Morgunblaðið - 07.03.1959, Side 3
Laue'ardagur 7. marz 1959
MORGUNBLAÐIB
3
Fáein
Birgir Kjaran:
orð um máiverkasýningu
TÖLUVERÐ blaðaskrif hafa orð-
ið um málverkasýningu þá, sem
ætlunin mun vera að senda til
Rússlands á næstunni. Skrif þessi
hófust með frásögn Alþýðublaðs-
ins 15. febrúar sl., en síðar hafa
birzt nokkrar greinar um sama
efni í Morgunblaðinu, Vísi, Tím-
anum og Mánudagsblaðinu. í
þessum greinum hefur Mennta-
málaráð yfirleitt verið gagnrýnt
fyrir aðild sína og undirbúning
að þessari sýningu. Enda þótt ég
eigi sæti í Menntamálaráði og
hafi haft sérstöðu varðandi af-
greiðslu þessa máls í ráðinu,
hafði ég hugsað mér að leiða hjá
mér blaðaskrif um efnið sökum
þess, að ég tel jafnaðarlega
óþarft, að þótt menn greini á um
afgreiðslu mála innan stofnana,
þá séu þær deilur fluttar yfir á
almennan vettvang, ef lögmæt
rangindalaus afgreiðsla studd
meirihluta hefur fengizt á málinu
innan viðkomandi stofnunar. En
sökum greina, sem nú hafa birzt
í Vísi 2. marz, þar sem sú spurn-
ing er beint borin fram, hvort
allir meðlimir Menntamálaráðs
hafi staðið að ákvörðunum þess
varðandi umdeilda listaverka-
sýningu, og greinar í Tímanum
4. marz, þar sem undirbúningur
sömu sýningar er harkalega- gagn
rýndur og ábyrgð lýst á hendur
öllum meðlimum ráðsins, sem
nafngreindir eru, sé ég mér ekki
annað fært en gera nokkra grein
fyrir afstöðu minni til þessa máls.
Hef ég í þessum efnum ekki vilj-
að brjóta trúnað ráðsins og því
óskað eftir heimild meðráðs-
manna minna til þess að mega
skýra frá málsmeðferðinni á
fundum ráðsins, og hafa þeir fall-
izt á það. Mun ég því rekja gang
þessa máls í fáum orðum eins og
hann lítur út frá mínum bæjar-
dyrum séð.
2.
Það var upphaf þessa málefnis,
að Menntamálaráði barst bréf
fró menntamálaráðuneytinu dags.
25. júlí 1958, þar sem segir, að
„ráðuneytinu hefur borizt boð
frá menntamálaráðuneyti Ráð-
stjórnarríkjanna um að löndin
skiptist á listsýningum“ og í nið-
urlagi bréfsins er komizt svo að
orði: „Ráðuneytið æskir hér með
umsagnar Menntamálaráðs um
mál þetta, og tekur um leið fram,
að það telur æskilegt að kynna
islenzka list sem víðast erlendis
og gefa landsmönnum kost á að
kynnast erlendum listum eftir
því sem föng eru á“. Erindi þetta
afgreiddi Menntamálaráð á fundi
föstudaginn 15. ágúst sl. á þá leið,
að framkvæmdastjóra ráðsins var
falið að svara bréfi menntamála-
ráðuneytisins, „að Menntamála-
ráð sé fylgjandi því, að íslenzk
myndlist sé sýnd sem víðast er-
lendis. Tjáir Menntamálaráð sig
fúst til að vinna að því í sam-
ráði við menntamálaráðuneytið,
að umrædd sýningarskipti
milli Islands og Sovétrikj-
anna geti farið fram á þeim
tíma, sem hentugur er fyrir alla
aðila". Undirritaður var fjarver-
andi úr bænum, er þessi fundur
var haldinn og tók því ekki þátt
í afgreiðslu málsins.
Eins og kunnugt er var svo hin
rússneska sýning haldin hér á
liðnu hausti.
3.
Það sem næst gerist í málinu
er, að menntamálaráðherra boð-
ar ráðsmenn til skyndifundar 2.
janúar sl. Undirritaður gat ekki
mætt á þessum fundi, enda til
hans boðað fyrirvaralaust (sam-
dægurs) og án þess að fundar-
efni væri nánar tilgreint.
