Morgunblaðið - 20.02.1959, Síða 11

Morgunblaðið - 20.02.1959, Síða 11
Fðstudagur 20. febr. 1959 MORGUNBLAÐIÐ 11 Bóndi á Suðurlandi skrifar um kjördæmamálið: Úrslit kosninga eiga að sýna glögga og rétta mynd af þjóðarviljanum Nauðsynlegt að bæta úr því ranglæti sem nú rikir Ettir Jón Sigurðsson ENDURSKOÐUN á kjördæma- skipun og kosningareglum er eitt þeirra mörgu mála, sem fyllir lista hinna sviknu loforða vinstri stjórnarinnar sálugu. sennilega hafa fáir verið svo bjartsýnir að láta sér detta í hug — í fullri alvöru — að þessi mál yrðu tekin upp til farsællar úr- lausnar af ríkisstjórn, þar sem Framsókn hefði sterkustu að stöðuna. Enda varð sú raunin á að vinstri stjórnin (sem raunar írekar hefði horið nafn með rentu ef hún hefði kallast van- efndastjórn) hafði ekki uppi hina minnstu tilburði til að leysa málið. En nú hafa málin hins vegar skipast þannig eftir fall stjórn- arinnar, að Alþýðuflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa kom- ið sér saman um að beita sér fyrir breytingum á þessum mál- Misræmi og ranglæti Misræmi og rangindi þau, sem felast í núgildandi kjördæma- skipun og kosningareglum eru svo auðsæ og stórkostleg að jafn- vel Framsóknarmenn neyðast til að viðurkenna að eitthvað þurfi lagfæringar við i þessum efnum, og talar það raunar sínu máli, því þeir kalla nú ekki allt ömmu sína í slíku tilliti. Enda á flokk- ur þeirra mikið undir því varð- andi þingmannatölu sína, að hin- ar úreltu og rangsleitnu leikregl- ur haldi velli. Fjöregg lýðræðisins er í hönd- um hinna almennu kjósenda, fyrst og fremst. Það veltur því á miklu að úrslit kosninga skili glöggri og réttri mynd af þjóð- arviljanum, en því fer allsfjarri að svo sé að óbreyttum reglum og aðstæðum. Hvorttveggja er, að miklu munar að þingmanna- tala flokkanna sé í réttu hlut- falli við kjörfylgi þeirra, og eins er um rétt kjósendanna í hinum ýmsu kjördæmum. Þar er ósam- ræmið afar mikið, og er því auð- sætt að hvoru tveggja er þörf að breyta, kjördæmaskipun og kosn ingareglum. Sem dæmi um ósamræmið má nefna að Seyðisfjörður hefir sér- stakan þingmann fyrir 426 kjós- endur, en Reykjavík aðeins átta þingmenn og hefir því 4700 kjós- endur bak við hvern þingmann. Hliðstæð dæmi úr einmennings- kjördæmum sýslnanna er Vestur Húnavatnssýsla með 803 kjðs- endur á móti Gullbringu- og Kjósarsýslu með 7515 kjósendur. Leiðir til að jafna metln Ef maður athugar svo þing- mannatölu flokkanna og ber sam an við kjörfylgið kemur í ljós svipað afskræmi. Við síðustu kosningar hlaut Sjálfstæðisflokk urinn 42—43% greiddra atkvæða en aðeins 19 þingmenn. En Fram sókn fær 17 þingmenn þótt hún hlyti ekki nema 15—16% greiddra atkv. Hinir flokkarnir tveir fengu aðeins 8 þingmenn hvor þótt þeir hvor í sínu lagi hlytu mun fleiri atkvæði en Framsókn. Af þessum dæmum má Ijóst vera að hér er um svo mikið misrétti og ósamræmi að ræða, að slíkt er með öllu óviðunandi. Nú er að sjálfsögðu til fleiri en ein leið til að jafna metin. Helzt hafa verið nefndar tvær úrlausnir. önnur er sú að skipta landinu öllu í einmenningskjör- dæmi og láta meirihluta kosn- ingu ráða úrslitum. Þá yrði m.a. að skipta Reykjavik niður í mörg kjördæmi. Hin leiðin er á þann angrun einstakra býla og byggð- arlaga horfin. Það eru því létt- væg rök að ekki megi stækka kjördæmin vegna þess