Morgunblaðið - 14.01.1959, Blaðsíða 8
8
MORGVHBLAÐIÐ
Miðvikudagur 14. jan. 1959
Harmasaga reykvísks
ofdrykkjumann.s
Hlustað á útvarp
BARÁTTA, barátta, sífelld bar-
átta. Slíkt er líf þess manns, sem
orðið er það ljóst, að hann er
orðinn ofdrykkjusjúklingur — og
vill losna við þann sjúkdóm sinn.
Að árum telst ég ungur enn,
aðeins tuttugu og níu ára,
svo drykkjuferill minn hef-
ur ekki varað nema í ellefu
ár, ekki nema segi ég, en
því get ég trúað þér fyrir, les-
andi minn, að á þessum ellefu ár-
um hefur margur beiskur bikar-
inn verið taemdur, með alls kyns
afleiðingum, sem venjulega, frá
slíku líferni stafa.
Ég vil taka það fram, að í for-
eldarhúsum átti ég því láni að
fagna, að vín var ekki notað í
neinu óhófi, en þó haft um hönd
stöku sinnum, í afmælum eða
einhverju slíku, er gaf ástæðu til
veizluhalda. Fóru þau gildi ávallt
mjög vel fram, en voru mér samt
ofraun, því ég vissi að vín var
haft um hönd, og svo hefur það
verið frá því ég man fyrst eftir
mér og fram á þennan dag, að
vínneyzla er mér ofraun, nokkurs
konar ofnæmi. Merkileg játning
hjá þræli Bakkusar.
Átján ára fer fyrsti sjússinn
inn fyrir mínar varir, og þessi
fyrsti sjúss varð orsök til fyllirýs,
sem stóð í fimmtíu og einn dag
og endaði með slysförum á mér,
svo ég varð að hætta vegna sára,
en aðeins í vikutíma. Þetta var
aðeins byrjunin, en samfara
henni upphófst hjá mér barátta
gegn áhrifavaldi áfengisins, sem
ég þá þegar var orðinn of háður.
Tvítugur lendi ég í þeirri ó-
gæfu að gifta mig og stofna
heimili — ég segi ógæfu, því það
átti ekki fyrir mér að liggja að
bera lán til að halda því saman,
vegna lífernis míns. Þó er það og
hefur alltaf verið mín heitust ósk
að eignast fallegt og gott heimili,
sem elskuleg, lítil börn ásamt
ástríkri eiginkonu myndu prýða.
Þetta eignaðist ég allt þá, en
þeirri eign auðnaðist mér ekki að
halda saman nema í tæp þrjú ár.
í fyrstu hafði ég smáhemil á
drykkjufýsn minni, en þegar það
var komið svo, að á hverju föstu-
dagskvöldi, er ég hafði fengið
greidd laun mín fyrir erfiði viku
hverrar og stóðst ekki freistingar
vínsins, hvernig sem ég barðist
við sjálfan mig, því ég fann og
vissi að líferni mitt væri þannig
heimili mínu til óhamingju, þá
kom að því að hugsun mín og
taugakerfi allt komsí á ringulreið
og ég gafst upp. Ég gerði það upp
við mig að ég hefði alls ekki leyfi
til að draga konuna mína og
börnin með mér niður í það fen,
sem ég var sjálfur að sökkva í
dýpra og dýpra, án þess að fá við
neitt ráðið, svo ég tók það af-
drifaríka spor, þvert ofan í vilja
konu minnar, að ég fór að heiman
fyrir fullt og allt. Það var átak,
sem orsakaði hálfsmánaðarfyllirí,
sem endaði með snert af deleríum
tremens.
Lesandi minn, þú mátt ekki
taka þessar línur mínar svo, að
ég sé með þeim að vekja vork-
unnsemi þína í garð okkar of-
drykkjumanna, eða ég sé að
reyna að fegra þetta afbrot mitt
með alls kyns afsökunum, sem
því miður er svo ríkt í fari
drykkjumanna. Nei, það hefur
aldrei verið mér neitt græðandi
smyrsl, og það er eflaust vegna
þess, að ég hef alltaf talið þessa
mislukkun mína minn egin aum-
ingjadóm og krankleika, sem
engan er um að saka. Þar fyrir
er okkur drykkjumönnum kær-
komið — og nauðsynlegt — að
mæta skilningi hjá meðbræðrum
okkar, sem orðið hafa svo gæfu-
samir í lífinu að sleppa við þessa
erfiðleika sjálfir.
