Morgunblaðið - 20.02.1959, Side 8

Morgunblaðið - 20.02.1959, Side 8
MORGUISBLAÐIÐ Föstudagur 20. febr. 1959 ir Þegar einokun tekur við af samkeppni og gæðamat á að tryggja vöruvöndun Verður hið opinbera að setja skilyrði um lágmarksgæði hinna ýmsu flokka / Fyrir nokkru fór stjórn Neyt- endasamtakanna þess á leit við forstjóra hinnar nýstofnuðu Osta- og smjörsölu, að henni gæfist tækifæri til að kynnast hinni væntanlegu starfsemi fyrirtækis- ins og skoða húsakynni þess. Var það auðsótt mál, og átti stjórnin alllangt og fróðlegt viðtal við forstjórann, Sigurð Benediktsson. Stjórn Neytendasamtakanna þykir rétt að skýra opinberlega frá áliti sínu á fyrirtæki þessu og stofnun þess enda hafa Neyt- endasamtökimum borizt fjöl- margar fyrirspurnir, sem bera vott um allmikla tortryggni neyt- enda gagnvart þessari „samstöðu framleiðenda um sölu“, sem Mjólkursamsalan og S.Í.S. hafa haft forgöngu að. Húsnæði og aðbúnaður. ^ Það virðist engin ástæða til að óttast, að ekki fari vel um vör- urnar í húsnæði því„ sem Osta- og smjörsalan hefur fengið til af nota. Aðbúnaður allur verður greinilega hinn ákjósanlegasti. Gæðamati komið á. Þá ber því einnig að fagna, að gæðamati hefur verið komið á fót. f fyrstu eru norskir sérfræð- ingar til leiðbeiningar, en síðan mun íslenzkur mjólkurfræðing- ur annast matið. Á að mega treysta því, að það verði sam- vizkusamlega unnið. Smjörið verður flokkað samkvæmt metn- um gæðum, en aftur á móti hafa ekki verið veittar neinar upp- iýsingar um það, hvaða lágmarks kröfur verði gerðar til þessa boðið sem ], flokks vöru. Orðin „góð“ vara og „1. flokks“ vara gefa neytendum óljósar upplýs- ingar um gæði vörunnar. Að það verði jafngott norsku smjöri eru fæstum íslendingum glöggar upp- lýsingar. Það verður því réttlát krafa neytenda, um leið og þeim verður leynt héðan í frá hver framleiðslu- og pökkunarstaður smjörsins er, að þeir fái skýlaus- ar upplýsingar um það nú þegar, hverjar lágmarkskröfur gerðar eru í upphafi til þeirra vara, sem afgreiddar eru frá Osta- og smjör sölunni sem góð vara og fyrsta flokks vara. Sams konar umbúðir aðalatriðið. Svo sem kunnugt er og mesta athygli almennings hefur vakið, verður allt smjör, svo fljótt, sem því verður við komið, sett í sams konar umþúðir undir einu merki. Allt smjör, sem stenzt gæðamat smjörsölunnar um 1. flokk, ber hér eftir heitið „Gæða-smjör“. Þar með er tekið af neytendum allt ómak um val milli fram- leiðsluvara hinna ýmsu mjólkur- samlaga, eins og hann hefur hing að til haft. Það er vitað, að vin- sældir smjörs frá hinum ýmsu búum hafa verið allmjög mis- jafnar meðal neytenda. Þetta hef- ur að sjálfsögðu gert afkomu mjólkursamlaganna bæði mis- munandi og óvissari. Með því að setja allt smjör, sem uppfyllir einhver skilyrði, í sams konar umbúðir, er afkoma smjörfram- leiðenda gerð stórum tryggari — innbyrðis. Hvort það eykur heild- arneyzlu smjövs í landinu, cr aft- ur stórum vafasamara. £n þetta öryggi fæst með því að dylja fyr- ir neytendum, hvaðan smjörið er, sem hann kaupir. „Duttlungar" neytenda. Þeir, sem