Morgunblaðið - 03.01.1959, Page 10
10
M O R C V V fí T 4 ÐIÐ
Laugardagur 3. jan. 1959
lOtímniM&Mfti
TTtg.: H.f. Arvakur, ReykjavIK
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá V:—••
Ei.inr Aamundsson.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480
Askriftargjald kr 35.00 á mánuð: innanlands
1 lausasðlu kr. 2.00 eintakið.
ir
ÓFÖGUR SAGA
0
JFYRRA reyndi V-stjórnin
að telja mönnum trú um,
að örðugleikarnir í efna-
hagslífinu stöfuðu af aflabresti
þá. Síðan hafa sumir fremstu
menn í því liði kallað árið 1957
góðæri, enda var þá ekki meiri
munur sjávarafla miðað við árin
é undan og eftir, en ætíð verður
að búast við. Hvað sem um það
er, þá er ekki hægt að kenna
aflabresti á árinu 1958 um örðug-
leikana nú. Árið 1958 er mesta
aflaár í sögu þjóðarinnar.
Samanburður áranna 1958 og
1957 sannar, að það var ekki afla-
brestur sem var orsök vandræð-
anna á árinu 1957. Þá hafði V-
stjórnin þó tilburði til að leysa
vandann og gat haldið öllu fljót-
andi, en nú þegar aflinn er mun
meiri, þá gefst hún hreinlega upp
og flýr af hólmi.
Það var innbyrðis sundurlyndi
hinna fyrrverandi stjórnarflokka,
sem umfram allt einkenndi stjórn
arhættina síðustu 2% ár og gerði
ómögulegt að leysa nokkurt mál.
★
Nákunnugur maður sagði einu
sinni, að V-stjórnin væri ekki
sammála um neitt og nefndi þar
sem dæmi utanríkismál, efnahags
mál og kjördæmamál. í öllum
þessum málum væru skoðanir
flokkanna gersamlega ólíkar. Hið
eina, sem héldi þeim saman, væri
óttinn við Sjálfstæðismenn og
nýjar kosningar.
Þetta hefur berlega sannazt nú,
þegar Hermann Jónassan vildi, að
eigin sögn, láta mynda þjóðstjórn
til þess að Sjálfstæðismenn væru
orðnir hinum samábyrgir, áður
en gengið væri til kosninga, enda
máttu þær ekki verða fyrr en á
miðju ári 1960! Það er sízt að
ástæðulausu, að Alþýðublaðið
segir á gamlársdag:
„Óttinn við kosningar réði af-
stöðu Framsóknar og kommún-
ista til stjórnarinnar".
★
Skrif Alþýðublaðsins, Þjóðvilj-
ans og Tímans nú sýna hinn
djúpa klofning, sem er ekki ein-
ungis á milli V-stjórnarflokkana
heldur og innbyrðis í hverjum
þeirra um sig. Ágreiningurinn
hefur verið svo mikill, að Her-
manni Jónassyni þykir þetta sér-
staklega í frásögur færandi:
„Það er auðskilið mál, að fyrr-
verandi ríkisstjórn hefði ekki
farið með völd nokkuð á þriðja
ár, ef hún hefði ekki átt mikil-
hæfa stuðningsmenn í öllum
stjórnarflokkunum, — stuðnings-
menn, sem hvað eftir annað hafa
með mikilli fyrirhöfn hjálpað til
að greiða úr ágreiningsmálunum
og varið stjórnina falli“..
„ Mun það vera eindæmi, að
fyrrverandi forsætisráðherra tel-
ur sig þurfa að taka það fram,
að stjórn hans hafi átt stuðnings-
menn og þá mikilhæfa í sjálfum
stjórnarflokkunum!
