Morgunblaðið - 20.02.1959, Page 2

Morgunblaðið - 20.02.1959, Page 2
- r á. M O R.C UNBLAÐIP Föstudagur 20. febr. 1959 Smsvægilegor skemmdir ó síma- línum víðs vegnr um Innd í ÓVEÐRUNUM sem gengið hafa að undanförnu, hafa skemmdir á símalínum í rauninni verið miklu minni en búast hefði mátt við, samkvæmt upplýsingum frá Landssímanum. Þó hafa orðið smávægilegar skemmdir á nokkr um stöðum, og sums staðar hafa viðgerðir tafizt nokkuð vegna þess að ekki hefur verið hægt að komast á staðinn fyrir veðri. Línan yfir Steingrímsfjarðar- heiði er biluð. Ekki hefur verið hægt að komast upp á heiðina til að gera við, en búist er við að þarna sé um smávægilega skemmd á línunna að ræða. — Símasamband er við Isafjörð um Patreksfj arðarstöðina. Fjórir meiddust á jiýzkum togara f FYRRInótt kom hingað til Reykjavíkur þýzkur togari, sem fengið hafði á sig þungan brotsjó fyrir sunnan land. Togari þessi er gamall, Wilhelm Kaisen frá Bremerhaven. Var skipið statt um 110 mílur undan landi. Ekki var það að veiðum, hélt upp í vindinn til að forðast áföll. Reið brotsjór þá á brú togarans og olli miklum skemmdum. Járn plöturnar framan á brúnni létu undan þunganum, losnuðu að neðanverðu og lögðust inn. Glugg ar brotnuðu og í brúnni og smá- skemmdir urðu einhverjir aðrar. Fjórir skipverjar hlutu meiðsl, stýrimaður matsveinn og háseti gátu þó haldið aftur til skips eftir að gert hefði verið að sárum þeirra hér á Landakotsspítala, en sá fjórði, ungur háseti, skaddaðist innvortis — og taldi læknir, að hann hefði hlotið nýrnablæðingu. Lá maðurinn í spítalanum í gær, en rannsókn var þá ekki að fullu lokið. Leið honum eftir atvikum vel. Dagskrá Alþingis í DAG er boðaður fundur í sam- einuðu Alþingi. Ellefu mál eru á dagskrá: 1. Kosning þriggja yfirskoðun- armanna ríkisreikninganna 1958, að viðhafðri hlutfallskosningu, samkv. 43. gr. stjórnarskrárinn- ar. 2. Kosning 5 manna i stjórn síldarverksmiðja ríkisins og jafn margra varamanna, allra til 3ja ára, frá 1. jan. 1959 til 31. des. 1961, að viðhafðri hlutfallskosn- ingu samkv. 1. nr. 1 5. jan. 1938 og 1. nr. 43 19. maí s. á. 3. Kosning þriggja manna í síld arútvegsnefnd og jafnmargra varamanna, allra til 3 ára, frá 1. jan. 1959 til 31. des. 1961, að við- hafðri hlutfallskosningu, samkv. 1. gr. 1. nr. 74 29. des. 1934. 4. Kosning nýbýlastjórnar, 5 manna og jafnmargra varamanna, allra til 4 ára, frá 1. jan. 1959 til 31. des. 1962, að viðhafðri hlut- fallskosningu samkv. 2. gr. 1. nr. 48 28. maí 1957, um landnám, rækt un og byggingar í sveitum. 5. Kosning þriggja manna í stjórn Áburðarverksmiðjunnar hf., til fjögurra ára, frá 6. febr. 1959 að telja til jafnlengdar 1963 að viðhafðri hlutfallskosningu, samkv. 3. málsgr. 13. gr. 1. nr. 40 23. maí 1949. 6. Sögustaðir, þáltill. Hvernig ræða skuli. 7. Votheysverkun, þáltill. Síð- ari umr. 8. Hagrannsóknir, þáltill. Síðari umr. 9. Uppsögn varnarsamnings, þáltill. Ein umr. 10. Fjárfesting, þáltill. Ein umræða. 11. Lán vegna hafnargerða, þáltill. Ein umr. Á Skeiðarársandi slitnuðu báð- ir símavírarnir og rofnaði þá sam bandið á stofnlínunni austur. Eftir að viðgerð hafði farið fram, kom í ljós að elding hafði brennt síu á Jaðri og var fjölsíminn því úr sambandi þangað til í gær. í Eyjafirði urðu skemmdir á símalínum í rokinu. 