Morgunblaðið - 14.01.1959, Blaðsíða 20
VEÐRIÐ
Hægviðri léttskýjað.
Frost 8 til 10 stig.
rogtntliIafrUk
10. tbl. — Miðvikudagur 14. janúar 1959
Slysahœtta
á ísum vatna
Sjá bls. 11.
Kosningar framundan
Þáttaskil i islenzkum stjórnmálum
Bjarni Benedikísson frummœlandi á
VarSarfundi í kvöld
LANDSMÁLAFÉLAGIÐ Vörður
heldur fund í Sjálfstæðishúsinu
klukkan 8,30 í kvöld. Umræðu-
efni fundarins er: „Kosningar
framundan — þáttaskil í islenzk-
um stjórnmálum“ Frummælandi
verður Bjarni Benediktsson, vara
formaður Sjalfstæðisflokksins.
Á undanförnum vikum hafa
gerzt svo stór og mikil tíðindi í
íslenzkum stjórnmálum að þátta-
skilum valda. Þjóðin hefir horft
upp á vinstri stjórnina hrökklast
frá völdum og Hræðslubanda-
lagið líða undir lok. Tekið hefir
við bráðabirgðastjórn Alþýðu-
flokksins, sem Sjálfstæðisflokkur
inn ver falli. Þessir flokkar hafa
svo samið um stjórnarskrárbreyt-
ingu og að kosningar til Alþingis
fari fram í vor.
Það eru þessir atburðir, áhrif
þeirra og eðli, sem Bjarni Bene-
diktsson tekur til meðferðar á
Varðarfundinum í kvöld.
Kosningabaráttan er raunveru-
lega liafin. Fundurinn í kvöld
er fyrsti fundur þeirrar baráttu
Sjálfstæðismanna í höfuðborg-
inni.
Það má því búast við fjölmenni
í Sjálfstæðishúsinu í kvöld, og
er allt Sjálfstæðisfólk velkomið;
á meðan húsrúm leyfir.
Bjarni Benediktsson
Tilbúningur að gengið sé á rétt dreif-
býlisins með nýju kjördœmaskipuninni
Fjörugar umræður á stúdentafundin
um i gærkvöldi
HVERT SÆTI var skipað í Sjálf
stæðishúsinu í gærkvöldi og gef-
ið gott hljóð máli manna á hin-
um almenna stúdentafundi
Stúdentafélags Reykjavíkur um
breytingar á kjördæmaskipun-
inni. Formaður Stúdentafélags
Reykjavíkur, Eyjólfur K. Jóns-
son, setti fundinn og stýrði hon-
um, en framsögu í málinu höfðu
alþingismennirnir Jóhann Haf-
stein og Gísli Guðmundsson.
Jóhann Hafstein, alþm. flutti
fyrr sína framsöguræðu. Rakti
hann fyrst galla núverandi kjör-
dæmaskipunar og þá misnotkun,
sem hún byði heim eins og sýndi
sig í síðustu kosningum. Þá gerði
hann grein fyrir undirbúningi
kjördæmamálsins og þeim tillög-
um, sem hefðu verið uppi og
miðað að því að kosningaréttur
landsmanna yrði gerður sem jafn
astur. Einmenningskjördæmi
hefðu komið til álita í því sam-
bandi, en reynsla síðustu ára
benti þó til þess, að þau myndu
ekki henta hér á landi. Þá skýrði
Jóhann Hafstein frá þeim tillög-
um, sem Sjálfstæðismenn hafa
lagt fram og í meginatriðum eru
samhljóða tillögum Alþýðuflokks
ins í kjördæmamálinu, að land-
inu verði skipt í átta kjördæmi
og kosið hlutfallskosningum.
Kjördæminutan Reykjavíkur hafi
5 til 6 eða sjö þingmenn hvert,
en Reykjavík 12 til 15. Uppbótar-
þingsætum verði síðan úthlutað
til jafnaðar svo þingmannatala
verði allt að 60.
Ekki er endanlega gengið frá
samkomulagi um þessa kjördæma
skipan milli þeirra flokka, sem
styðja hana. Takmörk hinna ein-
stöku kjördæma eru ekki til fulls
ráðin og ekki heldur tala þing-
manna.
