Morgunblaðið - 07.03.1959, Blaðsíða 8
8
MORCVHBLAÐIÐ
Laugardagur 7. marz 1959
Utg.: H.f. Arvakur Reykjavík
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.j
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá
Einar Asmundsson.
Lesbók: Árni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480
4skriftargald kr 35,00 á mánuði innar
1 lausasölu kr. 2.00 eintakið.
EYSTEINN III.
UTAN UR HEIMI
jr
Astarsenurnar eru enginn
leikur lengur.............
Brigitte er ástfangin — i alvöru
PAFADÓMUR hefur nú
staðið í nær 2000 ár. Þó
eru kaþólskir ekki komn-
Ir lengra í páfaröðinni en svo,
að nú situr á páfastóli Jóhannes
XXIII. Framsóknarflokkurinn er
einungis rúmlega 40 ára gamall.
Þeir eiga þó nú þegar Eystein
III. Munurinn er sá, að kaþólsk-
ir skipta um páfa en Eysteinn
skiptir um skoðun.
Eysteinn Jónsson tekur alger-
um hamskiptum eftir því með
hverjum Framsóknarflokkurinn
vinnur hverju sinni. Þegar Fram
sókn var í stjórn með Sjálfstæð-
ismönnum fyrir liðlega 3 árum,
hélt Eysteinn því fram, sem hann
síðar varði 2 y2 ári til að afneita
af öllum lífs og sálar kröftum.
Nú er hafinn nýr þáttur. Á
meðan V-stjórnin stóð, voru allar
hennar ráðagerðir byggðar á því,
að nóg væri flutt inn af hátolla-
vörum. Undir því var í senn kom
in afkoma ríkissjóðs og mögu-
leikar til þess að veita útflutn-
ingsatvinnuvegunum þann stuðn
ing, sem lofað haf^i verið. Gylfi
Þ. Gislason, viðskiptamálaráð-
herra, skýrði af hreinskilni frá
þessari stefnu V-stjórnarinnar í
umræðum sem urðu á Alþingi nú
í vikunni. Hann játaði, að V-
stjórninni hefði mistekizt að
fylgja þessari stefnu sinni, en
þar af hefði leitt hallarekstur,
sem ætti drjúgan þátt í ófarnaði
efnahagsmálanna á þessu tíma-
bili.
Eysteinn Jónsson harðneitaði
aftur á móti nú því, sem áður
hafði verið trúarjátning hans.
Hann taldi það sorglegt dæmi
um spilling stjórnarfarsins, ef
taka ætti upp þann hátt að láta
afkomuna vera komna undir inn-
flutningi hátollavara. Annað eins
glapræði þóttist hann aldrei fyrr
hafa heyrt.
Þegar Gylfi Þ. Gíslason minnti
hann á, að þetta væri einmitt
stefnan, sem þeir félagar hefðu
verið að bisa við að fylgja alla
þeirra sameiginlegu stjórnartíð,
þá gat fjármálaráðherrann fyrr-
verandi ekki neitað því. Hann
sagði einungis sjálfum sér til
afsökunar, að hann hefði komið
því til vegar, að öðru hverju
hefði verið frá stefnunni brugðið.
Hinu gat hann ekki neitað, sem
Gylfi Þ. Gíslason upplýsti, að
allar áætlanir V-stjórnarinnar
hefðu verið á því byggðar, að inn
flutningur hátollavara væri lát-
inn sitja fyrir öðrum. Jafnframt
skýrði viðskiptamálaráðherra frá
því, að nú mundi ekki fremur
en áður vera hægt að fylgja
þessari stefnu, svo einstrengings-
lega að innflutningur brýnna
lífsnauðsynja væri útilokaður. í
þeim efnum væri ekki ætlunin
að gera neina breytingu.
Eysteinn Jónsson fullyrti aftur
á móti að svo hlyti að vera og
þó væri það ekki viðskiptamála-
ráðherranum að kenna nema þá
að litlu leyti. Hér ætti Sjálfstæð-
isflokkurinn alla sök á.
Orðaskak Eysteins Jónssonar
varð til þess, að Jóhann Hafstein
benti á, að viðskiptamálaráð-
herra hefði mótmælt því, að hér
væri um nokkra nýja framkvæmd
í innflutningsmálum að ræða.
Enda þótt því hefði verið mót-
mælt og það lægi ljóst fyrir öll-
um þingmönnum, þá hefði Ey-
steinn Jónsson haldið hinu gagn-
stæða fram, og hans ummælum
mundi ætlaður staður í Tíman-
um daginn eftir. Mundu menn
geta lesið þar í stórum fyrir-
sögnum, að nú væri það stefna
ríkisstjórnarinnar að flytja inr»
lúxus í stað nauðsynja.
