Morgunblaðið - 14.01.1959, Blaðsíða 1
20 síður
46. árgangur
10. tbl. — Miðvikudagur 14. janúar 1959
Prentsmiðja Morgu íblaðsln*
"T1
Beígar heita að leiða Kongó-
þjóðina til sjálfstæðis
Vona að þegar svertingjar taka völdin
i Kongó geti báðir unað vel við
BRUSSEL í Belgíu, 13. janúar. — (Reuter).
Belgíska stjórnin birti í dag áætlun sína um aS gera ný-
lenduna Belgísku Kongo að „lýðræðisríki, sem fært er um
að stjórna sér sjálft. Skýrði Gaston Eyskens forsætisráð-
herra frá áætlun þessari í stefnuskrárræðu sem hann flutti
belgíska þinginu.
Síðar í kvöld hélt Baldvin Belgíukonungur útvarpsræðu
til þjóðarinnar, þar sem hann lýsti því yfir að Belgía yrði
að stýra för nýlenduþjóðarinnar til sjálfstæðis og tryggja
henni frelsi, frið og framfarir.
Þjóðþing á næsta ári
Eyskens forsætisráðherra flutti
þjóðþinginu í dag Kongó-áætlun
þá sem ríkisstjórnin hefur undir-
búið síðustu mánuði. Er talið að
áætlunin sjálf sé óbreytt þrátt
fyrir síðustu atburði í Leopold-
ville, þótt þeir hafi mjög breytt
aðstöðunni í þessum málum.
í ræðu sinni lagði Eyskens
áherzlu á það, að fyrsti vísir að
þjóðþingi Kongó yrði settur á fót
árið 1960. Yrði þannig farið að
því að í lok þessa árs skyldi fara
fram nýjar héraðsstjórnarkosn-
ingar í Kongó og myndu héraðs-
stjórnirnar síðan velja fulltrúa á
hið væntanlega þjóðþing, er
kæmi saman í marz 1960.
Hvítir og svariir jafnir
f>á lýsti Eyskens því yfir að öll
merki um mismunum kynþátt-
anna yrðu að hverfa bæði í verki
og í skráðum reglum. Hið bráð-
asta yrði að gera kynþættina
hvítan og svartan jafnréttháa
svo að tekizt geti einlægt sam-
starf þeirra. Til þess að ná þessu
verður dómaskipun og verkalýðs
löggjöf endurskipulögð og löggjöf
um jarðeignir verður tekin til
endurskoðunar. Þá verður að
taka menntamál nýlendunnar
alveg nýjum og ákveðnari tökum,
þar sem menntun svertingjanna
er forsenda þess að þeir geti tekið
völdin að sér í náinni framtíð.
Eyskens sagði, að Belgar
HELSINGFORS, 13. jan. (NTB).
— Kekkonen forseti Finnlands
kallaði Sukselainen forseta
finnska þjóðþingsins í dag á sinn
fund og fól honum að mynda
minnihlutastjórn Bændaflokks-
ins. En Sukselainen er foringi
þess flokks síðan Kekkonen varð
forseti 1956.
Sukselanen tók að sér stjórnar
myndun og er búizt við að til-
kynning um myndun nýrrar
stjórnar verði gefin út með kvöld
inu. Stjórnarkreppunni er þar
með lokið eftir að hafa staðið í
41 dag. Þó er hér aðeins um að
ræða bráðabirgðalausn.
Ýmsar sagnir hafa verið á
kreiki um, hverjir skipi ráðherra
embættin. Fundur hófst í þing-
flokki Bændaflokksins kl. 6 síð-
degis, þar sem skipun stjórnar-
innar verður endanlega ákve'din.
byggju sig undir það að afhenda
svörtum íbúum Kongó smám
saman völdin í eigin landi. Hann
kvaðst vilja heita því að belgíska
stjórnin gerði allt sem í hennar
valdi stæði til þess að valdataka
svertingjanna á næstu árum yrði
með þeim hætti að báðar þjóð-
irnar Kongóbúar og Belgar gætu
vel við unað og gætu unnið sam-
an í framtíðinni í friði og ein-
drægni.
Baldvin Belgíukonungur flutti
áhrifamikla ræðu í útvarpið í
kvöld um Kongó-málið, þar sem
hann lagði megináherzluna á það
að Belgía myndi leiða Kongó til
fulls s.iálfsstæðis.
