Morgunblaðið - 01.04.1959, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 01.04.1959, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 1. april 1959 MORGVTSBLABIB 9 Passíusálmar í útvarpi og þriggja alda afmæli þeirra Á ÞESSTJM föstutíma hafa orðið umræður í blöðum um flutning Passíusálmanna í útvarpi. Mig langar að leggja þarna nokkur orð í belg. Sumir a. m. k., sem hafa látið tíl sín heyra um þetta mái; vilja gerbreyta flutningi þeirra frá því, sem verið hefur. Þeir vilja, að hætt sé að lesa þá, en í stað þess verði þeir sungnir og þá helzt af kór. Þetta finnst mér mjög vanhugsað. Ef kór syngur þá, geta menn allt ekki fylgst með sálmunum, og að mjög tak- mörk'iðu leyti, þótt einsöngvari syngi. Menn mundu heyra sama lagið sungið, jafnvel 29 sinnum, en engan sálm. Sálmarnir hljóta þó að vera aðalatriðið í þessum flutningi. Það er hreinasta fjar- stæða að láta sér detta í hug, að allir, öll þjóðin, setjist niður með sálmana í höndunum og fylgist með á bókinni. Það mundu ekki margir gera, enda munu fjölda mörg heimili í land inu vera þannig stödd nú á tím- um, að eiga alls ekki sálmana á prenti. Það mundi taka allt að hálftima að syngja lengstu sálm- ana. Þessi söngur yrði látinn glymja í útvarpinu á heimilun- um eins og dægurlagamúsik og hlustað á hann á svipaðan hátt, unglingarnir mundu þó hlusta míklu betur á dægurlagamjálm- ið. í fyrri daga voru sálmarnir að ■vísu sungnir á heimilunum, en þó ekki alls staðar, sums staðar voru þeir lesnir, og sums staðar var nokkur hluti sálmsins sunginn, en hitt lesið, því að það þótti of langt að syngja allan sálminn. En þó að þeir hefðu verið undan- tekningarlaust sungnir frá upph. til enda á hverju einasta heimili áður fyrri, þá er ekki þar með sagt, að það væri heppilegt nú á tímum að syngja sálmalag í út- varpið kvöld eftir kvöld milli 20 og 30 sinnum, án þess að tekstinn skiljist. í gamla daga sat fólkið við vinnu sína á kvöld- vökunni og söng svo sálminn áður en það fór að sofa. Tímarnir eru breyttir. Meðan Passíusálmarnir eru lesnir í útvarpi einu sinni á ári, gleymir þjóðin þeim ekki, en ef hinn hátturinn yrði upp tekinn, mundi hú smátt og smátt gleyma þeim, nema nafninu einu og fá- einum versum, sem börn yrðu látin læra, auðvitað að undan- skildum þeim, sem lesa gamlar bókmenntir. Það tekur ekki lengri tíma að lesa einn sálm en svo, að fólk hlustar á hann til enda, og ég hugsa, að unglingar og jafnvel börn hlusti furðu mik- ið á lestur sálmanna. Lestur og söngur Passíusálm- anna var að leggjast niður á heim ilunum og víðast hvar niður lagð- ur, en þá kom útvarpið til hjálp- ar. Þjóðin hefur ekki efni á að gleyma sínum mestu ménhingar- verðmætum. Og það má áreiðan- lega slá því föstu, að hvergi liokkurs staðar i heiminum hefur skáldverk verið nokkurri þjóð önnur eins lífsins lind eins og Passíusálmarnir hafa verið ís- lenzku þjóðinni næstum þrjár ald ir. Komið hefur fram rödd um þáð, að ekki megi nema prestar lesa Passíusálmana í heyranda hljóði. Að mínu áliti er það hreinasta firra, að það sé ein- hver goðgá, að leikmaður lesi þá, ef hann gerir það vel. Sálmar eru ekki sakramenti, sem prestar einir hafa leyfi til að útdeila. Sú var tíðin, að prestar einir máttu lesa biblíuna, og það væri ein- kennileg öfúgþróun, ef nú ætti að faera það yfir á Passíusálm- ana. Ég er líka alveg á móti því að velja úr sálmunum til að lesa, en sleppa hinu. Það á að lesa þá og lesa þá í heild eins og þeir eru. En það gætí vel komið til mála að syngja fyrsta og siðasta vers- ið í staðinn fyrir að leika bara lagið, og alveg sérstaklega hefði það verið æskilegt núna, þegar leikin eru lög, sem fólkið kann ekki. Nokkrar umræður hafa orðið um þessi lög og er það að von- um. Flestum mun reynast erfitt að átta sig á lagi, sem þeir heyra leikið í fyrsta