Morgunblaðið - 03.01.1959, Blaðsíða 19
Laugardagur 3. jan. 1939
MORCVNBLAÐ1Ð
19
Sæmdir Fálka-
orðonni
Framkvæmda
stiórar
Á NÝÁRSDAG sæmdi forseti Is-
lands, að tillögu orðunefndar,
þessa íslendinga heiðursmerki
hinnar íslenzku fálkaorðu:
1. Guðmund L. Hannesson,
fyrrverandi bæjarfógeta, ridd-
arakrossi, fyrir embættisstörf og
störf að félagsmálum.
2. Ungfrú Lilju Sigurðardóttur,
Víðivöllum, Skagafirði, riddara-
krossi, fyrir garðyrkjustörf, heim
ilisiðnað og störf að félagsmál-
um.
3. Dr. Odd Guðjónsson, for-
stjóra, riddarakrossi fyrir störf
að viðskiptasamningum og önn-
ur embættisstörí.
4. Sigurð .Kristjánsson, for-
stjóra og ræðismann, Siglufirði,
riddarakrossi, fyrir störf að fé-
lagsmálum og sparisjóðsmálum.
5. Sverri Gíslason, bónda,
Hvammi, formann Stéttarsam-
bands bænda, riddarakrossi, fyr-
ir störf í þágu landbúnaðarins.
6. Sverri Júlíusson, fram-
kvæmdastjóra, formann Lands-
sambands íslenzkra útvegs-
manna, riddarakrossi, fyrir störf
í þágu sjávarútvegsins.
(Frétt frá orðuritara).
Heimilisrafstöðin
brennur
GJÖGRI, Árnessýslu, 30. des. —
Sl. sunnudagsnótt kviknaði í
heimilisrafstöð í Kjörvogi á
Ströndum. Brann rafstöðvarhús-
ið til kaldra kola. Díselrafstöð
heimilisins eyðilagðist, einnig
sláttuvél frá dráttarvél, vara-
hlutir og ýmislegt fleira, sem
geymt var í húsinu. í Kjörvogi
býr Guðjón Magnússon, oddviti.
Eldurinn mun hafa komið upp
skömmu eftir miðnætti. Fólkið á
bænum hafði gengið snemma til
náða, og voru allir í fastasvefni
nema ein heimasætan, Sólveig,
sem var að lesa sér til skemmt-
unar bókina „Falinn eldur“. —
Bezta veður var úti, en skyndi-
lega heyrðist Sólveigu högl
dynja á rúðunni. Leit hún þá út
til að ganga úr skugga um, hvort
kominn væri bylur. Var eldurinn
þá þegar orðinn svo magnaður,
að ekkert varð að gert.
Húsið var úr timbri og stóð
4—5 m frá bæjarhúsunum. —
Sprungu sex rúður af hitanum,
en aðrar skemmdir urðu ekki á
íbúðarhúsinu. Vindur stóð af
bæjarhúsunum. Hefði ekki viljað
svo vel til, er hætt við að þarna
hefði orðið stórbruni. íbúðarhús-
ið er múrhúðað timburhús og
eru 17 manns í heimili.
Ljósavélin kostaði 12 þús.
kr., en var vátryggð fyrir 6
þús. kr. Tjón bóndans er því
tilfinnanlegt. — Regína.
Ugla rakst á
bílrúðu
AKRANESI, 2. jan. — Fyrir hálf-
um mánuði var bílstjóri nokk-
ur á ferð í bifreið sinni frá Kata-
nesi og út á Akranes. Á veginum
við Akrafjall lenti ugla á fram-
rúðu bílsins. Uglan var á flögri
þarna í grandaleysi og átti sér
einskis ills von, en leið i ómegin
við höggið. Bílstjórinn tók ugluna
í bílinn. Er heim kom hlúði hann
að uglunni, en hún nærðist lítið
og sálaðist eftir 10 daga. — O.
Ólafur konungur Norðmanna,
sem er af ensku bergi brotinn
eins og kunnugt er, fer í heim-
sókn til Bretlands um mánaða-
mótin maí-júní n.k. Mun kon-
ungur m.a. heimsækja Elisabetu
og Filippus í Windsorhöllinni.
★
Friðrik Danakonungur flutti
þjóð sinni nýársboðskap af
sjúkrabeði nú um áramótin. Kon-
ungur er í góðri framför.
