Morgunblaðið - 07.03.1959, Blaðsíða 6
e
MORCUNTtL 4 ÐIÐ
Laugardagur 7. marz 1959
Fjclbýlishús við Kaplaskjólsveg
og fjárframlag til eldvarna
veldur deilum á bæjarstjórnarfundi
Á FUNDI bæjarstjórnar í gær
var tekin til umræðu fundar-
gerð frá 3. marz, en 6. og 7. liður
þeirrar fundargerðar eru á þessa
leið:
6. Lagt fram að nýju bréf
Húseigendafélags Reykjavíkur,
dags. 21. nóv. 1957, þar sem
farið er fram á, að Húseigenda-
félag Reykjavíkur fái fjárfram-
lag úr brunatryggingasjóði bæj-
arins til þess að vinna af eLingu
eldvarna í bænum.
Bæjarráð samþ. með 4:1 atkv.
að mæla með því, að félaginu
verði á þessu ári veittar kr.
120.000.00 í þessu skyni.
7. Lagt fram að nýju bréf
byggingarfulltrúa, dags. 12.
sept. sl., ásamt umsögn borgar-
ritara frá 14. okt. sl.
Bæjarráð samþ. fyrir sitt leyti
naeð 4:1 atkv. (Guðm. Vigfússon
á móti) byggingarleyfisbeiðni
fyrir fjölbýlishúsi á lóðinni nr.
51—55 við Kaplaskjólsveg, enda
verði frárennsli frá húsinu hag-
að samkvæmt fyrirmælum bæj-
arverkfræðings og heilbrigðis-
nefndar.
Guðmundur Vigfússon kvaddi
sér hljóðs um þessa liði fundar-
gerðarinnar, og kvaðst vilja
gera grein fyrir afstöðu sinni,
en hann hefði greitt atkvæði
gegn þessum liðum í bæjarráði.
Taldi hann mjög varhugavert að
veita Húseigendafélagi Reykja-
víkur þá fjárupphæð, sem lagt
var til í bæjarráði. Þessi upp-
hæð væri tæpur helmingur af
rekstrarkostnaði slökkviliðsins og
virtist sér farið út á varasama
og varhugaverða braut ef þessi
upphæð yrði veitt. Það væri
mjög óheppilegt að dreifa eld-
varnarstörfunum á margar hend-
ur.
Þá taldi ræðumaður Húseig-
endafélag Reykjavíkur ekki rétta
umboðsmenn íbúðaeigenda í bæn
um, því í húseigendafélaginu
væru ekki nema 12 til 1500 fé-
lagsmenn, en íbúðaeigendur í
bænum væru um 16000. Þá kvað
hann bæjarstjórnarmeirihlutann
ætíð hafa borið lítið traust til
húseigendafélagsÍMS, enda hefði
það verið undir stjórn órólegu
deildarinnar í Sjálfstæðisflokkn-
um. Nú væri komin betri stjórn
í félagið og því ætti að stinga að
því dúsu. Bað Guðmundur bæj-
arfulltrúa að hugsa vel um þetta
mál og mæltist til þess, að hafðar
yrðu um málið tvær umræður.
Þá ræddi Guðmundur Vigfús-
son síðari lið fundargerðarinnar.
Kvað hann hafa verið byggt stór
hýsi við Kaplaskjólsveg áður en
frárennslisvandamálið hefði ver-
ið leyst og hefði stafað af þeirri
byggingu mikið óhagræði og
vandræði. Á þessu ári væri að
vísu áætlað að verja einni millj.
kr. til holræsagerðar í þessu
hverfi, en sú hætta væri þó til
staðar, að húsið yrði komið upp
áður en holræsavandamálið yrði
leyst. í lok máls síns lagði ræðu-
maður fram frávísunartillögur
við báða þessa liði fundargerð-
arinnar.