Tíminn lét ekki á sér standa
að fara eftir því, sem Jóhann
Hafstein hafði sagt fyrir. Einmitt
daginn eftir umræðurnar á Al-
þingi var þar á fremstu síðu
birt fjögurra dálka fyrirsögn og
sagt:
„Yfirlý:. á Alþingi í gær, að
stefna stjórnarinnar sé:
Innflutningur hátollavara sitji
fyrir en dregið verði úr öðrum
vöruflokkum.
Innflutningur landbúnaðarvéla
á að minnka mikið á þessu ári.
Sjálfstæðismenn tóku eindregið
í streng með stjórninni, og er hér
sýnilega um stefnu stjórnarflokk
anna að ræða“.
Hér er öllu snúið öfugt. Sjálf-
stæðismenn bentu einmitt á, að
hér væri um mjög varhugaverða
stefnu að ræða, sem ekki mætti
fylgja svo að tjón yrði af, enda
höfðu þeir einmitt átt hlut að
því, að núverandi ríkisstjórn
ákvað að tryggja að engin stöðv-
un yrði á innflutningi landbún-
aðarvéla o~ varahluta til þeirra
á þessu ári. Með því er gersnúið
frá því, sem fylgt var á sl. ári.
Þá lét V-stjórnin viðgangast að
langvarandi hörgull varð. á brýn-
ustu varahlutum. í umræðunum
á Alþingi í haust, varð ljóst, að
þáverandi landbúnaðarráðherra,
Hermann Jónasson, hafði ekkert
að gagni gert til þess að fá úr
þessu bætt. Hann lét við skrif-
finnskuna eina sitja. Vafalaust
hefur þar ekki- ráðið illvilji, held-
ur gáleysi eða annir við að
víkja nær helming þjóðarinnar
tíl hliðar, eins og Hermann Jón-
asson taldi vera aðalafi’ek stjórn-
ar sinnar. Öll sú frammistaða er
þeim mun óskiljanlegri, sem það
er vissulega satt, að varahlutir
i landbúnaðarvélar eru ekki síð-
ur nauðsynlegir en veiðarfæri
eða varahlutir í fiskibáta.
Enn annað er, að Sjálfstæðis-
flokkurinn er ekki „stjórnarflokk
ur“ nú og •vill einmitt láta breyta
svo til, að úr öllu þessu öngþveiti
verði komizt.
Þegar á þetta og annað er litið,
er ekki að furða þó að frammi-
staða V-stjórnarinnar hafi svo
gengið fram af eindregnustu
Framsóknarmönnum, að einn
þeirra, Ketill Indriðason, bóndi á
Ytra-Fjalli, segi í Tímanum í gær
um atferli V-stjórnarinnar:
„-------og meira að segja Hk-
ur til þess að skárra væri, þó
Sjálfstæðisflokkurinn hefði náð
stjórnartaumiínum einn“.
Harður dómur er þetta, yfir
þeirri stjórn, sem Tíminn hælir
sér af, að hann hafi staðið betur
með en nokkur annar. Þegar á
þetta er litið, verður skiljanlegt,
að Framsókn vilji alls ekki að um
verk hennar verið kosið, heldur
óski að þau falli í gleymskunn-
ar dá og dómur kjósenda byggist
á öllu öðru. En frá ábyrgðinni
á því, hvernig nú er komið, mun
Framsóknarflokkurinn með engu
móti sleppa, hversu mörgum ólík-
um skoðunum, sem forystumenn
hans halda fram.
KYNÞOKKAKVENDIÐ Brigitte
Bardot hefir nú fundið nýjan
ástmög — Jacques Charrier sem
þið sjáið með henní á myndinni,
sem hér fylgir með.
Nú er sem sagt allt búið að
vera með hann Sacha Distel, sem
var einasti vinur og „hjartakrútt
ið“ hennar Brigitte fyrir nokkr-
um dögum. — Hann ver nú tíma
UM daginn gerðist all róstusamt
í bæjarráði Rómaborgar — og or
sökin var marmarasúla nokkur,
gulltyppt, sem á er letrað stór-
um stöfum: „Mussolini". — Súla
þessi stendur við innganginn að
íþróttavelli þeim, sem verður að-
alvettvangur Olympíuleikanna
1960
Mikill hluti bæjarráðsmanna
taldi það hina mestu óhæfu, að
gestir hvaðanæva úr heiminum
væru þannig minntir á fasista-
stjórn Mussolinis. Urðu umræður
hinar heitustu — og þótti orð-
bragð sumra bæjarráðsmanna við
þetta tækifæræi
hneykslanlegt í
meira lagi.
