Morgunblaðið - 14.01.1959, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.01.1959, Blaðsíða 6
6 HORGTJNfíL Afílfí Miðvikudagur 14. jan. 1959 Vopnað lögreglulið á stræti í LeopoldvilU ir austan Kongo er svertingjum ekki trúað fyrir að reka járn- brautirnar. En strax og járnbraut arlest þaðan kemur yfir landa- mærin inn í Kongo tekur biksvört áhöfn við stjórn hennar. Allir stöðvarstjórar meðfram járnbraut arlínunni eru svertingjar og svona mætti lengi telja. f Kongo er heldur ekki sami kynþáttaaðskilnaðurinn sem í ný lendum Breta. Þar eru sömu verzl anir fyrir hvíta og svarta, og sömu lög eiga að gilda fyrir báða jafnt. Ef hvítur maður kallar svertingja „apa“ verður hann að borga 5000 króna fjársekt og hvít- ur maður sem gerir sig sekan um móðganir í garð svertingja verð- ur brottrækur úr landi. Þarna hefur verið lýst björtu hliðinni á nýlendustjórn Belgíu- manna. Hún er sú, að þeir vilja einlæglega bæta lífskjör Afríku- manna og láta þá njóta mannlegr- ar virðingar. ★ Sjálfstæbishreyfing Afríku hefur grafið um sig meðal svertingja Kongó Orsakir óeirðanna i Leopoldville BELGÍUMENN vöknuðu upp við vondann draum í byrjun síðustu viku. Blóðugar óeirðir brutust út í „fyrirmyndarný- lendu“ þeirra, Kongo. Allt í einu standa Belgíumenn frammi fyrir þeirri bláköldu staðreynd að þjóðernishreyf- ingin, sem breiðzt hefur eins og eldur í sinu út um alla Afríku hefur ekki stöðvazt við árflaum Kongó-fljótsins. Þar eins og annars staðar í hinni svörtu álfu krefjast í- búarnir réttar síns. Það er varla hætta á því að Belgar geri sömu skyssuna og Frakk- ar í Alsír. Þeir munu fremur gefa nýlendunni frelsi en að eiga yfir höfði sér bardaga og skæruliðahernað. — Innan skamms munu svertingjarnir sjálfir taka undir sín yfirráð ríkasta landssvæði Afríku, bæði að gróðursæld og ó- hemju auðævum í jörð í líki úraniums og margskonar málma. Stór spónn verður að vísu tekinn úr aski Belga, en þetta verður óhjákvæmilegt og að því mun draga jafnvel fyrr en menn búast við. Kongo-nýlendan er 2,4 millj. ferkílómetrar að stærð eða 80 sinnum stærri en sjálf Belgía. Þetta víðáttumikla landssvæði, sem er mikið til hulið frumskóg- um var og óþekkt Evrópubúum, þar til hinn frægi Stanley land- könnuður stýrði leiðöngrum í gegnum landið þvert og endilangt fyrir um 80 árum. Stanley vildi eigna Bretum þetta auðuga land ,en fékk enga áheyrn hjá ráðherrum Viktoríu Bretadrottningar. Þá sneri hann sér til Belga, sem voru ein af fá- um nýlendulausum Evrópuþjóð- um. Ríkisstjórn þeirra hafði þó ekki heldur áhuga á málinu, — en þá ákvað Leopold II. Belgíu- konungur að taka málið upp á eigin arma. Hann sló persónulega eign sinni á landið og beitti sér fyrir stofn- un verzlunarfélaga er hagnýttu jarðargæði. Leopold konungur græddi ó- þrælkunarbúðum nazista og margra dæma . um harðstjórn í nýlendum varð hans stjórn al- ræmdust allra fyrir miskunnar- leysi gegn hinum varnarlausu í- búum Afríku. Svertingjarnir í Kongo voru þrælkaðir og beíttir takmarkalausri grimmd, að ekki var betra en síðar þekktist í þrælkunarbúðum nasista og kommúnista. Enda fór svo á 30 landsins er talin hafa