Nú, en þó að þessu sé nú
þannig varið, að maður geti að-
eins sjálfum sér um kennt þessa
ógæfu sína, þá verður eitthvað að
gera, einhverja úrlausn að
finna, sem til bóta mætti verða
gagnvart þessu vandamáli, sem
sþví miður miklu fleiri en ég eiga
við að stríða. Og hvað sjálfan
mig snertir, þá vil ég halda því
fram, að ég hef raunverulega
ýmislegt reynt til að yfirstíga
þessa erfiðleika mína. Ég hef t. d.
verið langt kominn með að
verða mér að bana með „antabus"
áti, ég hef gengið undir aðgerð,
sem blóðhreinsun nefnist, ég hef
látið loka mig inni í spítölum —
gekk einu sinni meira að segja
svo langt, að ég lét loka mig inni
í fangelsi til að komast hjá einu
fylliríinu, sem ásótti mig, og
komst yfir það í þetta skipti, þó
það yrði ei nema gálgafrestur.
Ég hef leitað til andalækna, sem
svo eru nefndir, og nú, er ég
skrifa þessar línur, sit ég í þriðja
skipti í hjúkrunarheimili Bláa
bandsins, sem ég vona að verði
það síðasta, sem ég þarf að vera
sem sjúklingur á þeirri ágætu
stofnun. Sem sagt, ég hef reynt
allt, sem mennirnir hafa upp á
að bjóða, mér til bjargar. Og öll-
um þeim, sem þátt hafa átt í því
að vilja hjálpa mér út úr þessum
vandræðum mínum, vil ég þakkir
færa; þeir hafa allir viljað vel
gera, og aðeins gert sitt bezta þó
það hafi ekki dugað. Þá er ekki
hægt að saka um það.
Það, sem orðið hefur mér hvað
haldbezt í þessari baráttu, og ég
hef trú að að eigi eftir að leiða
mig til sigurs, er bænin. Trúin á
Guð á að vera leiðarljós okkar
mannanna, og það er það ljós,
sem hefur lýst mér í gegnum
dimmustu og döprustu kafla lífs
míns.
Nú hef ég ekki hugsað mér að
hafa þetta mikið lengra, lesandi
góður, ætlaði aldrei nema að
stikla á stóru, því þetta er efni
í heila bók, sem kannski verður
einhvern tíma skrifuð, en þá vil
ég eiga að ^ð baki mér mörg
,,þur“ ár. Ef þessar línur gætu
hins vegar orðið einhverjum til
viðvörunar, sem ekki eru enn
komnir út á drykkjubrautina, þá
er tilgangi mínum náð. En við
hina vil ég segja, sem þegar hafa
einhver kynni af Bakkusi af eig-
in raun: Grandskoðaðu afstöðu
þína á stundinni, blekktu aldrei
sjálfan þig með því að segja,
„mér er engin hætta búin“, því
hver sá, sem víns neytir, getur
átt það á hættu að verða því ægi-
valdi of háður.
Við ofdrykkjumanninn vil ég
að endingu segja: Fyrsta skilyrð-
ið til, að þú sigrist á þessum
sjúkdómi þínum, er að þú viður-
kennir það bæði fyrir sjálfum
þér ög öðrum, að þú sért of-
drykkjumaður, sjúklingur, sem
þurfir að leita lækningar, og leit-
aðu hennar í hverju því, er þú
heldur að þér henti bezt og verði
þér árangursríkast. Og hafðu
gæzkuríkan Guð með þér í ráð-
um, þá vinnst sigur um síðir —
og betra er seint en aldrei.
MÁNUDAGINN, 5. þ. m. talaði
Vilhjálmur S. Vilhjálmsson um
daginn og veginn. Gat hann um
stjórnarskiptin og væntanleg af-
rek stjórnar Emils Jónssonar.
Væri óskandi að hinn velviljaði
og bjartsýni rithöfundur, V. S. V.
yrði sannspár og að nýju stjórn-
inni tækist að koma fjármálum
þjóðarinnar í sæmilegt horf. Að
minnsta kosti hefur það á unnist,
að menn geta þó gert sér von um
að eitthvað lagist. Hermann Jóns-
son lýsti því yfir, áður en hann
sagði af sér, rð algert hrun væri
framundan, hann missti alveg
móðinn. Emil Jónsson vill ekki
viðurkenna að vonlaust sé um
bjargráð. Verst er ef ábyrgðar-
lausum og illviljuðum mönnum
tekst að spilla fyrir v’ðleitni
góðra og dugandi manna að koma
málunum í lag.
