Morgunblaðið - 01.04.1959, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.04.1959, Blaðsíða 24
VEÐRID Allhvass suðvestan, éL nrgmnMaMI* 72. tbl. — Miðvikudagur 1. apríl 1959 Varma- og raforkuver Sjá bls. 13. Biskupskjöri að tjúka Atkvæði talin á fimmtudag BISKUPSKJÖRI mun ljúka á miðnætti i kvöld. 1 gær höfðu borlzt atkvæði frá öllum prestum landsins nema 13. Var búist við að at- kvæði þeirra myndu berast í dag. Gústav Jónasson, ráðuneytisstjóri, tjáði Mbl. í gær að atkvæði myndu verða talin eftir hádegi á fimmtudag. Fer talningin fram í kirkjumálaráðuneytinu í Arnarhvoli. 1 kjörstjórn eiga sæti Gústav Jónasson, ráðuneytisstjóri, séra Sveinn Víkingur, biskupsritari, og séra Jón Þorvarðarson. Óvíst um úrslit Um úrslit í biskupskosningun- Um verður að sjálfsögðu ekkert fullyrt fyrirfram. í prófkosningu þeirri, sem fram fór í vetur meðal presta, féllu atkvæði hins vegar þannig, að þessir þrír prestar hlutu flest atkvæði: Séra Sigurbjörn Einarsson, prófessor, 49 atkvæði, séra Sig- urjón Árnason 24 atkvæði og Jakob Jónsson 20 atkvæði. Nokkrir fleiri prestar fengu örfá atkvæði hver. Gert er ráð fyrir að hinn nýi biskup yfir íslandi taki vígslu í júnímánuði í sumar. Bœrinn á Víðivöllum brann á skírdag Camla baðstofan stendur ein uppi SAUÐÁRKRÓKI, 30. marz. — Um átta leytið sl. fimmtudags- morgxm varð heimilisfólkið að Víðivöllum í Skagafirði þess vart að eldur var uppi í íbúðar- húsinu þar. Var hringt á næstu bæi og kom margt fólk úr ná- grenninu til að hjálpa til við slökkvistarfið. Eldurinn breiddist út á skammri stundu og varð ekki við neitt ráðið. Um kl. 9 var hringt í slökkviliðið á Sauðár- króki, sem komið var á leið fram eftir að 10 mínútum liðnum, en þegar á staðinn var komið, voru bæjarhúsin alelda. Samt tókst að bjarga hinu svokallaða gamla bæjarhúsi, sem búið er að standa af sér svo bruna á þessari öld. Bæjarhúsin voru byggð úr timbri með torfþaki og stöfnum, tvílyft að nokkru og kjallari var KÓPAVOGUR Árshátíð Sjálfstæðisfélaganna I Kópavogi verður haldin fimmtu daginn 2. apríl kl. 8,30 í Sjálf- stæðishúsinu. Nánar auglýst inni í blaðinu. Skemmtinefndin. Sjálfstæðiskvennafélagið Hvöt heldur fund i Sjálfstæðishúsinu í kvöld kl. 20.30. Á fundinum verða rædd félagsmál, og frú Kristin Sigurðardóttir, fyrrv. al- þingismaður segir fréttir af lands fundinum. Þá skemmta frú Emil- ía Jónasdóttir, leikkona, og Valde mar Lárusson, leikari og á eftir verður kaffidykkja og dans. Öllum Sjálfstæðiskonum heim ill aðgangur meðan húsním leyf- ir. Konur eru beðnar um að mæta stundvíslega. F ræðslunámskeið um atvinnu- og verkalýðsmál NÆSTI FUNDUR á fræðslunám- skeiðinu um atvinnu- og verka- lýðsmál verður haldinn í Val- höll í kvöld kl. 8,30. Rætt verður um hlutdeildar- og arðskiptafyrirkomulag í at- vinnurekstri. Framsögumenn: Egill Hjörvar, Haukur Hjartarson og Valdemar Ketilsson. Nauð- synlegi að þátttakendur mæti stundvíslega. undir hluta byggingarinnar. Tal- ið er að eldurinn hafi átt upptök sín í kjallaranum og er