★
Þar sem ekk-
ert samkomulag
náðist í bæjar-
ráðinu um mál-
ið, var því vísað
beinustu leið til
þjóðþingsins. En
menn gera ráð
fyrir, að þar taki
ekki betra við
— því að nýfas-
istar eru all
sterkir á þingi.
Þeir, sem vilja
lofa Mussolini-
súlunni að
standa benda á
það, að í Róma-
borg úi og grúi
af alls kyns
minnismerkj-
um um ýmsa
sínum til þess að ferðast fram og
aftur um Frankariki — og syng-
ur dapurri röddu um ástina —
og ástarsorgirnar.
Til að byrja með var ást þeirra
Brigitte og Jacques aðeins ,,til að
látast" — fyrir framan kvik-
myndavélina. Hann er sem sé
mótleikari hennar í kvikmynd-
inni „Babette Goes To War“.
kafla í sögu þjóðarinnar — og sé
þar ekki síður minnt á dekkri
hliðarnar en hinar bjartari. — Og
hvers vegna þá að gera sérstak-
ar ráðstafanir að þessu leyti
vegna fasíska tímabils, sem að-
eins stóð um tuttugu ára skeið?
Þeir, sem vilja láta fjarlægja
minnismerki þetta, benda hins
vegar á það, að hinir fjölmörgu
útlendingar, sem komi til Ítalíu
í sambandi við Olympíuleikana,
geti fengið rangar hugmyndir
um sjónarmið þau og skoðanir,
sem ríkjandi séu hjá meirihluta
ítala í dag.
★
En þótt upp úr hafi soðið í sam
bandi við nefnda súlu, er vanda-
málið raunverulega miklu um-
fangsmeira. — Hinn mikli íþrótta
leikvangur var sem sé byggður
að mestu í tíð Mussolinis, þótt
honum yrði ekki lokið, og þar er
víða að sjá skilti og áletranir,
sem minna á fasistatímann.
Þannig stendur t.d. greypt í mar-
maragólfið á nokkrum stöðum:
„Margir óvinir — mikill heiður"
— en það var eitt af helztu slag-
orðum fasistanna. — Og það er
ekki aðeins á hinni háreistu mar
marasúlu, sem nafn Mussolinis
stendur letrað. Margar af burð-
arsúlunum í *byggingum íþrótta-
svæðisins eru kyrfilega ígreyptar
nafni hans, ásamt einkunnarorð-
inu „dux“ — foringi.
En svo gerffist þaff einn góffan
veffurdag — ja, hvaff gerffist? Jú
— Brigitte varff ástfangin, í „fúl-
ustu“ alvöru. — Og þaff er sagt,
að leikstjórinn hafi haft lítiff að
gera síffustu dagana, þegar þau
Brigitte og Jacques hafi verið aff
„leika“ ástaratriðin í kvik-
myndinni ....
Tító hefur lítiim
áhuga á Balkan-
bandalagi
Belgrad 4. marz. (NTB).
TITÓ, forseti Júgóslavíu heldur
fast við fyrri neitun sína um að
koma fjöri í Balkan-bandalagið,
sem er hernaðarbandalag Júgó-
slavíu, Grikklands og Tyrklands.
Er þetta ljóst eftir viðræður hans
við Karamanlis forsætisráðherra
Grikkja.
Tító var einnlg hikandi varð-
andi aukin menningar- og efna-
hagssamskipti milli Júgóslavíu
og Grikklands. Hinsvegar óska
Júgóslavar ekki eftir því að segja
upp Balkan-samningnum. Þeir
vilja að hann sé áfram við lýði
án þess, að hann sé framkvæmd-
ur.
Hjálparhveiti
til Jemen
Washington, 4. marz.
FYRSTU skipsfarmar af hjálpar-
hveiti frá Bandaríkjunum eru
komnir til smáríkisins Jemen á
vesturströnd Arabíu. Ríkir hung-
ursneyð í landinu og hafa Egypt-
ar ekki verið þess megnugir að
hjálpa Jemen-búum, þótt ríkið sé
hluti af Arabíska sambandslýð-
veldinu. Bandaríkjamenn hafa á-
kveðið að gefa landsfólkinu 15
þúsund tonn af hveiti og er helm-
ingurinn þegar kominn austur
þangað.
• LONDON, 5. marz — Talið
er, að um 30 menn hafi látið lífið
í óeirðunum í Njasalandi undan-
farið. Fréttamaður Reuters seg-
ir, að kyrrð hafi í dag komizt á
þar í landi og yfirleitt hafi menn
gengið til vinnu sinnar. Van-
trauststillaga Verkamannaflokks
ins á brezku stjórnina vegna ó-
eirðanna í Njasalandi var felid
með 57 atkv.
Mussolinisúlan veldur
hatrömmum deilum