Sjálfur gerir Hermann mikið
úr andstöðunni gegn stjórninni,
bæði í Alþýðuflokknum og Al-
þýðubandalaginu. Nefnir hann
þar „hægri öflin í Alþýðuflokkn-
um, sem voru mjög sterk í veik-
um flokki, og kommúnistaöflin í
Alþýðubandalaginu, sem eru
mjög samstillt og i fyrstu urðu
undir, er reyndust þó mjög mark-
vís í því að gera stjórninni erfitt
fyrir og síðar í því að rjúfa hana,
enda höfðu þau þá náð yfirhönd-
inni í flokknum."
Um Framsóknarflokkinn segir
hann aftur á móti:
„Hann var og eini stjórnarflokk
urinn, seih stóð sem einn maður
ásamt blaðakosti sínum að ríkis-
stjórninni".
Þeir sem hafa unnið með Fram
sókn og þekkja heilindi hennar í
samstarfi, mun vafalaust telja
það tímanna tákn, ef hún hefur
sýnt þau í þessu. Er það vissu-
lega lærdómsríkt fyrir þjóðina
alla að átta sig á, ef það eru
stjórnarhættir slíkir sem V-
stjórnarinnar sem Framsóknar-
menn standa sem einn maður
saman um.
★
Einar Olgeirsson er og ekki al-
veg á því, að Framsóknarmenn
hafi allir staðið með stjórninni:
„Afturhaldsöflin í Framsókn
undir forystu Eysteins Jónssonar,
vissu því til fulls, hvar þau ættu
að grípa niður, er þau voru á-
kveðin í að slíta stjórnarsamstarf-
inu“.
Nánar útskýrir Einar Olgeirs-
son þetta svo:
„En á undanförnum áratugum
hafa afturhaldsöfl meira og
meira náð forystu í Framsókn,
þótt vinstri öfl rísi þar upp öðru
hvoru, þegar afturhaldsþjónustan
keyrir úr hófi fram----------.
Annars vegar hefur forysta
Framsóknar ánetjast auðvaldinu
og gróðahyggju þess og Samband
íslenzkra samvinnufélaga, hinn
efnahagslegi bakhjall Framsókn-
arflokksins, sogast inn í auðvalds
spillinguna — — —, en rænir
þess á milli sjóði ríkis og ríkis-
banka til lánveitinga handa sér-
réttindafyrirtækjum verðbólgu-
gróðans. Þessi spilling, sem ógnar
öllu efnahagslífi íslands, öllum
eignum íslenzka ríkisins og lífs-
kjörum íslenzkrar alþýðu-----“.
í augum Einars Olgeirssonar er
Hermann Jónasson hinn hugprúði
og hreinhjartaði vinstri maður
sem reynir að forða Framsókn
frá því að sogast í spillinguna!
★
Svo ófriðsamt sem Einar Ol-
geirsson telur á Framsóknarheim
ilinu, þá segja samstarfsmennirn-
ir fyrrverandi sízt friðsælla hjá
Alþýðubandalaginu. Um vitnis-
burð Hermanns var áður getið og
hinn 30. desember birti Alþýðu-
blaðið stóra grein undir fyrir-
sögninni: „Láta kommúnistar til
skarar skríða gegn Hannibal og
Co.?“ Þar segir m. a.:
„Undanfarið hafa Moskvu-
kommúnistar í Sósíalistaflokkn-
um verið að færa sig upp á skaft-
ið. Eru þeir orðnir hundleiðir á
„yfirgangi" Hannibalista í Al-
þýðubandalaginu og telja, að þeir
komist alltof langt með ekkert
á bak við sig“.
Það taíar og sínu máli að Hanni-
bal Valdimarsson fékk ekki að
skrifa áramótahugleiðingu í
Þjóðviljann að þessu sinni, þó að
þar væri löng grein eftir Lúðvík
Jósefsson ásamt hugleiðingum
Einars Olgeirssonar.
Þessa sundrungarsögu skal
ekki rekja lengur að sinni, en
hvernig er hægt að búast við því
að þar sem slíkt ósamlyndi ríkir,
sé unnt að leysa nokkurn vanda?