Gunnar Thoroddsen, borgar-
stjóri tók næstur til máls. Skýrði
hann svo frá, að byggingarnefnd
hefði í vetur sent bæjarráði til
athugunar umsókn um bygging-
arleyfi fyrir fjölbýlishúsi við
Kaplaskjólsveg. Hefði bæjarráð
geymt að svara þessu í nokkra
mánuði meðari ekki var ráðið
hvenær Kaplaskjólsræsið yrði
gert. — Nú væri holræsaáætlun
lokið og ákveðið að verja einni
milljón kr. á þessu ári til Kapla-
skjólsræsisins. Væri nauðsynlegt
að hraða lagningu þessa ræsis
til þess að sundlaug Vesturbæj-
ar gæti tekið til starfa, en hún
yrði væntanlega tekin i notkun
árið 1960. Kaplaskjólsræsið yrði
væntanlega fullgert á næsta ári.
Hér væri allt öðru máli að
gegna, en um það fjölbýlishús,
sem reist var við Kaplaskjóls-
veg fyrir nokkrum árum. Sam-
kvæmt útreikningum fagmanna
yrði sjálfrennsli frá kjallaragólfi
hússins, sem nú væri áformað að
byggja. Væntanlega tæki um tvö
ár að koma húsinu upp og ætti
því holræsið að vera fullgert þeg
ar húsinu yrði lokið. Hér væri
tvennu ólíku saman að jafna.
Gunnar Thoroddsen fór því
næst nokkrum orðum um fyrir-
hugaða fjárveitingu til Húseig-
endafélags Reykjavíkur til eld-
vama. Kvað hann Guðmundi Vig
fússyni hafa orðið tíðrætt um
þær 120 þúsundir, sem lagt væri
til að veita í þessu skyni. —
f sambandi við eldvarnir bæri
nauðsyn til að margir aðilar
legðu hönd á plóginn. Það væri
þröngt um starfsemi slökkviliðs-
ins í Tjarnargötu, en nýlega hefði
verið samþykkt að verja nokkr-
um milljónum kr. í nýja slökkvi-
stöð. — Þá hefði verið samþykkt
að verja allmiklu fé til slökkvi-
tækja m.a. einni millj. kr. til
kaupa á stigabíl. Slökkviliðið
hefði unnið mikið og gott starf
og ætti skilið þakkir bæjaryfir-
valdanna og bæjarbúa.
Fleiri aðilar hefðu einnig lát-
ið til sín taka í þessum málum
eins og vátryggingafélög, sem
hvettu fólk til að tryggja og
veittu því margháttaðar upplýs-
ingar um brunavarnir. Slysa-
varnafélagið hefði einnig rekið
áróðursstarfsemi á þessu sviði.
Æskilegt væri að bærinn tæki
upp starfsemi við húseigenda-
félagið um eldvarnir, enda væri
sá háttur á hafður víða erlendis.
Gat borgarstjóri þess, að þegar
húseigendafélagið hefði spurzt
fyrir um þetta atriði, hefði bæj-
arráð leitað umsagnar rafmagns
stjóra, sem taldi æskilegt, að
tekið yrði upp samstarf við þessa
aðila. Félagið gerði ráð fyrir að
þetta starf yrði margþætt: Gefin
yrðu út leiðbeiningarrit um olíu-
tæki og rafmagnstæki og ráðinn
maður til að líta eftir olíukynd-
ingartækjum. Þá yrðu gefnar út
skýrslur um tíðustu brunaorsak-
ir, húseigendur fengnir til að
vinna almennt gegn brunahættu
og haldið uppi stöðugum áróðri
um þessi mál meðal almennings.
Hér væri tilraun og ekki væri
ákveðin fjárveiting nema til eins
árs. Húseigendafélagið mundi
gefa skýrslu um starfsemina.
Það væri haldið út á rétta
braut með þessu samstarfi, sagði
borgarstjóri að lokum.
Alfreð Gíslason tók mjög í
sama streng og Guðmundur Vig-
fússon. Hann kvaðst ekki hafa
haft tækifæri til að kynna sér
málið til hlítar og óskaði þess
að afgreiðslu þess yrði frestað.
Guðnuundur Vigfússon talaði
aftur. Kvað hann óþarft að
styrkja húseigendafélagið til
brunavarna því þeir menn er
þar stæðu fremstir væru stór-
ríkir.
