Morgunblaðið - 31.12.1958, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 31.12.1958, Blaðsíða 11
Mifivikudagur 31. des. 1958 MOR'ITJNRL AÐIÐ 35 Jdl í Svartaskdgi Skíðaskálinn okkar, Renchtalhiitte í Schwarzwald, i 750 m hæð. VIÐ höfðum ákveðið að eyða 'jólunum 1957 í skíðaskála í 'Schwarzwald. — Svartaskógi —, íslenzkir námsmenn í Karlsruhe. 'Það hefir verið venja okkar síð- ustu þrenn jól að fara út úr bæn- um í 5 daga um jólin. Nú ætlum við að dvelj-ast aftur í sama skíðaskálanum og í fyrra, Rench- talhiitte í Mið-Schwarzwald, sem er í 750 metra hæð. Skálinn var tryggður okkur í nóvember, og sérfræðingar hópsins hafa samið matseðil og annazt byrjunarund- irbúninginn undanfarna daga. — »Við verðum nú 18 alls, og er það fleira en árið áður. 1 hópnum eru eingöngu íslenzkir stúdentar í 'Karlsruhe ásamt þremur útlen'd- um gestum, tveim Grikkjum og leinum Norðmanni, sem eru öll- um kunnugir. Laugardagurinn 21. desember var notaður til innkaupa, því við verðum að sjá um okkur sjálf jþarna uppi í fjölunum. Að kaupa 'jólamat í 18 munna er enginn leikur, en þegar 4 hjáipast að er það ekki svo mikið verk. Haukur fararstjóri sér um það, að öllu sé etaflað inn í bílinn, sem Guðrún yfirráðgjafi hefir lagt til, og öllu >er ekið heim til hennar til geymslu yfir helgina. Brottför var ákveðin kl. 9.45 á Þorláksmessu og átbi að fara imeð lest fyrsta spölinn. Eg fer á fætur klukkan hálf átta og er Ikominn af stað klukkustund síðar imeð farangur minn. Fólkið í spor- vagninum starir á mig og félaga iminn í skíðafötum, rogandi með etóra ferðatösku og gítar. Á leið- inni þurfti hann að koma við i ibankanum og sækja peningasend- ingu að heiman. í bankanum bíða ekki margir, svo að við förum að vona, að þetta verði afgreitt fljótt. En við verðum að bíða lengi. Þessir fáu, sem bíða þarna, virðast allir eiga svo umfangs- anikil erindi. Við sjáum geysistór- ar upphæðir skipta um eigendur, ©00.000 mörk, 400.000 mörk eru iborgaðar út. Gjaldkerar heilla verksmiðja senda eftir peningum til að borga út jólaglaðninginn, isvo að við förum að skammast okkar fyrir að vera ekki að isækja nema 480 mörk. Eftir óra- langan tíma erum við afgreiddir og við hendumst út í næsta leigu- bi . „Bahnhof, bitte“, kölium við tbáðir í kór og ekið er í snatri á brautarstöðina. Klukkan er 2 mín tútur yfir brottfarartíma, en við Ivonum að lestinni hafi seinkað, leða þá að fararstjórinn hafi s?/ít okkur rangt til um brottfarartím- *nn, til þess að fulvissa sig um að enginn kæmi of seint. En ekki irættist sú vón. Lestin var farin, og við höfðum misst af henni. — iVið ferðumst sem skólahópur og fáum einiungis einn farmiða fyr- ir allan hópinn, og fær því eng- inn einstakur miða. Þess vegna vitum við ekki, hvernig fyrir okk- ur muni fara. Við reynum að bera okkur aumlega við vörðinn ivið sperruna út á brautarpallana, og til allrar hamingju, kannaðist bann við þessa tvo, sem vantað ‘hafði og hleypti okkur í gegn. — Wið vorum heppnir, því 35 mín- útum síðar gátum við tekið hæg- ifara lest og reynt að ná hópnum ii þorpinu Oberkirch. 