Var gerður góður rómur að
ræðu Jóhanns Hafstein og verður
hún birt í heild hér í blaðinu
síðar.
Gisli Guðmundsson, alþm.,
FÖNDURKVÖLD
Þ Æ R stúlkur, sem sótt hafa
föndurnámskeið félagsins í vet-
ur, eru minntar á námskeiðið í
kvöld kl. 8,30 í Valhöll.
sagði í upphafi máls síns, að
stofnun og tilvera ríkis væri
byggð á sögulegum rökum. Sögu-
leg rök og þjóðareinkenni bæri
að varðveita, því væri þeim farg-
að, væri sjálfstæði þjóðarinnar
í hættu. Fór hann nú langt aftur
í söguna og lýsti goðorðaskipan
til forna og þróun alþingis gegn-
um aldirnar. Vék hann að því,
er alþingi var endurreist og hlaut
þá staðsetningu í Reykjavík, en
ekki á Þingvelli. Finndist mörg-
um, sem hið sama væri að gerast
ef gömlu kjördæmin væru lögð
niður. Þá vék hann að því, að um
sama leyti og kjördæmabreyting-
in kom til umræðu, hefðu kom-
ið fram raddir um það í blöðum
að of miklu fé væri varið til þarfa
manna á landsbyggðinni. Fór
hann síðan í löngu máli orðum
um þann voða, sem strjábýlisins
biði, ef kjördæmi þar yrðu lögð
niður, eins og hann komst að
orði.
Að loknum framsöguræðum
hófust frjálsar umræður og tók
fyrstur til máls Jón P. Emils, lög-
fræðingur. Sagði hann, að er hin
nýja kjördæmaskipan kæmist á,
mundu Framsóknarmenn missa
helming þingmanna sinna og
vonandi meira. Einar Ágústsson,
lögfræðingur, tók mjög í sama
streng og Gísli Guðmundsson um
þær hörmungar, sem dreifbýlis-
ins biðu, ef kjördæmabreytingin
kæmist á.
Magnús Jónsson, alþm., tók
næstur til máls. Kvaðst hann
harma það, að Framsóknarmenn
hefðu leitt þann tilbúna málflutn-
Námskeið í sundi
SUNDDEILD IR hefur ákveðið
að efna til námskeiðs í sundi og
verður þjálfari félagsins, Jónas
Halldórsson, aðalkennarinn. Hon-
um til aðstoðar verður Guðmund-
ur Gíslason, hinn kunni sund-
maður félagsins.
Námskeiðið hefst í kvöld kl. 7
í Sundhöllinni og verður kennt
tvö kvöld í viku, mánudags- og
miðvikudagskvöld kl. 7 til 8,15.
Námskeiðið mun standa út janú-
ar og er fyrir drengi og stúlkur
á aldrinum 12 til 16 ára. Um
mánaðamótin mun svo fara fram
keppni fyrir þátttakendur og
þeim, sem skara fram úr, verður
veitt sérstök viðurkenning. Vænt-
anlegir þátttakendur mæti stund-
víslega og greiði þátttökugjaldið,
sem verður kr. 25.00.
ing inn í þessar umræður, að
verið væri að ganga á rétt dreif-
býlisins með þessari kjördæma-
breytingu. Þó hefði mátt við því
búast, að þeir gripu til þessa ráðs
þar sem málstaður þeirra væri
svo slæmur. Kvaðst Magnús ekki
vilja karpa um hvor þeirra Gísla
Guðmundssonar bæri hag dreif-
býlisins meira fyrir brjósti.
Umræðum var ekki lokið er
tíðindamaður Mbl. fór af stúd-
entafundinum. Eins og áður segir
var þar mikið fjölmenni saman
komið, og auk stúdenta m. a.
allmargt alþingismanna.
íbúðarskáli
eyðileggst í eldi
UM HÁDEGISBILIÐ í gær fóru
bílar slökkviliðsins inn í Her-
skálabúðir við Suðurlandsbraut,
að skála 16. Töluverður eldur var
þá í eldhúsi í íbúð Gunnars Guð-
mundssonar, sem bjó þar. Bruna-
skemmdir urðu svo miklar í skál
anum, að hann er óhæfur til íbúð-
ar. Innanstokksmunir munu hafa
skemmzt.
