Morgunblaðið - 07.03.1959, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 07.03.1959, Qupperneq 14
14 MORGl’NBLAÐIÐ Laugardagur 7. marz 1959 Cufubaðstofan verður opin á sunnudögum frá kl. 9—1 fyrir karl- menn. CUFUBAÐSTOFAN Kvisthaga 29 — Sími 18976. Framtíðaratvinna fyrir ungan, duglegan afgreiðslumann. Þarf að vera vanur gluggaskreytingum. Upplýsingar á skrifstofu vorri mánudaginn 9/3 kl. 5—6. Verzlun O. Ellingsen h.f. SJALFSBJÖRC félag fatlaðra Heldur skemmtifund n.k. mánudags- kvöld kl. 20,30 í Tjarnarcafé. Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti. Stjórnin Fundurinn sem átti að vera í dag, fellur niður vegna framhaldsaðal- fundar F.l.H. Næsi fundur verður næst- komandi laugardag. JAZZ klúbbur Reykjavíkur HAFNABFJÖRÐUR KVÖLDVAKA Hraunprýðiskvenna verður haldin sunnudaginn 8. marz kl. 8,30 e.h. í Bæjarbíó. Dagskrá: 1. Kvöldvakan sett. Frú Ester Kláusdóttir 2. Henrik Ottóson, sjálfvalið efni. 3- Leikþátturinn Eiginmaður Hraunprýðiskonu eftir S.G. 4. Þjóðdansar undir stjórn frú Nikolínu Einarsdóttur 5. Tízkusýning (Nýjustu bjargráðin) — HLÉ — 6- Gamanþáttur Gestur Þorgrímsson og Haraldur Adolfsson. 7. Listdans Jón Valgeir Stefánsson og Edda Ssheving 8. Einsöngur: Frú Hanna Bjarnadóttir Undirleik annast Skúli Halldórsson, tónskáld 9. Skrautsýning Kynnir verður ungfrú Svanhvít Magnúsdóttir. Aðgöngumiðar verða seldir í Bæjarbíó í dag frá kl. 4—7 e.h. og á morgun sunnudag frá kl. 4 e.h. Að þessu sinni verður ágóðanum af kvöldvökunni varið í söfnunarsjóð vegna sjóslysanna KV ÖLDV ÖKUNEFND. anna Einarsdóttir áttræð ÞÓTT ég sé í nokkurri fjarlægð og búi úti á landsbyggðinni, má ekki minna vera en ég sendi vin- konu minni, Jóhönnu Einarsdótt- ur, ofurlitla vinarkveðju, þegar hún í dag fyllir áttunda tug ævi sinnar. Rúmlega þrjá síðustu áratug- ina hefur hún verið búsett í hög- uðstaðnum, en þangað fluttist hún frá Vestmannaeyjum með síðari manni sínum, Guðjóni Guðjónssyni, sem löngum var kenndur við Sjólist. Kunningskapur okkar er orð- inn æði gróinn, rúmlega hálfrar aldar gamall. Löngu áður en ég fór sjálfur að muna eftir mér, hófst með okkur órjúfanleg vin. átta, sem fór jafnan vaxandi eft- ir því sem aldur og þroski færð- ist yfir mig. Hefur sú vinátta stað ið til þessa dags. Frá því ég var tveggja til þriggja ára hnokki, fæddur og uppalinn 1 Reykjavík, fór ég með móður minni á hverju vori aust- ur í Rangárvallasýslu. Þetta var á dögum Hans pósts, þess ágæta, minnisstæða manns, og vagnanna hans, áður en nokkur á var brúuð austan Þjórsár. Þá var þessi leið ekki farin á tveim tímum eins og nú, heldur á tveim dögum. f fyrstu komust vagnarnir ekki lengra en að Þjórsártúni, nokkru síðar að Ægissíðu og loks alla leið austur að Garðsauka. Mér er í barnsminni, er ég fór með fyrstu ferð póstvagnanna yfir Holtin, og svo einnig, þegar fyrst var far- ið austur Rangárvelli og Hvol- hrepp, eftir að Rangárnar voru brúaðar. Þegar við svo, eftir ævintýra- legt og spennandi ferðalag náð- um síðasta áfanganum, beið Jó- hanna þar með hesta sína til þess að reiða okkur