1 lestinni ivar lestarvörðurinn hinn vingjarn ilegasti, er við sögðum honum frá óheppni okkar, en náði samt í yfir- mann sinn, lestarstjórann, til ör- yggis. Sá var tortrygginn og spurði okkur um einhver sönnun- argögn, en við höfðum engin, því iþau væri 35 mínútum á undan okkur. Loks spurði hann hvort við 'værum Englendingar, en lét okk- 'ur í friði eftir að við höfðum sagt 'honum þjóðerni okkar. Eftir 'klukkukstundar akstur yfirgáfum við lestina. Okkur var auðveld- lega hleypt út af stöðinni þar, Iþví að verðirndr könnuðust við að tvo hafði vantað. Við dáðumst að lipurð þessara embættismanna. Við henni höfðum við ekki búizt, 'þvi að við áttum engan rétt til flutnings, nema við værum með hópnum og hefðum með róttu átt að borga fullt verð fyrir nýja far- seðla. Ekki þurftum við að bíða lengi eftir áætlunarbílnum, sem fl'uti okkur 15 kílómetrana til Oberkirch, þar sem við náðum hópnum, sem var að standa upp frá hádegisverði. Á tiisetbum tíma kemur bíll að sækja okkur. Áður en lagt er af stað verðum við að koma við í nokkrum verzlunum í þorpinu iil þess að taka með okkur meiri mat væli. Eftir að hafa hlaðið brauð- kössum, kjöti, sykri, mjöli, körfu af kartöflum ásamt ýmsu fleiru inn í bílinn, ökum við loks út úr þorpinu. Vegirnir verða nú mjórri og brattinn meiri. Dalirnir þrengj ast og malbikinu sleppir. Enn eykst brattinn, og bíllinn ekur löt- ur-hægt. Það var hér sem hann gafst upp í fyrra, enda var hann keðjulaus og spólaði á svelluðum veginum. 1 ár er lítill snjór hér í hálendinu. Aðeins efst uppi á hæð unum er svolltill snjór. Hérna er brattinn mikil'l og landslagið stórbrotið. Barrskógurinn er svo þéttur, að það er helzt í ijóðrun- um sem við njótum hins dásam- Iega útsýnis yfir dökkleitar breið ur Schwarzwald, aflíðandi, skógi vaxnar hæðirnar, ein,s og öldótt haf yfir að líta. Sögusagnir um dverga og tröl. eru tengdar nafn- inu dularfulla — Svarbi-skógur. Við erum komin á leiðarenda. Myndarlegur skálinn blasir við, fagurlega málaður með tvennum svölum, sitt á hvorri hæð, með- fram endilangri suðurhliðinni. — Við hendumst inn í skálann til að opna gluggahlerana, svo að við sjáum til að bera allt dótið inn í skálann. Gömul kona færði okkur lykl- ana. Hún er móðir húsvarðarins og býr ásamt honum í kotbænum sem næstur er skálanum. Hann sjálfur vinnur að skógarhöggi og kemur ekki heim fyrr en með svölum, sinni á hvorri hæð, með- af matvælunum, finnum okkur svefnpláss og tökum sparifötin upp úr töskum okkar, svo að þau þvælist ekki. 1 skálanum eru ekki aðr.ir gestir, svo að við getum hag að okkur eins og heima hjá okk- ur. Fljótlega er orðið fun-heitt alls staðar, því að heitu lofti er blásið frá olíukyndingartækinu í kjallaranum £ öll herbergi húss- ins. Tveimur timum á eftir okkur komu tveir þeir síðustu á eigin bíl, troðfullum af farangri. Um leið og við berum út úr honum leitum við að kaffinu, sem við höfðum beðið eftir og þegar það er fundið, drekkum við molak-affi í eldhúsinu. Listi hefur verið hengdur upp, svo að hver geti séð hvenær íann hefur eldhússkyldu. Þeir fyrstu fara að taka til íslenzku og norsku fiskbollurnar, sem við höf- um í kvöldverð, og samtímxS byrja aðrir að sjóða hangikjöt, leggja