giskað á að kviknað hafi í út frá olíu- kyndingu, en þó er það engan veginn víst. Mjög litlu varð bjargað af inn- búi, sem mun hafa verið lítið sem ekkert vátryggt. Mikið eyði- lagðist þarna af gömlum og dýr- mætum munum og ættargripum, því þarna hefur sama ættin búið mjög lengi. Bóndi á Víðivöllum er Gísli Jónsson. Víðivallarheimilið hefir löng- um verið orðlagt rausnar- og fyr irmyndarheimili, þar sem gesti bar oft að garði, þá er samgöng- um var háttað á annan veg en nú. Mun margur ferðamaðurinn nú rifja upp gamlar minningar um komu sína að Víðivöllum. —jón. Vorveður á Akureyri AKUREYRI, 31. marz. — Undan- farna daga hefur verið vorveður hér í höfuðstað Norðurlands, með 5—12 stiga hita dag hvern, hægviðri og bjartviðri. Nú um páskahelgina hefur grasið í skrúð görðunum tekið að grænka, og lauftrén eru um það bil að springa út. Allmikið var hér um ferðafólk um páskahelgina — Magiiús. Þessi Ijósmynd er tekln af varðskipinu Þór, skömmu eftlr að varðskipið hafði staðsett þennan gamla, brezka togara að veiðum innan við hina gömlu 4 mílna línu. Herskipið á myndinni er H. M. S. Palliser. Sem kunnugt er hafa Bretar viðurkennt 4 mílna línuna þannig, að þeir hafa látið togaraskipstjóra svara til saka hafi þeir farið inn fyrir þau mörk. Nú virðist þetta vera breytt og að Bretar muni ekki lengur ætla sér að viðurkenna þessa gömlu línu, og fara sinu fram fyrir innan hana. Þór veitti brezka eftirför yfir 200 Brezka herskipið kom i veg fyrir töku togarans (Ljósmynd: Garðar Pálsson) togaranum sjóm. leið ÞAU urðu endalok hins nýja „Valafellsmáls“, er Mbl. skýrði frá í skírdagsblaðinu, að brezka herskipið H.M.S. Palliser kom al- gjörlega í veg fyrir að varðskipið Þór gæti framkvæmt töku tog- arans, sem heitir Carella. Her- skipið lagði fyrir skipstjórann á togaranum, að sigla til Bretlands. Herskipið fylgdi togaranum þang að alla leið að því er virðist, en varðskipið Þór veitti togaranum eftirför alllangt suður fyrir Vest- mannaeyjar. í gærkvöldi sendi Landhelgis- gæzlan svohljóðandi fréttatil- kynningu um atburð þennan: Eins og skýrt hefur verið frá áður, þá kom varðskipið Þór að brezka togaranum Carella frá Fleetwood, þar sem hann var að ólöglegum veiðum 8,5 sjómílur Árroði nýs dags í Tjarnarkaffi í kvöld Stofnfundur Menningartengsla Islands og Tibets Á PÁSKADAG komu nokkrir kunnir menn saman til fundar hér í bænum. Var ákveðið á fund inum, að stofnað skyldi félagið M.Í.T. — Menningartengsl ís- lands og Tíbets. Voru stofnendur félagsins 12 að tölu, en hafa á- kveðið að boða til borgarafundar í dag kl. 20,30 í Tjamarkaffi, þar sem menn get gerzt meðstofnend ur að MÍT. Kjörin var undirbúningsnefnd, er skipuð er kunnum menningar- tengslamönnum og eiga sæti i henni Brynjólfur Bjarnason, Þorvaldur Þórarinsson, Kristinn Andrésson. Hraðritari undirbún ingsnefndar er Bjarni Benedikts- son frá Hofteigi. Undirbúningsnefndin hefur sent frá sér stuttan boðskap vegna síðustu atburða í Tíbet. Fagnar hún því, að landið hefur nú loks verið frelsað