Morgunblaðið - 20.02.1959, Side 20
VEÐRIÐ
Norðanátt og léttir til í nótt
snýst til suðvesanáttar síðdegis
42. tbl. — Föstudagur 20. febrúar 1959
Cœftaleysi og tregur afli
hjá Keflavíkurbátum
KEFLAVIK, 19. febr. — Mikið
gæftaleysi hefur verið í Keflavík
síðan um áramót ekki gefið á sjó
vikum saman. Hafa þeir bátar
sem oftast hafa verið á sjó farið
20 róðra á þessu ári. Af þessum
sökum hefur engin vinna verið
í frystihúsunum, og er mikil
deyfð yfir atvinnulífinu í kaup-
staðnum.
Afli Keflavíkurbáta hefur ver-
ið tregur, miðað við síðasta ár.
Frá áramótum og fram til 15.
febrúar voru þessir bátar hæstir:
Ólafur Magnússon með 142 tonn
í 20 róðrum, Hilmir með 137 tonn
í 20 róðrum, Guðmundur í>órðar-
son með 135 tonn í 20 róðrum, og
Vilborg með 135 tonn í 20 róðr-
um.
Alls hafa bátarnir aflað 2746
tonna í 487 róðrum, og samsvarar
það því að hver bátur hafi að
meðaltali fengið 5,6 tonn í róðri.
Er hér miðað við þá 34 báta, sem
nú stunda veiðar með línu. Fimm
bátar stunda netaveiðar, og hafa
þeir alls fengið 26 tonn í 12 lögn-
um. — Helgi.
Aftur flogið
innanlands
Guðjón Hansen
í GÆR hófst loks aftur innan-
landaflug eftir að ekki hafðS
verið hægt að hreyfa flugvél í
6 daga. Voru komnir um 200 far-
þegar á biðlista hjá Flugfélagi
fslands, einkum farþegar til
Norðurlandsins.
í gær voru flognar tvær ferðir
til ísafjarðar, ein til Egilsstaða
og ráðgerð var ferð til Akureyr-
ar.
Stjórnmálaskóli Varðar:
Cubjón Hansen trygg-
ingafrœðingur talar
í kvöld
FJÓRÐA erindið í stjórnmála-
skóla Varðar flytur Guðjón Han-
sen, tryggingafræðingur, í kvöld.
Guðjón mun gera grein fyrir
mannfjölda á íslandi, aldurs-
flokkum og atvinnustéttaskipt-
ingu, fólksfjölgun og fólksflutn-
ingum milli byggðarlaga. Jafn-
framt mun hann útskýra félags-
leg og efnahagsleg áhrif breyt-
inga á þessum atriðum á næstu
árum. Raunhæf þekking á þess-
um atriðum er ásamt öðru sá
grundvöllur, sem byggja verður
á allar tillögur um umbætur í
félags- og efnahagsmálum.
Sl. mánudag flutti Jóhannes
Zoega, verkfræðingur, 3. erindi
stjórnmálaskólans. Ræddi Jð-
hannes um vatns- og hitaorku
landsins og hagnýtingu hennar.
Var erindi hans yfirgripsmikið
og mjög fróðlegt og varð enda til
efni fjölmargra fyrirspurna frá
áheyrendum, sem voru mjög
Samfelld stórviðri
HÖFN, Hornafirði, 18. febrúar —
Það sem af er mánuðinum hafa
verið hér samfelld stórviðri að
heita má. — Bátar hafa aðeins
einu sinni komizt á sjó á þessum
tíma, og urðu þeir flestir fyrir
nokkru línutapi. — Ekki er vitað
til, að veðrin hafi valdið neinum
verulegum skemmdum á landi.
— Gunnar.
KÓPAVt i
Fulltrúaráð SjálfstæOioieíaganna
í Kópavogi heldur fund n.k.
sunnudag kl. 15,30 í Sjálfstæðis-
húsintu í Reykjavík. Bjarni Bene-
diktsson ritstjóri ræðir um stjórn
málaviðhorfið.
margir.
Erindi Guðjóns
kvöld hefst kl. 8,30
Suðurgötu.
Hansen í
Valhöll við
Annar skipsbáturinn frá Hermóði, léttibáturinn, var settur á flutningabíl, er leitarflokkarnir
mættust í fjörunni kippkorn frá Kalmanstjörn. Bátarnir voru fluttir til Reykjavíkur.
(Ljósm. Mbl. Ól. K. M.)