Síðustu fréttir:
Seint í gærkvöldi barst
Mbl. NTB-fregn um að
myndun nýrrar stjórnar
hefði opinberlega verið til-
kynnt. í stjórninni eiga sæti
15 ráðherrar, allir úr Bænda-
flokknum, nema Ralf Törn-
gren, sem verður varafor-
sætisráðherra og utanríkis-
ráðherra. Sukselainen er for-
sætisráðherra. Leo Haeppolae
er landvarnaráðherra, Eino
Palovesi innanríkisráðherra,
Ahti Karjalainen verzlunar-
og iðnaðarmálaráðherra, Vilj-
ah Sarjala fjármálaráðherra.
n-------------------D
Sukselainen myndar
minnihlutastjórn Bænda-
flokksins n-----------D
Þetta er fyrsta myndin sem Rússar láta frá sér fara af hinni
nýju reikistjörnu, sem þeir hafa skotið á loft. Stjarnan er
reyndar kúlulaga en mun snúast kringum sólina á braut
nokkru fyrir utan braut jarðarinnar. Þó myndin sýni lögun
gerviplánetunnar er hún þó minna virði fyrir það að ekkert
er á myndinni til samanburðar um stærðarhlutföll.
Talið víst að Molo-
tov komi til Haag
liörmuleg ógæfa skall yfir hinn friðsæla bæ, Ribeldelgado á Norður-Spáni í síðustu viku,
þegar stífla fyrir ofan hann brast í sundur og árflaumur sópaði húsunum burt. Um 150 manns
’étu lífið. Myndin sýnir staðinn þat sem bærinn áður stóð. Þar stendur ekki lengur steinn
yfir steini.
Hollendingar eru samt ekki hrifnir
af þvi að taka við honum
MOSKVU, 13. jan. Rauter/NTB -
Það er nú haft fyrir satt meðal
erlendra sendimanna í Moskvu,
að hollenzka stjórnin hafi til-
kynnt Sovétríkjunum, að hún
hafi ekkert á móti því að Molotov
verði skipaður sendiherra í Haag.
Er sagt, að J.G. de Beus sendi-
herra Hollands í Moskvu hafi af-
hent rússneska utanríkisráðuneyt
inu orðsendingu þar að lútandi.
Opinber staðfesting hefur ekki
fengizt á þessu. Þegar starfsmenn
hollenzka sendiráðsins hafa verið
spurðir um þetta, svara þeir:
„Við höfum heyrt þennan orð-
róm, en við vitum ekkert og höf-
um engu við hann að bæta.
Orðrómur um að Molotov ætti
að fá nýtt embætti hefur verið á
kreiki í Moskvu í nokkra mánuði.
Hins vegar eru skiptar skoðanir
um, hvaða þýðingu slík breyting
á högum hans hefur. Sumir eru
þeirra skoðunar að með því sé
verið að ýta Molotov í hlé. Aðrir
telja að nota eigi þekkingu hans
á vestrænum stjórnmálum og að-
stöðu Molotovs sem sendiherra í
Haag til að gefa valdhöfunum í
Kreml betri innsýn í mál Vestur-
landa.
Hins vegar eru allir sammála
um að það beri vott um mjög mot
sagnakennda stefnu í Kreml, ef
Molotov verður skipaður sendi-
herra í Haag. Það myndi brjóta
algerlega í bág við harðorða for-
dæmingu Krúsjeffs á hinni
flokksfjandsamlegu Molotov-
klíku. Síðast í dag birti Pravda ár
ásargrein á Molotov-klíkuna.
★
HAAG, 13. jan. (Reuter). — Hol-
lendingar taka fregnunum um
skipun Molotovs með mjög
blönduðu geði. Blöðin gera mjög
Framh. á bls. 2.
★-------------------------★
Efni blaðsins m.a.:
Miðvikudagur 14. janúar
Bls. 3: Happdrætti S.Í.B.S. *
— 6: Sjálfstæðishreyfing Afríku hef-
ir grafið um sig meðal svert-
ingja í Kongó.
— 8: Hlustað á útvarp. — Raunar-
saga reykvísks drykkjumanns.
— 10: Ritstjórnargreinarnar: — Efling
landhelgisgæzlu og bátaeftir-
lits. — Hvað er að gerast í
Finnlandi?
— 11: Slysahætta á ísum vatna, eftir
Jóliann Hannesson, Þingvöllum.
— 12: P. V .G. Kolka: Aldahvörf I
Eyjum.
— 13: Kvennadálkar.
¥-------------------------*