1—2 staurar lögðust niður á Svalbarðsströnd- inni. Og sambandslaust var milli Akureyrar og Dalvíkur, vegna bilunar á Krossum, sem ekki var fullkönnuð síðast þegar fréttist. Auk þess mun einstaka sveita- sími hafa bilað um stundarsakir, víðs vegar um land. Eins og fyrr er sagt, hafa skemmdir á símalínum orðið minni en búast hefði mátt við í því ofsaroki, sem gengið hefur víða um land undanfarna daga. Og reiknað er með að allar við- gerðir geti farið fram mjög fljót- lega. Aftakaveður í S-Þing. ÁRNE3I, 19. febr. — f gær gekk hér yfir suðvestan aftakaveður, sem olli víða töluverðu tjóni. Hey fuku, járn sleit af húsum á nokkr- um bæjum, vagnar fuku og fleira lauslegt. Ekki er þó vitað að nokkurs staðar hafi orðið mjög tilfinnanlegt tjón í þessu óskapa veðri í dag. Hafa menn verið önn- um kafnir við að lagfæra skemmd irnar enda veður allgott. — Fréttaritari. Stjörnubíó mun nú aftur hafa örfáar sýningar á amerísku kvikmyndinni „Skógarferðin" (Picnic), sem átti miklum vin- sældum að fagna, Með aðaihlutverkin fara William Holden og Kim Novak. írar fœra ekki út fisk- veiðilandhelgi sína „FISHING NEWS“ skýrir svo frá, að írar hafi ekki í hyggju að færa fiskveiðilandhelgi sína út með einhliða ráðstöfunum að svo komnu máli. Hefur blaðið það eftir fréttaritara sínum í írlandi, að ákvörðun þessi hafi verið tek- in með tilliti til hins mikla kostn- aðar, sem væri samfara gæzlu víðari fiskveiðilandhelgi — og einnig til þess að valda ekki Breytingortiilögur við fjór- hagsóætiun Beykjnvíknrbæjar BÆJARFULLTRUAR Sjálfstæð- isflokksins gerðu eftirfarandi breytingartillögu við frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkur- Vopnfirðingarnir . voru ókvæntir EINS og kom fram þá er upptald- ir voru skipverjar þeir, er drukknuðu með vitaskipinu Her- móði,voru tveir þeirra til heim- ilis á Vopnafirð. í gær leitaði Mbl. sér nánari upplýsinga, menn þessa varðandi. Hvorugur þeirra var kvæntur, en báðir áttu þeir foreldra á lífi á Vopnafirði. Einar Björnsson, að- stoðarmaður á Hermóði, er son- ur Björns Jóhannessonar skóla- stjóra þar og konu hans. Foreldr- ar Kristjáns heitins Friðbjörns- sonar háseta, eru aldraðir. Fánar í hálfa stöng í Eyjum VESTMANNAEYJAR, 19. febr. í dag hafa bátarnir hér í höfn- inni, en þeir liggja allir inni vegna óveðurs, flaggað í hálfa stöng, vegna hins hörmulega sjó- slys, einnig er víða flaggað í bæn um. Skipverjar á Hermóði hafa notið hér sérstakrar viðurkenn- igar sjómanna, fyrir störf sín í þágu bátaflotans á netavertíð- inn. Hermóðs-menn hafa þar alltaf verið reiðubúnir að leið- beina og aðstoða bátana. Þetta vandasama starf, hafa þeir leyst af hendi með stakri prýði, eins og sagt var í fréttum Mbl. í gær. Eru Vestmannaeyingar slegnir mjög yfir þessum hörmulegu tíð- indum, þar sem þeir telja sig nú sjá á bak gamalkunnum starfs mönnum, sem þeir fá aldrei full- þakkað heilladrjúgt starf. Bj. GuSm. ágreiningi og illdeilum við aðrar þjóðir — og spilla mörkuðum írsks varnings erlendis. Erlendir togarar hafa að undan förnu verið margir við ísland og nokkrir hafa