Magnús Ástmarsson tók til
máls og kvaðst vilja gera grein
fyrir afstöðu sinni til beggja
þessara mála. Vék hann fyrst að
eldvörnunum og kvað það oft gef
ast vel fyrir hið opinbera að
hafa samvinnu við áhugamenn og
ef vel tækist í þessu máli væri
síður en svo að hér væri farið út
á ranga braut. Kvaðst hann telja
að rétt væri að gera þessa tilraun.
Þá vék Magnús að húsbygging-
unni við Kaplaskjólsveg. Kvað
hann að vísu hugsanlegt að húsið
yrði komið upp áður en holræsið
yrði lagt, en líkurnar til að þetta
næði saman væru hins vegar svo
miklar, að ekki væri verjandi
annað en að samþykkja þetta. Þá
væri einnig gert ráð fyrir þvi
í samþykktinni að frárennsli frá
húsinu yrði hagað samkvæmt
fyrirmælum bæjarverkfræðings
og heilbrigðisnefndar og gætu
þessir aðilar bannað að flutt
væri í húsið, ef téðum skilyrð-
um væri ekki fullnægt.
í forföllum Þórðar Björnssonar,
taldi ekki rétt að byggingar
yrðu leyfðar fyrr en lóðir væru
byggingarhæfar.
Gunnar Thoroddsen borgar-
stjóri undirstrikaði orð Magnúsar
Ástmarssonar um að frárennsli
frá húsum skyldi hagað sam-
kvæmt fyrirmælum borgarlækn-
is og bæjarverkfræðings.
Borgarstjóri taldi rétt að verða
við ósk minni hlutans um að
fresta málinu til næsta fundar
og var það gert.
Leyfi fyrir sœnskum djúp-
bor verði veitt nú þegar
GUNNAR Thoroddsen, borgar-
stjóri, skýrði frá því á bæjar-
stjórnarfundinum í gær, að rætt
hefði verið um það að undan-
förnu, að bærinn keypti djúpbor,
sem hann ætti og réði yfir að
öllu leyti. Hefði hitaveitúnefnd
og hitaveitustjóri lagt á það
mikla áherzlu að hitaveitan eign-
aðist slíkan bor. í fundargerð
bæjarráðs 24. febr. hefði verið
lagt fram bréf stjórnar gufubor-
ana ríkisins og Reykjavíkurbæj-
ar, þar sem lagt væri til að leitað
yrði eftir kaupum á vindu á
gufuborinn, þannig að unnt væri
að bora niður á 2000 metra dýpi.
Bæjarráð hefði ályktað að fela
borstjórninni að festa kaup á
umræddri vindu og heimila
henni að leita eftir nauðsynleg-
um lánum í þessu skyni.
Um gufuborinn væri það að
segja, að bærinn réð yfir hon-
um fyrsta árið eftir að hann
kom til landsins. í fyrra sumar
hefði bærinn lánað ríkinu borinn
í 4 mánuði til Hveragerðis og
hefði því umráð yfir honum þar
til í haust.
Djúpbor væri hins vegar
miklu ódýrari í rekstri en gufu-
borinn. Þegar tilboða hefði ver-
ið leitað fyrir nokkrum árum
eftir djúpbor, hefð hagstæðasta
tilboðið komið frá Svíþjóð, en
leyfi hefðu ekki fengizt fyrir
bornum þaðan síðastliðin 3 ár.
Upphaflega hefði hann kostað
1,3 milljónir, en mundi nú kosta
2—3 milljónir. f tilefni þessa
kvaðst borgarstjóri vilja leyfa
sér að bera fram svohljóðandi
tillögu:
„Bæjarstjórnin skorar eindreg
ið á innflutningsyfirvöldin að
veita nú þegar innflutnings- og
gjaldeyrisleyfi fyrir sænskum
djúpbor, sem sótt hefur verið um
síðastliðin 3 ár“.
Tillaga borgarstjóra var sam-
þykkt með öllum atkvæðum.
