Morgunblaðið - 20.02.1959, Page 9
Föstudagur 20. febr. 1959
MOU^liMnhAÐlÐ
3
Leggjast flugsamgöngur við Vest-
tirði niður á hausti komanda?
Sjö þúsund farþegar til ísafjarðar á siðasta ári, en
bæjarbúar eru aðeins 2,700
Viðhald Katalinubáts jafndýrt þriggja
Douglas DC-3
ÞAÐ kom fram í umræðum á
Alþingi sl. miðvikudag, að
Flugfélag íslands mun ekki
treysta sér til þess að halda
uppi reglubundnum flug-
ferðum með sjóflugvélurr
lengur en til haustsins. Er þvi
íyrirsjáanlegt, að flugsam-
göngur við Vestfirði og Siglu-
fjörð leggjast niður með öllu
verði ekki undinn bráður
bugur að því að bæta lend-
ingarskilyrði landflugvéla við
kauptún þau, sem hér um
ræðir — sé þess nokkur kost-
ur. Hér má enginn tími fara
til spillis og ekkert tækifæri
láta ónotað. Þeir bæir og
byggðarlög, sem Flugfélag ís-
lands hefur á undanfömum
árum tengt höfuðstaðnum
með flugbátum sínum, eru
nú orðnir meira og minna
háðir flugsamgöngunum,
en fyrir nokkrum árum lög'ðum
við þeim elzta. Nú er aðeins einn
í förum, hinn hefur þegar misst
lofthæfnisskírteini sitt og þyrfti
nú hinnar árlegu allsherjarend-
urnýjunar við. Nú, og lofthæfn-
isskírteini þessa eina , sem er í
förum, gengur úr gildi hinn 7.
október í haust. — Allsherjar-
endurnýjunin, sem gera þarf á
bátunum til að þeir öðlist loft-
hæfni eitt ár í viðbót kostar nú
um eina og hálfa milljón fyrir
hvorn um sig, Þetta er okkur
ofviða.
Tvær Katalínur og sex
Douglasar
— Ef ársskoðunarkostnaðinum
er jafnað niður á flugtíma Kata-
línubáts á einu ári jafngildir það
því, að hver einstakur flugtími
kosti okkur 1500 krónur — og
þar við bætist kostnaður við
daglegar skoðanir og eftirlit auk
alls annars. Nei, sannleikurinn er
sá, að þó að Katalína væri í för-
um allan sólarhringinn, jafnan
fullskipuð farþegum — þá væri
hún rekin með vægast sagt mikl-
um halla. Og þessi hallarekstur
bátarnir eru orðnir 16 ára gaml-
ir, framleiðslu þeirra er löngu
hætt, erfitt að fá varahluti —
og þeir ganga mjög fljótt úr sér.
Aðallega er það sjávarseltan sem
veldur, hún étur aluminiumið í
búknum svo, að bátana verður
eiginlega að endurbyggja að
miklu leyti á hverju ári.
Ekki hægt að gera allt
í einu
— Við höfum leitað fyrir okk-
ur á erlendum markaði hvort
völ væri á landflugvélum, sem
notadrýgri væru til Vestfjarða-
ílugs, þ. e. a. s. flugvélum, sem
hefðu sama b ' ^'rþol óg DC-3,
en kæmust i styttri flug-
braut. Um . ojóflugvélar er
ekki að ræba, þær eru engar
framleiddar, sem okkur hæfðu.
Þrjár gerðir tveggja hreyfla
flugvéla hafa aðallega verið
í athugun. Tvær brezkar, Prest-
week Pisneer og Handley Page-
Herald — og ein kanadísk,
De Havilland Caribou. Flug-
vélarnar eru aliar dýrar,
tvær þær síðarnefndu kosta 14
—15 milljónir hver — og er ó-
hætt að fullyrða, að þær yrðu
ekki hagkvæmari í rekstri en
Douglas DC-3. Hins vegar kæm-
ust þær af með aðeins styttri
brautir en DC-3, en munurinn er
ekki ýkjamikill. Caribou þyrfti
t. d. 7—800 metra langa braut,
enda lítið um aðrar sam-
göngur.