að þá sé ekki unnt fyrir þingmenn kjör- dæmisins að kynna sér hagi kjós- enda og þarfir hvers byggðar- lags. Slíkt og annað því líkt sem andstæðingar þessara tillagna hampa nú hvað mest er einung- is fundið upp í blekkingarskyni. Harmakvein Framsóknar Hrakyrði og harmakvein Fram sóknar eru ekki sprottin af neinni sérstakri umhyggju fyrir okkur sem í dreifbýlinu búum, heldur af ótta við að missa sín sérrétt- indi sem úrelt kjördæmaskipun og kosningalög hafa fært þeim upp í hendurnar. Þetta er sami sónninn og alltaf kveður við frá þeim herbúðum, ef hreyft er ein- hverjum tillögum til leiðrétt- inga og úrbóta á hinum rang- látu og úreltu kosningaregl- um. Þegar teknar voru upp hlut- fallskosningar í tvímennings- kjördæmum 1942 hét það á máli Framsóknar að „eyðileggja rétt þessara kjördæma". Hver er svo reynslan af þessu fyrirkomulagi á nærri 17 ára tímabili? Er ver haldið á rétti þessara kjördæma á löggjafarþingi? Eða skera þau sig úr með lakari afkomu og minni framkvæmdir en önnur kjördæmi? Ég hygg að þeir, sem til þekkja verði að svara báðum þessum spurningum neitandi. Þegar forystulið Framsóknar útmálar voðann, sem hljótast muni af hinum væntanlegu kjör- dæmabreytingum, þykjast þeir tala fyrir munn fólks úr öllum flokkum, því öllum vilja þeir liðsinna þessir blessaðir öðling- ar! — Við bændur þekkjum svo sem þessa „dúnmjúku“ dreifbýlis um hyggju Framsóknarforkólfanna, sem breiðist um dálka Tíman» eins og sóleyjar í túni. Svo þekkjum við líka aðra teg- und af „umhyggju", sem kemur frá þessum sömu öðlingum (hún er að vísu dálítið hrjúfari) en blessunarrík er hún og til bú- drýginda. Þá er það sem „verk- in tala“. Gleymcli ekki dreifbýlisfólkinu Á sl. vori þegar Eysteinn deildi út blessuðum bjargráðunum gleymdi hann ekki okkur dreif- býlisfólkinu. Skammturinn var 55% yfirfærslugjald á allar helztu rekstrarvörur búanna, svo sem áburð og fóðurbæti, einnig á allar landbúnaðarvélar og verk- færi og varahluti í slíkt. Þetta gilti í mörgum tilfellum 40—50% verðhækkun á varningi þessum. Út á þessa „iumhyggju“ ætla þeir svo að fá stuðning okk- ar til að viðhalda úreltum og rangsleitnum kosningareglum. Slíkt er hvort tveggja í senn bjartsýni og barnaskapur. 11. febr. 1959, Jón Sigurðsson. Úr Austur-Skagafirði Jón Sigurðsson. veg að skipta landinu í nokkur stór kjördæmi og kjósa allstaðar hlutfallskosningu. Sökum fámennis í okkar þjóð- félagi eigum við sérstöðu um margt. Þótt einmenningskjör- dæmi gefist e. t. v. vel hjá millj. þjóðum er alls óvíst að okkur henti bezt _ slíkt kosningafyrir- komulag. Ég held einmitt að reynslan hafi þegar sýnt okkur að í hinum fámennU einmenn- ingskjördæmum þar sem úrslitin velta oft á örfáum atkvæðum, sé mjög vafasöm leið til þró- unnar pólitísku siðgæði, svo ekki sé meira sagt. Stærri kjördæml Hin leiðin sem er sameining nokkurra núverandi kjördæma í atærri kjördæmi er líkleg til samræmingar á rétti kjósenda til þingfulltrúavals. Hún er líka vænlegri til viðhalds og eflingar pólitísku siðgæði. f stærri kjör- dæmum verður alltaf minna um nóvígi og allan pólitískan smá- smuguhátt. Sú mun líka reyndin, að tillögur um þetta fyrirkomu- lag eigi mestan hljómgrunn með al þjóðarinnar. • Ég vil nú aðeins nánar drepa á þessa fyrirhuguðu kjördæma- skipun, og þá sérstaklega á því svæði sem ég telst