i bleyti saltfisk og hreinsa gæs- irnar, sem steikja átti daginn eft- ir. Með matnum drekka menn ýmist bjór, sem húsvörðurinn sel- ur, eða þá kranavatn, sem er ágætt og minnir okkur á íslenzka vatnið að gæðum. Eftir kvöld- verðinn stunda menn ýmist sam- ræður, spil eða töfl og hlusta á útvarpið, sem við komum með, en aðrir hjálpa kvenfólkinu við að búa til kleinur, í eldhúsinu. Eftir að kleinuilmurinn fór að breiðast um húsið, varð öllum býsna tíð- förult í eldhúsið, svona bara • il að sjá, hvernig gengi, en flestir komu aftur út með kleinur £ munni. Húsvörðurinn slekkur á hituninni um kl. 11, og þar eð flestir eru þreyttir, er gengið +il náða, en brandararnir fjúka, og svo er skipzt á draugasögum, þar til þeir sem sofnaðir eru hafa smitað hina vökulu svo, að þeir sofna líka. Á aðfangadagsmorg’. n aka nobkrir niður í þorpið, til þess að sækja mjólk og rjóma til hátíðar- innar, því að kotbæirnir í nágrenn inu geta ekki selt okkur nema ! lítið magn mjólkur. Við vitum af ' fyrri reynslu, að niður í þorpið er i 30—45 níínútna gangur, en upp eftir aftur.er ltil 1% kl'ukku-i stundar gangur, ef f-arið er eftir I skógarstí.gum beint upp hlíðina, | annars er maður lengur. Bílveg- ' urinn er langur, tekur 20 mínútur i að aka hann. Hinir 950 íbúar; þorpsins Bad Griesbach lifa á! ferðamönnum, sem koma sér til I hressimgar og heilsubótar. Þar drekka þeir helzt geislavirkt öl- i kelduvatn, sem einnig er fyllt á i flöskur og selt sem sódavatn til i næstu borga. Gegnum þorpið ligg- | ur all-f jölfarinn þjóðvegur, og , meðfram honum standa flest hús- j in og hinar fáu verzlanir, sem! flestar eru fullar af minjagripum. j Mjóikin er seld í eina bakaríi þorpsins, og af því að það tekur > um hálfa klukkustund að af- : greiða okbur, fara sumir af stað til að leita uppi rakara þorpsins, j sem selur vindla og sígarettur. t Slíkt er ekki selt í mjólkurbúðinni,! enda þótt þar fáist allt til matar, j allt frá ávöxtum upp í 20 tegund- 1 ir af áfengi. Þegar við komum Ioks heim, var I þegar búið að bera saltfiskinn á ? borðið. Átu margir mikið, og j brugðu því við, að aldrei áður j hefði þeim þótt góður saltfiskur, í en núna væri hann mesta sælgæti. j Veðrið var prýðilegt, sól og j hlýtt veður. Dreifðust þá um ná- j grennið allir þeir sem heiman-! gegnt áttu. Eftir urðu aðeins þrír, sem höfðu fengið það hlut- verk, að skreyta borð og elda jóla matinn. Það var gert ráð fyrir sérstökum jólamat, þremur gæs- um, og var mikið verk að fylla þær, steikja og sjóða á víxl, því ekki var aðstaða til að steikja nem-a eina í einu. Eldhúsfólkið stóð sig samt með slíkri prýði, að hægt var að byrja að borða kl. 6. Allir höfðu klæðzt sparifötun- um og settust nú að hátíðaborðinu, skreyttu grenigreinum og Krists- þyrni úr skóginum, ásamt kert- um og íslenzkum fána. Jólalögin hljómuðu úr útvarpinu, og þar með var jólaskapið komið. Það var jólaborð, sem svignaði undan góðgæti. Það eru ekki nema einu sinni á áni jól, og við erum ekki , Gengið í krlngum jólatréð á jóladagskvöld. Allir höfðu klæðzt sparifötunum og settust að hátíðaborðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.