Eldsupptök voru þau, að kona
Gunnars hafði verið að kveikja
upp í olíukynntri miðstöðvar-
eldavél, en Gunnar Guðmundsson
var rúmliggjandi þegar þetta
gerðist, • og bjargaði hann sér út
á nærklæðunum. Hjónin urðu
einnig fyrir tjóni á fatnaði sín-
um í þessum bruna. Þau voru
aðeins tvö í heimili, hjónin.
Ingólfur Arnarson í Grimsby;
Togarinn kom engum á óvart
Yfirmenn bresiku togaranna hafast
ekki að í bili
ÞAÐ kom engum á óvsrt í Grims-
by, er togarinn Ingólfur Arnarson
kom þangað til hafnar á mánudag
inn til þess að selja þar ísvarinn
fisk. Norska stórblaðið í Ósló,
Aftenposten, segir allítarlega frá
viðbrögðum manna í þessari
helztu útgerðarborg Bretlands. f
fyrirsögn á greininni segir að
brezku togaraskipstjórarnir muni
sýna umburðarlyndi í málinu.
Blaðið segir frá því að tveim
klukkustundum eftir að togarinn
Ingólfur Arnarson hafi komið til
hafnar í Grimsby, hafi 500 yfir-
menn á brezkum togurum haldið
skyndifund, þar sem rætt var um
komu hins íslenzka togara.
Meðan á þeim fundi stóð höfðu
blaðamenn átt tal við skipstjór-
ann á Ingólfi Arnarsyni, sem
sagði að það væri von sín að
koma togarans myndi verða til
þess að koma í samt lag vinsamleg
um samskiptum.
Sjómenn í Firð-
innm haía ekki
boðað vcrkfall
HAFNARFIRÐI — f fyrrakvöld
boðaði stjórn Sjómannafélagsins
trúnaðarmannaráð þess á sinn
fund, þar sem rætt skyldi um
hvort bátasjómenn hér hæfu
verkfall. — Var ákveðið á fund-
inum að láta fram fara atkvæða-
greiðslu meðal sjómanna um það
hvort þeir leggi til að verkfall
verði boðað. — Aðrar ókvarðanir
varðandi mál þetta voru ekki
teknar á fundinum, og ekki held-
ur hvenær atkvæðagreiðslan
skyldi fram fara.
í gærmorgun kom reykvíski
togarinn Þorsteinn Ingólfsson
hingað með fullfermi af karfa,
sem unnið verður í frystihúsun-
um hér. Bjarni riddari er vænt-
anlegur af Nýfundnalandsmið-
um í kvöld með fullfermi — og
Júní frá Þýzkalandi í nótt.
— G. E.
»
Minni afli
KEFLAVÍK, 13. jan. — Bátarnir
héðan sem voru á sjó í dag, voru
með minni afla en á mánudaginn.
í dag var aflinn yfirleitt 5—7
tonn, en hæsti bátur Gunnar Há-
mundason var með 8 tonna afla.
— Ingvar.
Annað norrœna blaða-
mennskunámskeiðið
ANNAÐ norræna blaðamennsku-
námskeiðið við blaðamennsku-
deildina við Árósarháskóla hefst
hinn 1. febrúar nk. og stendur
yfir í þrjá mánuði. — Til þessa
námskeiðs var stofnað af Nor-
ræna ráðinu og standa öll Norð-
urlöndin fimm að því fjárhags-
lega. Stjórn námskeiðsins skipa
fulltrúar frá blaðamannafélögum
á Norðurlöndum.
Fyrsta námskeiðið var haldið í
fyrravetur. Þar var meðal annars
farið yfir samtíðarsögu Norður-
landanna, því einn höfuðtilgang-
ur með námskeiðum þessum er
einmitt að starfandi blaðamenn
fái tækifæri til þess að kynna
sér hvað er að gerast í bræðra-
löndunum.
Þátttakendur í námskeiðunum
blaðamensku og vera starfandi
blaðamenn. Rúm í heimavist
blaðamenskudeildarinnar tak-
markar þátttakendur við 15. Að
þessu sinni verða þátttakendur 6
frá Noregi, 4 frá Danmörku, 4
frá Svíþjóð og 1 frá Finnlandi.