f viðtali vikunnar talaði Sig-
urður Benediktsson við Jón Árna
son, fyrrum bankastjóra, um fjár-
mál. Löngum hafa þeir, er óvar-
lega fara með fjármál, talið Jón
Árnason um of íhaldssaman. Þó
hefur það nú verið svo, að fáum
íslendingum hefur betur en hon-
um verið treyst til þess að stjórna
fjármálum, lengi var hann banka-
stjóri Landsbankans og síðan
einn af stjórnendum alþjóðabank
ans í Wasington um hríð. Verður
því að taka tillit til þess er hann
segir um fjármál, enda mundi hin
glæsilega höll sem íslendingar
hafa byggt á sandi tæplega, —
ég segi alis ekki hafa verið reist,
ef Jón og aðrir hans líkar hefðu
fengið að ráða. Sennilega hefði
hin falska „glæsimennska“ og
óhófslega þá ekki komist í al-
gléyming hjá okkur, en allt verið
traustara og ánægjulegra. — Jón
Árnason sagði í viðtali við S. B.
að hann telji að ísl. gjaldeyri
geti á ný komist í það gengi, að
við verðum færir um að sjá um
okkur sjálfir. Erlendar skuldir
telur hann nú um 1000 millj. kr.
Nú þarf að safna gjaldeyris-inn-
stæðu erlendis. Það er hægt að
stöðva verðfall krónunnar, og er
nú um það rætt af alvöru. En
rnönnum kemur ekki saman um
leið til þess. Umtal um sparnað
er gott, en ekki nóg. Framleiðslu
þarf að auka með auknum fisk-
veiðum, hætta ýmis konar land-
vinnu í bráðina, eða fara miklu
hægar. Við erum eina lýðræðis-
þjóðin sem hyggur að hver og
einn geti sjálfur valið algerlega,
hvað hann vill vinna — og auð-
vitað velja þá allir léttustu og
áhættuminnstu verkin. Það þarf
að minnka kaupgetuna. Nú hafa
menn vitað að Gjaldeyrir hefur
verið stöðugt fallandi, og því
ekki fengist til að leggja fé í
sparisjóði. Bezt að fá lán, helzt (
til lengri tíma. Einnig farið að
eyða því sem erlendis var fengið
að láni. Ríkissjóður fær svo töpin
af gengislækkuninni. Fyrsta skref
ið nú væri sennilega heppilegast
að skrá nýtt gengi og miða við
gull. Ef þetta væri gert, þá væri
hægt að stöðva allar uppbætur,
og niðurgreiðslur. Með því væri
hinni illu plágu verðþenslu létt
af þjóðinni.
Spurt og spjallað í útvarpssal
var 8. þ. m. Þátttakendur voru
auk stjórnandans, Sigurðar Magn
ússonar, fulltrúa: Dr: Björn Jó
hannesson, verkfræðingur, Gunn-
ar Bjarnason ráðunautur, dr.
Halldór Pálsson, ráðunautur og
Hákon Bjarnason, skógræktar-
stjóri. Spurningin, sem að rædd
var hljóðaði svo: Á að fækka eða
fjölga sauðfé og hrossum á ís-
landi.
Dr. Björn Jóh. svarar ekki bein
línis. Telur að meðal framleiðsla
bóndans hljóti að aukast. Eink-
um muni sauðfé fjölga. Mjólkur-
afurðir ekki útflutningshæfar.
Hrossum fjölgar ekki. Með fjölg-
un sauðfjár þarf meira og meira
land til sumar beitar. Sauðfé
nagar jafnvel rætur jurta, er því
of margt fé á ákveðnum svæðum
skaðlegt fyrir gróður landsins.
Þarf því að rannsaka og ákveða
hve margt féð má vera án þess
að hætta sé á ferðum fyrir gróður
landsins. Þetta kostar rannsókn
en sú rannsókn er sjálfsögð. Ella
getur farið illa.
Gunnar Bjarnason: Talar um
hvort vér eigum að leggja stund
á landbúnað til útflutnings og
gjaldeyrisöflunar. Varla kemur
til að flytja út smjör og osta.
Efling sauðfjárræktar eina ráðið.
Gæti og komið til mála að flytja
út hesta, sem notaðir yrðu til
„sports“. Gunnar talaði of hart
og var erfitt að ná því sem hann
sagði.
Halldór Pálsson: Náttúruauð-
ævi íslands eru fábreytt en góð.
ísl. gras er kjarngott. Sauðfjár-
rækt hefur áður verið aðal-
atvinnugrein landsmanna, en nú
gefur nautgriparækt meira af sér.
Landbúnaður þarf að framleiða
vörur til útflutnings. Nú flutt út
fyrir 60 millj. kr. Mun betri skil-
yrði til útflutnings sauðakets,
ullar og fl. en mjólkurafurða.
Telur að sauðfjárrækt geti orðið
eins arðbær til útflutnings og
gjaldeyrisöflunar og bátaútvegur.
Fallþungi dilka hækkar stöðugt.
Þetta sýnir að landið þolir fjölg-
un sauðfjár vandalaust að rækta
það gras sem þarf til þess að
sauðfjárbú aukist stórkostlega.
