Morgunblaðið - 03.01.1959, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 03.01.1959, Qupperneq 6
6 MORCTJNnr 4 ÐIÐ Laugardagur 3. jan. 1959 Heiðarlegast að ganga beint framan að þjóðinni og segja hvað gera þarf Ort vaxandi verðbólga undanfarna mánuði Ríkisstjórnín undirbýr rábstafanir til að stöðva verðbólguskrúfuna Utvarpsrœða Emils Jónssonar, forsœtis- ráðherra á gamlárskvöld indum verða á árinu 1959, svo framarlega sem víxlhækkanir kaupgjalds og verðlags héldu áfram og ekki yrði dregið úr of- þenslu útlána. Áætlanir um þetta efni eru að sjálfsögðu óvissar, en ÁRIÐ 1958, sem nú er að kveðja, hefir verið íslendingum gott ár til lands og sjávar. Veðráttan hef- ir leikið í lyndi, heyfengur hefir verið góður, aflabrögð hafa ver- ið með bezta móti. Markaðir fyr- ir söluvarning okkar til útlanda hafa verið góðir og afurðirnar, að heita má, selzt eftir hendinni, við góðu verði, og sumstaðar hækkandi. Atvinna hefir verið jöfn og stöðug og þó á stundum meiri en svo að hægt væri að fullnægja eftirspurninni eftir vinnuafli öðruvísi en með talsverðum inn- flutningi á erlendu verkafólki. Ný skip mörg hafa komið til landsins á árinu, bæði fiskiskip og flutningaskip. Sementsverk- smiðja hefir verið tekin í notk- un, síðasta Sogsvirkjunin er vel á veg komin og í fullum gangi. Húsbyggingar bæði íbúðarhús og hús fyrir ýmiss konar atvinnu- rekstur hafa risið af grunni. Margt fleira mætti telja, sem allt ætti að geta miðað að því að efla það sem kallað hefir verið „okk- ar tímanlega velferð“. íslendingar hafa á síðustu ára- tugum, og þó alveg sérstaklega síðustu árin, verið að byggja upp atvinnuvegina, afla nýrra og fullkominna tækja til framleiðsl- unnar, virkja orkulindirnar, afla sér nýrra samgöngutækja, byggja ný hús, og margt fleira, sem allt á að geta miðað að því að skapa þjóðinni betri aðbúnað og þægi- legra líf í okkar harðbýla landi. Árangurinn er líka kominn i ^jós. Sennilega hefir íslending- um aldrei liðið jafnvel í landi sínu, og þær þjóðir, sem hafa jafngóða, eða betri, afkomu, munu vera mjög fáar. Þó má telja víst, að ef skynsamlega verð ur á haldið standi þetta enn til bóta. Verkefnin, sem bíða úrlausn- ar, og næst liggja, má hiklaust telja áframhaldandi virkjun orku lindanna, en þýðingu þessara virkjana má kannske bezt gera sér Ijósa með því að minnast þess að eitt hestafl jafngildir vinnu 10 fullfrískra karlmanna og 30.000 hestafla orkuver, vinnu 300.000 manna, ef þeir með erfiði sínu ættu að skila sömu vinnu og orkuverið. — Aukning skipastóls ins vildi ég mega telja jafn- snemma, sé út frá því gengið að íslenzkir menn fáist á skipin. Hafnargerðir og lendingarbætur hafa hvergi nærri fylgzt með þeirri aukningu, sem orðið hefir á skipastólnum og stækkun skip- anna, og er þar nauðsynlegt úr að bæta, ef takast á að koma skipaflotanum þar fyrir, sem þörfin fyrir hann er mest, og möguleikar góðir til veiða, ná^ lægt gjöfulum fiskimiðum. Úr- lausn þessa máls kallar því að í fyrstu röð. — Það hefir verið reynsla undanfarinna ára hér, og er einnig annarsstaðar, að í kjöl- far aukinnar rafmagnsfram- leiðslu kemur aukinn iðnaður og má því telja víst að svo verði einnig framvegis hér með aukinni hagnýtingu okkar miklu orku- linda. Sérstaklega ef betur verð- ur að iðnaðarframleiðslunni búið af hálfu hins opinbera, en verið hefur að undanförnu, og á ég þar bæði við óvissu um möguleika á innflutningi hráefna og