Skömmu síðar upplýsti formaður
Menntamálaráðs á reglulegum
fundi ráðsins, að áðurnefndur
fundur á vegum menntamálaráð-
herra hefði verið kvaddur saman
til þess að ræða fyrirhugaðar
sýningar á íslenzkri myndlist í
Rússlandi, og hefði Pétur Thor-
steinsson ambassador einnig setið
fundinn. Samkvæmt upplýsing-
um þeirra ráðsmanna, sem fund-
in sátu, virtist umræðuefni fund-
arins m. a. hafa verið mynda-
smekkur Rússa og viðhorf þeirra
til íslenzkrar málaralistar og nið-
urstaðan sú, að óráðlegt væri að
senda íslenzkar abstraktmyndir
til Rússlands, því að sú mynd-
gerð væri mönnum ekki geðþekk
þar í landi. Undirritaður lýsti því
þá yfir, að hann væri andvígur
sjónarmiði ráðherra og meiri-
hluta ráðsins í málinu og gæti
ekki fallizt á niðurstöðu þeirra,
og vildi hann því ekki eiga neina
aðild að undirbúningi sýningar,
sem byggðist á þessum forsend-
um. Afstaða þessi markaðist ekki
af neinni sérlegri aðdáun á ab-
straktlist, heldur á því grund-
vallaratriði, að sýningaskipti eða
gagnkvæm menningarkynni milli
landa megi aldrei byggjast á þvi,
að viðhorf annars aðiljans ættu
ein öllu að ráða, eins og að þessu
sinni væri auðsjóanlega tilætlun-
in, því að Rússar væru svo sem
vera bæri einráðir um þá sýn-
ingu, er þeir sendu til íslands, en
svo ættu listaviðhorf þeirra
einnig að vera ráðandi við val
þeirra mynda, sem íslendingar
sendu til Rússlands. Slík tilhög-
un væri ekki jafnrétti í menn-
ingarlegum samskiptum, enda
greiddi undirritaður eftir þessa
yfirlýsingu ekki atkvæði um
neinar ákvarðanir ráðsins í sam-
bandi við nefnda sýningu og er
því ekki við hann að sakast um
þau mistök, sem þar hafa átt sér
stað.
4.
Þegar nánar var farið að fjalla
um tilhögun hinnar íslenzku
málverkasýningar, komu og
fleiri ágreiningsatriði í ljós. í
upphafi hafði ekkert verið rætt
um, hvernig velja skyldi málverk
til sýningarinnar. Lauslega hafði
þó verið minnzt á þá íslenzka
málara, sem til álita gætu komið
sem þátttakendur í slíkri sýn-
ingu, og voru nöfn 49 málara rit-
uð niður til minnis í því sam-
bandi. En áður en varði var tekin
kúvending í málinu, því að fram
kom tillaga um, að ráðið skipaði
undirbúningsnefnd að sýning-
unni, og yrði þeirri nefnd falið að
gera tillögur til Menntamálaráðs
um þá listamenn, sem boðin
skyldi þátttaka í sýningunni.
Með þessu var slegið föstu, að
þeim einum skyldi gefinn kostur
á þátttöku í sýningunni, sem út-
valdir væru af sýningarnefnd og
boðnir af Menntamálaráði, öðr-
um átti ekki einu sinni að gefast
kostur á að bjóða verk sín fram
til sýningar og fá úr því skorið,
hvort þau þættu sýningarhæf.
Var af hendi undirritaðs mjög
varað við þessum vinnubrögðum,
og óskað eftir, að sá háttur yrði
hafður á, sem almennt mun tíðk-
ast um landssýningar á listaverk-
um, að auglýst yrði eftir
almennri þátttöku í sýningunni.
Meirihluti ráðsins vildi ekki fara
»þessa leið og ákvað að kjósa
undirbúningsnefnd, sem gerði til-
lögur til ráðsins um þá, sem
bjóða skyldi þátttöku í sýning-
unni. Gekk í upphafi hálferfið-
lega að skipa undirbúningsnefnd
ina, því að tveir, sem tilnefndir
voru, þeir Gunnlaugur Scheving
og Sigurður Sigurðsson, óskuðu
ekki að taka sæti í henni. Að
lokum tókst þó nefndarskipunin,
og var sú tilnefning samþykkt í
ráðinu án atkvæðis undirritaðs
í samræmi við fyrri afstöðu
hans.
