Morgunblaðið - 21.02.1959, Page 3

Morgunblaðið - 21.02.1959, Page 3
lúaugardagur 21. febr. 1959 MORGVNBLAÐIÐ 3 Fulltrúar á búnaffarþingi. — Frá vinstri: Jón Sigurðsson, Þorsteinn Sigfússon, Bjarni Bjarna- son, Ingimundur Ásgeirsson, Kristinn Guðmundsson, Sigurjón Sigurðsson, Jón Gíslason og Helgi Kristj ánsson. Búnaðarþing kom saman í Reykjavík í gær Kosnir forsetar, skrifarar og nefndir Búnaðarþing kom saman hér í Reykjavík í gærmorgun. For- maður Búnaðarfélags íslands og forseti búnaðarþings, Þorsteinn Sigurðsson í Vatnsleysu, setti þingið í Templarahöllinni kl. rúmlega hálfellefu. Bauð hann þingfulltrúa velkomna til starfa, en þeir voru flestir mættir til þingsins. Þá bauð hann landbún- aðarráðherra og aðra gesti þings ins einnig velkomna. Þá minntist forseti búnaðar- þings þeirra hörmulegu sjó- slysa, sem orðið hafa að undan- förnu og bað fulltrúa og gesti búnaðarþings að votta minningu hinna látnu virðingu og ástvin- um þeirra samúð með því að rísa úr sætum. Næst minntist þingforseti tveggja manna úr fylkingar- brjósti bændastéttarinnar, er lát- izt höfðu eftir síðasta búnaðar- þing, þeirra Magnúsar Valdimars Finnbogasonar frá Reynisdal í Mýrdal og Magnúsar Sveinsson- ar frá Leirvogstungu. Vottuðu viðstaddir minningu þeirra virð- ingu sína með því að rísa úr sætum. Þá minntist forseti búnaðar- þings sex fulltrúa, sem sátu síð- ast þing, en sitja ekki þingið að þessu sinni. Eru það þeir Guð- mundur Erlendsson, Páll Páls- son, Sigurbjörn Guðjónsson, Eggert ÓJafsson, Sigurgrímur Jónss. og Þórarinn Jónss. Þakk- aði Þorsteinn Sigurðsson þessum mönnum vel unnin stör'f. Nýir fulltrúar á þessu þingi eru þeir Klemenz Kristjánsson, Sigurjón Stúdentamessa í Háskólanum f FYRRAVETUR var sá háttur upp tekinn að flytja stúdentamess ur í Háskólanum, þar sem stúd- entum úr öllum deildum skólans var gefinn kostur á að predika, en prófessorar við guðfræðideild ina þjónuðu fyrir altari. Mun þessu nú áfram haldið, og verður fyrsta stúdentamessan á þessum vetri á morgun, sunnu- daginn 22. febrúar, kl. 11 árdeg- is. — Þá predikar Ingiberg J. Hannesson, stud. theol., en próf. Björn Magnússon þjónar fyrir altari. — Messan verður í kapellu Háskólans. Afmæli AKRANESI, 20. febr. — Sextug verður á morgun, laugardaginn 21. febr., frú Jónína Eggertsdótt- ir, Deildartúni 6 hér á Akranesi. Frú Jónína er gift Sigurði Vig- fússyni, kaupmanni. Eru þau bú- in að vera gift í 37 ár/og eiga 7 uppkomin börn. — Oddur. Sigurðsson og Sveinn Guðmunds- son. Tuttugu og fjögur mál lágu fyrir búnaðarþingi er það var sett, en margra fleiri var vænzt. Er Þorsteinn Sigurðsson hafði lokið máli sínu, gaf hann land- búnaðarráðherra, Friðjóni Skarp héðinssyni, orðið og ávarpaði hann þingfulltrúa og gesti. Gat hann þess, að ísland væri harð- býlt, en fólkið duglegt og bylt- ing hefði orðið í atvinnuháttum á síðustu árum. Þá kvað hann dugnaðinn góðan höfuðstól, en hyggindi og hagsýni væri líka höfuðstóll, en sá höfuðstóll hefði ekki verið ávaxtaður eins vel síðustu árin. Gat landbúnaðar- ráðherra þess, að með þessu væri hann þó ekki að sneiða að bænd- um, því hér væru allir lands- menn jafnsekir. í lok máls síns óskaði ráðherrann búnaðarþingi allra heilla og góðs