lækkað úr 20 milljónum í 10 milljónir. Jafnvel Bretar, sem eiga þó ófagra sögu í nýlendustjórn sinni gátu leyft sér að hneykslast á á- standinu í Kongó. Fór svo á end- anum, að Leopold var tilneyddur að afsala sér völdum yfir Kongó skömmu eftir aldamótin, en belg- íska ríkið tók við yfirráðum. Má segja að þessari evrópsku smá- þjóð til hróss, að síðan hefur hún reynt að gera nokkra yfirbót. Skipti svo í tvö horn eftir áð kóngur missti yfirráð nýlendunn- ar, að Belgar hafa sýnt svörtum nýlenduþegnum sínum á ýmsan hátt meiri mannúð og mildi en þekkzt hefur í öðrum nýlendum. Síðustu fimmtíu árin hefur mest borið á starfsemi kaþólsku kirkj- unnar, sem hefur reist trúboðs- stöðvar og kirkjur út um allt landið. Er nú talið að um 5 millj. af nærri 15 milljón íbúum séu kristinnar trúar, þó sú tala sé nokkuð á reiki. ★ Nýlendustefna Belgíumanna eftir stríðslok hefur þótt mjög sérkennileg og frábrugðin ný- lendustefnu t.d. Breta og Frakka. Þeir hafa lagt ennþá meiri á- herzlu á efnahagslega þróun og gefið svertingjunum smámsaman aukinn hlut í nýlenduarðinum. Heilbrigðismál hafa verið í betra lagi en í öðrum Afríkulendum og svartir menn hafa auðgazt og taka þátt í viðskiptalífinu, opin- berum rekstri og samgöngum. í brezka landinu Rhodesíu næst fyr Dökka hliðin er sú, að svert- ingjum hefur verið bannað að mynda stjórnmálasamtök. Belgar hafa tekið upp þessa stefnu út frá þeirri forsendu, að svertingjarnir séu ekki orðnir stjórnmálalega þroskaðir til þess að taka að sér stjórn eigin mála. Það má segja að þeir hafi litið á Congo-þjóð- ina sem ófullveðja ungling, sem á eftir að vaxa til vits og þroska. Belgáumenn hafa slegið járn tjaldi utan um Congo og leggja mesta áherzlu á að hindra að svertingjarnir fái að kynnast Belgíu og sjá hve lífskjör manna þar eru ennþá miklu betri en suður í Afríku. Þeir telja að það sé óhollt fyrir svertingja að fá pólitískan skilning fyrr en framfaraáætl- un þeirra hefur náð því marki, að nýlendubúar geti verið „á- nægðir“ með sinn hag. Meðan svertingjar frá ensk- um og frönskfum nýlendum flykkjast til Evrópu til náms í Oxford og Svartaskóla er varla nokkur einasti svartur stúdent frá Congo við nám í Belgíu. Ástæðan er einfaldlega sú, að Belgar telja að æðri úr skrifar daglega iífinu 12 mílur — ísland LANDHELGISDEILAN er mál allra íslendinga og allir vilja veita okkur málstað liðveizlu, hver á sinn hátt. Bakari einn hér í bæ hefur fundið ráð til að sýna hug sinn í Landhelgisdeilunni. Hann bakar fagurgrænar sítrónu- gular og bleikrauðar smákökur, sem eru eins og flatfiskai í lag- inu, og á þeim stendur stórum stöfum: „12 mílur, fsland“. Það má vissulega segja að hver berjist með sínum vopnum. Fornritin aftur GAMLI hefúr aftur sent Vel- vakanda bréf um íslenzku fornritin og útgáfu þeirra: „Þökk skal Velvakandi hafa fyrir áréttingu sína á því, er ég sagði um þá þjóðarsmán að snið- ganga útgáfur Fornritafélagsins, einmitt þær bækurnar, sem við getum helzt sýnt með dálitlu stolti og að tiltölu eru líka flest- um eða öllum öðrum ódýrari. En réttmæt er sú aðfinnsla Velvak- anda, að útgáfunni miðar of seint áfram. Það ætla