Sýningarnefndin samdi lista
yfir 17 málara, sem hún gerði að
tillögu sinni, að boðin yrði þátt-
taka í sýningunni. Samþykkti
meirihluti ráðsins þessa tillogu
óbreytta að öðru leyti en því, að
samþykkt var að bæta á boðs-
listann nöfnum tveggja nefndar-
manna, þeirra Jóns Þorleifssonar
og Svavars Guðnasonar. Við Vil-
hjálmur Þ. Gíslason tókum ekki
þátt í þessari afgreiðslu um boðs-
listann. Síðar kom í ljós, að þrír
þeirra, sem boðið var, gengu úr
skaftinu, þau Júlíanna Sveins-
dóttir, Sverrir Haraldsson og
Finnur Jónsson. Þau Júlíanna og
Sverrir dveljast erlendis, en
Finnur Jónsson afþakkaði boðið
með þessum orðum: „Ég mótmæli
eindregið að stofnað sé til lands-
sýningar með þessum hætti, og
verði þetta ranglæti ekki leið-
rétt þegar í stað, mun ég ekki
taka þátt í sýningunni“. Var þá
tveim öðrum listamönnum boðið
til viðbótar. Voru boð til þeirra
einnig samþykkt án atkvæða okk
ar Vilhjálms Þ. Gíslasonar.
6.
Þau vinnubrögð, sem viðhöfð
hafa verið varðandi val lista-
verka á þessa sýningu, hafa eðli-
lega valdið megnri óánægju með-
al íslenzkra myndlistarmanna.
Meðal annars hefur Menntamála
ráði borizt svohljóðandii bréf:
„Félagið „Óháðir listamenn" vill
hérmeð eindregið mótmæla þess-
um órétti“ og segir og, að „með
tilskipun þessari er gengið fram-
hjá fjölda listamanna og algild-
um lýðræðisreglum." Bréfið
er undirskrifað af myndlistar-
mönnunum Finni Jónssyni, Guð-
mundi Einarssyni, Ríkarði, Jóns-
syni og Gunnlaugi Blöndal.
Það verður heldur ekki annað
sagt en að sú aðferð, sem viðhöfð
hefur verið að þessu sinni við
að draga listamenn í dilka, sé
lítt skiljanleg. Virðast þessi
vinnubrögð hvorki geta sam-
rýmzt almennum lýðræðisregl-
um né hafa nokkra stoð í þeim
meginreglum, sem almennt munu
taldar sjálfsagðar og að jafnaði
munu hafa gilt, þegar efnt hefur
verið til landssýninga á lista-
verkum meðal íslenzkra aðila.
Þaðan af siður virðist almenn við
urkenning á einstökum listamönn
um og verkum þeirra hérlendis
eða erlendis hafa skipt veljendur
máli, eða að minnsta kosti verð-
ur útilokun ákveðinna lista-
manna frá þessari sýningu með
öllu fráleit, ef þeirra sjónarmiða
hefði gætt. Máli mínu til stuðn-
ings varðandi fyrri tilhögun ís-
lenzkra listsýninga á erlendum
vettvangi hefi ég af handahófi
blaðað í gegnum skrár yfir níu
sýningar, sem haldnar hafa verið
á síðasta aldarfjórðungi. Sýning-
ar þessar eru í Kaupmannahöfn
1927, Oslo 1932, Stokkhólmi 1932,
Bergen 1937, Oslo 1946, Kaup-
mannahöfn 1949, Oslo 1951,
Brussel 1952 og Kaupmannahöfn
og Árósum 1954. Við athugun
kemur þá t.d. í ljós, að á 8 af
þessum sýningum hafa verið
myndir eftir Gunnlaug Blöndal,
á 7 listaverk eftir Guðmund Ein-
arsson, á 5 málverk eftir
Svein Þórarinsson og á 4 myndir
Guðmundar Thorsteinsson. Af
hverju eru ekki myndir eftir
þessa menn á sýningunni, sem nú
hefur verið valin? Á fyrri sýn-
ingum hafa verið myndir eftir
ýmsa aðra islenzka myndlistar-
menn, sem þá hafa þótt sýningar.
