Morgunblaðið - 20.02.1959, Side 3
Fðstudagur 20. febr. 1959
MORGV'NHLAÐIÐ
3
Prestssetrið að Borg.
Prestsetrið á Borg brann í gær
Húsið ónýtt, en fólk og gripir björguðust
BORGARNESI, 19. febr. — f
morgun kom upp eldur á prest-
'•setrinu Borg á Mýrum og brann
íbúðarhúsið að mestu. Má heita
að presthjónin hafi misst allt sitt,
og hjá fjölskyldu ábúanda stór-
skemmdist allt af vatni og reyk.
Ekki er vitað um eldsupptök,
en talið líklegt að kviknað hafi í
út frá rafmagni.
Kl. tseplega 9.30 í morgun, þeg-
ar prestfrúin kom niður í eldhús,
sem er á miðhæð hússins, varð
hún vör við reykjarlykt, en sá
hvergi eld. Kom þá prestur strax
á vettvang, og við nánari athug-
un varð hann var við eld uppi
undir lofti í einu horni stofunnar
Var eldurinn orðinn talsvert
magnaður. Hringdi hann sam-
stundis á slökkviliðið í Borgar-
nesi, sem brá strax við. Svefn-
herbergi presthjónanna var uppi
á lofti og þutu þau þangað, gripu
tvö ung börn sín, og með þeim
tvær sængur og komu þeir út í
bíl prestsins. Var þá miðhæð húss
ins alelda og stóðu logar út um
stofugluggan*.
Presthjónin misstu nær allt sitt
Brátt kom slökkviliðið og tók
þegar að dæla vatni, en ómögu-
legt var að komast inn í húsið
fyrir reyk. Eftir um það bil
klukkustund var búið að kæfa
eldinn, en þá var mestöll mið-
hæðin brunnin og nokkuð af efri
hæð. Eldurinn komst ekki í kjall-
ara hússins, en allt fylltist þar af
vatni og reyk. Var litlu sem engu
af húsunum bjargað. Bókasafn og
skjalasafn prestsins brann, og
eyðilagðist að mestu, svo og öll
húsgögn af stofuhæð. Eftir að
eldurinn hafði verið slökktur
náðist nokkuð af fatnaði og smá-
munum a fefri hæðinni, allt meira
og minna eyðilagt. Húsið stendur
enn uppi, en má teljast ónýtt.
Á Borg býr séra Leó Júlíusson,
sóknarprestur, með konu sinni,
önnu Sigurðardóttur, og tveimur
ungum börnum. Ennfremur býr
á Borg Ólafur Nikulásson, sem
er ábúandi jarðarinnar, og Hans
Meyvantsson með konu sinni og
tveimur börnum. Býr þetta fólk
í útbyggingu úr aðalhúsinu og
komst eldurinn í millivegg á milli
húsanna, og varð að bera allt út
úr íbúðinni, sem skemmdist mjög
af vatni og reyk. Þarf útbygging
in mikillar viðgerðar við, svo sá
húshluti verði íbúðarhæfur á ný.
Fjós og hlaða standa mjög nálægt
að baki íbúðarhússins og fylltist
þar af reyk. Voru þar átta naut-
gripir, tvö hross og þrír hrútar.
Var gripunum náð út og þeir
látnir í hús á Kárastöðum, sem
er næsti bær. Þangað fór bónd-
inn og hans fólk líka. Presthjón-
in fóru niður i Borgarnes og eru
þar nú. -sT
lbúðarhúslð með elztu húsum
á landinu.
íbúðarhúsið á Borg er járnvar-
ið timburhús á steinsteyptum
kjallara, ein hæð og hátt ris. Það
var byggt árið 1903 upp úr gömlu
húsi, sem þangað var flutt frá
Kóranesi á Mýrum, og endur-
byggt um 1950. Var húsið á Kóra
nesi íbúðar og verzlunarhús Ás-
geirs Eyþórssonar, föður herra
Ásgeirs Ásgeirssonar forseta, og
mun hann vera fæddur í þessu
húsi.
Slökkvistarfið gekk mjög vel
og verður að teljast til afreka,
þegar þess er gætt að allt er úr
timbri, veggfóðrað og heystopp í
öllum veggjum.