til. Fyrirhugað mun að sameina Árnes-, Rangárvalla-, V-Skafta- fellssýslur og Vestmannaeyjar í eitt kjördæmi. Þetta er sem sagt hið sama svæði þar sem við bændur kjósum, í einu lagi, eftir hlutfalli, fulltrúa á Búnaðarþing, og yfirleitt öll fagleg samtök okkar bændanna ná yfir þessar sýslur sameiginlega, og sýnist fara vel á því. Ég kem ekki auga á að verið sé að svipta okkur nein um réttindum með því að sam- eina þetta svæði í eitt kjördæmi. Hitt finnst mér sanni nær, að þetta stóra kjördæmi ætti að geta orðið sterkari heild sam- einuð en fjórskipt. ' Með greiðum samgöngum sem skapast hafa síðustu ár er ein- EFTIR mjög mikil frost og tölu- verð snjóalög í janúar, er nú aft- ur komin blíðutími, næstum all- ur snjór farinn af láglendi, klaka- hlaup að koma í vegi og bílfæri víða um, þó er mikill snjór á fjallvegum og nokkur á láglendi í Fljótum. Hrossum er ekki gefið en sauð- fé lítið beitt, enda er það ekki vanalegt á þessum tíma. Annars er heilsufar fénaðar mjög sæmi- legt eins og er. Atvinna Allir, sem að heiman komast, eru nú komnir suður í atvinnu. Standa sum hús í kauptúninu Hofsósi auð, en á sveitabæjunum eru víðast hjón með smábörn. Þessar fáu hræður hafa því nóg að starfa, og ef veikindi koma upp, verða vandræði, jafnvel þó nágrannar reyni þá að hjálpa eft- ir því sem hægt er. Skemmtanir Manni finnst heldur dauft yfir öllu skemmtanalífi og þó reynir fólk að hittast eftir því, sem hægt er og taka sér spilahring. í vetur hefir verið efnt til Bridge-keppni í Hofsósi og hefir fólk úr sveitinni einnig sótt þá skemmtun. Vanalega er þetta gert einu sinni í viku. Svokallað hjónaball, hefir verið haldið og er hugsað að efna til annarrar slíkrar skemmtunar fljótlega. Á hverju heimili er sími, sem mikið er notaður, og fólk því langt frá því að vera eins einangrað og virðast mætti eftir fólksfæðinni. Refur og minkar. Nokkur umferð virðist alltaf vera af refum og villimink. Ref- irnir leita þó nokkuð að sjónum í fuglaæti og voru t.d. 9 refir drepnir í Þórðarhöfða síðastliðið ár. Minna hefir orðið vart við mink en áður en þó er alltaf eitthvert slangur á ferð. Minka- hundarnir eru orðnir þeim skæð- ir nú orðið, því oft geta þeir gengið að bælum þeirra og vísað þar með á hvar minkur er. Lasleiki Nokkur lasleiki hefir verið að stíga sér niður og er það þá aðal- lega mislingar. Eru þeir þó ekki svæsnir á börnum en leggjast nokuð þungt á fullorðið fólk. Tvo fullorðna bændur í Hólahreppi lögðu mislingar í rúmið, þá Jóhannes Ástvaldsson á Reykj- um og Guðmund Stefánsson, Hrafnhóli. Urðu þeir mjög veikir og þó sérstaklega Jóhannes. Frá Hólum í Hjaltadal Þrjátíu og þrír piltar eru nú við nám að Hólum. Eru þeir nær allstaðar af landinu. Allur aðbún- aður er ágætur á Hólum og viður væri hið besta. Mér er sagt að efnilegir strák- ar séu á Hólum og nám sé stund- að af kappi. Auk bóklegs náms stunda þeir smíðanám, bókhald, leikfimni og söng. Fyrir dyrum stendur nú að yfirfara búvélar skólabúsins og eru piltar látnir vinna að því. Þeir, sem aðstöðu hafa til, eru nú að taka heim á staðinn ótamda fola, sem þeir ætla sér að temja. Unr næstu helgi er ákveðið Þorrablót þeirra Hólamanna. Er þetta aðalhátíð vetrarins og mörg um fyrr og síðar að góðu kunn, sem einhver bezta skemmtun, sem sótt er, enda er almæli, að alltaf sé gaman að