hæfir, svo sem Sigurð Guðmunds
son, Eggert Laxdal, Karen
Agnete Þórðarsson, Örlyg Sig-
urðsson, Barböru og Magnús
Árnason, Hjörleif Sigurðsson,
Hörð Ágústsson, Veturliða Gunn-
arsson o. s. frv. Hvers vegna þyk-
ir enginn þessara manna nú sýn-
ingarhæfur. Hins sama mætti og
spyrja um fleiri mæta íslenzka
málara, sem ekki hafa sýnt á
áðurgreindum sýningum, en sum-
ir haldið sjálfstæðar sýningar
erlendis og fengið lofleg ummæli
fyrir. — Þá má kannske einnig
bæta því við, að opinber lista-
söfn í Kaupmannahöfn, Helsing-
fors, Stokkhólmi, Oslo, Bergen,
París, New York og mörgum þýzk
vum borgum hafa keypt listaverk
eftir t.d. Gunnlaug Blóndan, Guð
mund Einarsson, Svein Þórarins-
son og fl. þeirra listamanna, sem
að þessu sinni hafa ekki einu
sinni verið virtir þess að bjóða
þeim að senda verk sín til vals
á Rússlandssýninguna.
7.
Margnefnd sýning hefur nú
verið almenningi opin til skoð-
unar í sölum Listasafns ríkis-
ins. Skal hér hvorki fjölyrt um
Gýninguna í heild né einstök
atriðum, en aðeins bent á þá
raunalegu staðreynd, að sýning
þessi gefur hvorki yfirlit um
þróun íslenzkrar málaralistar né j
sýnir hún þverskurð af íslenzkri
málaralist í dag. Hefði þó annað
tveggja verið æskilegt, en hvor-
ugt gat orðið eins og til var
stofnað. Til þess að lýsa þróun-
arsamhenginu vantar myndir eft-
ir þá Sigurð Guðmundsson og
Guðmund Thorsteinsson, svo að
einhverjir séu nefndir úr hópi
frumherjanna og svo fjöldann all-
an af ágætum málurum á ýms-
um aldri, að ógleymdum vatns-
litamyndum Ásgríms Jónssonar
og hverjum af stórkostlegustu
myndum Kjarvals. Til þess að
sýna í hnotskurn íslenzka mál-
aralist í dag vantar sömuleiðis
marga snjalla og sérkennilega
málara, en til viðbótar því eru
sum verk þeirra manna, sem þátt
taka í sýningunni, á engan hátt
sönn mynd af listsköpun þeirra
í dag, t.d. eru allar myndir Þor-
! valds Skúlasoar frá árunum
1938—’45, myndir Nínu Tryggva-
dóttur frá árunum 1939—’47,
myndir Kristínar Jónsdóttur
Stefánsson frá árunum 1931—
’47, svo að nokkuð sé nefnt, og
ungur málari eins og Jóhannes
Jóhannesson sendir meira að
segja allt að því átta ára gamlar
myndir. Að vísu tekst með þess-
ari aðferð að hafa upp á „fígúra-
tívum“ myndum eftir suma þessa
listamenn, svo að þannig er reynt
að sýna vikalipurð við heimbjóð-
endur og geðjast rússneskum
smekk, hvort sem það nú tekst
eða ekki. Hitt er dálítið meira
undrunarefni, að sjálfstæðir lista
menn skuli þannig vilja láta
senda á erlendar sýningar þau
verk sín, sem þeir tæpast myndu
sýna innan lands nema á yfir-
litssýningum, þar sem listferill
þeirra væri rakinn.
Það er vissulega vandasamt
verk að velja myndir á lands-
sýningar og hæpið að takast megi
að gera, svo öllum líki. Með
öllu verður þó útilokað, að vand-
inn leystist og verkið takist vel,
þegar röng sjónarmið eru frá
upphafi lögð til grundvallar við
samstillingu sýningarinnar. List-
sýningar eru til þess að kynna
list einstaklinga og þjóða, en ekki
settar saman til þess að þóknast
ímynduðum smekk eða þjóna list
skoðunum hugsanlegra skoðenda
sýninganna, en það viðhorf sýnist
hafa verið frumkvöðlum þessar-
ar sýningar hugleikið. Vinnu-
brögðin við undirbúning sýning-
arinnar voru einnig röng. ís-
lenzkum listamönnum hefur að
tilefnislausu verið mismunað.
Niðurstaðan er listsýning, sem
hvorki varpar ljósi yfir þróun
íslenzkrar myndlistar né endur-
speglar íslenzka listsköpun í dag,
þaðan af síður sýnir hún háhnúk-
ana í islenzkri málaralist eða það,
sem þar hefur verið gert sér-
kennilegast, bezt og íslenzkast.
