Morgunblaðið - 24.12.1958, Síða 15

Morgunblaðið - 24.12.1958, Síða 15
MWvifcudagur 24. des. 1958 MORCUNBLAÐiÐ 39 Þetta er það ég hefi gert Ymislegt frá því í gamla daga rifjað upp með Böðvari á Laugarvatni ÞEIR munu ekki vera ýkja marg- ir, sem vita að Sogsbrúin hjá Þrastalundi olli á sínum tíma harðvítugum flokkadráttum, er lauk með því að ein sveit, sem tilheyrt hafði Grímsneshreppi sagði sig úr lögum við hreppinn og stofnaði sitt eigið hreppsfélag. íbúarnir í þessari sveit, sögðu að þær vegabætur sem verða myndu að mestu gagni, væri þjóðvegur írá Þingvöllum um Lyngdalsheiði og Laugardalinn. Þetta var sjón- armið bænda í Laugardalnum. Þá verzluðu bændur þar og einnig að mestu leyti Grímsnesbændur við Reykjavíkurkaupmenn. Vega- lengdin þangað var um 24 km skemmri um Þingvelli, en um Sogsbrú. Einnig töldu bændur í Laugardalnum sig sjá fram á, að ef þeir gætu ekki þá knúið á og komið í gegn slíkri vegalagningu myndi um ófyrirsjáanlegan aldur ekki verða lagður akvegur þessa leið. Þetta hefur líka rætzt, þótt segja megi að jafnvel hilli undir slíkan þjóðveg nú. Það var engin furða þótt menn væru skiptir í þessu máli, sagði einn talsmaður Laugardalsbænda frá þessum árum, Böðvar Magnús son á Laugarvatni, er þetta mál bar á góma í upphafi samtals okkar á heimili hacs nú fyrir nokkru. — Hitt er víst sagði Bbðv ar að Grímsnesingum var vegur- inn og Sogsbrúin bráðnauðsynleg. Helzti talsmaður okkar bænd- anna hér í Laugardalnum í máli þessu, var séra Stefán Stephensen og fylgdi ég honum að sjálfsögðu að málum svo og aðrir Laugdæl- ingar. Þetta var árið 1906 og átti Böðvar einn mestan þátt í því að Laugdælingar stofnuðu sitt eigið sveitarfélag, þegar sýnt þótti að leiðir myndu skiljast með al hreppsbúa með tilkomu Sogs- brúarinnar. Áður en Sogsbrúin var byggð, fóru flestar hestalestir Grímsnesbænda um Laugardal- inn, fram Lyngdalsheiði um Þing- velli og til Reykjavíkur. Böðvar Magnússon er nú 81 árs gamall. Hann sagði, að en í dag væri þjóðvegur frá Reykjavík um Þingvelli, Lyngdalsheiði og Laug- ardalinn — og ný brú á Brúará í námunda við Efri-Reyki, kann- ske brýnasta samgöngumaiið hér í austursveitum. — Jú, sjáðu til. Það hljóta allir að sjá hvaða þýðingu slíkur veg- ur myndi hafa, einnig með tilliti til ferðafólks. Hægt væri á einum og sama degi að skoða Þingvöll, Gullfoss og Geysi án þess að leggja verulega hart að sér. Aðal- viðkomustaður ferðafólksins yrði að sjálfsÖgðu hér á Laugarvatni, sagði Böðvar. — Segðu mér Böðvar, hvarflaði aldrei að þér sem yngra manni að gerast eitthvað annað en bóndi? _ — Jú, ég get nú ekki neitað því. Ég var á skútu, eins og margir ungir menn í gamla daga. Sjó- mannslífið, þó að það væri síður en svo sældarlíf í þá daga, átti vel við mig. Jú, það hefir áreiðan- lega ekki mátt miklu muna að ég gerðist sjómaður. — Segðu mér, hvaða maður heldur þú að sé þér minnisstæð- astur frá því í gamla daga? — Ég man eftir fjölda þjóð- kunnra manna, sem löngu eru horfnir af sjónarsviðinu. Það var alltaf mikill gestagangur á heim- ili föður míns og einnig eftir að ég sjálfur hóf minn búskap hér. Ég man vel eftir Magnúsi Step- hensen landshöfðingja, Finni Jónssyni í Kaupmannahöfn, Hann esi Hafstein og ýmsum fyrirmönn um með þjóðinni öðrum, til dæm- is fornvini mínum Tryggva Gunn arssyni bankastjóra. Ég tel hann hafa orðið mér