sinn, en mér finnst nokkuð fljótfærnisleg ályktun, sem fram kom í einni blaðagrein um þetta mál, að þessi lög getí engan veginn samþýðst Passíusálm. eða átt við þá.. Þetta eru þó lög, sem þjóðin sjálf hefur samið við þá og samsungið þeim a. m. k. hátt á aðra öld. Sigurður Þórðarson á þakkir skilið fyrir að safna þeim og raddsetja og þar með forða þeim frá gleymsku. Að endingu vil ég vekja at- hygli á því, að þetta yfirstand- andi ár er merkisár í sögu Passíusálmanna. Á þessu ári eru sem sé liðin rétt 300 ár síðan Hallgrímur lauk við þá, en það var árið 1659. Mér þætti ekki óeðlilegt, að þessa afmælis væri eitthvað minnst áður en árið líð- ur, t.d. með samfelldri dagskrá í útvarpinu um sálmana, bók- menntagildi þeirra, gildi þeirra fyrir þjóðina á mesta eymdar- tíma hennar, útgáfur sálmánna o. s. frv. Vera má, að sumir vilji alveg bíða með þetta til ársins 1967, en þá verða 300 ár liðin frá því að þeir voru fyrst gefnir út. Stefán Sigurðsson. Hagur Fríkirkjusafnað- arins stendur með blóma Frá 59. aðalfundi safnaðarins AÐALFUNDUR Fríkirkj usaf n-, aðarins í Reykjavík, hinn 59. í röðinni, var haldinn sunnudag- inn 15. þ. m. í Fríkirkjunni. — Fundarstjóri Var kjörinn Magnús J. Brynjólfsson framkvæmda- stjóri, en fundarritari Ólafur B. Pálsson. í fundarbyrjun minntist prest- ur safnaðarins, séra Þorsteinn Björnsson, þeirra safnaðarfélaga er látizt höfðu á árinu. ★ Úr stjórn áttu að ganga Kristj- án Siggeirsson, kaupm., Valde- mar Þófðarson, kaupm. bg Kjart- an Ólafsson, varðstjóri. Tveir hinir fyrrnefndú voru endur- kjörnir, en Kjartan Ólafssón gaf ekki kost á sér í stjórnina aft- ur. I hans stað var kosinn Vil- hjálmur Árnason, skipstjóri. — Magnús Bl. Jóhannesson, verk- stjóri, var kosinn varamaður í 1 stjórnina. Endurskoðendur voru kosnir Jón Hafliðason, fulltrúi, Þórarinn Magnússon, skósmíða- meistari og Pétur Jóhannesson, framkvæmdastjóri, til vara. Stjórnina skipa nú: Kristján Siggeirsson, formaður, Vaidemar J Þórðarson, varaformaður, Magn- ús J. Brynjólfsson, ritari, frú Ingibjörg Steingrímsdóttir, frú Pálína Þorfinnsdóttir, Þorsteinn J. Sigurðsson, Vílhjálmur Árna- son. — Varamenn: Óskar B. Er- lendsson, lyfjafræðingur og Magnús Bl. Jóhannesson. Talsvert hefir fjölgað í söfn- uðinum á kjörtímabilinu, og stendur hagur hans ágætlega. — Verið er nú að ljúka við að skrá- setja sögu Kvenfélags Fríkirkju- safnaðarins í Reykjavík, en það er elzta safnaðarkvenfélag lands- ins. Hefur Jón Björnsson rit- höfundur unnið verkið. Söfnuðurinn verður 60 ára 19. nóvember í haust. Verður af- mæiið haldið hátiðlegt. Var skipuð sérstök hátíðanefnd til að sjá um allar framkvæmdir í sam- bandi við afmælið. Eiga sæti í henni formenn hinna ýmsu fé- lagasamtaka innan safnaðarins ásamt organista og presti. Félagslíf stendur í miklum blóma. Var m. a. farin skemmti- FISKVEIÐI-hagfræðingar frá löndunum er liggja að Norður- Atlantshafi hafa verið boðaðir til ráðstefnu í Edinborg þann 22. september í haust. Að ráðstefn- unni standa Matvæla- og land- búnaðarstofnunn Sameinuðu þjóðanna (FAO), Alþjóðanefndin um fiskveiðar í Norðvestúr-Atl- antshafi og Alþjóða hafrannsókn- arráðið. Hluti ráðstefnunnar fer fram i tveimur nefndum, nefnd, sem fjallar um veiðiskýrslur og ann- arri, sem fjallar um hagskýrsl- ur um geymslu fisks, dreifingu og neyzlu. Samskonar ráðstefna var haldin í Kaupmannahöfn í maí-mánuði 1952. ferð að Skálholti á sl. sumri og tóku á annað hundrað manns þátt í henni. — Unglinga -og æskulýðsstarfsemi hefur verið haldið uppi innan safnaðarins á sl. ári og tekizt vel. Húsrými hefur staðið henni nokkuð fyrir þrifum, en verður nú reynt að leysa þann vanda, og auka hana og efla á allan hátt, með bættum húsakosti. Einn af velgjörðar- og áhúga- mönnum kirkjunnar, fyrr og síð- ar, sem ekki vill láta nafns síns gétíð ,færði söfnuðinum að gjöf 20 fágra kyrtlá til afnota fyrir söngfólkið við állar kirkjuat- hafnir. Trésmiði Vinn alls konar innanhúss tré- sraiíði í húsum og á verkstæði. Hef vélar á vinnustað. — Get útvegað efni. —. Sími 16605. 