Þessi sýning er augljóslega frem-
ur sýning á misklíð meðal ís-
lenzkra listamanna en á úrvali is-
lenzkrar myndlistar. Er það illa
farið, því að hvergi ætti ranglæt-
ið og hlutdrægnin fremur að vera
utangarðs en i heimi fegurðar og
listsköpunar.
STAKSTEIWIÍ
Hræsnin uppmáluð
Á s.l. ári hækkuðu Framsókn-
armenn verð á landbúnaðarvél-
um um 55%. Jafnhliða hækkuða
þeir stórkostlega verð á til-
búnum áburði, fóðurbæti og öðr-
um nauðsynlegustu rekstrarvör-
um búanna. Loks sköpuðu þeir
bændum mikil vandræði vegna
skorts á varahlutum í hverskon-
ar búvélar. Hundruð dráttarvéla
og margskonar verkfæra voru ó-
nothæf vegna þess að varahlutir
i tækin fengust ekki flutt inn.
Þannig bjó þá vinstri stjórnin,
undir forystu Framsóknar, að
bændum.
Nú láta Framsóknarmenn, sem
þeim sé sérstaklega annt um að
bændum verði tryggður nægileg-
ur innflutningur landbúnaðar
véla. Er Timinn meira að segja
byrjaður að skamma Sjálfstæð-
isflokkinn fyrir það, að hann
hyggist „ skera ‘ niður innflutn-
ing landbúnaðarvéla“!
Hafa menn nú séð hræsnina
öllu greinilegar uppmálaða en
í þessum skrifum Tímans?
Áreiðanlega ekki.
Hátolluðu búvélarnar
Á s.l. ári, þegar Framsóknar-
menn réðu, hátolla þeir landbún-
aðarvélar svo, að fjöldi bænda,
sem hafði ákveðið að kaupa sér
heimilisdráttarvélar og önnur
tæki varð að hætta við kaupin.
Á sama tíma skerða þeir inn-
flutning á varahlutum í landbún-
aðarvélar og valda bændum með
því gífurlegu óhagræði um leið
og þeir tefja vegagerðir og aðrar
verklegar framkvæmdir í sveit-
um landsins.
Nú koma þessir sömu menn og
ásaka aðra fyrir að þröngva kosti
bænda í þessum efnum.
Sem betur fer sjá allir í gegn-
um þennan Ioddaraleik Fram-
sóknar.
Það er hinsvegar eindregið
áform Sjálfstæðismanna að
stuðla að því eftir fremsta megni
að bændur fái fluttar inn nauð-
synlegar vélar og varahluti, þrátt
fyrir það gjaldeyrisöngþveiti,
sem vinstri stjórnin Ieiddi yfir
þjóðina undir forystu Framsókn-
arflokksins.
Búnaðarþing og Alþing
Búnaðarþing heitir þing
bænda.. Alþing heitir löggjafar-
samkoma íslendinga. Bændur
hafa sjálfir ákveðið, hvernig kos-
ið skuli til þings síns. Þeir settu
reglur um kosningar og kjör-
dæmaskipun til Búnaðarþings ár-
ið 1937. Þá var ákveðið að bænd-
ur kysu fulltrúa á Búnaðarþing
með hlutfallskosningu í stórum
kjördæmum.
Þetta töldu Framsóknarmenn
ágætt skipulag á kosningum til
Búnaðarþings fyrir 20 árum. Þá
var það bændum hagkvæmt að
t.d. allt Suðurland kysi 5 fuU-
I trúa í einu stóru kjördæmi, allir
| Vestfirðir kysu sameiginlega 3
| fulltrúa á Búnaðarþin ~ og allir
| Austfirðir kysu 3 ful’ Irúa.
I Nú, þegar ráðgert er að allir
I íslendingar kjósi fulltrúa á AI-
j þing með hlutfallskosningu í stór
um kjördæmum, ætla Framsókn-
armenn vitlausir að verða og
segja að Ja eigi niður öU
kjördæmi landsins nema Reykja-
vík“.
Hvernig má það nú vera, að
það sé bændum hollt og gagnlegt
að kjósa með hlutfallskosningn
í stórum kjördæmum til Búnað-
: arþings, en háskalegt að þetta
sama skipulag gildi þegar kjósa
á til Alþingis?
Framsóknarmenn hafa ekkl
I ennþá svarað þessari spurningu.