UTAN UR HEIMI
/00 ár er enginn aldur lengur
1. „Það er ávallt „tilviljun", eða
„slysni“, sem veldur því að
maður deyr. Það hefir aldrei
verið sannað, að líkaminn, eða
hlutar hans, hrörni óhjákvæmi
lega við vissan aldur, þannig
að damði verði ekki umflúinn."
2. „Það er ekki lengur draumur
heldur áþreifanlegur veruleiki
að menn nái 100 ára aldri“.
3. „Bættar héilbrigðisráðstafanir,
einkum meðal miðaldra fólks,
og betri læknishjálp mun í
framtíðinni bæta heilsu gam-
almenna og draga mjög úr
þeim tiltölulega mikla fjölda
manna, sem nú liggja í kör
heima hjá sér, eða þurfa
hjúkrunar við í sjúkrahúsum
eða öðrum heilbrigðisstofnun-
um“.
Þessar þrjár tilvitnanir ættu að
vera þeim gleðiefni, sem telja að
hár aldur sé eftirsóknarverður.
Fyrstu tvær tilvitnanirnar eru
úr greinum, sem tveir kunnir
læknar hafa skrifað í tímarit
UNESCO — Menntamála-, vís-
inda- og menningarmálastofnun-
ar Sameinuðu þjóðanna — „Cour
ier“. Höfundur fyrri setningar-
innar er brezkur læknir Tun-
bridge að nafni. Hann er prófess
or við háskólann í Leeds. Höfund
ur seinni setningarinnar er rússn
eskur og heitir C. Z. Pitskhelauri,
en hann hefir rannsakað 1000
öldunga, sem alið hafa aldur sinn
á ströndum Svartahafs.
Þriðja og síðasta setningin er
úr skýrslu, eða áliti 16 sérfræð-
inga, sem komu saman í Könings
winter hjá Bonn, á vegum
Taka enn við berkla-
veikum flóttamönnum
Danmörk og Svíþjóð hafa enn
tekið við berklaveikum flótta-
mönnum, sem hvergi áttu höfði
sínu að að halla. Er hér um að
ræða flóttafólk frá Asíu, sem
„dagað hafði uppi“ í Hongkong.
Fyrir milligöngu Flóttamanna-
skrifstofu Sameinuðu þjóðanna
hefir tekizt að fá samastað í
Evrópulöndum fýrir 61 flótta-
mann frá Hongkong. Er hér ein-
göngu um að ræða svonefnd
„erfið tilfelli", það er að segja
flóttafólk, sem er ósjálfbjarga
sökum veikinda eða ellihrum-
leika. Meðalaldur flóttamanna
þessara er úmlega 70 ár. Flestir
þeirra hafa verið í útlegð, eða á
flótta frá ættlandi sínu siðan í
fyrri heimsstyrjöld, 1914—1918.
Þrír flóttamannanna, sem eru
berklaveikir, verða lagðir inn í
berklahæli í Danmörku, og 5
berklasjúklingar hafa fengið vist
í sænskum berklahælum.
YFIRLEITT hefir jólahátíðin
þau áhrif á hugi fólks, að
það sýnir þá fremur en ella
sinn betri mann, sem kallað
er. — Hér sem í öðru eru þó
undantekningar, því miður.
Faðir litla drengsins, sem
þið sjáið hér á myndinni,
skildi barnið eftir í vagni sín-
um fyrir utan búð eina í Lond-
on á jóladag, á meðan hann
skrapp inn til að verzla. —
Þegar hann kom út aftur, tók
hann eftir því, að skýlinu á
vagninum hafði verið ýtt aft-
ur. Er hann gáði betur að
tók hann eftir fimm bruna-
blettum í andliti drengsins,
sýnilega eftir sígarettu. —
Jólaboðskapurinn hefir
varla átt mikil ítök í huga
þess manns, sem fundið hefir
hvöt hjá sér til þess að drepa
í sígarcttunni sinni framan í
varnarlausu, fjögurra vikna
gömlu barni.