Á upphafsárum flugsins hér á
landi var ekki um annað en sjó-
flugvélar að rseða til fólksflutn-
inga milli helztu byggðarlaga
landsins. En stórfelldar fram-
kvæmdir í flugvallamálum á
undanförnum árum lögðu grund-
völl að auknum og hagnýtari
flugsamgöngum — og nú er svo
komið, að Flugfélag íslands fær
ekki lengur risið undir þeim
bagga, sem sjóflugvélarnar eru
orðnar því.
Þrjár milljónir á ári
I tilefni þessara fregna, sneri
tíðindamaður Mbl. sér til Hilm-
ars Sigurðssonar, framkvæmda-
stjóra innanlandsflugs Flugfélags
tslands og innti hann nánar eftir
málavöxtum.
— Það hefur ekki verið neitt
launungamál, að við höfum á
síðustu árum átt í vaxandi erfið-
leikum með Katalínubátana,
sagði Hilmar, og við höfum dreg-
ið í lengstu lög að láta til úrslita
draga, þvi að féiagið hefur skyld-
um að gegna við kauptúnin á
Vestfjörðum og Siglufjörð. En
þvi miður, við getum ekki hald-
ið Katalínubátunum lengur gang-
andi.
Við fengum fyrsta Katalinu-
bátinn haustið 1944 og vorið eft-
ir hóf hann flugferðir. Siðan
bættum við tveimur bátum við,
Kataiínaflugbátur.
er orðinn okkur þungur í skauti.
—. Viðhaldskostnaður hvers
Katalinubáts er nú svipaður og
þriggja Douglas DC-3 flugvéla,
sem við notum á innanlandsflug«-
leiðum. Við eigum sem stendur
þrjár flugvélar af þeirri gerð, en
gætum hins vegar haldið við og
rekið sex slíkar flugvélar fyrir
sama fé og Katalinubátana tvo.
Þetta eina dæmi skýrir málið
betur en allt annað. Katalínu-
en DC-3 þarf 1000 metra
braut, svo fyllsta öryggis
sé gætt. En munurinn er hins
vegar sá, að ágæta DC-3 er nú
hægt að fá fyrir tvær og hálfa
milljón króna — og má því segja,
að hægt væri að kaupa 5—6 DC-3
fyrir jafnvirði einnar Caribou.
Við erum nýbúnir að kaupa tvær
nýjar og dýrar millilandaflug-
vélar, það er ekki hægt að gera
allt 1 einu.
Konudagurinn
er á sunnudaginn
Munið að kaupa blóm handa konunni,
í dag eða á morgun
BIouiumu ■ > ar eru ekki opnar á sunnud.
Félag blumavergidna
Reykjavík
2700 íbúar, en 7000 farjjegar
— En við verðum að auka
flugvélakostinn hver svo sem
niðurstaða milijónadæmisins
verður, því að við ætlum ekki
að leggja Vestfjarðaflugið niður
þó að Katalína komist brátt á
forngripasafnið. Við trúum
nefnilega ekki öðru en viðkom-
andi forráða- og áhrifamenn
skilji aðstöðu okkar og sam-
gönguþörf Vestfirðinga. Þing-
menn þeirra hafa fylgt málinu
fram af miklu kappi og árangur-
inn er að byrja að koma í ljós.
— Flugráð skipaði á sínum
tíma nefnd til þess að gera til-
lögur um úrbætur í flugvalla-
málum Vestfjarða. Fyrst og
fremst lagði nefndin áherzlu á
flugbrautargerð á ísafirði, því að
þangað eru fiutningarnir lang-
mestir eins og að líkum lætur.