Bornafræðslufrumvarpið fellt
með rökstuddri dagskrú
FRV. um ríkisreikninginn 1956
var til 2. umr. á dagskrá efri
deildar sl. þriðjudag. Bernharð
Stefánsson hafði framsögu í mál-
inu af hálfu fjárhagsnefndar og
skýrði frá því, að nefndin hefði
borið töluliði frumvarpsins saman
við ríkisreikninginn og legði ein.
róma til að frv. yrði samþykkt og
þar með ríkisreikningurinn. Var
frumvarpsgreinin samþykkt með
13 samhljóða atkvæðum og frv.
vísað til 3. umr. með sama at-
kvæðamagni.
Frumvarp um fasteignagjöld til
Hörðtur Helgason, sem mætti' sveitarsjóða var til framhalds
skrifcir úr
daglegq íífinu
ÞEGAR mikill snjór er á göt-
unum, sækist fólk í það að
ganga í hjólförunum eftir bílana.
Þetta er ákaflega skiljanlegt, þeg-
ar ekki eru neinar gangstéttir
meðfram akbrautunum. Það er
allt annað en gaman að kafa snjó-
inn. En hjólförin eru hættulegasti
staðurinn á götunni, fyrir gang-
andi fólk. Bílarnir geta ekki
beygt upp úr djúpum hjólförum,
þegar þeir koma akandi og sjá
allt í einu manneskju fyrir fram-
an sig, og ekki er alltaf öruggt
að hægt sé að stöðva bílinn sam-
stundis ef hált er í hjólförunum.
Því minnist ég á þetta nú, að
nýlega ók ég inn fyrir bæinn í
snjó og þæfingsfærð. Farið var
að skyggja og öðru hverju birtist
fólk rétt framan við bílinn. Satt
að segja dáðist ég að því hve bíl-
stjórinn var gætinn og þolinmóð-
ur. Sem betur fer kom ekkert
fyrir í þessari ferð, og það var
eingöngu bilstjóranum að þakka.
Aftur á móti er mér kunnugt
um, að stúlka ein varð fyrir bíl,
þegar hún gekk í hjólförunum
suður . Kópavogi í fyrra vetur.
Þurfti hún að liggja í rúminu í
margar vikur af þeim sökum.
Þetta ættu menn að hafa hug-
fast. Það er óþægilegt að ganga
utan við hjólförin í miklum snjó,
en það er alltof hættulegt að
ganga í þeim. ★
Aðkomumaður á Siglufirði:
EG hefi séð í tveim blöðum bæj-
arins, hina síðustu daga, að
sagt er frá dönskum manni, Aage
Henry Nörégaard, sem hafði mál-
að utan á hús sitt rógskennda frá
sögn af dvöl sinni á íslandi og
samskiptum sínum við fslendinga.
j hafi dag nokkurn komizt úr jafn-
j vægi og hafi hann skotið af riffli
i á eftir manni nokkrum er
j hann hafði orðið sundurorða við,
þegar maðurinn var að lesa um-
af miklum dugnaði hænsnabú.
Fyrir um 6—7 árum virtist hann
vera orðinn þreyttur á hænsna-
ræktinni og vildi þá hverfa aftur
heim til Danmerkur. Hann vildi
selja Siglufjarðarbæ hænsnahúsið
ásamt íbúðarskála, þegar hann
hafði losað sig við hæsnin.
Vera má að lesendur Mbl. reki
enn minni til þess, að skýrt var
frá því fyrir nokkrum árum, að
eldur hafi komið upp í hænsna-
búi, sem stendur skammt frá
bænum og voru eldsupptök óljós.
