Morgunblaðið - 03.01.1959, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 03.01.1959, Qupperneq 3
Laugardagur 3. jan. 1959 MORGVNBLAÐ1Ð 3 Þetta mikla ljóshaf, er í Fossvogskirkjugarðinum, eins og það blasir við sjónum manns þegar komið er upp á Kópavogshálsinn. Ljósadýrðin er einna líkust því þegar komið er fljúgandi inn yfir stórborg í allmikilli hæð. Um jólaleytið undanfarin ár hefur kirkjugarðurinn verið þannig eitt samfellt ljóshaf, er myndazt hefur við að nánir ættingjar þeirra, sem í þessum stærsta kirkjugarði landsins hvíla, hafa látið setja ljós yfir grafir ástvina sinna. (Ljósm. Mbl.) AKUREYRI — Áramót voru hér friðsæl og hin ánægjulegustu. — Veður var gott nema hvað örlítil snjómugga var annað veifið. Að venju var hér mikið um blys, flugelda, og unglingar höfðu tekið sig saman um að stofna til brenna. Voru þær á þremur stöðum í bænum. Slýs- farir urðu hér engar af völdum sprenginga og ekki var heldur um neinar íkviknanir að ræða. Ára- mótafagnaðir voru haldnir á all- mörgum stöðum í bænum og fóru | hið bezta fram. Nýja árið gekk mjög ánægjulega í garð. — vig. —★— VÍK f MÝRDAL: — Gott veður hefur verið hér undanfarið, og var svo einnig í gamlárskvöld, en gekk samt nokkuð á með hryðjum. Tvær brennur voru haldnar og flugeldum skotið til að fagna nýja árinu, og annað kvöld verður hér brenna og álfa- dans. Fyrir jólin var símastöngin á Reynisfjalli skreytt Ijósum. Símastöngin er 40—45 m og mun sennilega vera hæsta „jólatré“ á íslandi. —J.G. —★— Nýja árinu heilsað á rólegan og friðsamlegan háft víðast hvar á landinu NÝJA ÁRINU var heilsað á mjög rólegan og friðsamlegan hátt víðast hvar á landinu. Ára- mótaskemmtanir fóru vel fram. Óvenjulítið var um slysfarir af völdum sprenginga, og íkviknan- ir svo til engar. Veður mun víðast hvar hafa verið mjög sæmilegt og allvíða ágætt á gamlárskvöld. Fara hér á eftir stuttar frásagnir fréttaritara blaðsins: NESKAUPSTAÐ — Hér var stillt veður á gamlárskvöld, en snjókoma öðru hverju. Um tíu brennur loguðu hér í kaupstaðn- um, þar af þrjár stórar. Tvö skip lágu hér í höfninni, Gerpir og Reykjafoss, prýdd ljósum stafna á milli og settu þau sinn hátíðasvip á umhverfið. Flug- eldum var skotið á loft og voru einkar fallegir flugeldarnir frá skipunum. Fjölmennur dansleikur var haldinn í barnaskólahúsinu, sem kvennadeild slysavarnafélagsins gekkst fyrir eins og að undan- förnu. — Fór þar allt fram með ró og spekt. — Fréttaritari. ÓLAFSVÍK — Hér var blíðskap- arveður um hátíðarnar og á gamlárskvöld, en kólnaði á nýj- ársdag. Nýja árinu var fagnað með brennum og dansi í sam- komuhúsinu. Var áramótadans- leikurinn mjög fjölsóttur og var dansað til kl. 4 um nóttina. — Skemmtu menn sér hið bezta og voru allir í hátíðaskapi. Mikið hefur verið um skemmt- anir hér í Ólafsvík yfir hátíðarn- ar. M. a. hélt ungmennafél. Vík- ingur sína árlegu jólatrésskemmt Árið 7958 í löku meðal- lagi hjá bœndum á Hólsfjöllum GRUNDARHÓLI, Hólsfjöllum, nýársdag. — Árið 1958 er liðið. Segja verður, að það hafi verið í löku meðallagi hér, hvað árferði snertir. Veturinn í fyrra var gjafafrekur, innistöður á fjórða mánuð, vorið kalt og greri seint, sumarið óþurrkasamt_ en haustið og veturinn fram um miðjan des- ember einmunagott, svo að elztu menn muna slíks ekki dæmi. Var f. J. frostlaus jörð fram í desem- ber. Hagalömb meS fleira móti í haust Fóður var hér nægilegt á sl. vori, og fé vænt undan vetrinum en vorkuldar gerðu það að verk- um, að tvílemhdar ær, sem voru með fleira móti, geltust, eftir að þeim var sleppt. Sumar þeirra vöndu undan sér annað lambið, og voru þvi hagalömb ..