minnisstæðastann þeirra allra. Hann var óvenjuleg- ur persónuleiki og fjölhæfur gáfu maður. Ég veit ekki hvort þú ætlast til þess að ég reki ævisögu Tryggva. Ég hygg að þú munir heldur vilja heyra mig segja eitt- hvað frá persónulegum kynnum mínum af honum. Dettur mér þá það atvik í hug þegar honum og öðrum bankastjórum Landsbank- ans var vikið fyrirvaralaust úr starfi. Þegar það gerðist var all- margt manna í afgreiðslusal bankans, þar á meðal ég. Allt í einu birtist Tryggvi í salnum, og yfir okkur sem þar vorum þrum- aði hann uppsagnarbréfið, sýni- lega mjög æstur. Ég hitti hann daginn eftir þennan atburð, og þá sagði hann vf$ mig: „Gettu hvað ég var að gera í nótt, Böðvar?“ Ekki reyndi ég að geta mér til þess. „Ég tefldi Kotru í alla nótt við þá Sturlu-bræður, Sturlu og Friðrik og Axel Tulinius." Og Tryggvi bætti við: „Það er nefni- lega .gott að tefla Kotru eða spila, ef maður kemst úr jafnvægi." — Ég kom til Tryggva Gunnarsson- ar síðasta daginn, sem hann var á lífi. Þegar ég kom þangað, sat hann í sófa nýrakaður og snyrti- legur að vanda. Þar hjá honum var ung stúlka, sem Dóra hét Þórhallsdóttir, biskups í Laufási, núverandi forsetafrú. — Tryggvi vildi endilega gefa mér blaðið Dýravininn, sem var undanfari Dýraverndarans. Hann var ritstj. þessa blaðs og gat nefnilega allt- af fengið mig til þess að skrifa fyrir sig í blaðið. Og nú vildi hann sýna mér þann einstaka velvilja að gefa mér blaðið. En ég var þá svo lítið eigingjarn og svaraði tilboði Tryggva á þá leið, að hann skyldi gefa Tryggva Þór- hallssyni eða biskupsdótturinni safnið. Seinna um kvöldið, nokkru eftir að ég fór, kom Jó- hannes Nordal, faðir 'oigurðar prófessors. Hann var hjá Tryggva er hann lézt — og ef til vill fleiri. í sambandi við kynni sín af fyrirmönnum, sagði Böðvar mér ffá því, að hann hefði verið í fylgdarliði konunganna er þeir forðum heimsóttu landið. Það var leitað til Böðvars, m. a. vegna þess hve mikla gæðirga hann átti. Og er þeir bárust í tal, hætti Böðvar að tala um majestetin. Gamlir vinir bárust inn í sam- talið, góðhestarnir hans. Þá var honum tíðrætt um Brún sinn. Brúnn var mikill og góður hestur, sem hann hafði keypt fyrir 300 krónur árið 1907 og var þá t'alinn dýrasti hestur landsins. — Ég þarf að sýna þér mynd af Brún, hann er hér í öðru litlu herbergi, sagði Böðvar. Og við fórum þang- þarfasta sem á ævi minni Böðvar Magnússon að inn, en þar á hann stóra mynd af þessum vini sínum. Á þessum hesti reið Axel Tulinius farar stjóri konungsfylgdarinnar árið 1907. í þessu sama herbergi stóð forneskjulegt sporöskjulagað borð. — Ég las það fyrir þó nokkru síðan í Lesbókinni ykkar, sagði Böðvar, að sagt var frá strandi skipsins Giötheborg. Þetta gamla borð var í káettu skip- stjórans. Skipið strandaði árið 1718 við Þorlákshöfn. Borðið kom hingað að Laugarvatni með ein- um strandmanna, en þeim var skipt hér niður á bæi í Árnes- sýslu og víðar, og komu nokkrir menn hér í sveitina á bæi. Ég man það að platan á borðinu, hin upprunalega plata, var úr kjör- viði, sem og annað í því, sagði Böðvar. Fyrir löngu var þessi plata negld ofan á. Svo er hérna búrkistan mín, en ég kannske segi þér frá henni á eftir. sagði hann. Við konungskomuna 1907 fékk ég mikið embætti í konungsfylgd- inni, er hún lagði leið sína hér um og austur að Gullfossi og Geysi. Ég var gerður