ég þó, að ekki eigi stjórn félagsins neina sök á seinaganginum; ég hygg einmitt að rétt eins og okkur sé henni raun að honum. Sumir þeirra manna, er fyrir félagið hafa unn- ið, virðast að marki seinvirkir, og lengi er það búið að vera í aflinum það bindið, sem væntan- lega kemur næst. Við eigum ekki lengur neinn Finn Jónsson; því er miður. Og miklir menn gætum við þótzt ef við ættum þó ekki væri nema hálfdrætting á við hann. Satt er það og samt þjóðinni til einskis sóma) að betur þarf að auglýsa ritin en gert hefir verið. Velvakandi að segja meira en hann gerði. Hver á að auglýsa? Ekki er unt að ætlast til að Forn- ritafélagið sjálft verji meiru fé til auglýsinga en það gerir. Fjár- hagur þess er óumflýjanlega allt- af þröngur og þetta fjarska lága verð á bókum þolir ekki aukin útgjöld til auglýsinga. Spurningunni er auðsvarað. Mín reynsla er sú, að öll blöð standi ávallt opin fyrir hverju því, sem sagt er útgáfunni til ára einkastjórn hans, að íbúatala En einmitt um þetta atriði átti stuðnings. Þetta er líka svo sjálf- sagt að það er naumast þakkar vert. En þeir eru svo sorglega fáir sem finna hvöt hjá sér til þess að leggja lið með penna sínum. Ef þeir væru nógu margir, ætla ég að allt mundi ganga vel. E Vökumenn N blaðamennirnir eru vöku- menn þjóðarinnar; eða ef þeir eru það ekki, bregðast þeir skyldunni. Þarna er eitt málefnið, sem þarf að vaka yfir. Árin 1951—1952 var haldið hér úti tímaritskorni, sem að staðaldri flutti þátt um„ gamlar bækur og nýjar“, og ekkrvar þessum ritum gleymt þar. Blöðin og tímaritin eiga að vaka yfir því, að góðar bækur falli ekki í gleymsku. Ég er vel kunnugur manni, sem fyrir meir en fjörutíu árum dvaldi um skeið á Englandi, og dagblað, það, er hann hélt þarimilljónablöðin erlendis. var Daily News, þá undir stjórn hins ágæta og mikilhæfa ritstjóra A. G. Gardiners. í því var smá- greinarflokkur, er nefndist „Und- er the Clock“ og svaraði til þáttar Velvakanda. Þetta er einn smá- letursdálkur, og þann dálk var unun að lesa, enda fjölbreytnin frábælega mikil. Dag nokkurn var ein smágreinin um hina frægu og frábæru Nýjatestament- isþýðingu Weymouths, „The New Testament in Modern Speech", sem þá var orðin um tuttugu ára gömul og komin í mörgum út- gáfum. Þetta varð til þess að hinn íslenzki lesandi blaðsins aflaði sér bókarinnar, og í þau full íjörutíu ár, sem síðsn eru liðin, hefir hann að jafnaði lesið Nýja- testamentið, ekki á islenzku, held ur í þessari fágætlega hugðnæmu þýðingu, sem líka er með skýr- ingum, athugasemdum og leið- beiningum, en er þó seld ákaflega lágu verði. Ég tek þetta sem við- eigandi dæmj þess, hve miklu vitur, árvakur og góðgjarn blaða- maður getur áorkað. Fingurnir sem héldu á pennanum þegar Gardiner skrifaði, eru fyrir löngu búnir að fara gegnum bálstofuna og orðnir að ösku, en áreiðanlega mun þessi útlendi lesari hans hugsa til hans með þakklæti (raunar fyrir fleira en þetta) unz hann sjálfur fer sömu leiðina." Ég held mér sé óhætt að full- yrða að ísl. blaðamenn séu ekki síður góðgjarnir en erlendir starfsbræður þeirra og ekki vanti þá viljann til að vera „vöku- menn“, eins