íbúar ísafjarðarkaupstaðar eru
urn 2700, en á síðasta ári fluttu
Katalínubátarnir tæplega 7000
manns milli Reykjavíkur og ísa-
fjarðar en auk þess hátt á annað
hundrað smál. af vörum. Þessar
tölur tala sínu máli og veit ég,
að ísfirðingar vildu gefa mikið
fyrir að flugsamgöngur legðust
ekki niður. Flugleiðin til ísa-
fjarðar hefur verið þriðja til
fjórða bezta leiðin okkar hvað
fai-þegatölu snertir enda þótt
mikill halli hafi verið á flugleið-
inni í heild, vegna hins mikla
útgerðarkostnaðar sjóflugvél-
ma.
— Undirbúningur »ð flug-
brautargerð er þegar hafinn á
ísafirði og það er vel hægt að
ljúka brautinni fyrir haustið. En
til þess þurfa allir að leggjast á
eitt. Þingmaður kaupstaðarins
hefur sýnt málinu mikinn skiln-
ing og unnið ötullega að fram-
gangi þess.
Fylgja málinu fast eftir
— Á Hólmavík er flugbraut,
sem ekki þyrfti ýkjamikilla
endurbóta og lengingar við svo
að hægt yrði að koma DC-3 þar
við. Ennfremur var í tillögum
fyrrgreindrar nefndar gert ráð
fyrir því að sjúkraflugbrautin á
Þingeyri yrði stækkuð til afnota
fyrir DC-3 og aðstæður eru þar
góðar. Þá lagði nefndin til, að
gerð yrði flugbraut á Patreks-
firði. Flugfélagið heldur uppi
ferðum til Bíldudals og Flateyr-
ar, auk fyrrgreindra staða,
en á hvorugum staðnum eru að-
stæður til flugbrautargerðar, en
brautir fyrir sjúkravélar væri
Hilmar Sigurðsson.
hægt að gera við þessa firði.
Nú, þetta voru tillögur nefnd-
arinnar. En auk þess má geta
þess, að mikill áhugi er fyrir
lengingu brautarinnar í Bolungar
vík og heldur þingmaður þeirra
málinu sífellt vakandi. Flugfé-
lagið lét gera aðflugsrannsóknir
í Boltmgarvík, en aðstæður reynd
ust þar ekki jafnhagfelldar og
á ísafirði. — Hvað Siglu-
firði viðkemur er ekki ann-
að sýnt, en flugsamgöngur þang-
að á okkar vegum leggist niður.
Aðstæður til byggingar langrar
flugbrautar þar eru ekki fyrir
hendi. Siglufirðingar eru nú að
fá nýjan bát til að halda uppi
samgöngum við Akureyri og
Sauðárkrók og heldur Flugfélag-
ið uppi góðum samgöngum við
þá staði.
— Vestfirðingun* eru það ekki
góð tíðindi, að nú skuli „Gamla
Kata“ lögð til hliðar. Katalína-
bátamir hafa alla tíð reynzt hinir
öruggustu og það er að vissu
leyti eftirsjá í þeim. En það er
Vestfirðingum jafnmikið hags-
munamál og okkur Flugfélags-
mönnum að skriður komist nú á
flugvallaframkvæmdirnar og
báðir verða að fylgja málinu fast
eftir. h.j.h.
Aðalsafnaðarfundur
Hallgrímsprestakafls
verðurhaldinn í kirkjuhúsi safnaðarins sunnudaginn
22. febrúar, að aflokinni síðdegisguðþjónustu, sem
hefst kl. 5 síðdegis.
Fundaref ni:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál. SÓKNARNEFNDIN
Málarafélag Reykjavíkur
Aðalfundur Málarafélags Reykjavíkur verður haldinn
í Baðstofu Iðnaðarmanna föstudaginn 27. þ m. kl. 8,30
síðdegis.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Reikningar liggja frammi á skrifstofu félagsins Freyju-
götu 27.
Stjórn Málarafélags Reykjavíkur.