skemmta sér á Hólum. Alltaf er skemmtun þessi (Þorrablótið) fjölbreytt og vel til þess vandað enda fjöl- mennt. Hólasveinar hugsa nú sem fyrr gott til þessa fagnaðar. Þeir eiga von á námsmeyjum frá Löngumýri, en á milli þessara skóla er alltaf góður vinskapur eins og vera ber, og hafa skólarn- ir skipst á heimboðum, Ekki er þó vitað að nánari kynni en vin- skapur sé þar um að ræða. Heilbrigði hefir verið sæmilegt I vetur á Hólum, þó hafa misling- ar stungið sér þar niður. —B. Peningaskipti í strœtis- vögnum mundi orsaka tafir á ferðum Frá bæjarstjórnarfundi i gær Á BÆJ ARSTJ ÓRNARFUNDI gærmorgun kvaddi Sigurður Guð geirsson (K) sér hljóðs og bar fram tillögu þess efnis, að pen- ingaskipti yrðu aftur tekin upp hjá Strætisvögnum Reykjavíkur. Þar eð tillaga þessi heyrði ekki undir þann dagskrárlið, er var til umræðu, þurfti afbrigði til að ræða hana, og voru þau veitt samhljóða. Gunnar Thoroddsen, borgar- stjóri, tók til máls. Kvað hann á annan veg farið um Strætisvagna Reykjavíkur en flest sambæri- leg fyrirtæki erlendis, þar sem sérstakur starfsmaður væri í hverjum vagni, sem hefði miða- söluna á hendi. Það væri hins vegar þýðingarmikið • atriði í rekstri fyrirtækisins, að spara slíkt aukið starfsmannahald. Ef það yrði tekið upp hjá Strætis- vögnum Reykjavíkur, að hafa sérstakan mann í hverjum vagni, sem seldi farmiða, mundi það þýða að fyrirtækið yrði rekið með miklum halla, sem bæjarsjóð ur yrði svo að standa undir. Ef strætisvagnastjórarnir ættu sjálf ir að skipta peningum fyrir far- þega, mundi það hafa í för með sér miklar tafir á ferðum vagn- anna. Hefði forstjóri fyrirtækis- ins talið ógerlegt að halda áfram að skipta peningum eftir lækkun- ina á dögunum og því verið hætt. Þetta væri ekki tekið fram í álykt un bæjarráðs, því hér væri um beint framkvæmdaratriði að ræða. Borgarstjóri taldi, að ef meta skyldi hvort ylli meiri óþægind- um fyrir strætisvagnafarþega að peningum væri ekki skipt eða þeir yrðu fyrir þeim töfum, sem orsökuðust af peningaskiptum, ímundi niðurstaðan verða sú «8 þeim þættu tafirnar verri. Kvað hann sér tjáð, að hið nýja fyrir- komulag hefði ekki valdið mikilli óánægju. Jafnframt því sem pen- ingaskiptunum hefur verið hætt, hefðu verið teknir upp 10-króna miðar til hægðarauka fyrir far- þegana, sem vonandi myndu fljótt venjast þessu fyrirkomu- lagi. Eins og málið lægi fyrir, kvaðst borgarstjóri því ekki sjá ástæðu til að samþykkja breyt- ingartillögu Sigurðar Guðgeirs- sonar, en samþykkt hennar hlyti að hafa í för með sér mikl- ar tafir á ferðum strætisvagn- anna. Eníbættismaima- skipti um áramót SVO sem skýrt hefur verið frá hefir forseti fslands veitt Vil- mundi Jónssyni, landlækni, lausn frá embætti frá 1. janúar 1960 og skipað dr. Sigurð Sigurðsson, berklayfirlækni og sjúkramála- stjóra, í embættið frá sama tíma. Á sl. hausti var lándlæknis- embættið auglýst laust til um- sóknar samkvæmt tillögu land- læknis, Vilmundar Jónssonar, með hliðsjón af því að hann verð- ur 70 ára á komandi vori. Ósk- aði landlæknir þess að sér yrði veitt lausn frá 1. júní n.k. Samkvæmt tilmælum ráðuneyt isins og í samráði við eftirmann sinn féllst Vilmundur Jónsson á að sitja í embætti til loka þessa árs. (Heilbrigðismálaráðuneytið, 18. febrúar 1959.).

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.