úr höndum heimsvaldasinna. Mun þjóð Tí- bets nú sigla hraðbyri fram til vaxandi menningar og frelsis og mun hið nýstofnaða félag beita sér fyrir því, að sendar verði menningarnefndir hið fyrsta þangað austur til að kynnast ham ingju smáþjóðar „í árroða nýs dags“. Á stofnfundinum í Tjamar- kaffi i dag mun Jóhannes úr Kötl um flytja erindi í ljóðum um hinn nýstofnaða Alþýðudómstól j Lhasa. fyrir innan fiskveiðitakmörkin á Selvogsgrunni, þ.e.a.s. 0,5 sjóm. fyrir innan gömlu 4 sjóm. mörk- in, hinn 25. þ.m. Ætlaði Þór að stöðva togarann og færa hann til hafnar, en brezka herskipið Palliser, sem þar var nærstatt, kom j veg fyrir það. Varð af þessu nokkuð þóf, sem lauk með því að togaranum var fyrst skipað að fiska áfram eins og ekkert hefði í skorist en nokkru síðar dró hann skyndi- lega inn vörpu sína og hélt áleið- is til Englands í fylgd með her- skipinu svo og varðskipinu Þór. Samtimis, sem þetta skeði, til- kynnti brezka herskipið að veiði- svæðinu á Selvogsgrunni yrði lokað þar til öðruvísi yrði ákveð ið. Málið var sent utanríkismála- ráðuneytinu til fyrirgreiðslu og mótmælti það strax þessum að- förum. En þegar það dróst á langinn að svar bærist við mót- mælunum, var eftirförinni hætt um miðnætti næsta dag. Skipin voru þá stödd um 220 sjóml. SSA frá Vestmannaeyjum. Hélt varð skipið þá áleiðis til íslands aftur ásamt herskipinu Palliser, er elti það áfram í um 6 klukkustundir. Hér fer á eftir fréttatilk. utan- ríkisráðuneytisins um mótmæla- orðsendinguna: „Utanríkisráðuneytið afhenti á Skírdag brezka sendiráðinu í Reykjavík harðorð mótmæli vegna atburðar þess er varð í g®r á Selvogsbanka, er brezkt her- skip hindraði íslenzkt varðskip að taka brezkan togara, sem stað inn var að ólöglegum veiðum 8.5 sjómílur innan íslenzkrar fisk- veiðilögsögu. Jafnframt var þess krafizt, að brezka stjórnin sæi þegar í stað um, að hið íslenzka varðskip gæti haldið áfram töku togarans eða togaranum yrði snúið við til ís- lenzkrar hafnar, þar sem is- lenzkir dómstólar gætu fjallað um mál hans. Brezkur sjómaður skorinn upp í þýzku skipi LAUGARDAGIN fyrir páska kl. 19,30 var hinu ólöglega veiði- svæði brezku togaranna við Snæ- fellsnes lokað, því að Malcolm herskip svæðisins hafði tekið dauðveikan mann úr brezka tog- aranum Coventry City og hélt suður á bóginn til móts við þýzka eftirlitsskipið Poseidon, en þar átti að skera manninn upp. Bretinn var svo skorinn upp um kvöldið með aðstoð læknisins af Malcolm. Herskipið Duncan kom af Snæ fellsnesi kl. 21,30 sama dag og opnaði svæðið aftur. (Frá landhelgisgæzlunni). Bíllinn kom n miðn 876 SÍÐASTLIÐIÐ miðvikudagskvöld var dregið í happdrætti Sjálfstæðisflokksins um hina glæsilegu Ford-Fairlane-bif- reið. Fulltrúi borgarfógeta, Jónas Thoroddsen, hafði um- sjón með útdrættinum, en ungfrú Hrafnhildur Valdemars- dóttir dró síðan út vinningsnúmerið: 876 Eigandi þess miða er eigandi einnar glæsilegustu bif- reiðar, sem á götum Reykjavíkur er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.