann við. — Bara svona á götunni? — Nei, ég var að klifra. — Þú ferð þá líklega ekki að klifra aftur þegar þú kemur heim? — N-ei. Svarið kemur dræmt og það er enginn sannfæringar- kraftur í því. — Þú hefur Uklega verið byrj- aður í skóla. Finnst þér ekki slæmt að missa af skólanum? — Kennarinn kemur til mín. . . en ég er ekkert sérlega hrifinn af því. Nú hnippir Þórður litli í mig. — Ég er búinn að vera hér leng- ur, fimm vikur! Hann er á fótum og fer með mig inn í stofuna sína. Þar liggur félagi hans, Sæ- laugur frá Þórshöfn, og er að sauma fallegt mynstur í dúk. Hann segist aljtaf fara heim með fallega hluti, þegar hann fer af sjúkrahúsinu. Þetta er í fjórða skiptið sem hann er hér. Ég spyr hann hvort hann geti ekki haldið áfram þessari handavinnu, þegar hann er heima og kennt krökk- unum á Þórshöfn. — Nei, þetta geri ég ekki heima, svarar hann, og það er auðheyrt að honum finnst hann hafa annað að gera heima en að liggja og „brodera". En Sigríður Björnsdóttir skýt- ur því inn í, að það sé einmitt ákaflega mikils virði að börnin séu búin að fá áhuga fyrir slíkri iðju, þegar þau fara heim, því mörg þeirra þurfi að hafa hægt um sig fyrst í stað. En ég má ekki stanza lengi hjá Sælaugi, Þórður er ekki búinn að sýna mér allt sitt. Hann teymir mig fram í leikstofuna, þar sem krakkarnir sem eru á fótum hafa sett upp búð og selja leirávexti, plastsúkkulaði og margt fleira fyrir heimatilbúna fimmkalla, og telpurnar hafa tekið til óspilltra málanna og sjóða og steikja í pottum og pönnum. Þarna sýnir Þórður litli mér meistarastykkið sitt, hús úr litlum kössum frá handlækningadeildinni, klætt mislitum pappír frá röntgendeild inni. — Við reynum að nota öll fáan- leg efni, segir Sigríður. Við fá- um léreftsafganga frá saumast. Landsspítalans, leðurafganga frá bókbands- og leðurverkstæðum, pappír frá röntgendeildinni og garn, nálar og liti hefur skrif- stofa ríkisspítalanna lagt tiL Á veggjum leikstofunnar hanga

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.