Morgunblaðið - 03.01.1959, Side 18
18
MORG VIVRI AÐ1Ð
Laugardagur 3. Jan. 1959
Enn er mikil karfaveiði
HAFNARFIRÐI — Þri'r togar-
ar komu hingað á gamlárskvöld.
Röðull, með fullfermi af karfa frá
Nýfundnalandsmiðum, en þar er
hin ágætasta veiði ennþá, Ágúst
af sömu miðum með fullfermi og
Surprise af Vestfjarðamiðum með
um 170 tonn, sem hann sigldi með
Karl Eyjólfsson,
Keflav'ik sextugur
; ÍKARL Eyjólfsson, verkstjóri í
Keflavík, varð sextugur á gaml-
ársdag. Karl er einn af hinuan
innfæddu Keflvíkingum langt
fram í ættir, hann hefur vaxið
«neð Keflavík og lagt sitt fram
til þess að nú er gamli kotbærinn
orðinn einn af hinum þróttmestu
vaxandi bæjum á landinu. —
Karl er harður í horn að taka á
fitundum en hið mesta ljúfmenni
þegar á þá strengi er Ieikið. Karl
Eyjólfsson hefur stundum bogn-
að en aldrei brotnað og valið sér
að standa í þjóðmálaátökunum,
þar sem frjálst fraantak og eigin
atorka fær að njóta sín. Kefl-
vikingar þekkja Kalla í Strít —
og óska honum alls hins bezta á
þessum merku tímamótum í lífi
hans. Við vonum að starfskrafta
hans megi lengi við njóta okkar
tmga bæ til framdráttar.
aðfaranótt nýjársdags á Þýzka-
landsmarkað. í gær kom Júní
af veiðum, og var gizkað á að
hann væri með um 170 tonn.
Vegna bilunar á vél, varð Júní
að leita til hafnar fyrir vestan
og tafðist því nokkuð frá veið-
um, því að ílytja varð stykki í
vélina vestur með flugvél. Var
í gær skipað út i hann nokkru af
þorski úr Ágúst, en síðan hélt
hann áleiðis til Þýzkalands.
Flestir reknetjabátanna hættu
veiðum fyrir jól, enda var þá
orðið síldarlaust. Eru þeir nú all-
ir búnir að taka upp netin og
margir hverjir farnir að búa sig
undir vertíðina. Enn er allt óráð-
ið hversu margir bátanna fara á
línu, en reikna má með því, að
héðan verði gerður út svipaður
fjöldi báta á línu og net og í
fyrra, eða í kringum 20. Nokkur
ufsaveiði var hér í höfninni fyrir
jól og fengu nokkrir smábátaeig-
endur þá ágæta veiði í nokkra
daga. —G.E.
Mikið um farþega-
flutninga
MIKH) var um farþegaflutninga
á vegum Flugfélags íslands inn-
anlands um þessi jól eins og und-
anfarin ár. Fyrir hátíðina urðu
að vísu nokkrar tafir vegna
erfiðra veðurskilyrða, en allir
farþegar munu samt hafa komizt
leiðar sinnar fyrir jólin. Að
morgni aðfangadags beið flug-
vél á Sauðárkróki og flaug þaðan
til Akureyrar, Húsavíkur og
Þórshafnar, en þeir staðir höfðu
verið lokaðir sökum snjókomu
daginn áður. Milli jóla og nýárs
hefir veður verið betra, og hefir
verið flogið samkvæmt áætlun
til allra staða nema Siglufjarðar,
en þangað var flogið í dag. Enn-
fremur var m. a. flogið til Ak-
ureyrar í dag og fluttir þaðan
tæplega 60 farþegar.
Island í landsleik við Noreg
10. febr., v/ð Dani 12. febr. og
v/ð Svía 15. febr.
ÞAÐ hefur löngum verið um
það kvartað af hálfu ísl.
blaðamanna að margar góðar
fréttir sem íslendinga varðar
berast fyrst erlendis frá — og
er slíkt óskiljanlegt sleifarlag
af hálfu þeirra manna hér
heima er málin varða hverju
sinni. Flytur „Ekstrabladet“ í
Kaupmannahöfn þá fregn 30.
des. s.I. sem hér skal frá
greint.
„Akveðið er nú meðal
handknattleikssambanda á
Norðurlöndum hvenær lands-
leikir íslendinga og hinna
Norðurlandanna í handknatt-
leik fara fram. ísiendingar
leika fyrst landsleik gegn
Norðmönnum í Osló hinn 10.
febrúar n.k. Síðan leika þeir
Iandsleik gegn Dönum í Hels-
ingör hinn 12. feb. og loks
mæta þeir landsliði Svía i
Borás hinn 15. ferbrúar".
Meðan ekkert heyrist frá
Handknattleikssambandi ís-
lands þá verður að álykta að
hér sé rétt með farið af hinu
danska blaði.