gengis og farsældar í störfum fyrir land- búnaðinn og þjóðina alla. Þá skipaði forseti þingsins þá Jóhannes Davíðsson og Svein Jónsson skrifara þingsins, en því næst var kosin kjörbréfanefnd. Voru kosnir Ásgeir Bjarnason, Einar Ólafsson, Hafsteinn Pét- ursson, Jóhannes Davíðsson og Þorsteinn Sigurðsson, forseti búnaffarþings, setur þingiff. Fulltrúar á búnaðarþingi. Maemillan til Rússlands LONDON, 20. febr. — Macmillan var árla á fótum í morgnin og und- irbjó af kappi Moskvuför sína. Fyrir hádegi hafði hann lokið síffasta undirbúningi í forsætis- ráðuneytinu og búið öll mál sem kostur var í hendur Butlers, sem gegnir störfum hans í fjarver- unni. Síffar í dag snæddu þeir Maemillan og Lloyd utanríkisráð herra með Elísabetu drottningu og greindu henni frá öllum meg- inatriffum í sambandi við Rúss- Iandsferðina. f fyrramálið heldur Macmillan með föruneyti sínu, þ. á. m. LJoyd utanríkisráðherra, með Comet þotu til Moskvu. Þetta er 21. ut- anför hans síðan hann tók við embætti af Eden fyrir tveimur árum, en þetta er í fyrsta sinn, sem brezkur forsætisráðherra fer í heimsókn til Moskvu síðan á tím um Zarsins. Macmillan hefur þó áður ferðazt til Rússlands. Það var fyrir 30 árum, þá var hann í skemmtiför með fjölskyldu sinni. Búizt er við því að Krúsjeff komi út á flugvöllinn 18 mílur utan við Moskvu til þess að taka á móti Macmillan. Búizt er við að þeir eigi margar einkaviðræð- ur aðallega um Þýzkalandsmálin — og, að Macmillan ræði einnig við aðra háttsetta Ráðstjórnar- leiðtoga. Macmillan hefur marg- sinnis tekið það fram, að engir samningar verði gerðir í þessari för, heldur muni höfuðvandamál- in verða rædd — og hann muni reyna „að bræða ísinn“, eins og hann orðar það. Macmillan mun dveljast eystra i 10 daga — og á þriffjudaginn er gert ráff fyrir aff hann fari til Kiev og Leningrad. Þegar hann kemur úr Rúss- landsförinni heimsækir hann Adenauer í Bonn og de Gaulle í París. Sennilega skreppur hann einnig vestur um haf til Eisen- howers til þess aff greina honum frá árangri ferffarinnar, ef ein- hver verffur. 2600 Rvíkurskátar halda ,Skátadaginn' hátíðlegan í TILEFNI af fæðingardegi stofn- anda skátahreyfingarinnar, Pad- en-Powell lávarðs, efna skátafé- lögin í Reykj-avík til hátíðahalda, „Skátadags", fyrir meðlimi sína á morgun, sunnudaginn, 22. þ.m. Hefjast hátíðahöldin með því að ylfingar og ljósálfar fara til kirkju kl. 11 f.h. Ylfingar munu fylkja liði við Hljómskálann kl. 10,15 og ganga þaðan í Fríkirkj- una, en Ijósálfarnir fara í kirkju, hver í sinu hverfi. Kl. 13,30 hefst varðeldur fyrir drengjaskáta í Skátaheimilinu, og kl. 16,30 verður varðeldur fyr- ir kvenskáta, einnig í Skátaheim- ilinu. Um kvöldið, kl. 20,30 hefst svo verðeldur fyrir foringja beggja félagana. Þar koma saman að- stoðar sveitarforingjar og æðri foringjar. Starf skátafélaganna í Reykja vík hefur verið með miklum blóma í vetur og hafa þau aldrei verið eins fjölmenn og nú. í Kvenskátafélagi Reykjavíkur eru nú starfandi um 1,400 kvenskát- ar, en í Skátafélagi Reykjavíkur starfa nú um 1,200 skátar. Svéinn Jónsson. Var fundi því næst slitið. Á síðdegisfundi búnaðarþings í gær skilaði kjörbréfanefnd áliti og einnig voru kosnir varaforset- ar