Hákon Bjarnason: Nota ber
gróður landsins á sem hagkvæm-
Þegar hin heimsfræga söngkona Maria Menghini Callas kom til Parísar um áramótin og söng þar
í Parísar-óperunni, varð uppi fótur og fit og var feikileg aðsókn að óperusýningunni. Þó munaði
minnstu að fólk horfði meira á einn áhorfendanna en sjálfa söngkonuna. Brigitte Bardot, kvik-
myndaleikkona, var nefnilega viðstödd. Hún sést hér á myndinni og er hinn kunni franski rit
höfundur og háðfugl, Jean Cocteau, að heilsa henni við komuna til óperunnar.
astan og skynsamlegastan hátt.
Við höfum lokað augunum fyrir
því að athuga hve mikla ræktun
þarf til þess að fjölga búpeningi
án þess að gróður landsins sé
eyðilagður. Við búum á ystu
mörkum hins byggilega heims.
Hér mjög hætt við uppblæstri,
einkum vegna ofbeitar sauðfjár
og hrossa. Óvenju uppblástur
vegna eyðingar skóga bæði með
ofbeit fjár og til eldiviðar. Segir
að stór hætta sé á eyðingu gróður
lands nú vegna fjölgunar sauð-
fjár og bendir á dæmi um nýjan
uppblástur lands af þessum völd-
um einkum í nágrenni bæja og
þorpa. Telur að fækka beri bæði
hrossum og sauðfé til varðveizlu
gróðri landsins. Eftir framsögu-
erindi urðu snarpar umræður og
sýndist sitt hverjum. Mér fannst
Hákon Bjarnason hafa mjög mik-
ið til síns máls. Varla geta íslend-
ingar orðið samkeppnisfærir á
heimsmarkaðinum með kjöt,
smjör og osta ef allar uppbætur
verða niður lagðar, en að því
kemur, auðvitað. ísl. landbúna'ði
hlýtur að vera allþröngur stakk-
ur sniðinn.
Góðtemplarareglan 75 ára
nefndist samfelld dagskrá er
flutt var föstudag 9. þ. m. Stjórn-
aði henni Gunnar Dal, skáld. Var
þar farið með ágrip af störfum
reglunnar frá byrjun og var fróð-
legt. Góðtemplarareglan hefur
unnið mikið og þarflegt verk
mannúðar og ýmissa framfara.
Mörgum manninum hefur hún
bjargað frá eyðileggingu og
smán og verður ekkert nema gott
sagt um þann félagsskap. Sem
stendur er reglan fámenn hér, en
oft hefur hún tekið fjörkippi þeg-
ar mest hefur verið þörfin í bar-
áttunni gegn ofnautn áfengra
drykkja. Má gera ráð fyrir að
þess verði nú skammt að bíða
að almenningi þyki mál til þess
komið að taka stöðu í fylkingum
Góðtemplara og að menntamenn
og embættisnienn gangi þar á
undan með góðu eftirdæmi.
Þorsteinn Jónsson.
Ólsarar sýna
Leynimel 13
á Grundarfirði
GRUNDARFIRÐI, 12. jan. —
Laugardaginn 10. jan. sýndi Leik
félag Ólafsvíkur gamanleikinn
Leynimel 13 eftir Þrídrang í Sam
komuhúsinu í Grundarfirði. Leik-
stjóri var Sigurður Scheving.
Hafðar voru tvær sýningar og var
húsfylli á báðum. Sýningar þess-
ar þóttust takast með ágætum,
og höfðu áhorfendur hið mesta
gaman af. Leikendur stóðu sig
vel eftir atvikum, og aðalhlut-
verkið í höndum Bárðar Jens-
sonar vakti sérstaka aðdáun og
hrifningu. Ólsarar virðast kunn-
ugir þeirri kenningu, að maður-
inn lifi ekki á brauðinu einu sam
an, því að enda þótt vetrarvertíð
sé nú að ná hámarki þar, þá fóru
þeir þessa leikför til nærliggj-
andi staða og er það vissulega
virðingar og þakkarvert. Þess
skal getið til gamans, að á með-
al leikenda var oddvitinn í Ól-
afsvík, en sveitarstjórinn var
fararstjóri flokksins. -— E. M.
Reyfcjanesskólinn
tekinn til starfa
ÞÚFUM, 9. janúar. — Reykja-
nesskólinn hóf starfsemi sína
þann 6. þ. m. og voru þá komnir
nær 50 nemendur til skólans.
Verður þar samkvæmt venju
aðallega kennt verklegt nám,
bæði piltum og stúlkum. Skól-
inn stendur í þrjá mánuði og er
mjög vinsæll af nemendum, sem
una hag sínum þar hið bezta.
Er unnið af kappi og áhuga og
venjulega mikill námsárangur.
Skólastjóri er sem fyrr Páll
Aðalsteinsson.
P. P.