kjallara- meistari. Mér var falið það vanda sama starf að vera birgðavörður brennivínsins í förinni. — Og Böðvar kvaðzt vilja taka það fram, að ekki stafaði það vegna þess að hann væri bindindissam- ari en aðrir menn. Það mun hafa verið vegna þess að borin var sérstök tiltrú til mín í þessum efnum. Ég hef aftur á móti ekki ætíð misþyrmt brennivíni eða lát _ið það misþyrma mér, sagði Böðv- ar. Ég hef einstöku sinnum átt einhverja lögg til hér, og það oftast í búrkistunni minni. f þessari konungsfylgd var sér- stakur brennivínsvagn. Ég hafði lyklavöldin og sá nú um að hver maður fengi sinn skammt. Þetta var vandaður vagn, að mig minn- ir. Brennivínið var ekki flutt í ámum, heldur var það á flöskum. En þessi vagn konungsfylgdar- innar komst aldrei aftur til Reykjavíkur, því að hann brotn- aði í Hreppunum. Og var þá grip- ið til þess ráðs að hver maður í konungsfylgdinni sem vildi fékk sína flösku og reiddi hana með sér. Við vorum á heimleið er þetta óhapp vildi til. Kom þá ekki eins að sök að missa vagninn úr fylgdarliðinu. Ég hef stundum hugsað um það, að gaman hefði verið að eiga brennivínsvagninn núna til þess að setja á byggða- safn. Kjallarameistaraembættið er eitt hið allra bezta embætti, sem mér hefir verið trúað fyrir á minni löngu ævi, sagði Böðvar um leið og hann fékk sér góða skrotuggu. — Ert þú búinn að vera hér í Laugardalnum í yfir 70 ár? — Þau eru 70. Ég kom hingað með föður mínum 10 ára gamall, en hann hafði þá búið í Úthlíð í Biskupstungum. Faðir minn varð mikill heyjamaður, en fellis- árin voru voðaleg harðindaár, 1880—82. í þeim frostum og hey- leysi varð jafnvel hann heylaus. Hann sagði mér síðar, að hann hefði fengið að láni einn kapal, það vor, og hann kvaðst þá hafa heitið því að hann skyldi aldrei aftur fá lánað hey. í þá daga var það óþekkt fyrirbæri að hið opin- bera kæmi bændum til hjálpar eins og nú tíðkast ef á móti blæs. — Móðir mín lézt er við bjuggum í Úthlíð. Faðir minn fluttist hing- að að Laugarvatni og bjó þá hér ekkja Eyjólfs Eyjólfssonar frá Snorrastöðum. Hún var hér ein með 7 af 10 börnum, sem hún hafði átt með Eyjólfi. Er ekki að orðlengja það, að hún og Magnús faðir minn gengu í hjóna- band. Við systkinin frá Úthlíð vorum 11, og 9 lifandi, af þeim fóru hingað 4. Samanlagður barnafjöldi var 21, en 11 hér á Laugarvatni. En ekki voru þó öll börnin heima hér sem fyrr er sagt. Þó var hér mjög fjölmennt, sem sjá má af því að um 20 manns var í heimili. Það var hægt að hýsa allan þennan mann- fjölda fyrir það, að bærinn var á þeirra tíma mælikvarða vel hýst- ur. Það var stór baðstofa og það, sem kallað var stofuhús, en slíkt hús var þá á mjög fáum bæjum, og hér í Laugardal aðeins á kirkjustaðnum Miðdal og hjá föður mínum. Þetta mikla fjöl- menni hafði sín áhrif á mig að sjálfsögðu. Og ég hef alltaf talið það mikið lán að hafa alizt upp á stóru heimili. Ég hef alltaf kunn að vel við mig í fjölmenni. — Já, meðal annarra orða, þú hefir frá öndverðu haft áhuga á landsmálum. Hefir þú aldrei farið í framboð til þings? Jónas var harður í horn að taka og fylginn sér, en ég hef alltaf talið hann framsýnni en ýmsir samtímamenn hans voru í báð- um. fylkingum. Og enginn mað- ur skildi betur þá sérstöðu, sem Laugarvatn hafði, sem aðsetur héraðsskóla. Afskipti mín af opinberum mál um hafa verið þau að starfa hér í minni sveit, að