Evrópudeildar Tæknihjálpar
Sameinuðu þjóðanna, til þess að
ræða vandamál í sambandi við
aldur manna og þá staðreynd,
að öldruðu fólki fjölgar að stað-
aldri í svo að segja öllum Evrópu
löndum. Formaður þessarar sér-
fræðinganefndar var danskur
maður, Henning Friis að nafni.
Hann er forstjóri hins nýstofnaða
Félagsmálarannsóknarráðs Dana.
Hin aldraða sveit þarf
umhyggju
Manntalsskýrslur herma, að
fleiri og fleiri nái háum aldri í
seinni tíð. Hundrað ár eru eng-
inn aldur lengur. En þessi stað-
reynd skapar vandamál, sem
þjóðfélagið verður að ráða fram
úr. Menn eru nú að komast að
þeirri niðurstöðu, að það er ekki
hollt fyrir aldrað fólk að setjast í
helgan stein ,og það er ekki held-
ur nóg, að komast „í hornið“ hjá
einhverjum ættingja eða vini.
Aldrað fólk verður að hafa sín á-
hugamál og fyrst og fremst hafa
eitthvað fyrir stafni, ef það á að
halda kröftum sínum og lífsfjöri
óskertu fram á efri ár.
Enski prófessorinn og sá rússn
eski, sem vitnað er í hér að fram-
an, eru sammála um, að það sé
engin ástæða til að fólk þurfi að
deyja fyrr en það hefir náð 100
ára aldri, ef það má teljast tak-
mark í sjálfu sér. Læknavísindi
nútímans hafa líka dregið mjög
úr þeirri „slysni“ sem áður olli
dauða, og með sömu framförum
á sviði læknavísindanna, sem ver
ið hafa á undanförnum árum,
verður sú „slysni", að deyja ung-
ur, æ sjaldgæfari.
Það á ekki að einangra aldrað
fólk
Eitt af því, sem sérfræðingarn
ir á Köningswinter-fundinum
urðu sammála um, var, að það
mætti ekki einangra aldrað fólk.
Elliheimili eru því að verða úr-
elt, að dómi þessara sérfræðinga.
Það er líka nauðsynlegt, að aldr-
að fólk fái að hafa eigin fjárhag,
en sé ekki skammtað úr hnefa
eins og þurfalingum og hrepps-
ómögum. Því sjálfstæðara sem
aldrað fólk er, þeim mun betra,
og þeim mun meiri líkindi eru til
að því líði vel, segja sérfræðing-
arnir.
Um hina 1000 öldunga í Georg-
íu á Svartahafsströndum, sem
prófessor Pitskhelauri rannsak-
aði, segir hann, að þeir hafi lifað
.eins og gerist og gengur um flest
fólk. Borðað sama mat og aðrir,
átt gott og rólegt fjölskyldulíf.
Flestir hafi þeir verið hófsmenn
á áfengi og tóbak. Þeir hafi ver-
ið hreinlátir, en yfirleitt kreddu-
laust fólk. Prófessorinn getur
þess að hið milda loftsslag í
Georgíu geti átt sinn þátt í lang-
lífi þessara manna.
Rækjuveiði liggur
n/ðr/ á Bíldudal
BÍLDUDAL, 2. jan. — Rækju-
veiði liggur alveg niðri um þess-
ar mundir, og óvíst er, hvort
veiðinni verður haldið áfram, þar
sem ósamkomulag er um verð á
skelflettri rækju. Hefir veiðin
legið niðri frá því um miðjan
desember. Þó hefir verið unnið í
Niðursuðuverksmiðjunni að því
að sjóða niður svið og ýmislegt
fleira. Vetrarvertíð fer nú að hefj
ast hér, og er gert ráð fyrir, að
gerðir verði út þrír bátar. Tíðin
hefir verið ágæt í desember, og
er auð jörð. Barnastúkan Vorboð
inn hélt jólatrésskemmtun s.l.
sunnudag í félagsheimilinu.
— Hannes.