þingsins, skrifarar og fasta- nefndir. Fyrri varaforseti var kjörinn Pétur Ottesen, en annar vara- forseti, Gunnar Þórðarson. Skrif- arar voru kjörnir Hafsteinn Pét- ursson og Sveinn Jónsson. Allir þingfulltrúar starfa í fastanefnd- um og sumir í fleiri en einni nefnd. Næsti fundur Búnaðarþings er boðaður á mánudaginn kl. 9,30 árdegis. „Harmakvtin Framsóknair“ Jón Sigurffsson, sem er greind ur og athugull bóndi í Ámes- sýslu, ritaði hér í blaffiff í gær grein um kjördæmamáliff. Legg- ur hann þar megin áherzlu á, aff úrslit kosninga eigi aff sýna glögga og rétta mynd af þjóffar- viljanum, og aff nauffsynlegt sé aff bæta úr því ranglæti, sem nú ríkir. Um hinar trylltu árásir Framsóknarmanna á væntanlega breytingu kjördæmaskipunarinn ar kemst Jón Sigurðsson m.a. aff orði á þessa leiff: „Hrakyrffi og harmakvein Framsóknar eru ekki sprottin af neinni sérstakri umhyggju fyrir okkur, sem í dreifbýlinu búum, heldur af ótta viff aff missa sín sérréttindi, sem úrelt kjördæma- skipun og kosningalög hafa fært henni upp í hendurnar. Þetta er sami sónninn, sem alltaf kveður viff frá þeim her- búðum, ef hreyft er einhverjum tillögum til leiffréttingar og úr- bóta á hinum ranglátu kosninga reglum. Þegar teknar voru upp hlut- fallskosningar í tvímennings- kjördæmunum 1942, hét þaff á máli Framsóknar aff „eyffileggja rétt þessara kjördæma“. Hver er svo reynslan af þessu fyrirkomu- lagi á nærri 17 ára tímabili? Er verr haldið á rétti þessara kjör- dæma á löggjafarþingi? Effa skera þau sig úr með lakari af- komu og minni framkvæmdir en önnur kjördæmi? Ég hygg að þeir sem til þekkja verffi aff svara báðum þessum spurning- um neitandi.“ Gleymdi ekki bændunum Jón Sigurffsson ræffir síffan nokkuð áhrif efnahagsmálastefnu vinstri stjórnarinnar á afkomu bændastéttarinnar. Kemst hann þá m. a. aff orffi á þessa leiff: „Á s. 1. vori, þegar Eysteinn deiidi út blessuðum „bjargráff- unum, gleymdi hann ekki okkur, dreifbýlisfólkinu. Skammturinn var 55% yfirfærslugjald á allar helztu rekstrarvörur búanna, svo sem áburff og fóffurbætir, einn- ig á allar landbúnaffarvélar, verkfæri og varahluti og slikt. Þetta gilti í mörgum tilfellum 40—50% verðhækkun á varningi þessum. Út á þessa „umhyggju" ætla þeir svo aff fá stuðning okkar til að viðhalda úreltum og rangs- leitnum kosningareglum. Slikt er hvort tveggja i senn bjartsýni og barnaskapur.“ Hlutfallskosningar í tvímenningskjör- dæmum Þaff er alveg rétt, sem hinn glöggi sunnlenzki bóndi segir i þessari grein sinni, aff þegar hluttfallskosningar voru teknar upp í tvímenningskjördæmunum sumarið 1942, sögðu Framsókn- armenn aff slíkt kosningafyrir- komulag mundi verffa sveitunum til stórkostlegs tjóns. . En hvaff segir fólkiff, sem býr i tvímenningskjördæmunum, og búiff hefur viff hlutfallskosning- ar í rúmlega hálfan annan ára- tug, um þessar spár Framsókn- armanna? Hafa þær rætzt? Þvi fer vissulega víffs fjarri. Þær staffreyndir standa óhaggaffar, aff aldrei hefur hagsmuna land- búnaðarins og islenzkra sveita veriff betur gætt, aldrei hafa meiri umbætur orffiff i sveitum landsins, en einmitt á því tíma- bili, siðan hlutfallskosningar voru teknar upp.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.