hingað til hafa keypt smjör frá ákveðnum mjóikur- samlögum, en alls ekki frá öðrum ákveðnum búum, verður nú að láta af slíkum „duttungum“, eins og það hefur verið nefnt neyt- endum til háðungar. En flestír neytendur munu þó telja sig hafa fullan rétt til að hafa sína duttl- unga, enda er hér um að ræða öðru nafni frjáls vöruval, og mættu þá framleiðendur vita, að þeir eru einnig neytendur. Hér er því um grundvallarsjónarmið að ræða, rétt seljenda og kaup- enda. Á móti því, sem neytendur missa í frjálsu vöruvali fá þeir gæðamat, sem að sjálfsögðu veitir þeim aukið öryggi um vörugæði. Gæðamatið er þó í höndum stofn unar, sem er í eigu framleið- enda. Engin ástæða er til að efa, að sú stofnun muni leitast við að halda uppi sem mestum vöru- gæðum. En hagsmunir slikrar stofnunar og framleiðenda geta rekizt illilega á. Þá myndi þurfa mikla frámsýni framleiðenda til að lúta í öllu sinni eigin mats- stofnun.’ Þá gætu lágmarkskröfur um ,gæða-smjör“ munað þá miklu fé á líðandi stund. Þetta hlýtur að veikja traust neytenda á skipulagi því, sem nú hefur verið komið á að tilhlutan fram- leiðenda. Nauðsyn á reglugerð um gæða- mat á smjöri og ostum. Og hér komum við að því, að það hlýtur að teljast nauðsynlegt að setja lög og reglugerð um flokkun og gæðamat á smjöri. Og þeim mun nauðynlegra sem framleiðendur hafa orðið algjöra „samstöðu um sölu“. Þegar ein- okun tekur við af samkeppni, og gæðamat á að tryggja vöruvönd- un, verður hið opinbera að setja skilyrði um lágmarksgæði hinna ýmsu flokka, sem bera heitin úr- vals- og fyrsti flokkur, gæða- vara o. s. frv. En það skortir einnig löggjöf um gæðamerkingar eða um skyldu til að gefa upplýsingar um eiginleika vara, sem neytend- um eru mikilvægar við vöruval og meðferð á vöru. Samkvæmt sjónarmiði néytendans ber að gefa allar þær upplýsingar, sem að haldi mega koma og auðvelt er að veita. Þannig á það tví- mælalaust að vera skylda, að geta magns innihalds lokaðra umbúða, framleiðslustaðar o. s. frv., allt eftir eðli vörunnar. En hér er farið öfugt að. Það er dregið úr þeim upplýsingum, sem hingað til hafa verið gefnar á umbúðum smjörs. Og um leið er farið inn á svo hála braut að kalla allt „gæða-smjör“, sem jafnvel má telja vafasamt að standist lög vegna skrums. Allt að einu er nafnið mjög skrumkennt. Hið eina nafn, sem virðist mega kalla slika vöru, er einfaldast: „smjör“ og síðan að tilgreina gæðaflokk. Hverjr hagnast mest á nýju umbúðunum. Því er fljótsvarað. Auðvitað þeir, sem hingað til nafa fram- leitt lélegasta smjörið á mark- aðnum eða hið minnst eftirsótta. Neytendum er lítil þægð í því, og er það auðskilið. Hvar eru nú mörkin, þar sem varan sleppur með naumindum í fyrsta flokk og hlýtur þar með sæmdarheitið „gæða-smjör“? Osta- og smjör- salan ætlar sér að gera „alvarlega tilraun til að gera vöruna sem jafnasta og bezta“. Það skal ekki véfengt. En þegar hinn mesti gæðajöfnuður hefur fengizt, hvort skyldi þá smjörið vera jafn gott því bezta, sem undanfarið hefur verið á markaðnum? Þann- ig er von, að margur spyrji