ér með fleira móti í haust. Aðrar komu með bæði lömbin, sem sum voru lélegri en venjulega gerist. Ein- lembingar og fullorðið fé var með vænsta móti_ og má þakka það hinni góðu hausttíð. Meðalvigt dilka var lélegri en venjulega af þessum sökum, og flokkun verri. Bændur settu óvenjumargt fé á f haust. Ekki eru menn þó almennt betur heyjaðir en venjulega, en af iilri nauðsyn eftir að verðlagsráð fann út það bjargræði að stækka meðalbúið og lengja þar með vinnutimann hjá okkur bændum, urðu menn að fjölga fénu til að geta lifað. Hversu hagkvæmt það kann að reynast, læt ég ósagt að sir.ni. En verðlagsráð sfcapaði þar fordæmi, sem fleiri leiðtogar vinnustétta í þessu landi, ættu að athuga og bera á borð fyrir skjól- stæðinga sína. Heim.ur í lakara lagi Heimtur voru heldur í lakari 'lagi hjá bændum hér í haust og bar einkum á að fé legðist af- 'velta. Fundust t. d. þrír fullorðn- •ir hrútar á hryggnum_ en þó lif- ■andi, og fjóra vantar. Auk þess fundust margar ær afvelta. Er ’það nokkv.ð mikið frá þessum 5 Ibæjum, sem hér eru. Fé var tekið á hús um miðjan 'desember og reyndist það með allra vænsta móti eftir hina góðu 'tíð. Tíðarfar er nokkuð tekið að epillast, og er orðið ófært á bíl- 'uni, en bílfært var hér um slóðir fram undir jól. Heilsufarið hefur verið í meðallagi þetta ár. — Vík- ingur. Eugene Black, sem er Banda- ríkjamaður og bankastjóri Al- þjóðabankans, hefur undanfarið dvalizt í Kairó og rætt við Nass- erstjórnina um skaðabótagreiðsl- ur Egypta til Breta vegna þjóð- nýtingar ó eignum hinna síðar- nefndu í Egyptalandi á sínum tíma. Fréttamenn búast við já- kvæðum árangri af heimsókn bankastjórans til Kairó. un fyrir börn sl. mánudag. Er þetta í þrítugasta skiptið, sem félagið býður öllum börnum í þorpinu til jólafagnaðar, og á fé- lagið þakkir skildar fyrir þó rausn. Bátarnir hér eru nú að búa sig undir vetrarvertíðina. — B. Ó. —★— BOLUNGARVÍK — Allur fagn- aður um áramótin fór hér fram, eins og vera bar. Haldnar voru þrjár brennur, sem unglingar stóðu að undir eftirliti. Töluvert var um flugelda, og stofnað var til áramótafagnaðar, sem fór mjög vel fram. Sæmilegt veður var, snjókoma og töluvert frost. — Fréttaritari. —★— SIGLUFIRÐI — Hátíðahöld fóru prýðilega og friðsamlega fram hér um áramótin. Brennur voru allvíða fyrir ofan bæinn og mik- ið var um flugelda. Miklar ljósa- skreytingar voru í Hvanneyrar- skál. Endilöng brúnin á skálinni frá norðri til suðurs var skreytt með blysum, og neðanundir ljósa röðinni stóð ártalið 1959 í ljós- um. Var þetta mjög fallegt og skrautlegt. Skíðafélag Siglu- fjarðar gekkst fyrir skreyting- unni. Veður var ágætt á gamlárs- kvöld. Leiðindaveður var í gær, norðaustan bræla og snjókoma, en betra í dag. — Guðjón. VESTMANNAEYJUM: — Nýja árið gekk í garð með mjög frið- samlegum hætti. Dansleikir voru haldnir á tveimur stöðum. Var þar margt um manninn, en mjög lítið um áberandi ölvun. Brennur voru á nokkrum stöðum og mik- ið um flugelda. Leiðindaveður var framan af kvöldi, en batnaði er á leið. —Bj. Guðm. —★— SELFOSSI: — Öll hátíðahöld hér á gamlárskvöld fóru fram með ágætum, svo að ekki varð á betra kosið. Tveir áramótadans- leikir voru haldnir og stórar brennur á tveimur stöðum. Dálítil snjókoma var um tólfleytið, en veður var ágætt eftir það. —G.G. -★- KEFLAVÍK: — Áramót voru hér, eins og undanfarin ár, hin ánægju legustu. Veður var hið bezta og var því mörgum flugeldum skot- ið ó loft er leið að miðnætti. Einnig loguðu víða stórar brenn- ur, er ungiingar í bænum stóðu fyrir. Þrjár opinberar samkom- ur voru haldnar hér og fóru þær allar vel fram. Fremur rólegt var hjá lögregl- unni um áramótin. Að þvi er Sig- tryggur Árnason, yfirlögreglu- þjónn tjáði mér, voru aðeins tveir menn teknir úr umferð vegna ölvunar. Slys rrðu hér engin og slökviliðið var aldrei kvatt út. —Ingvar. Á.V.R. selái fyrir 1,1 millj. kr. á 3 klst. REYKVÍKINGAR fjölmenntu svo í áfengisútsölurnar Nýborg og „Austurríki" á gamlársdags- morgun, að þar mynduðust lang- ar margfaldar biðraðir, og var engu líkara en að heimsendir væri á næsta leiti, eins og einn í biðröðinni