Leitað frá Reykjanesvita
út á Carðskaga
1 ALLAN GÆíiDAG, frá því bjart var orðið og þar til kl. 4
siðdegis, fóru alls um 30 menn á fjörur milli Reykjanesvita
og Garðskagavita, til þess að fylgjast með, ef einhverju kynni
að skola þar á land úr vitaskipinu Hermóði, sem fórst við
Reykjanes aðfaranótt miðvikudagsins. Fundu leitarmenn þá
ýmislegt, svo sem lestarhlera, bjarghring, kistulok, brot úr
innrihurð og fleira.
Leitarflokkar
Leitarmönnum var skipt niður
átta flokka og hafði fulltrúi
Slysavarnafélagsins, Guðmundur
G. Pétursson, yfirstjórn leitarinn
ar með höndum. Nær allir leitar-
menn voru héðan frá Reykjavík
og voru það starfsmenn vitamála
stofnunarinnar, frá Landhelgis-
gæzlunni og gamlir skipsfélagar
hinna látnu skipverja; þeirra. á
meðal var Guðni Thorlacius,
skipstjóri á Hermóði. Loks voru
nokkrir menn úr Höfnunum. —
Aðalbækistöð leitarmanna var x
Kalmanstjörn hjá Hermanni Sig-
urðssyni.
, Milli Kalmanstjarnar
og Merkiness
Aðalleitin beindist að fjörunni
á millj Kalmanstjarnar og
Merkiness, en því helzta, sem
rekið hefur úr Hermóði, hefur
skolað upp á fjörurnar á þessu
svæði, t. d. báðum bátunum. —
Fóru leitarflokkar í gærdag fjór-
um sinnum meðfram fjörunni frá
Reykjanesvita að Höfnum.
Allan daginn gekk á með
dimmum éljum og nokkurt brim
var við ströndina, en þó mikið
úr því dregið frá því deginum
áður.
Tveir leitarmanna á f jörum suður við Kalmanstjörn í gærdag. Þeir skima út í brimgarðinn, og
fylgjast með því, sem úthafsbáran skolar á land í stórgrýtta fjöruna. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.)
Um 120 stúlkur hafa
sótt um flugfreyjustörf
hjá flugfélögunum
ÞAÐ lítur út fyrir að flugfreyju-
starfið freisti ungra stúlkna
meira en flest önnur störf, ef
dæma skal eftir öllum þeim
fjölda umsókna, sem berast í
hvert skipti sem flugfélögin aug-
lýsa eftir stúlkum í þá stöðu.
Bæði íslenzku flugfélögin hafa
í hyggju að bæta við sig flug-
freyjum áður en sumaráætlunin
byrjar, og auglýstu þau fyrir
skömmu eftir stúlkum. Umsókn-
arfrestur er nú liðinn og stendur
fyrir dyrum að velja úr hópnum.
Loftleiðum hafa borizt 80 um-
sóknir, en ætlunin er að ráða 10—
12 stúlkur. Allur hópurinn geng-
ur fyrst undir læknisskoðun og
síðan verða hæfnispróf, sem eiga
að skera úr um það hverjar séu
efnilegastar flugfreyjur.
Flugfélag Islands ætlar að
ráða 9—10 flugfreyjur á næst-
unni og hafa 40 stúlkur sótt um
þær stöður. Þær munu ganga
undir hæfnispróf í næstu viku,
og verða flugfreyjur valdar eftir
því hvernig þær standa sig í því.
ÁRÍÐANDI fulltrúaráðsfundur
á morgun kl. 2 í Valhöll.
Happdrætti
Sjálfstæðis-
flokksins
SALA á miðum í happdrætti
Sjálfstæðisflokksins hefur nú
staðið yfir í 10 daga og hefur
gengið fremur greiðlega. En
vegna þess hve naumur tími er
til stefnu, eru allir, sem fengið
hafa heimsenda miða, beðnir að
standa skrifstofu happdrættisins
skil á andvirði þeirra sem allra
fyrst.
Því fleiri sem gera það nú í
þessum mánuði, því auðveldari
verður lokasóknin seinustu dag-
ana og meiri lýkur fyrir því, að
allir miðarnir seljist fyrir 16.
marz, en þá verður dregið.
Þeir, sem ekki hafa fengið
heimsenda miða, en vilja kaupa
þá eða taka nokkra miða í um-
boðssöölu út um bæ, ættu að
hafa samband við skrifstofu happ
drættisins í Sjálfstæðishúsinu,
sími 17104 og verða miðarnir þá
sendir heim, ef óskað er.
Skrifstofan er opin alla virka
daga kl. 9 f. h. til 5 e. h.
Happdrætti
Sjálfstæðisflokksins.