Þetta var bú Nörégaards. Það
kom fram síðar að Nörégaard
vildi heldur brenna hænsnahúsið
til ösku, en taka því tilboði, er
gert hafði verið í það, því svo lágt
þótti honum það. Síðar kom Nöré
gaard einnig við sögu í fréttum
blaðanna, því veslings maðurinn
fannst á götu hér í bænum, ósjálf
rædda auglýsingu. Nörégaard í bjarga vegna olvunar, en i ljos
þessi býr nú í Ringköbing að því I kom a logreglustoðmm, að hann
er ráðið verður af frásögn blað- ! var með alla vasa fulla af Pen'
anna. Það kemur ekki fram í blöð j ineum sv0 sklPU tu*um Þusunda-
um hvar þessi maður var, er harn | Á Siglufirði var ^ það á vit-
dvaldist hér á landi. En ég tel mig or^t allra, að Nörégaard gekk
geta upplýst lesendur dálka Vel- j el6i heill til skógar andlega, þá
vakanda um veigamikil atriði frá ! er hann hvarf þaðan, enda hef-
íslandsdvöl Nörégaards. Fyrir j ur það nú sannazt eftir þeimfregn
síðustu styrjöld kom þessi maður um er blöðin birta um Nöré
til Siglufjarðar með dýpkunar-
skipinu „lda“. Það var við upp-
gröft í Siglufjarðarhöfn. Þar varð
Nörégaard fyrir því slysi að
missa aðra höndina og varð hann
að hætta störfum á dýpkunarskip
inu. Hann ílentist á Siglufirði.
Á styrjaldarárunum rak hann t.d.
gaard. Þetta rifjaðist allt upp
fyrir mér, er ég las uml Nörégaard
gamla og ég tel rétt að þetta komi
fram, því það kann að bregða
ljósi á íslandsdvöl hans.
Hann var dugnaðar maður sem
varð fyrir slysi svo að heilsa hans
bilaði.
annarrar umræðu. Framsögumað-
ur heilbrigðis- og félagsmála-
nefndar í málinu, Sigurður Ó.
Ólafsson, tók til máls og skýrði
frá því, að nefndin hefði tekið til
athugunar þær skriflegu breyting
artillögur, sem lagðar hefðu verið
fram á síðasta fundi og legði
meiri hluti nefndarinnar til að
tillögurnar yrðu felldar. Þessara
tillagna hefur verið getið hér í
blaðinu.
Breytingartillögurnar voru felld
ar og frv. vísað óbreyttu til 3.
umræðu með 10 atkv. gegn einu.
Þriðja mál á dagskrá deildar-
innar var frumvarp um fræðslu
barna, þar sem lagt er til að próf-
lausir barnakennarar fái full
réttindi ef ákveðnum skilyrðum
er fullnægt eins og nánar var
rakið í blaðinu í gær. Mennta-
málanefnc’. lagði til að frv. yrði
vísað frá með rökstuddri dagskrá
og gerði Sigurvin Einarsson nán-
ari grein fyrir þeirri afstöðu
nefndarinnar.
Karl Ilristjánsson, fyrri flm.
frv., tók til máls og gagnrýndi
nokkuð ræðu framsögumanns og
einstök atriði í röksemdafærslu
þeirra aðila, sem höfðu sent um-
sagnir.
Gylfi Þ. Gíslason, menntamála-
ráðherra kvaddi sér hljóðs og
þakkaði menntamálanefnd af-
greiðslu hennar á frv. Kvað hann
það hefði verið spor í ranga átt ef
frv. hefði verið samþykkt.
Rökstudda dagskráin var sam-
þykkt að viðhöfðu nafnakalli
með 8 atkv. gegn 3.
Fjórða r.iál á dagskrá efri deild
ar var frv. um Búnaðarmálasjóð
og er þess getið annars staðar í
blaðinu.
Ileilsufarið
í GÆRKVÖLDI barst blaðinu
yfirlit frá skrifstofu borgarlækn-
is, um heilsufar bæjarbúa. Er
yfirlitið miðað við vikuna 15.—
21. febrúar. Ekki er hægt að segja
að í þeirri viku hafi geisað hér
í bænum neinir alvarlegir kvill-
ar. Þess má t.d. geta, að tala in-
fluenzutilfella var þá viku 5 en
hafði verið 26 vikuna á undan.
Mislingar gera enn vart við sig,
og höfðu tilfellin verið 18. Það
voru helzt brögð að kvefi, 163
tilfelli, og svo 82 tilfelli háls-
bolga.