*
Eins og gert var ráð fyrir, hðfst
Sameiginlegur markaður Evrópu
1. janúar s.L
PAUL G. HOFFMAN, sem var
framkvæmdastjóri Marshall-
hjálparinnar, forseti Fordsjóðs-
ins og síðast framkvæmdastjóri
Studebakerbílaverksmiðjanna,
hefir verið kjörinn framkvæmda-
stjóri „sérsjóðs" Sameinuðu þjóð
anna, en það er sjóður, sem ætl-
azt er til, að nemi að minnsta
kosti 100 milljónum dollara og
verja skal til stórframkvæmda
í svonefndum „vanyrktum" lönd-
um. Ætlazt er til að aðildarríki
S. Þ. leggi fé til sjóðsins. Til
þessa hafa 47 þjóðir lagt fram
samtals 18 milljónir dollara.
Chakravarthi V. Narasimhan,
framkvæmdastjóri Efnahags-
nefndar Asíu, hefir verið skip-
aður aðstoðarframkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna (þeir eru
alls 8). Narasimhan, sem er Ind-
verji, kemur í stað Bretans, Sir í
Humphrey Trevelyan, sem í októ- |
bermánuði var skipaður sendi-
herra Breta í Irak.
En ginn togari
í landlielgi 1 gær
í GÆR var enginn togari að
ólöglegum veiðum hér við land.
Brezku togararnir fjórir, sem í
fyrradag hófu ólöglegar veiðar út
af Langanesi, eru nú hættir þeim,
en herskipið er samt enn á þess-
um slóðum ásamt birgðaskipi. Þá
vöru brezku tundurspillarnir
Houge og Solebax út af Aust-
fjörðum í dag, en brezkir togarar
voru að veiðum á nokkrum stöð-
um utan 12 sjómílna markanna
í námunda við herskipin. (Frá
landhelgisgæzlunni).
Um miðjan þennan mánuð
verður að öllum líkindum efnt
til víðtækra verkfalla á Ceylon,
sem um 100 þús. manna taka
þátt í. Lýðræðislega verkalýðs-
félagið hefur lýst því yfir, að
það muni standa að verkfalli
þessu.
k
Miklir landskjálftar voru á
ýmsum stöðum í Evrópu í dag.
Tjón varð litið.
Kirkjuvika
á Seífossi
VIKUNA 0.—15. nóvember var
haldin kirkjuvika á Selfossi. —
Voru flutt í kirkjunni erindi á
hverju kvöldi og sungnir sálmar.
Guðmundur Gilsson er organisti
kirkjunnar. Læknirinn í heilsu-
hælinu í Hveragerði, ULfur
Ragnarsson, flutti erindi fyrsta
kvöldið, frú Anna Sigurkarlsdótt
ir, prestsfrú á Eyrarbakka, flutti
erindi um safnaðarstarfsemi,
Felix Ólafsson, trúboði, flutti er-
indi um trúboð í Konso. Þá itomu
þeir Haraldur Si.gmar og Jóhann
Hannesson, og síðasta kvöldið
flutti Sigurbjörn Einarsson er-
indi um Biblíuna og heimamynd
vísindanna. Séra Friðrrk Frið-
riksson endaði öll kvöldin með því
að lesa ritningargrein og flutti
bæn; mun það ógleymanlegt öll-
um, sem sóttu þessar samkomur
en þeir voru margir, því kirlcjan
var fullsetin öll kvöLdin. Var hinn
mesti sómi að þessari kirkjuviku
að öLLu leyti og mundi margur
óska þess að eiga von á fieiri
sLíkum vikum. Væri einnig gagn-
legt að þessi erindi, sem voru
flutt þarna, heyrðust víðar, t. d.
í útvarpi, þvi þau voru öll á sér-
stakan hátt uppbygging öllu trú-
arLifi og kirkjustarfsemi. — Á
Heillaóskir frá
Carsten Nielsen
EFTIRFARANDI skeyti barst
Mbl. um áramótin frá Carsten
Nielsen, ritstjóra í Kaupmanna-
höfn:
„Með virðingu og vinsemd
gagnvart hinu fagra móðurlandi
meðal norrænu frændþjóðanna
sendi ég mínar hlýjustu nýárs-
óskir varðandi framtíð lýðveldis-
ins og innilegasta þakklæti mitt
fyrir tryggð og vináttu íslend-
inga“.
SKAGASTRÖND, 2. jan. — Afli
var hér mjög sæmilegur fyrir
jólin, en róðrar liggja nú niðri
og er beðið eftir, að samkomulag
náist um fiskverðið. Hér er lítill
eða svo til enginn snjór og ágæt
færð. — J. Á.
presturmn á Selfossi, séra Sigurð
ur PáLsson, og þeir, sem stóðu að
þessari kirkjuviku, mikla þökk
skilið, og síðast en ekki sízt vil
ég þakka þeim prestahjónunum á
Sedfossi fyrir hönd óteljandi
gesta, sem að venju heimsóttu
þau í saonbandi við þessar sam-
komur. — Fundargestur.