nú, en sennilega verður þeirri spurningu aldrei svarað, svo óyggjandi sé. Er osta og smjörsalan hóf starf semi sína fyrir skömmu, skýrðu forráðamenn hennar svo frá: „Framleiðsluhættir samlaganna verða athugaðir og samlögunum hljápað og leiðbeint, eftir því, sem nauðsynlegt reynist". Þetta lofar góðu, en það fyrsta sem hið nýja fyrirtæki gerir, er að setjá allt smjör, sem á markaðinn fer, í samskonar umbúðir, áður en „framleiðsluhættir samlaganna hafa verið athugaðir og samlög- unum hjálpað“ o. s. frv. Svo mik- ið lá á því að koma öllu smjöri í sams konar umbúðir. Undantek- ið er hér þó bögglasmjör. Það fer því vart á milli mála, að það smjör sem nú er á markaðinum undir sama merki, er álíka mis- munandi og það var fyrir skemmstu. Slíkt er ekki gert af 'umhyggju fyrir neytendanum eða vegna samvizkusemi seljendanna, heldur er hér einvörðungu um nýja söluaðferð að ræða til að firra seljendum áhyggjum af vali neytenda. Þessi byrjun er ekki góð. Það hlýtur því að teljast rétt- mæt krafa neytenda, um leið og þeir eru sviptir möguleikum til að velja milli framleiðsluvara einstakra mjólkursamlaga, aðupp lýsingar séu gefnar um fram- leiðslu- og pökkunarstað. Það er auðgert, ef vilji er fyrir hendi. Og þetta ætti að gera, þangað til varan er orðin svo „góð og jöfn“ eins og neytendum er heitið, að mismunurinn sé svo hverfandi, að hún eigi heima í einum og sömu umbúðum. Það er ekki hægt að misskilja það, þegar neytendum er allt í einu sagt, að það sé sama, hvar smjörið sé búið til og hvar það sé sett í umbúðir. Loforð um bót og betrum á vör- unni eru afsökun. Okkur hefur verið svo frá skýrt, að blöndun á smjöri frá mjólkursamlögunum komi ekki til greina. Sem sagt, smjörið verður eftir sem áður fram- leiðsluvara einstakra samlaga. En það er ógerningur að fá að vita, hvaðan það kemur. Fyrirmyndir sóttar utan. Það er lögð mikil áherzla á það, að fyrirmyndir um sam- stöðu framleiðenda um sölu séu sóttar erlendis að sérstaklega til Noregs. Vel er, að sóttar séu fyrirmyndir, sem til framfara horfa um vörugæði, hvert sem þeirra er að leita. En það fer eftir því, hverju menn leita að. hvar þeir finna það. Norðmenn eru komnir langt um ýmsa skipu lagningu, sem þó eru allmjög skiptar skoðanir um, en það er svo um þá þjónustu, sem þeirra Mjólkursamsala veitir, að rétt er að nefna dæmi til viðvörunar, ef vera kynni, að frekari fyrir- mynda ætti að leita þangað. í höfuðborg Noregs er með ö'.lu útilokað að fá keyptar mjólkur- afurðir á sunnudögum nema á veitingastöðum. Búðum mjólkur samsölunnar er lokað fyrr á virk um dögum þar en hér. Fyrir nokkrum árum ákvað mjólkur- samsalan í Osló að draga úr rekstrarútgjöldum með þeim hætti að loka 4. hverri mjólkur- búð. Þetta reyndist við nánari athugun vel vera hægt. Af þeirri einföldu ástæðu, að um algera samstöðu framleiðenda um sölu var að ræða, og kostnaðinn myndu neytendur borga með aukinni fyrirhöfn sinni við að nálgast þessar lífsnauðsynjar. Út af þessu varð slíkt hitamál í Osló, að sjálft Stórþingið sam- þykkti tillögu um að stofna Neyt endaráð