verið teknir í land- helgi. Háværar kröfur hafa verið uppi um það í írskum hafnar- bæjum, að fiskveiðilandhelgina bæri að færa út í sex mílur, eða tólf mílur. Þriggja mílna iand- helgin væri allsendis ófullnægj- andi. En samkv. frásögn blaðsins mun stjórn írska fríríkisins hyggj ast bíða og sjá hvað gerist í mál- um þessum á alþjóðavettvangi. Skemmdir í Eyja- iiröi í OYe0n,M* í fyrradag í FYRRADAG var afspyrnuveð- ur norðanlands, eins og áður hef- ur verið getið í fréttum, og urðu talsverðar skemmdir á Akureyri og víðar. Til viðbótar fyrri fréttum má geta þess, að Akureyringar og nærsveitamenn gátu ekki hlýtt á útvarp frá endurvarpsstöðinni í Skjaldarvík í gær vegna þess að rafmagnslínan út með Eyjafirði að vestan féll í rokinu, er sex staurar brotnuðu hjá Dverga- steini í Kræklingahlíð. Víða var þó hægt að hlusta á Reykjavík, þar sem loftnet eru góð, en mis- brestur er þó á því og víða slitn- uðu loftnet einnig niður í veðr- inu. Staurarnir, sem brotnuðu, eru 20—30 sm í þvermál og þver- kubbuðust þeir ýmist niður við jörð eða brotnuðu 1—2 m frá jörðu. Þá má og geta þess að eitt elzta tré bæjarins, í garði Hall- dórs Jakobssonar við Aðalstræti 52 á Akureyri, sleit upp með rótum og skildi eftir um 80 sm djúpa holu í jarðveginn. Víðar munu gömul tré i Fjörunni hafa slitnað upp eða fallið um. Haft er eftir gömlum mönnum á Ak- ureyri, að hér muni vera um að ræða eitthvert snarpasta hvass- viðri, sem þeir muna eftir. Einhverjar skemmdir urðu á Svalbarðsströnd og í Grenivík. Þakplötur fuku af húsum, raf- leiðslur slitnuðu og aðrar skemmdir urðu. Braggi mun hafa fokið á Haga á Árskógs- strönd. Heyskaðar munu ekki hafa orðið teljandi miklir, en einhverjir þó. bæjar fyrir árið 1959: 1) Lagt er til að kaup á bragga- innréttingum fyrir 1 milljón króna falli niður. 2) 12.000.000,00 króna verði lagð- ar í nýjar götur í stað 14 miljóna. 3) 13.000.000,00 verði lagðar í ný holræsi í stað 14 milljóna. 4) Framlag til ráðhússsjóðs verði 1 milljón í stað 1.800.000,00 kr. Bæjarráð bar fram svohljóð- andi breytingartillögu: 1) Styrkur til Leikfélags Reykja- víkur verði 100.000,00 krónur í stað 70.000,00. 2) Nýr liður verði tekinn inn í j frumvarpið og er hann á þessa leið: Barnaheimilið Vorboðinn! fái 25.000,00 kr. til lagfæringar i á húsnæði félagsins í Rauð- j hólum. 3) Nýr liður verði tekinn inn í frumvarpið svohljóðandi: Styrktarfélag vangefinna fái 25.000,00 til starfsemi sinnar. Tröllafoss SKEMMDIRNAR, sem urðu á Tröllafossi þegar rússneskur prammi rakst á hann fyrir sunn an Svíþjóð, hafa nú verið rann- sakaðar í Trelleborg í Svíþjóð. Fullnaðarviðgerð mun fara fram á staðnum, og er búist við að hún taki 8 daga. Hvorki þarf að losa farminn úr skipinu né þarf að taka það í slipp. Að við- gerð lokinni mun skipið halda áfram ferðinni til Hamborgar. Þess skal getið til viðbótar fréttinni af árekstrinum í blað- inu í gær, að er áreksturinn hafði orðið sendi Tröllafoss út hjálparbeiðni, því stafninn á prammanum gekk inn í skipið og erfitt var að átta sig á skemmdum í þeirri þoku sem þarna var. Strandferðaskipið Kongedybet flýtti sér á vett- vang, en brátt afturkallaði Tröllafoss hjálparbeiðnina. Engin