Morgunblaðið - 20.02.1959, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 20.02.1959, Qupperneq 12
£ MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 20. febr. 1959 RITSTJORAR: hörður einarsson og styrmir gunnarsson Fiófessor Ólafur Lárusson afhjúpar „Grágás Orators". ORATOR félag laganema 30 ára ORATOR, félag laganema, er 30 ára á þessu ári. f tilefni þessa merkisafmælis ræddum við ný- lega við núverandi formann íé- lagsins, Jóhann J. Ragnarsson og báðum hann að segja okkur frá upphafi þess og staxfi fram á þennan dag. — Fyrstu drög að stofnun Ora- tors munu hafa venð iögð á haust missiri 1928, segir hann, en talið er, að félagið hafi byrjað starf Jóhann J. Ragnarsson sitt á vormissiri 1929. >ví mið- ur eru fyrstu gerðabækur Ora- tors glataðar og þess vegna litið vitað um störf þess og forystu- menn í byrjun. En Benedikt Blöndal, sem ritað hefur grein í Úlfljót um upphaf Orators, kemst að þeirri niðurstöðu eftir að hafa rætt við ýmsa þá, er laganám stunduðu á þessum tíma, að fyrsti formaður Orators hafi verið Jó- hann G. Möller, en næsta ár á eftir hafi Sigurður Ólason, hrl. tekið við formennsku. Fyrsti for- maður, sem vitað er um með fullri vissu, var Gunnar Thor- oddsen borgarstjóri, árið 1930— 1931. Þegar félagið var stofnað var það aðeins félag eins árgangs iagadeildarinnar. Smátt og smátt jókst félaga talan og fleirum var veitt innganga í félagið. Að lok- um öðlaðist það þann sess, sem það hefur nú, að vera félag allra laganema, en laganemar verða sjálfkrafa meðlimir þess, er þeir innritast i deildina. Fyrst í stað var félagið eingöngu málfunda- og skemmtifélag, en síðar^ eða um 1939 ,voru teknar upp mál- flutningsæfingar, sem síðan hafa verið snar þáttur í starfsemi fé- lagsins. Auk þess sem þessar mál- flutningsæfingar eru laganemum mjög nauðsynlegur þáttur í sam- bandi við námið, þá hafa þær, þegar snjallir menn hafa átzt við, verið til mikillar skemmtunar. Nú um nokkurt árabil hefur starfsemi Orators verið með mikl um blóma og má fullyrða, að fé-' lagsstarfsemi hafi ekki verið með jafnmiklum blóma hjá nokkru deildarfélagi í skólanum. Fundir hafa verið haldnir, málflutnings- æfingar hafa verið tíðar og alls kynns önnur starfsemi. Má t. d. nefna, að nú fyrir nokkrum dög- um fór fram í skólanum keppni milli deildanna i skák. Orator var eina deildarfélagið, sem sendi tvær sveitir til mótsins. A-sveit félagsins sigraði glæsilega og hlaut 2014 vinning af 25 mögu- legum. Viðskiptadeild fékk 13% og B-sveit Orators varð þriðja með 13 vinninga. Aðrar sveitir fengu 12 vinninga og niður 16% vinning. Friðrik Ólafsson stór- meist tefldi á fyrsta borði laga- deildarinnar en að sjáfsögðu má þakka honum að talsverðu leyti áhuga manna i deildinni og skól- anum fyrir þessari göfugu íþrótt. Þá má ekki gleyma einum mjög skemmtilegum og gagn- legum þætti í starfi Orators, en það eru hinir svo kölluðu Vísinda leiðangrar. Á hverju ári fara laga nemar í ferðalag, á einhvern þann stað, sem einhverja þýðingu SvefnherbergEshúsgögn úr birki og mahony, bamarúm og bamakojur. Lágt verð, góðir greiðsluskilmálar. HÚSGAGNAVERZLUN Guðmunc/ar Guðmunc/ssonar Laugaveg 166 Ler talinn hafa fyrir laganámið. Er það að vísu sagt bæði í gamni og alvöru. Var þetta tekið upp á fyrstu árum Orators og hefur verið gert næstum árlega síðan. Var það í fyrstu ekki á vegum félagsins, en laganemar voru þó með frá upphafi. Hafa þessir leið angrar oftast verið farnir að Litla-Hrauni en einnig á staði sem sögulegir atburðir, sem snerta lögfræði hafa gerzt. Hafa þessi ferðalög verið farin árlega undanfarin ár og verður vonandi í framtíðinni, laganem- um til gagns og skemmtunar. — Lvað getur þú sagt okkur um gæsina, sem er höfð í mjög miklum metum í félaginu, Jó- hann? — Sú hugmynd kom fram inn- an Orators fyrir nokkrum árum að taka grágæs upp sem merki félagsins. Að sjálfsögðu þarf ekki að skýra ástæðu þeirrar hug- myndar. Matthías Á. Mathiesen var formaður Orators 1955—56, og fékk þessari hugmynd fram komið. Fékk hann grágæs og lét stoppa hana. Jafnframt fékk hann lánaða bók hjá háskólabóka- verði, sem talin er bundin á sama tíma og Grágás, þ. e. a. s. hin forna lögbók. Lét hann búa til eftirlíkingu að þeirri bók, binda hana inn, og var gæsin síðan fest á hana. Á hátíðisdegi Orators 16. febrúar 1956 afhjúpaði próf. Ólafur Lárusson gæsina, en for- maður félagsins komst svo