Slökkviliðsstjórinn í Borgar-
nesi, Björn Guðmundsson, varð
þarna fyrir því slysi að renna
til í stiga og meiða sig í fæti,
þegar slökkvistarfinu var að
verða lokið. Var hann fluttur til
Skákmótið
í Firðimim
HAFNARFIRÐIi — Onnur um-
ferð í skákmóti Hafnarfjarðar
var tefld sl. miðvikudagskvöld og
fóru leikar þannig að Jón Krist-
jánsson vann Hjört Gunnarsson,
Þórir Sæmundsson vann Ólaf
Stephensen, Haukur Sveinsson
vann Ólaf Sigurðss., en Sigurgeir
Gíslason og Stígur Herlufsen
gerðu jafntefli og einnig Skúli
Thorarensen og Kristján Finn-
björnsson. — Eftir 2. umferð er
Jón og Þórir með tvo vinninga
og Stígur og Sigurgeir með IV2.
Þriðja umferð verður tefld á
sunnudaginn kl. 2. — G. E.
myndatöku á sjúkrahúsið á Akra
nesi, til að gengið yrði úr skugga
um hvort um fótbrot væri að
ræða.
Innbú hjá presti og ábúanda
var mjög lágt vátryggt. Ekki er
vitað um eldsupptök, en líklegt
er talið að kviknað hafi í út frá
rafmagni. — Friðrik.
Sæluvikan hefst
5. apríl
SAUÐÁRKRÓKI, 12. febr. —
Búizt er við að Sæluvika Skag-
firðinga hefjizt sunnudaginn 5.
apríl.
Leikrit Leikfélagsins mun
ákveðið „Grátsöngvarinn" eftir
Vernon Sylaine. Leikstjórn ann-
ast Eyþór Stefánsson. Stjórn
Leikfélags Sauðárkróks skipa:
Kári Jónsson, formaður, Hreinn
Sigurðsson, gjaldkeri og Jónas
Þór, ritari.
Douglasvélin
rannsökuð í gær
í FYRRINÓTT fóru starfsmenn
frá Flugfélagí fslands með Heklu
til Vestmannaeyja, til að ^ann-
saka skemmdir á Douglasflugvél-
inni, sem laskaðist þar í óveðr-
inu. Komu þeir til Vestmanna-
eyja um fjögur leytið í gærmorg-
un og unnu að rannsóknum á
skemmdunum í allan gærdag
Ekki var kominn neinn endanleg-
ur úrskurður um það hvort borg-
aði sig að gera við vélina eða
ekki 1 gærkvöldi.
Leiðrétting
í FRÁSÖGN blaðsins í gær um þá
er fórust með Hermóði fékk blað-
ið ekki fyllilegar upplýsingar um
Jónbjörn Sigurðsson háseta. Allt
sem sagt var er rétt, en hitt hafði
blaðið ekki vitneskju um, að
hann bjó með unnustu sinni og
lætur eftir sig barn, sem er um
það bil eins árs gamalt.
Ljóð Stefáns
frá Hvítadal
í norska útvarpinu
LJÓÐAÚRVAL Stefáns frá Hvíta
dal á norsku, „Fra lidne dagar“,
í þýðingu Ivars Orgelands, sendi
kennara, hefur alls staðar í Nor
egi hlotið hinar beztu viðtökur.
S1 föstudag, 13. febrúar, ræddi
prófessor Olav Midttun lofsam
lega um bókina í útvarpsþættin
um „Boknytt" og einn af aðal
leikurum norska leikhússins
Oslo, Harald Heide Steen, las
þrjú kvæði úr bókinni, sem voru
þessi: Bjartar nætur, Þróttleysi
og Kvæðin mín.
, I
Skipverja af Júlí og
Hermóði minnzt á
bœjars tjórnarfundi
—1
STAKSTEIEVIAR
ER bæjarstjórnarfundur hafði
verið settur klukkan 9 í gær-
morgun, ávarpaði forseti bæjar-
stjórnar, frú Auður Auðuns,
bæjarfulltrúa og mælti á þessa
leið:
„Þeir válegu atburðir hafa
Caitskell bjartsýnn á
lausn Berlínarvandans
LONDON, 19. febr. NTB-Reuter.