slys urðu á mönnum í árekstrinum og líður öllum um borð vel. Bœndur í Gaulverjabœ- jarhreppi mótmœla hœkkun búnaðarmála- sjóðsgjalds SL. föstudag var haldinn aðal- fundur Búnaðarfélags Gaulverja- bæjarhrepps í félagsheimilinu. Formaður félagsins Guðmundur Jónsson bóndi á Syðra-Velli skýrði frá störfum stjórnarinnar sl. ár. Félagið keypti jarðtætara á árinu er það hyggst leigja fé- lagsmönnum til jarðvinnslu. Verð ur hann tilbúinn til notkunar á vori komanda. Unnið var með jarðýtu að jarðvinslu á 25 heim- ilum. Unnið var samtals 380 klst. og fyrir það greitt rúml. 60 þús. kr. Mæld nýrækt var á árinu 22,8 ha hjá 28 jarðabótamönnum. Ennfremur voru byggðar nokkrár þurheyshlöður og votheysgeymsl- ur, nýjar girðingar uppsettar og fleira höfðu félagsmenn unnið að hver á sínum heimilum. Alls nam jarðarbótastyrkur greiddur félag- inu á sl. ári rúml 160 þús. kr. Félagið gekkst fyrir að haldin var hrútasýning á sl. hausti. Sýnd ir voru 29 hrútar. Bezti hrútur- inn á sýningunni dæmdist vera frá Efri-Gegnishólum, eigendur Óskar og Karl Þorgrímssynir. Á fundinum var rætt um að félagið eignaðist dráttarvél í félagi við einstakling er síðan ynni með henni hjá félagsmönnum. Var ákveðið að hrinda því máli í fram kvæmd svo framarlega sem nauð synleg leyfi fengjust. Fagna bænd ur hér því áreiðanlega ef úr ræt- ist með að fá fullnaðarvinslu á túnefnið þegar þeim hentar bezt, en oftar hefur þurft að bíða ó- heppilega lengi eftir umferðar- vinslu ræktunarsambandsins. Miklar umræður urðu á fund- inum um verðlagningu landbún- aðarvara og hækkun á búnaðar- málasjóðsgjaldi er Alþingi er að ræða síðustu vikurnar. Svohljóð- andi tillaga var samþykkt í því máli, og send forseta efri deildar Alþingis: „Aðalfundur búnaðarfélags Gaul- verjabæjarhrepps, haldinn föstu- daginn 13. febrúar 1959, mót- mælir eindregið frumvarpi því er liggur fyrir Alþingi um hækk- un búnaðarmálasjóðsgjalds. Vill fundurinn alveg sérstaklega mót- mæla þeim vinnubrögðum, að lög festir séu nýjir skattar á bænda- stéttina án þess að henni hafi ai- mennt gefist kostur á að ræða nauðsyn þeirra, og með atkvæði sínu ákveða hvort þeir skuliá lagð ir eða ekki. Væntir fundurinn því þess, að háttvirtir þingmenn ?fri deildar Alþingis stöðvi framgang áðurnefnds frumvarps á yfir- standandi Alþingi" Var tillagan samþykkt með 12 atkv. gegn 3. í verðlagsmálum var samþykkt eftirfarandi tilaga: „Aðalfundur Búnaðarfélagg Gaulverjabæjarhrepps haldinn 13. febrúar 1959 átelur harðlega það misrétti er bændum hefir verið sýnt með synjun á rétt- mætri hækkun á laun þeirra sem er 3,3% frá 1. sept. sl. saman- borið við hækkun á launum verkamanna frá sama tíma.“ Tillagan samþykkt samhljóða. Að loknum aðalfundi búnaðar- félagsins var haldinn deildar- fundur M. B. F. og þar kosnir fulltrúar fyrir sveitina á aðalfund Mjólkurbúsins er venjulega er haldinn í marzmánuði ár hvert. Fulltrúar voru endurkjörnir en það eru, Stefán Jasonarson Vorsa bæ og Guðmundur Jónsson Syðra-Velli. Stjórn Búnaðarfélagsins skipa, Guðmundur Jónsson Syðra-Velli, Tómas Tómasson Fljótshólum, Guðmundur Guðmundsson Vorsa bæjarhjáleigu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.