- Æskulýðsleiðtogi
Framh. af bis. 11.
úr líkum fyrir því að örvggis-
lögreglan geti orðið ríki í rík-
inu eins og hún var á dögum
Beria. Þar með er ekki sagt að
hún taki upp mannúðlegri að-
ferðir en áður.
Hjartans þakklæti færi ég öllum þeim, sem með heim-
sóknum, gjöfum og skeytum glöddu mig á áttræðisaf-
mælinu 11. des. sl.
Sérstakar þakkir færi ég börnum mínum, barnabörn-
um og þeirra börnum, og þó einkum þeim hjónunum
Sigurgeiri Sigurðssyni, syni mínum og konu hans,
Margréti, fyrir að búa mér indæla veizlu.
Guð blessi ykkur öll.
Evlalía Guðmundsdóttir,
Bolungavík.
Hjartans þakkir færi ég öllum þeim ættingjum og vin-
um sem glöddu mig með gjöfum, heimsóknum og kveðj-
um á fimmtugsafmæli mínu þann 21. des. sl.
Guð blessi ykkur öll og gefi ykkur gæfuríkt ár.
Baldvin S. Baldvinsson.
Lokað
vegna jarðarfarar laugardaginn 3. janúar
Kolsýruliileðslan s.f.
Seljaveg 12
Lokaö
í dag vegna jarðarfarar
Vélsmiðja Kristjdns Gíslasonar
Móðir mín og tengdamóðir
GEIRLlNA ÞORGEIRSDÓTTIR
andaðist 1. janúar að heimili sínu Bræðraborgarstíg 32a.
Pálína Þorlpifsdóttir, Kristmann Jónsson.
Móðir okkar
KRISTÍN EYJÓLFSDÓTTIR
frá Útskálahamri, lézt að heimili sínu Grettisgötu 56b
1. þ.m.
Börn Iiinnar látnn.
Maðurinn minn og faðir okkar
ÓLAFUR J. GUÐLAUGSSON
fyrrum veitingamaður, Grettisgötu 94, andaðist í Lands-
spítalanum 2. janúar.
Fyrir hönd aðstandenda.
Ingibjörg Jónsdóttir og börn.
Maðurinn minn og faðir okkar
ÓLAFUR ELlSSON
forstjóri andaðist að heimili sínu, Krosseyrarvegi 9,
Hafnarfirði, að kvöldi 31. des. sl.
Gyða Björnsdóttir og börn.
Hjartkær eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir
HALLDÓRA KRISTJÁNSDÓTTIR
verður jarðsett frá Fossvogskapellu mánudaginn 5.
janúar. Athöfnin hefst frá heimili hinnar látnu Gilshaga
við Breiðholtsveg kl. 1, en athöfnin í kapellunni kl. 2.
Athöfninni í kapellunni verður útvarpað.
Jón Guðmundsson, dætur og tengdasynir.
Jarðarför móður okkar
ÞÓRUNNAR GUÐMUNDSDÓTTUR
Lækjarhvemmi, er andaðist á jóladag, fer fram frá Dóm-
kirkjunni mánudaginn 5. þ.m. kl. 2,30 e.h.
Jarðsett verður í Sólvallakirkjugarði.
Berta Sveinsdóttir,
Þormóður Sveinsson.
Útför mannsins míns
KRISTJÁNS GlSLASONAR
vélsmiðs, Öldugötu 45, Reykjavík, fer fram frá Dóm-
kirkjunni laugardaginn 3. janúar kl. 10,30 f.h.
Kirkjuathöfninni verður útvarpað.
Ingibjörg Árnadóttir.
Faðir okkar og tengdafaðir
ISLEIFUR JÖNSSON
Nýjahúsi, andaðist 20. desember í sjúkrahúsi Vestmanna-
eyja. Jarðað verður mánudaginn 5. janúar kl. 2.
Börn og tengdabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug
við andlát og jarðarför móður okkar og tengdamóður
SIGURBORGAR JÓNSDÖTTUR.
Halla Jakobsdóttir, Björg Jakobsdóttir,
Ámi Bjarnason.
Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu
við fráfall og útför föður míns og tengdaföður.
MAGNÚSAR GlSLASONAR
Ingibjörg Magnúsdóttir,
Hermann Þorsteinsson.
Innilegar þakkir færum við öllum þeim er auðsýndu
okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför eig-
inmans míns, föður okkar, tengdaföður og afa
JENTOFT OLSEN
Þormóðsstöðum.
Guð gefi ykkur öllum gleðilegt ár.
F.h. aðstandenda.
Ingiríður Olsen.