að orði að hún væri félagstákn Orators, og fögnuðu menn henni innilega, er hún hafði verið afhjúpuð. — En hvers vegna var 16. febrúar valinn sem hátíðisdagur Orators? — Eins og áður er minnzt á er ekki hægt með neinni vissu að tiltaka sérstakan dag sem stofn dag Orators svo að ekki var nein- um slikum degi til að dreifa. Er laganemar hugsuðu því mál sitt um það, hver skyldi vera hátíð- isdagur félagsins, kom þeim ein- mitt fyrst í hug afmælisdagur í vísindaleiðangri Hæstaréttar og varð það úr, að sá dagur varð fyrir valinu ,en hann er einmitt 16. febrúar. Ein mjög skemmtileg venja hefur skapazt í sambandi við þennan hátíðisdag. Á kvöldfagn- aði, sem haldinn er þennan dag, er Grágás sérstakur heiðursgest- ur. Þegar nýbökuðum kandidöt- um eru afhent þakkar- og heiðurs skjöl frá Orator verða þeir áður en þeir fá þau í hendur að hneigja sig mjög djúpt og virðulega frammi fyrir Grágás. Verða veizlugestir að viðurkenna hneiginguna með lófaklappi, Hin nýkjörna stjórn FUS á Siglufirði. Sitjandi frá vinstri: Victor Þorkelsson, meffstj., Stefán Friðbjarnarson, form., Uelga Baehmann, gjaldkeri, Knútur Jónsson, varaform. — Standandi: Gunnar Ásgeirsson, meðstj., Haukur Magnússon, ritari og Pétur Þorsteinsson, meðstj. Aðolfnndur S. U. S. á Siglufirði FÉLAG ungra sjálfstæðismanna á Siglufirði hélt aðalfund sinn 25. janúar sl. Formaður félags- ins, Stefán Friðbjarnarson, setti fundinn og bauð velkominn Ein ar Ingimundarson, sem sat fund inn í boði félagsins. Siðan flutti formaður skýrslu um starfsemi félagsins sl. ár, en þar bar hæst fjórðungsþing S. U.S. á Norðurlandi, sem háð var á Siglufirði 28. júní sl. og sótt var af tæplega 50 Áillitrúum norðlenzkrar sjálfstæðisæsku. Haukur Magnússon, fráfar- andi gjaldkeri félagsins, las upp er þeim þykir nógu vel gert, en oft er það, að menn þurfa að beygja kné sín oftar en eínu sinni og oftar en tvisvar áður en þessu er náð. — Úlfljótur? — Úlfljótur var stofnaður 1947. Ber það fyrst og lremst að þakka einum manni, Þorvaldi G. Krist- jánssyni, sem áíti hugmyndina að útgáfu þessari og hleypti blaðinu af stokkunum með miklum mynd arskap. í lögum Úlfljóts er kveðið svo á, að ritið skuli koma út fjór- um sinnum á ári og hefur aldrei brugðið út af því utan eitt ár. Enn fremur er það athyglisvert, að lög félagsins bjóða, að birta skuli a. m. k. eina fræðilega grein um lögfræði eftir einhvern úr hópi löglærðustu fræðimanna þjóðar- innar í hverju töiublaði Úlfljóts. Hefur þc.i ætíð staðizt og verið blaðinu til aukins álits. Laganem- ar fá ritið ókeypis skv. lögum fé- lagsins og er ég ekki í nokkrum vafa um, að það er mikil ástæða fyrir því, að blaðið er svo lífvæn- legt sem raun ber vitni. Fjárhag blaðsins er borgið með auglýsing- um og svokallaðri starfsskrá Úlf- ljóts, en það er skrá yfir ýmis atvinnufyrirtæki og málflytj- endur bæjarins. Greiða þessir að- ilar árlegt gjald fyrir birtingu nafns síns í skránni. Einnig hafa lögfræðingar sýnt blaðinu hina mestu rausn á margan hátt. Það er Orator til mikiL sóma, að Úlf- ljótur er af mörgum talið merk- asta tímarit, sem gefið er út af laganemum á Norðurlöndum, og jafnvel þótt víðar væri leitað. Við þökkum Jóhanni fyrir og óskum Orator og Grágás allra heilla á komandi árum. reikninga félagsins fyrir sl. ár. Á árinu jók félagið hlutafjár- eign sína í Sjálfstæðishúsinu hf. um kr. 1.500,00, o ger hluta- fjáreign þess nú kr. 11.300.00. í stjórn félagsins voru kjörn- ir: Stefán Friffbjarnarson, form., Knútur Jónsson, varaform., Haukur Magnússon, rltari, Helga Bachman, gjalHkeri, Victor Þorkelsson, meffstj., Gunnar Ásgeirsson, meðstj., Pétur Þorsteinsson, meðstj. í fulltrúaráð sjálfstæðisfélag- anna voru kjörnir: Óli Blöndal, Hafliffi Guffmundsson, Victor Þorkelsson og Sigurffur Árna- son, en auk þess eru sjálfkjörn- ir í íulltrúaráðið Knútur Jóns- son og Stefán Friðbjarnarson. Fulltrúar félagsins á lands- fund Sjálfstæðisflokksins voru kjörnir: Gunnar Bachman og Helga Bachman, ásamt fulltrúa sem stjórn félagsins tilnefnir. Ýmsar samþykktir um innri mál félagsins voru gerðar. Einar Ingimundarson flutti merka ræðu um stjórnmálavið- horfið, sem einkum fjallaði um hina nýju kjördæmaskipan, sem fyrirhuguð er, og frumvarpið um niðurfærslu verðlags og launa. Þá settust fundarmenn að kaffiborði. Fundur þessi var hinn ánægjulegasti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.