starfs- fé. — Landbúnaður hefir frá fornu fari verið hornsteinn og uppi- staða í þjóðlífi okkar, og er svo enn. Einnig þar bíða mörg verk- efni óleyst. En geta má þess að þar hafa þó á síðustu árum og áratugum verið unnin stórvirki, bæði hjá einstaklingum og með stórum sameiginlegum fjárfest- ingarframkvæmdum. — Hagstætt árferði og ör uppbygg ing atvinnuveganna ætti að geta skapað íslenzku þjóðinni örugga afkomu og batnandi, frá ári til árs, eftir því sem afköst þjóðar- búsins vaxa. En þar er einn Ijóð- ur á. Yfir þessari þróun hvílir dimmur skuggi. Og það á að vera kjarni míns máls hér í kvöld, við áramótin, að segja nokkur varnaðarorð um það sem þessum skugga veldur, þ.e. verðbólguna, sem á síðustu mánuðum hefir verið ört vaxandi og virðist stefna í hreint óefni, ef ekki verður spyrnt við fótum, svo ekki sé komizt fastar að orði. Einn þeirra sérfræðinga, sem um málið hefir fjallað, fyrir fyrrv. ríkisstjórn, hefir komizt þannig að orði um framtíðarútlitið, ef ekki verður að gert. — Hann segir: „Ég hefi reynt að gera mér þess nokkra grein, hver kaupgjalds- og verðlagsþróunin myndi að lík- Emil Jónsson mér virðist þó sennilegt, að fram- færsluvísitalan myndi á tímabil- inu 1. nóvember 1958 til 1. nóv- ember 1959 hækka úr 219 í 270 stig, eða um 23%, og kaup- greiðsluvísitalan úr 202 í 253 stig, eða um 25%. Þessi öra hækkun kaupgjalds og verðlags myndi ekki stöðvast af sjálfu sér þegar kæmi fram á árið 1960, né úr henni draga. Þvert á móti eru allar likur til þess, að hraðinn færi vaxandi. Þetta er óhjákvæmi leg afleiðing þeirra miklu kaup- hækkana, sem nú eru orðnar, og þess vísitölukerfis, sem við nú búum við. Þetta þýðir, að í stað verðbólguaukningar um 10% á ári, eins og verið hefur að með- altali síðan 1946, myndi verð- bólguaukning næstu ára verða a. m. k. 20—30% á ári, og líklega enn örari“. Hvað þessi þróun þýðir, má kannske skýra bezt mefj* lítilli sögu, sem ég heyrði fyrir stuttu. Ungur maður, einhleypur í góðri stöðu gat lagt fyrir nokk- uð af tekjum sínum og gerði það. Hann hugsaði þá fjármuni til hús byggingar. Þegar hækkunarskrið- an kom 1. des. sl. þóttist þessi ungi maður sjá að með sama áframhaldi mundu peningar sínir verða verðlausir. Hann tók því peningana út úr banka, þar sem hann geymdi þá, fór rakleitt í næstu búð og keypti sér radio- grammofón, og taldi sig þar með hafa bjargað því, sem bjargað varð, og er það kannske afsak- anlegt, eins og á stóð en hvorki var þetta heppileg ráðstöfun fyr- ir hann sjálfan, né fyrir þjóðar- búið, ef allt hefði verið með felldu og sjálfsagt eru mörg dæmi þessu lík og viðbúið er að svona fari í fleiri tilfellum, ef ekki verður að gert. Sparifjáraukning stöðvast, og síðan verða inneign- irnar teknar út. Lánamöguleikar banka og sparisjóða til atvinnu- skrifar ur daglega iífinu Áramótaheit blaðamannsins ¥»Á byrjum við nýja árið, * ákveðin í að halda áramóta- heitin. Það fór eiginlega hálf illa með heit Velvakanda. Þegar nýja árið gekk í garð, steig ég á stokk og ætlaði að fara að strengja þess heit að virða í hvívetna austurlenzka heilræðið, sem stundum hefur verið kallað heilræði blaðamanna, og sem táknað er með mynd af þremur öpum, haldandi um munninn, augun og eyrun. Það hljóðar svo: „Sjáðu ekkert illt, heyrðu ekkert illt og segðu ekkert illt“. í fljótu bragði virðist þetta heilræði gulls ígildi fyrir blaðamann. En þá minntist ég þess að hafa heyrt erlendan