2ja herb. ibúð óskast til kaups í Reykjavík eða nágrenni, milliliðalaust. — Upplýsingar í síma 23681. — Gott herbergi til leigu gegn húshjálp, fyrir hádegi eða eftir samkomulagi. Eldhúsað- gangur gæti komið til greina. j Upplýsingar í síma 33059. — Tilboð óskast í Fiai — station árgerð 1959, sem er á leið trl landsins. Tiliboð leggist í póst- hólf 1293, fyrir laugardag, 4. apríl n. k. Lóð eða húsgrunnur óakast. — Upplýsingar í síma 35621. Ung hjón utan af landi, með 1 barn, óska eftir 1—-3ja herb. IBUÐ 14. mai. — Helzt í Austurhæn- um. Upplýsingar í síma 14775, frá kl. 9—6 daglega. TIL SÖLU 2ja herbergja íbúð, í blokk, sem byggð verður í sumar. Upplýs- ingar eru gefnar í síma 14603. Divanteppi fallegt úrval. — Sængnrfeppi, fóðruð með silkidamaski. — Dunskt fiður og hálfdúnn, fið- urhelt léreft, dúnhelt léreft. — Sængurveraduinask, lukuléreft. MANCHESTER Hafnarfjörður 2‘herbérgi og eltlhús óskast 14. n>aí. —- Upplýsingar í síma 50803. — íbúð óskast 2ja—3ja herb. ítoúð óskast til leigu nú þegar eða í vor. — Upplýsingar í KÍma 18141. Bandprjónar og ullargarn, margir litir. MANCHESTER Volkswagen Nýr Volkswngen-bír óúkaM. «— Sími 14830. — Karlmannaföt Útlend karlmannaföt, fei-ming- arföt, drengjaföt. 100% ull. Worsted. Betri föt. Lægra verð MANCHESTER Stúlka óskar eftir að komast að sem nemi á hárgreiðelustofu. — Upplýsingiar í síma 94783, milli kl. 5,30—7 í dag og á morgun. Stúlka barngóð og vönduð, óskast Ð amerískra hjóna hér í bænum. Hátt kaup. JAMES D. EI.LIS Vesturgötu 52. Keflavik Braggi eða skúr óskast leigður, í Keflavík eða Ytri-Njarðvik. Tilboð sendiet afgreiðslu Mtol., fyrir laugardagskvöld, merkt: „Bílskúr — 5113“. Starfsstúlkur Stúlka ósk-ast í söJuskúr, í ná- gienni Rvíkur. Einnig vantar konu til afgreiðslu á kaffisbofu í bænum. Uppl. á Miklubraut 88, kjallara eftir kl. 7. TIL LEICU 1 hei-toergi og eldtoús í Hlíðun- um. Tilboð merkt: „750 — 5111“, sendist blaðinu fyrir 8. apríl. — Sniðkennsla Nokkur pláss laus á dagnám- skeið, sem hefst þriðjudaginn 7. apríl. — Sigrún Á. Sigurðardótlir Dráputolið 48. — Sími 19178. Keflavik Herbergi og eidhús eða eldunar pláss, óskast sem fyrst. — Upp lýsingar í síma 253. 2ja—3ja lierbergja íbúð nieð húsgögnum, nálaegt Mið- bænum, til leigu strax. TiIboJI merkt: „íbúð 5108“, sendÍJSt afgr. blaðs-ins. Nýir, vandadir, fallegir svefnsófar með svampi, kr. 2900,00, með fjöðrum kr. 2500,00. Einstakt gjafveið. — Verkstæðið, Grettisgötu 69. Opið til kl. 9. Akranes íbúð til sölu, ný-standsett, í sambýlishúsi, á Akranesi. Laus til íbúðar 1. maí. Uppl. hjá Páli Jónssyni, Jaðarsbi'aut 41 eða í síma 259, Akranesi. ,■ 2ja—3ja herbergja ÍBÚÐ óskast til leigu, frá 14. maí. — Algjör reglusemi. — Upplýs- ingar í síma 15422. ÍBÚÐ Tvær samliggjandi stofur, eld- hús og baðherbei-gi, til leigu, nálægt Miðbænum, frá 16. apríl. Tilboð merkt: „Barn- laust — 5107“, sendist afgr. blaðsins. Húsgagnasmiðir Húsgagnasmiður óskast stnax. Verður að geta unnið sjálfstætt Get útvegað tveggja herto. ítoúð. Tiib. sendist afgr. blaðsins sem fynst, merkt: „Húsgagna- smiður — 5115". TIL LEIGU 3ja herbergja fbúð ósikast til leigu. Fyrirframgieiðsla, ef óskað er. Upplýsir.gar í síma 33029. — Hafnarfjörður Stúlka óskar eftir 1 herb. og eldhúsi eða eldunarplássi, nú þegar. Húshjálp kemur tíl greina. — Upplýsingar í síma 50426, eftir kl. 8. Stofa Sólrík, með tveimur innbyggð- um skápum, nálægt Miðbænum, til leigu frá 20. apríl. Tilboð merkt: „Einstaklingur — 5428“, sendist afgr. blaðsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.