Því er svo við að bæta að
handknattleikssamböndin í
Danmörku, Noregi og Svíþjóð
munu hafa tekið sameigin-
lega afstöðu til leikja íslend-
inga, enda munu þau á ein-
hvern hátt í sameiningu
greiða fyrir þessari ferð ísl.
Iandsliðsins.
Landslið gegn blaðaliði i
handknattleik á sunnudag
Á SUNNUDAGSKVÖLDIÐ fer
fram að Hálogalandi kappleikur
milli landsliðs Handknattleiks-
sambandsins og liðs er félagar í
Samtökum íþróttafréttamanna
hafa valið. Er þetta liður í undir-
búningi ísl. handknattleiks-
manna fyrir landsleikina við
Dani, Svía og Norðmenn sem
fram fara í febrúar n.k. Hefur
landsliðsnefnd HSÍ valið 20 leik-
menn til sérstakra æfinga fyrir
landsleikina og hafa æfingar ver-
ið miklar og undirbúningur allur
allgóður undanfarnar vikur.
Úr þessum nál. 20 manna hópi
hefur landsliðsnefndin valið eftir
farandi landslið til að mæta liði
blaðamanna á sunnudaginn. Tek-
ur þó fram að landsliðið sé
þannig valið aðeins fyrir þennan
leik við blaðaliðið — en hvernig
það verður endanlega getur eng-
inn sagt fyrir um ennþá. Lands-
liðið er svona:
Markmenn
Guðjón Ólafss 'R
Hjalti Einarsa-
Bakverðir
Guðjón Jónsson Fram
Einar Sigurðsson FH
Hörður Felixsson KR
Framlína a
Hermann Samúelsson ÍR
Birgir Björnsson FH
Gunnlaugur Hjálmarsson ÍR
Framlína b
Rúnar Guðmannsson Fram
HVAÐ VANTAR YÐUR?
Eigið þér
Eigið þér
Eigið þér
Eigið þér
10. janiíar
Endurnýjunarmiði:
20 krónur
Ársmiði:
240 krónur
Eigið þér
Eigið þér
EIGIÐ ÞER MIÐA I VÖRUHAPPDRÆTTI
3 vinningar á /z milljón króna
ý vinningar á Z 00.000 króna
6 vinningar á 100.000 króna
4987vinningar frá 500 -50.000 króna
Styðjum sjúkc ti/ sjá/fsbjargar
SÍBS
Reynir Ólafsson KR
Karl Jóhannsson KR
Lið það er Samtök íþrótta-
fréttamanna hafa valið til að
keppa gegn þessu landsliði er
þannig skipað:
Markverðir
Kristófer Magnússon FH
Skúli Skarphéðinsson
Afturelding
Bakverðir
Hilmar Ólafsson Fram
Þórir Þorsteinsson KR
Heinz Steinman KR
Framlína a
Berþór Jónsson FH
Ragnar Jónsson FH
Pétur Antonsson FH
Framiína b
Pétur Sigurðsson ÍR
Karl Benediktsson Fram
Matthías Ásgeirsson ÍR
Fyrirliði landsliðsins er Birgir
Björnsson og fyrirliði þess utan
vallar er þjálfari landsliðsins Frí-
mann Gunnlaugsson.
Fyrirliði pressuliðsins á leik-
velli er Hilmar Ólafsson en fyrir-
liði utan vallar er fyrrverandi
þjálfari landsliðsins Hallsteinn
Hinriksson Hafnarfirði.
Þessi leikur getur vel orðið
jafn, því ekki er ýkja mikill mun
ur á tveimur úrvalsliðum hér,
þar sem breiddin er mikil í hand
knattleiknum. Landsliðsnefndin
gerir ýmsar tilraunir með nýja
menn — einkum þó í framlínu,
þar sem hún m.a. lætur Ragnar
Jónsson oft markhæsta eða ann-
an markhæstan mann úrvalsliða
hverfa úr liðinu, en fær þá það
hlutverk að „velgja" markvörð-
um landsliðsins. Blaðaliðið fær
auk þess samstæða framlínu
þeirra FH-manna, og ætti það
að auka á mátt blaðaliðsins. Sem
sagt — það eru allar líkur til
þess að leikurinn verði tvísýnn
og skemmtilegur.
r
Olafur Elísson
látinii
HAFNARFIRÐI. — Á gamlárs-
kvöld lézt hér á heimili sínu,
Krosseyrarvegi 9, Ólafur Elísson,
framkvæmdastjóri Lýsi og mjöl
h.f., 45 ára að aldri. Hafði hann
átt við þungbæran sjúkdóm að
etja og á síðastliðnu ári legið í
sjúkrahúsi og nú síðast heima.
Hann lætur eftir sig konu og 4
börn.
Ólafur varð framkvæmdastjóri
Lýsi og mjöl árið 1948 og stjórn-
aði því fyrirtæki af röggsemi og
myndugleik. Einnig var hann
fyrsti varabæj arfulltrúi Sjálfstæð
isflokksins eitt kjörtímabil.
— G.E.