blaðamann bæta við heldur kaldhæðnislegri — en engu að síður raunsærri athuga- semd. Hann sagði: „Sjáðu ekkert illt, heyrðu ekkert illt og segðu ekkert illt — og þú munt aldrei skrifa neitt skemmtilegt". Þar með er þetta heilræði blaða- manna að sjálfsögðu ónothæft, og mun Velvakandi því halda áfram að sjá flísarnar í augum náung- ans, hlusta eftir öllum að- finnslum, taka upp í sig, ef hon- um finnst einhver eiga það skilið — og vita hvort það nægir ekki til að verða ofurlítið skemmti- legur. Xími jólatrésskemmtananna FRÁ því á aðfangadag og langt fram í janúar er aðalsam- kvæmistíminn hjá yngstu borgur unum. Annan tíma ársins er að- eins eitt og eitt afmælisboð á stangli, en um þetta leyti tekur hver skemmtunin við af annarri. Nú eftir áramótin byrja jólatrés- skemmtanirnar fyrir alvöru. Velvakandi vildi ekki láta svo merka atburði á bæjarlífinu fram hjá sér fara, og brá sér því á eina af fyrstu jólatrésskemmtunum ársins, með Kristínu litlu í nýja nælonkjólnum sínum við aðra hliðina og Pétur í uppáhnepptu „ameríkufötunum“ sínum við hina. „Þú verður að muna eftir að taka mig úr peysunni", sagði Kristín, um leið og við lögðum af stað,“ því ég er svo fín“. Það var líka orð að sönnu, því hár- borði gægðist undan húfunni og hún kreppti litlu höndina utan um hvítu handtöskuna, sem geymdi greiðu og vasaklút. í tösk unni var þó hvorki púður né vara litur, því fimm ára gömu’ yngis- mær þarf ekki á neinurp hjálpar- meðulum að halda til að vekja athygli dansherranna. Hún hefur allt önnur ráð. Hún segir bara við mömmu hans Sigga: „Mig langar til að dansa við hann Sigga“. Og ef Siggi er með eitt- hvert múður, þykist t. d. vera orðinn of stór til að dansa við stelpur, þá fær hann að heyra það, að aldrei framar verði farið með hann á barnaball, ef hann hegði sér ekki vel. Litlar stúlkur komast fljótt að raun um að þetta er einmitt rétta aðferðin, alveg eins og þær finna það seinna á æv inni að slíkt er vita gagnslaust.Þá líta mömmurnar heldur tor- tryggnari augum á dansfélaga sona sinna. Born þurfa olnbogarúm JÆJA, dansskemmtunin, sem Velvakandi og litlu vinir hans fóru á, var haldin á Gamla Garði sunnudaginn milli jóla og nýjárs, og var auglýst fyrir háskólastúd- enta. Já, nú eru haldin Garðböll fyrir börn. Þetta var góð skemmt- un, börnin eitthvað rúmlega þrjá- tíu og þrír jólasveinar, sem gáfu sér tíma til að vera með þeim allan tímann, spjalla við þau öll í hóp eða eitt og eitt, syngja fyrir þau og með þeim og jafnvel fara í leiki með þeim. Þessi jólatrés- skemmtun var semsagt eins og slíkar skemmtanir éiga helzt að vera, enda bar ekkert á því að litlu börnin flæktust fyrir stóru krökkunum, varla heyrðist nokkurn tíma grátur, og full- orðna fólkið þurfti ekki að fylgja krökkunum hvert fótmál, af ótta við að týna þeim í þvöguna. Því miður eru ekki allar jóla- trésskemmtanir með þessu sniði, enda er sjálfsagt í flestum til- fellum ómögulegt að hafa eins rúmt um börnin og þarna var.En þegar svo þröngt er orðið á barna skemmtun, að það liggur við að hættulegt sé að jólasveinninn gangi um vegna troðningsins í kringum hann, þá er greinilega meira hugsað um aðgangseyrinn en það að veita börnunum á- nægju. Ekki veit ég hvaða reglur gilda um barnaskemmtanir, en mér þykir líklegt, að a. m. k. sé ekki leyfilegt að hleypa fleirum inn í samkomuhúsið en þegar um dansskemmtanir fullorðinna er að ræða, og ætti þó með réttu að hafa höfðatöluna lægri því börn- in eru fyrirferðarminni.