hennar málefn- um. Og ég er nú búinn að vera hreppsstjóri í 56 ár. Sveitungum mínum hefir flestum vegnað vel. Laugardalsbændur hafa jafnan verið dugandi menn. En því er ekki að leyna að það hafa hættur steðjað að, sem manni virtist þá myndu hafa ófyrirsjáanlegar af- leiðingar. Það var nefnilega þann ig, að árið 1898 greip um sig Ameríkuæði meðal hinna rólyndu Laugardalsbænda. Þú getur gert þér í hugarlund hve alvarlegt þetta var, en það voru hvorki meira né minna en 36 menn úr þessum eina dal, sem tóku sig upp og fluttust búferlum til Am- eríku. Meira að segja voru í þeirra hópi sterkríkir bændur. Ég reyndi að beita áhrifum mínum gegn þessum flótta, þessari ægi- legu blóðtöku, en átti við ramman reip að draga. Hér um slóðir var helzti talsmaður Ameríkuferð- anna séra Stefán Stephensen sem kallaður var sterki, prestur á Mos felli. Hann var merkur maður um marga hluti, en hér gat ég ekki látið framkomu hans óátalda. Ég lét hann hafa það í grein í Þjóð- ólfi. En út af þessu varð fullur fjandskapur okkar á milli, og því er ekki að leyna, að Stefán ætlaði að ganga milli bols og höfuðs á mér. Ég taldi það algerlega neyð- arvörn að stefna prestinum. Full tvö ár fóru í málið, en það var séra Magnús Helgason, sem var málavöxtum kunnur, er tók að sér að miðla málum og tókst það um síðir. Við séra Stefán sætt- umst heilum sáttum, þegar loks við vorum sáttir orðnir. Hér í sveitinni unnum við saman í mesta bróðerni, hann sem oddviti og ég sem hreppstjóri. Við minnt umst aldrei á þessar væringar okkar í öll þau 20 ár sem hann lifði eftir að okkur sinnaðist út af þessum Ameríkuferðum. Margir góðir menn reyndu að sætta okk- ur, þar á meðal faðir minn, Sig- urður Ólafsson sýslumaður og fleiri. Það stóð alltaf á mér þar til séra Magnús Helgason sætti okkur. Ég hefði ekki látið undan neinum öðrum um þetta en séra Magnúsi, en ég varð honum þakk- látur fyrir það og reyndar margt annað. Þegar séra Stefán lézt. hafði hann óskað eftir því að ég einn raulaði yfir sér bassa. Þetta gerði Fyrsti skólinn — héraðsskólinn. — Rétt er það, að ég hef reynt eftir mætti að fylgjast með hverj- um þeim málum, sem efst eru á baugi með þjóðinni. Um beina þátttöku í pólitíkinni gegnir öðru máli. Jú, einu sinni var komið svo langt, að ég var kominn á lista. En svo endurskoðaði ég þessa ákvörðun mína það tíman- lega að ég hætti við allt saman áður en kosningaslagurinn hófst sem betur fór. Ég var alltaf fylgis maður Þjóðólfs í tíð Hannesar Þorsteinssonar, þá landvarnamað ur og síðan fylgismaður Fram- sóknarfiokksins og stuðningsmað ur míns ágæta vinar Jónasar Jóns sonar frá Hriflu. Þótti mér það vissulega ódrengilega að farið er hann varð að draga sig í hlé. ég auðvitað og meðsöngfólk mitt, fjórar manneskjur sungum hvert sína röddina, en þetta ágæta fólk var Jónína og Bogi Thorarensen í Kirkjubæ og Kristín ísleifsdótt- ir á Stóra-Hrauni. Ég held að það hljóti að vera nokkuð sjaldgæft að þegar ekki ér um fleira söng- fólk að ræða en þetta, þá syngi það sína röddina hvert. Já, við Stefán vorum sáttir heil um sáttum löngu áður en þetta gerðist, svo á það líka að vera — reiðast — en erfa ekki. Jarðir hér eru yfirleitt vel setnar, tvíbýli og allt upp í fjögur heimili á sumum jarðanna núna. Þú þarft ekki annað en aka hér Framh. á bls. 40.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.