— Leiðtogi brezka Verkamanna-
flokksins, Hugh Gaitskell, sagði í
umræðunum um utanríkism'ál í
neðri málstofu þingsins í dag, að
hann gæti alls ekki fallizt á það
sjónarmið, að nú væri aðeins um
tvær leiðir að velja, annað hvort
samþykkt rússnesku tillagnanna
um Vestur-Berlín eða stríð. Hann
kvað óþarft að velja milli slíkra
öfga. Enginn hefði ógnað með
stríði enda þótt báðir aðilar hefðu
komið með allhvassyrtar yfirlýs-
ingar, en þessar yfirlýsingar
hefðu jafnan byggzt á því að hinn
aðilinn hefði árás í huga.
Gaitskell benti á að Krúsjeff
forsætisráðherra hefði skýlaust
lýst því yfir í nóvember að Rúss-
ar hefðu ekki í hyggju að fara. í
stríð út af Berlín. Rússar hefðu
ekki heldur komið með neinar
hótanir um að loka Berlín. Hann
lét í ljós þá von, að allt yrði gert
til að leysa málið á þann hátt,
sem Dulles utanríkisráðherra
Bandaríkjanna hefði lagt til, og
að hvorki Bandaríkin, Sovétríkin
né Austur-Þýzkaland gerðu neitt
það sem gert gæti ástandið alvar-
legra.
Tillaga Þjóðverja
Gaitskeil sagði að ekki væri
rétt að ganga fram hjá þeirri
tillögu sem nokkrir Þjóðverjar
hefðu komið fram með, þess efnis
að afmarkað verði belti sem sé
undir stjórn Sameinuðu þjóð-
anna. Þetta belti nái yfir allavegi,
sem liggja tii Vestur-Berlínar, og
taki til jafnstórra svæða í A- og
Vestur-Þýzkalandi.
Annað alvarlegt vandamál
Gaitskell kvaðst ekki sjá neina
ástæðu til að iíta á Berlínar-
vandamálið sem mesta vanda
mannkynsins nú um stundir.
Innan nokkurra mánaða væri
ekki ósennilegt, að ástandið við
austanvert Miðjarðarhaf reyndist
vera miklu hættulegra.
Hann lét í Ijós vonir um að
heimsókn Macmillan til Sovét-
ríkjanna bæri ríkulegan ávöxt.
Það væri von allrar þjóðarinnar,
þó Macmillan sjálfur gerði lítið
úr mikilvægi heimsóknarinnar.
gerzt síðustu daga, að 2 skip ís-
lenzk, togarinn Júlí frá Hafnar-
firði og vitaskipið Hermóður,
hafa farizt með allri áhöfn.
42 íslenzkir sjómenn, af þeim
26 Reykvíkingar, hafa látið lífið
í þessum átakanlegu sjóslysum
og öll þjóðin er harmi lostin.
Ég bið bæjarfulltrúana að
votta minningu þeirra, sem fór-
ust, virðingu sína og ástvinum
þeirra samúð með því að rísa úr
sætum“.
„Einkenni þjóðfrelsis“
Axel V. Tulinius, bæjarfógetl
Neskaupstað, skrifar í Þór
hinn 3. febr. sl. grein um kjör-
dæmamálið. Þar segir m.a.:
„Einvaldsstjórn Dana á ís-
landi setti staðartakmörk lög-
sagnarumdæma í samræmi við
það, sem stjórninni var hentug-
ast, og hve miklum mannafla
hún vildi beita í dómgæzlunnL
Þessi lögsagnarumdæmi urðtu síð
an kjördæmi, þegar þjóðin fór
að kjósa sér fulltrúa á Alþing
og þjóðfund um miðja síðustu
öld. Staðartakmörk og stærð
kjördæmanna eiga sér því enga
stoð í ævafornum íslenzkum
erfðavenjum. Þau eru eins og
annað mannasetningar, sem gerð
ar eru í samræmi við kröfur og
möguleika þeirra tíma, sem þau
eru sett á.