Þótt ekki sau þau hærri í loftinu. Og að sjálfsögðu verður að telja með alla þá sem inn í húsið koma, jafnt fullorðna sem börn. veganna minnka og stöðvun þeirra, með tilheyrandi atvinnu- leysi er þá á næsta leiti. í veg fyrir þetta verður að koma, og ég trúi því ekki, fyrr en ég tek á, að íslenzka þjóðin skilji ekki þetta. Það sem gera þarf er í höf- uðatriðum talið eftirfarandi: 1. Það þarf að stöðva hækkun á vöruverði, eins og mögulegt er. 2. Það þarf að miða árlegar kaup hækkanir við raunverulega aukningu þjóðarteknanna. All ar heiidarhækkanir launþega umfram þetta mark, eru ó- raunhæfar og verða á einn hátt eða annan teknar af laun- þegunum aftur, í sköttum eða hækkuðu vöruverði. 3. Það þarf að tryggja verðgildi peninganna, svo að menn þori að geyma þá, og þurfi ekki að vera hræddir um að þeir missi gildi sitt. 4. Það þarf að miða f járfesting- arstarfsemina í landinu og út- lánastarfsemi bankanna við það sem framleiðsla lands- manna leyfir og sparifjár- myndunina á hverjum tima. 5. Það þarf að koma upp — sem fyrst — gjaldeyrisvarasjóði, sem hægt er að grípa til þegar á þarf að halda. Engin þjóð, með snefil af virðingu fyrir sjálfri sér getur staðið uppi með tvær hendur tómar — og minna en það — í hinu mesta góðæri, hafandi ekkert upp á að hlaupa ef harðnar í ári. Til þess að ná þessum árangri þarf sterka og samhenta ríkis- stjórn með öflugum meirihluta að baki bæði hjá þingi og þjóð, og er raunar tæpast hugsandi nema með víðtæku samstarfi flokka. — Þangað til slík stjórn kemst á laggirnar þarf að freista, að koma í veg fyrir að verðbólgu hjólið haldi áfram að snúast með vaxandi hraða og helzt að snúa ofan af því ef unnt er. Það hefir núverandi ríkisstjórn hugsað sér að gert yrði á eftir- farandi hátt: 1. Með því að draga úr útgjöld- um rikisins. Enginn vafi er á því að með góðum vilja er hægt að lækka útgjöld ríkis- ins um tugi milljóna króna. 2. Með niðurgreiðslu á nauð- synjavörum að svo miklu leyti, sem unnt er að gera það án nýrra skatta. Hefir ríkis- stjórnin ákveðið að frá og með morgundeginum verði ýmsar helztu nauðsynjavörur al- mennings greiddar niður, eins og komið hefir fram í auglýs- ingu hér í ríkisútvarpinu í dag. Lækkar samkvæmt því verð á kindakjöti úr 29.80 kr. 1 kg. í smásölu í 23.40 eða um 21%, nýmjólk úr 4,30 í 3.40 eða einnig 21% og nokkrar aðrar tegundir svipað sumar meira aðrar minna. Er kostn- aðurinn við þessa Iækkun áætlaður rúmar 6 milljónir króna á mánuði og áhrifin á verðlagsvísitöluna 12—13 stig. Fjár til þessarar niðurgreiðslu er hugsað af afla að miklu leyti með þeim sparnaði sem fæst á gjaldaliðum fjárlaga. 3. Með því að leggja til grund- vallar, við samninga þá við út vegsmenn, sem nú fara fram, um rekstur fiskiflotans og vinnslustöðva í landi, næstu vertíð, sama kaupgjald og var fyrir hækkunina 1. des. s.L Þessu marki verður ekki hægt að ná með niðurgreiðslum ein um, nema þá með því að taka upp nýjar álögur, sem ekki verður farið út í á meðan nokk ur önnur leið er fær. — Metin eru þá hugsuð jöfnuð með því að allir launþegar gefi eftir af launum sínum það sem á vantar, sem að áliti sérfræð- inga hefir verið talið að mundi vera 5—6%. Bændur þyrftu þá um leið að gefa eftir sömu upp- hæð af sínu kaupi, sem gengur inn í verðlagsreikning afurða Framh. á bls. 15

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.