heim í litla kot- bæinn sinn, hreinan og vinaleg- an, að Giljum í Hvolhreppi. Þangað var alltaf gott að koma, svo gott, að síðan er Jóhanna mér minnisstæðust sem Jóhanna í Giljum. Þar var svo hvílzt um hríð í bezta yfirlæti unz ferðinni var haldið Áfram suður á sjávarbæina í Landeyjum, til Hallgeirseyjar og Bergþórshvols. í Hallgeirsey höfðu þær alizt upp á sama hlað- inu, móðir mín úr Vesturbænum, en Jóhanna úr Miubænum. Þar bundust þær stallsystur ævilöng- um tryggðum. Jóhanna ólst upp í foreldra- húsum í sárri fátækt, ein af þeim elztu, í hópi margra systkina. En fátæktin var ekkert einsdæmi í þá daga, svo að alls ekki mun fjarri sönnu, að margur efna- bóndinn há myndi varla reiknast nema slakur hálfdrættingur á við kotbóndann nú. Allir þurftu því að halda spart á, jafnvel líða nauð. Það fór þá heldur ekki hjá því að hin ósveigjanlega barátta við basl og bágindi mótuðu hugs- un og viðhorf fólksins til lífsins, þegar hver stund var metin til munnbita eða svo gott sem. Bamt sem áður rættist það á Jóhönnu og hennar systkinum, að börn gátu orðið að mönnum, þrátt fyrir harðýðgi krappra kjara. Ung að árum giftist hún fyrri manni sínum, Erlendi Jónssyni bónda og trésmið frá Arngeirs- stöðum í Fljótshlíð, mesta dugn- aðar og ágætismanni. Hófu þau búskap að Giljum. Eftir langa sambúð missti Jóhanna Erlend frá níu börnum, flestum í ómegð. Stóð hún þá ein eftir, ekkja, slypp og snauð af þessa heims auði, og varð nú að bjargast sem kostur var. Þau elztu fóru að vinna fyrir sér, tveim kom hún fyrir í fóstur, hin fylgdu henni til Vestmannaeyja, þar sem hún bjó um skeið, unz hún fluttist til Reykjavíkur sem fyrr segir. Frá því ég var barn, hafa leiðir okkar Jóhönnu legið jafnt og þétt saman. Ég hef heldur ekki talið eftir mér sporin til hennar. Hjá henni nýt ég þeirra mannkosta, sem ég tel, að öðru jöfnu, taki flestu fram, en það er alúð og velvild sannrar gestrisni. í þeim kostum speglast ávallt beztu eig- inleikar góðs manns. Það má líka með sanni segja, að heimili henn ar hefur staðið opið; aðlaðandi gestum og gangandi, ekki sízt þeim, er þurfandi voru. Ég hef heldur aldrei vitað hana svo fá- tæka, að hún hafi ekki borið frajn af rausn sem af nógu væri að taka, enda er hún ein af þeim, er verður ríkari af að gefa en þiggja. Á yngri árum var Jóhanna glæsileg kona, fríð sýnum og eft- irtektarverður persónuleiki. Bjart og hreint andlit. Skýrleg og ein- örð á yfirbragð. Einörð og ein- beitt í skapi og svörum. Þrátt fyrir áttatíu ár á herðum, ber hún m. a. s. reisn og glæsi- mennsku fyrri ára furðu vel. Oft hefur mér fundizt hún likjast kvenhetjum fornaldarinnar, sem uxu að manndómi og þokka við hverja eldraun, héldu, þrátt fyrir mikla reynslu, lífsgleði alvöru- mannsins, raunsæi hans og íhygli, samfara ólgandi tilfinningum, sem aldrei víluðu að leggja allt í sölurnar fyrir ástvini sína, máttu ekkert aumt sjá né ósjálfbjarga, en gátu á hinn bóginn heldur ekk- ert illt þolað. Jóhanna er Rangæingur að ætt, fædd 7. marz 1879, alin upp við kröpp kjör. Býr um árabil við skilyrði