sagði. Þótti mönnum öll sólarmerki benda til þess að drykkjuskapur yrði almennari en elztu menn myndu, svo gífur- leg var salan. Erlingur Pálsson sagði Mbl. í gær, að mikill gleð- skapur hefði ríkt í bænum á gaml árskvöld, en ekki hefði ölvun á al mannafæri verið mikil. í gærdag átti Mbl. einnig tal við Jón Kjax'tansson, forstjóra Áfengisverzlunar ríkisins. Hann kvað söluna á gamlársdag hafa verið algjört met. Við höfðum opið i 3 klst. og salan nam kr. 1,726.000,00. Nú, en forstjórinn bætti því við, að marzmánuður hefði einnig orðið metsölumánuð- ur hér í Reykjavík, er selt var áfengi fyrir um 17 milljónir króna alls. Það lætur nærri að hvert einasta mannsbarn í Reykjavík hafi keypt eina flösku af dýru konjaki, eða um kr. 283 á manni SÍAKSTEINAR Kjördæmam ílið Óvissa hefur ríkt um hverjm afstöðu kommúnistar tækju tfl kjördæmamálsins. Á gamlársdag eru í Þjóðviljanum tekin af öll tvímæli um þetta. Einar Olgeirs- son segir þar: „En Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki vogað að leggja til stjórnar- samninga og kosninga með slíka afturhaldsstefnu i' efnahagsmál- um alþýðu, ef hann hefði ekki um leið boðið upp á samstarf um gott mál, réttlætismál, sem á vís- an stuðning yfirgnæfandi meiri- hluta þjóðarinnar. Það er kjör- dæmamálið, breyting kjördæma- skipunarinnar, þannig að það verði 8 kjördæmi í landinu, þar sem kosið sé hlutfallskosningum og uppbótarþingmenn að auki. Með slíkri breytingu yrði stigið stórt skref í átt til jafnréttis kjósenda og fullkomnara lýð- ræðis í landinu. Framsóknarflokk urinn hafði lofað verkalýðsflokk- unum endurskoðun stjórnarskrár innar „á starfstíma stjórnarinn- ar“, en svikið það heit stjórnar- sáttmálans eins og fleiri. Nú er því allt útlit fyrir að borgara- stéttin og verkalýðurinn verði að taka höndum saman um að breyta kjördæmaskipulaginu enn einu sinni í Iýðræðisátt, eins og þessar stéttir gerðu 1931—34 og síðan 1942. Fyrir verkalýðshreyfinguna er hér um hið mikilvægasta mál að ræða, er skapar henni í fram- tíðinni enn meiri möguleika en fyrr til friðsamlegrar þróunar íslenzks þjóðfélags fram til sósí- alisma, þegar meirihluti þjóðar- innar væri orðinn þeirri stefnu fylgjandi“. Miklar breytingar f forystugrein Þjóðviljans er tekið í sama streng: „Öll líkindi eru til, að lögfest verði á þessu ári stjórnarskrár- breyting er miði að stórauknu réttlæti í skipun Alþingis, og ætti að gefa alþýðu landsins aukna möguleika til að láta að sér kveða um stjórnmál þjóðar- innar. Verði slík breyting á stjórnarskránni samþykkt, er sennilegt að miklar breytingar verði á styrkleikahlutföllum stjórnmálaflokkanna á Alþingi, og verði með því rofið það óeðli- lega hreyfingarleysi, er verið hef- ur á innbyrðis styrk íslenzkra stjórnmálaflokka allt frá árinu 1942“. Landhelgin Emil Jónsson víkur í áramóta- hugleiðingu sinni að landhelgis- málinu og segir m.a.: „Því má þó ekki gleyma, að hér er til hópur manna, sem reynir að gera sér pólitískan mat úr þessum ágreiningi — — —. Þetta hefur Iíka komið berlega fram á þeim mótmælafundum, sem stofnað hefur verið til af þessum mönnum. Þar hefur verið leitazt við að fá samþykktar til- lögur um að slíta öllu sambandi við Breta og að draga íslendinga út úr allri vestrænni samvinnu. Með öðrum orðum, meira virðist hafa verið lagt upp úr áróðurs- gildi málsins fyrir hin flokks- legu sjónarmið þessara manna heldur en hitt að haga málsmeð- ferðinni þannig að líklegt væri til þess að fá á því nokkra lausn. Sú hugsun hefur því hvarflað að mörgum hvort þessu fólki væri í raiun og veru nokkurt keppikefli að málið Ieystist okkur í hag, heldur kannski þvert á móti hið gagnstæða, til þess að geta áfram notað það sem þénanlegt áróð- ursmál. Á þetta skal hér ekld lagður dómur en líkurnar fyrir því að bessi skoðun sé rétt eru miklar“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.