til að spyrna fótum vi* slíkri þróun meðal annars. Einkasölur og þjónusta. Það er enginn vafi á þv'í, að framleiðendum sparast á margan hátt ýmiss kostnaður við að taka upp samstöðu um sölu. Sá kostn aður getur komið fram í lækk. uðu vöruverði, en hann getur alveg eins gert hið gagnstæða. Víst er verðið ákveðið af öðrum en framleiðendum í þessu tilfelli en þeir hafa þó væntanlega ein hver áhrif á þá, sem ákvarðanir taka. Kjósa þá fremur á þing, sem betur bjóða. Það standa mörg spjót á neytandanum, og oft er sem eigi hann sér á þingi for- mælendur fáa. Það er ekki eina auðvelt og hargir halda, að barj- ast fyrir sjónarmiði neytenda al- mennt á þingi íslendinga. Sér- hagsmunir eru ávallt nálægari til vinsælda og vænlegri til áróðurs. Þróunin beinist því miður í þá átt í þjóðfélagi okkar, að einka sölum fjölgar, og þar með minnk- ar þjónusta borgaranna innbyrð- is. Það virðist ófrávíkjanlegt lög mál. Einkasala veitir undantekn- ingarlítið verri þjónustu en sam- keppni. Eftir því, sem framle.ð- endum tekst meir og meir að einoka markaðinn, þeim mun meira sverfur að neytendarium. Og menn mega þá enn vera minntir á, að allir erum við neyt- endur. Það skal ekki á nokkurn hátt dregið í efa, að starfsmenn Osta- og smjörsölunnar inni störf sín af hendi með samvizkusemi, en stjórn Neytendasamtakanna vill með þessum línum láta álit sitt í ljós og túlka málið frá sjón- armiði neytenda almennt. Jafn- framt leyfum við okkur að fara fram á eftirfarandi: 1. Að upplýst verði sem ná- kvæmast, hver séu lágmarks- skilyrði til þess, að smjör sé flokkað í 1. flokk og nefnt „Gæðasmjör". 2. Að á þeim umbúðum, sem Osta- og smjörsalan ábyrg- ist innihaldið í að vissu marki, sé getið framleiðslu- og pökkunarstaðar, þangað til því marki sé náð um gæði, sem Osta- og smjörsalan hefur heitið neytendum að keppa að, og hið opinbera myndi samþykkja, sem 1. fL smjör. 3. Að nafnið „Gæðasmjör“ verði fellt niður, látlausara nafn tekið upp — eðlilegast virðist samheitið eiga að vera „smjör“ — og síðan sé gæða- flokkun tilgreind. Stjórn Neytendasamtakanna mun snúa sér til hlutaðeigandi stjórnvalda með óskum um, að sett verði reglugerð um flokkun á smjöri og ostum. Stjórn Neytendasamtakanna: Sveinn Ásgeirsson, hagfræðingur, formaður, Arinbjörn Kolbeinsson, læknir, Jón Snæbjörnsson, verzl.m., Knútur Hallsson lögfræöingur, Sveinn Ólafsson, forstjóri, GOLFTEPPI IMÝKOIVIIN OLYMP. STÆRÐ VERÐ 38% ULL 60x120 159. — 70x140 216. — VENDITEPPi 140x200 618. — 200x280 1,236. — TEPPIN ERU EINLIT GÓLFTEPPAFILT 140 cm 41,10 pr. m. DREGILL EINLITUR 44% ULL 70 cm 171 pr. m 90 cm. 226 GÓFTEPPI 100% ULL 366x457 10,863. — 200x300 3,018. — 250x350 3,810 — 300x400 5,307.’ — KRISTJÁN SIGGEIRSSON LAUGAVBGI 13. Starfstúlkur óskast Verksmiðjan Fot Hverfisgötu 56. Jörðin Torfastaðir V í Fljótshlíð, fæst til kaups og ábúðar frá næstu fardögum 1959. Jörðin er vel í sveit sett, góð tún og byggingar í góðu standi. Sogsrafmagn og sími. Semja ber við Klemens Kr. Kristjánsson, Sámsstöðum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.