Hin forna skipun, goðorðin,
var einnig með því marki
brennd að vera afleiðing ríkj-
andi hugsunarháttar, þegar hún
var sett. Þeirri skipan voru ekki
sett þrengri staðartakmörk en
svo, að hver maður gat sagt sig
í lög við hvem goða í sama
fjórðungi og hann bjó.
Þröng staðartakmörk eru því
í íslenzku þjóðlífi einkenni ein-
valdsstjórnar og ofríkis stjóm-
arvaldanna, en rúm takmörk ein
kenni þjóðfrelsis“.
Meirihluti rVamsóknar
Framsóknarmenn halda því
fram, að breytingar þær, sem
gerðar hafa verið á kjördæma-
skipuninni frá því að umbóta-
baráttan hófst 1931 hafi miðað
til ills. Axel svarar því svo:
„Ef kjördæmaskipunin frá 1931
— óskadraumur Framsóknar-
manna — hefði gilt í kosningun-
um 1956 hefði þingmannatala
flokkanna orðið þessi:
Framsóknarflokkur 20 þing-
menn á 12.925 atkvæði.
Sjálfstæðisflokkurinn 13 þing-
menn á 35.027 atkvæði.
Alþýðuflokkur 2 þingmenn á
15.153 atkvæði.
Alþýðubandalag 1 þingmann á
15.859 atkvæði.
Að baki hvers þingmanns Fram
sóknarflokksins hefðu orðið 647
kjósendur, að baki hvers þing-
manns Sjálfstæðisflokksins 2.695,
að baki hvors þingmanns Alþýðu
flokksins 7.577 og að baki eina
þingmanns Alþýðubandalagsins
15.859“.
Námskeið bifreiða-
stjóra til meira
prófs
SAUÐÁRKRÓKI, 12. febr. -
Námskeið bifreiðastjóra til meira
prófs hófst á Sauðárkróki 20.
jan. sl. að afloknu inntökuprófi.
Þátttakendur voru 23 víðs vegar
að af landinu.
Námskeiðinu veitti forstöðu
Bergur Arnbjörnsson bifreiða-
eftirlitsmaður, Akranesi. Auk
hans kenndu þeir Geir G. Bach-
mann bifreiðaeftirlitsmaður,
Borgarnesi og Vilhjálmur Jóns-
son, vélaeftirlitsmaður, Akureyri,
sem var aðalkennari á námskeið-
inu.
Námskeiðinu lauk fimmtudag
inn 12. þ.m. með því að nemend
ur buðu forstöðumanni og kenn-
urum til sameiginlegr^r kaffi-
drykkju, og leystu þá út með
gjöfum, sem vott um ágæta sam
vinnu og kennslu. — Jón.
Meirihluti
Hræðslubandalags
Þá sýnir Axel fram á, hverjar
afleiðingarnar hefðu orðið, ef
umbæturnar 1942 hefðu ekki náð
fram að ganga:
„Kjördæmaskipunin frá 1934
gilti til 1942. Samkvæmt henni
voru kosnir 38 kjördæmakjörnir
þingmenn og 11 uppbótarþing-
menn til jöfnunar milli flokka.
Ekki var hlutfallskosning í tví-
menningskjördæmunum.
Ef sú skipan hefði gilt 1956
hefði Hræðslubandalagið fengið
hreinan meirihluta á Alþingi, 26
þingmenn af 49.
Framsóknarflokkurinn hefði
fengið 20 þingmenn á 15,6% at-
kvæða.
Sjálfstæðisflokkurinn hefði
fengið 14 kjördæmakjörna og tvo
uppbótarþingmenn eða 16 alls á
42,4% atkvæða.
Alþýðuflokkurinn hefði fengið
3 kjördæmakjöma og 3 uppbót-
arþingmanna á 18.3% atkvæða,
eða alls 6; og Alþýðubandalagið
einn kjördæmakjörinn og sex
uppbótarþingmenn eða alls 7 á
19,2% atkvæða.
Til þess að ná jöfnuði millt
þingflokka hefði orðið að úthluta
83 uppbótarþingsætum".