barnmargrar ein- yrkjakonu. Þarf tvisvar að hlíta ekkjudómi og þrjá syni sína upp komna missir hún. Hinn elzti, barna hennar, Ólafur,drukknaði á Halamiðum þ. 8. febrúar 1925, en hinir, Haraldur og Erlendur Erlendssynir, létust á öndverðum vetri, sá síðarnefndi vestur í Kaliforníu. Sannarlega á þessi áttræða vin- kona mín í dag langan starfs- feril að baki sér. Sá ferill var oft stormasamur, og víða skeinuhætt. Oft ljómaði jafnframt sól í heiði, enda er hún giftuvíf, þegar allt kemur til alls. Hún er vissulega ekki alfullkomin, en engu að síður hin ágætasta kona. Hún er einlæg trúkona og stendur, að því leyti,. báðum fótum á klöpp veruleikans. Hún er trygg í lund og traust í öllu, sem hún leggur hug eða hönd að, ekki hálfvolg í neinu. 3n eins og mörgum til- finningamönnum hættir til, er hún örlyn^ og getur orðið þykkju þung, en það eru nú víst fleiri, sem eru með því markinu brennd ir, enda ekki tiltökumál. Um leið og ég árna Jóhönnu allra heilla í nútíð og framtíð og bið þess jafnframt, að hún megi orna sér við notalegar glæð ur gamalla minninga í rósemd og friði ellinnar, er mér ríkt í huga að benda að lokum á það, að Jó- ! hanna tilheyrir merkilegri kyn- slóð, sem að vísu er óðum að kveðja, — kynslóð, sem við eig- um meira að þakka, en við að jafnaði gerum okkur ljóst, fyrir allt það, er hún hefur veitt okk- ur, sem yngri erum, því að með starfi sínu og baráttuþreki hef- ur þessi hnígandi kynslóð lagt grundvöll þess, sem við njótum í dag. Hinn dýrmæti arfur, reynsla heillar þjóðar, hefur okk- ur verið falinn af feðrum okkar og mæðrum til ávöxtunnar og fullkominnar skilsemi til næstu arftaka, r sínum tíma, eins og skyldan við þjóðarsómann og okk ur sjálf framast býður. Því marki verður einungis náð með því, að við tökum þetta fólk til fyrir- myndar í hlýðni og kostgæfni við heilagar og eðlilegar lífskröfur, svo að „menningin frá minning- unni, manntakið í nútíðinni fram- tíð skulu hefja hæst“. Jóhanna má vel við una, að vera ein úr hópi þessarar öldnu kynslóðar og jafnan trúr lífsþegn sinnar samtiðar. Snemma dags byrjaði hún a ðrækja skyldur sín ar við lífið og heldur því áfram, þótt þegar sé orðið síðla kvölds. Ef það ævidagsverk yrði metið til dagvinnustunda nútímans, myndu henni áreiðanlega verða reiknuð tvisvar sinnum áttatíu ára dagsverk. En hvað svo með allt orlofsféð? Það verður hvorki fæða ryðs né möls, en sígild um- bun hins trúa verkamanns, óhjá- kvæmileg afleiðing kostgæfinnar lífsbreytni. Henni sé heíll og heiður. Söðulsholti, 7. marz 1959. Þorsteinn L. Jónsson. Arshátíð hjúkrunarnema verður haldin sunnudaginn 8. marz kl. 21 í Sjálfstæðishúsinu. Skemmtiatriði. Dansað til kl. 2. Miðasala sunnudag frá kl. 16 og við innganginn. NEFNDIN. Framsóknarhúsið Lokað í kvöld vegna veizluhalda FRAMSÓKNARHÚSIÐ Félag íslenzkra hljómlistarmanna Fromholdsaðaifundur félagsins verður í dag kl. 1,15 eh. í Breiðfirðinga- búð. Framhald aðalfundarstarfa m.a. áríðandi lagabreytingar. Fjölmennið og mætið stundvíslaga. ST.JÓRNIN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.