Engin umsókn barst frá íslandi
frekar en í fyrra.
Kennaralið verður næstum hið
sama og í fyrravetur. Þó hefur
sú breyting orðið, að forstjóri
námskeiðsins, Troels Fink próf.
lætur af störfum, en við tekur
Jörgen Dich prófessor. ívar Guð-
mundsson, ritstjóri og blaðafull-
trúi hjá Sameinuðu þjóðunum
verður aftur í vetur kennari á
námskeiðinu. Hann er einnig full
trúi Blaðamannafélags íslands í
Fyrrnefndur fundur yfirmanna
á Grimsbytogurum tók ýmsar á-
kvarðanir, sem haldið verður
leyndum þar til félagið hefur ráð-
fært sig við ábyrga áðila í sjá-
varútvegsmólaráðuneytinu. Unz
það hefur verið gert, munu yfir-
menn togaraflotans sýna umburð-
arlyndi í máli þessu, hafði tals-
maður félagsins sagt að loknum
fundi.
Bent er á að mótmælaverkfall,
yfirmanna sé í rauninni það eina
sem þeir gætu gert, ef þeir á
annað borð ákveða að mótmæla
löndun á íslenzkum fiski þar í
borginni.
Talsmenn togaraútgerðar-
manna hafa sagt, að þeir hafi
aldrei bannlýst fisk úr íslenzkum
togurum, þó íslendingar hafi fært
fiskveiðilögsöguna út í 12 mílur.
Þeir segjast vona að hægt verði
að koma fram málamiðlun í fisk-
veiðideilunni á grundvelli til-
lagna Selwyn Lloyds utanríkis-
ráðherra ó NATO-fundinum.
★
Aflasalan hjá Ingólfi Arnar-
syni var prýðisgóð. Hinn litli
farmur, 160 tonn, var seldur á
11.593 sterlingspund. — I dag er
togarinn Fylkir væntanlegur til
Grimsby með svipað aflamagn.
Hann fer í slipp ytra til eftirlits
að lokinni sölu aflans.
Frost og stilla
urn nær land allt
UM land allt var í gærdag hið
fegursta vetrarveður, frost og
stillur, víða léttskýjað.
Á Norðurlandi var víða allmik-
ið frost í gær. í gærkvöldi klukk-
an 8 var komið 16 stiga frost á
Akureyri, svipað frost mun hafa
verið á Sauðárkróki, á Nautabúi
í Skagafirði var 14 stiga frost síð
degis í gær. Austur á Egilsstöð-
um var 12 stiga gaddur.
Frost var minna um sunnan-
vert landið, t.d. var 9 stiga frost
á Þingvöllum í gærkvöldi. Bist
var við næturfrosti 8—10 stig í
nótt er leið. í gærkvöldi var hiti
um frostmark í Eyjum.
í fyrrnótt mældist mesta frost
hér á landi, sem mælzt hefur á
þessum vetri, 28 stig á Grímsstöð-
um á Fjöllum.
verða að hafa nokkra reynslu ístjórn námskeiðsins.
SPILAKVÖLD í KEFLAVÍK
SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN í
Keflavík efna til spilakvölds að
Vík á fimmtudagskvöld kl. 9
e.h. Spiluð verður félagsvist.
Fólk er hvatt til að mæta stund-
víslega. Góð verðlaun.
SPILAKVÖLD f FIRÐINUM
HAFNARFIRÐI — Fyrsta spila-
kvöld Sjálfstæðisfélaganna á
hinu nýbyrjaða ári, verður í
Sjálfstæðishúsinu í kvöld og
hefst kl. 8,30. Eins og fyrr verður
spiluð félagsvist og verðlaun
veitt, og heildarverðlaun þegar
spilakvöldunum lýkur seinni
hluta vetrar.
Hafa spilakvöldin jafnan ver-
ið fjölsótt og fólk skemmt sér
vel á þeim, enda margir góðir
spilamenn sótt þau og keppni
því oft tvísýn. — Er þess að
vænta að þátttakendur fjöl-
menni í kvöld og mæti rétt-
stundis. — G. E.