og gamli kemst að orði, en það sem mest háir þeim sé tímaskortur. Blöð í fámennu landi verða að sjálfsögðu að tak- marka starfslið sitt meira en menntun fæði af sér gagnrýni. Á allra síðustu árum hafa Belg- ar þó neyðst til að gefa eftir í þessu efni. f hittifyrra var stofn- aður vísir að svertingjaháskóla í Kimuenza skammt frá Leopold- ville og sl. sumar fengu svert- ingjar í fyrsta skipti að taka þátt í bæjar- og sveitarstjórnar- kosningum í landinu. Voru svert- ingjar þá kosnir „bæjarstjórar" í fjórum hverfum Leopoldville. Þessir nýkjörnu „bæjarstjórar" hafa þó aðeins ráðgefandi vald í málefnum bæjarhverfanna. Við framþróun efnahagsmál- anna, aukningu námugraftar, iðnaðar og verzlunar hefur orðið býlting í atvinnumalum Kongó á síðasta áratug. Þetta hefur haft það í för með sér að fjöldi borga hefur myndast í landinu. Fólkið streymir úr sveitunum til meiri atvinnu og hærri tekna í borgun- um. Á sex árum hefur íbúatala Stanleyville í Norður Kongo stigið úr 7 þúsund í 28 þús., íbúa- tala Elisabetville í Suður Kongo úr 40 þús. í 120 þús. og höfuð- borgarinnar Leopoldvilles úr 55 þús. í 350 þús. Þessi mikli mann- fjöldi er rótlaus og getur orðið hættulegur, hvenær sem blossa stjórnmálaofstækis slær niður í honum. Þetta var einmitt það sem gerð- ist í óeirðunum í Leopoldville í fyrri viku. Fyrir hálfu ári dróst atvinna í borginni skyndilega saman. Hráefnavinnsla hafði minnkað um stundarsakir vegna afturkippsins í efnahagsmálum Vesturlanda. Þegar atvinnuleysið bættist ofan á rótleysi hins svarta almennings var eldhættan orðin mikil. ★ Óþarfi er hér að rekja hvernig óeirðirnar brutust út, enda greindi Þorsteinn Jónsson flug- maður frá því í skemmtilegu bréfi, sem birtist í Mbl. í gær, en Belgíustjórn hefur gefið út skýrslu um tjónið. í henni segir, að 42 svertingjar hafi látið lífið, 208 svertingjar og 49 hvitir menn særðust. Skemmdirnar nema hundruðum milljóna krónum. 40 sölubúðir voru lagðar í rúst, sömuleiðis 14 skólar, 3 lögreglu- stöðvar, 11 félagsheimili og 11 birgðasvæði. Um 100 svertingjar hafa verið handteknir fyrir að æsa til óeirðanna. ★ Belgíska þingið var kvatt sam- an til skyndifundar strax eflir atburði þesá og gerði Maurice van Hemelrijk Kongómála-ráðherra grein fyrir atburðunum. Skýrsla hans var í stuttu máli á þá leið, að óeirðirnar ættu sér pólitíska undirrót. Það var hinn svonefndi Abako-félagsskapur sem skipu lagði óeirðirnar. Ætlunin var að efna til óeirða og skemmd- arverka í Leopoldville og í fleiri borgum Kongo, þann 13. janúar, daginn sem Belgíu- stjórn ætlaði að birta reglur um nýjar réttarbætur til handa íbúunum. Finnst leið- togum Abako-manna að þær réttarbætur nái alltof skammt og er krafa þeirra um óskorað sjálfstæði til handa Kongo ekki síðar en 1960. En svo miklar voru æsingarnar, að leiðtogum félagsskaparins tókst ekki að hafa hemil á fylgis- mönnum sínum. Þegar svolítið kastaðist í kekki milli lögreglu og fundarmanna á fremur litlum fundi Abako-hreyfingarinnar log- aði upp úr. Stjórnarerinddrekar Belga segja jafnvel að það hafi Framh. á bls. 17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.