Morgunblaðið - 01.04.1959, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.04.1959, Blaðsíða 16
itORCVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 1. aprfl 1959 16 Uthlutun skömtunarseðla Iðnaðarhúsnœði — Grein Gísla Halldórssonar fyrir annan ársfjórðung 1959 fer fram í G.T.-hús- inu miðvikud., íimmtud., föstud., 1. 2. og 3. apríl frá kl 9—6 alla dagana Seðlarnir verða afhentir gegn stofnun greinilega árituðum. Cthlutnarskrifstofa Reykjavíkur. Byggingaféiag verkaraanna í Reykjavík , Til sölu 2ja herb. íbúð í 1. byggingaflokki. Félagsmenn skili umsóknum sínum á skrifstofu félagsins í Stórholt 16 íyrir 8. apríl. STJÓRNIN. íbúð — fyririramgreiðsla 2ja eða 3ja herbergja ibúð í Hálogalandshverfi, Vogum eða Kleppsholti óskast á leigu strax. Sé leigan sanngjörn er hægt að greiða 2 til 3 ár fyrir- fram. Upplýsingar I síma 2-28-90 eftir kl. 6 á kvöldin. Einangrunarkork Nýkomið Rinangrunarkork 1” 1 %” 2” Mikil verðlækkun Hannes Þorsteinsson & Co. Fjölbreytt úrval af dömu- og herraúrum Silfuirvörur Skartgripir ★ Verð við allra hæfi Kaupið úrin hjá úrsmið Ársábyrgð. Vesturver til sölu er nýtt iðnaðarhúsnæði byggt sem bifreiða- verkstæði á góðum stað í bænum ca. 300 ferm. Lyst hafendur gjöri svo vel og leggi nöfn sín, ásamt símanúmeri inn á afgr. blaðsins fyrir kl. 12 á laug- ardag. merkt: „Iðnaðarhúsnæði — 5112“. Til leigu Ný íbúð í Vogahverfi. íbúðin er 95 ferm. 4 herbergi, eldhús og bað. Efri hæð. Fyrirframgreiðsla. Tilboð merkt: „Ný íbúð — 5118“ sendist afgreiðslu blaðs- ins fyrir fimmtudagskvöld. ATVINNA Stúlka sem er vön skrifstofu og afgreiðslustörfum getur fengið atvinnu strax í sérvei-zlun í miðbæn- um. Góð borgun. Tilboð sem greini aldur, menntun og meðmæli ef til eru sendist Morgunbl. fyrir 5. apríl merkt: „Áhugasöm — 5116“. Nylon þorskanetaslöngur 30 og 36 möskva. Einnig uppsett net. THORBERG, sími 23634 og 19657. BRflUII COMBI rafmagnsrakvélin er óskadraumur fermingardrengsins. SMVRILL húsi Sameinaða — Sími 12260. Þ Ý Z K U R Þok- poppi 2 tegundir. Hannes Þor»teinsson & Co. Barnlaus hjón óska eftir 3 — 4 herb íbúð í Reykjavík eða Kópavogi frá mánaðamótum apríl- maí, eða frá 14. maí. Upplýsingar í síma 2-24-80. TILBQÐ ÓSKAST i Volkswagen ‘59 fyrir föstudagskvöld merkt: „Langur greiðslutími 5431“ S auðárkróksbúar Skagfirðingar Fasteignin Suðurgata 4 Sauðárkróki, lítið timburhús með ca. 450 ferm. eignarlóð er til sölu. Kauptilboð sendist fyrir 15. apríl n.k. Uplýsingar gefa Sigurður Björnsson Sauðárkróki og Þorvaldur Ari Arason hdl. Lögmannsskrifstoía Skólavörðurstíg 38 símar 15417 og 16185. Framh. af bis 13 ari og þrýstingsmeiri en sannazt hefur enn þá. Vandinn er að finna þessar æðar og gera sér sem gleggsta hugmynd um það, hvar og hve djúpt eigi að bora. Er ég heimsótti hinar ítölsku jarðgufustöðvar 1935, í boði eig- anda þeirra, prins, senator Gin- ori Contis, sýndi þáverandi yfir- verkfræðingur virkjananna dr. Ing. Docehi mér m.a. rannsókna- stofu fyrirtækisins í Larderello. Þar gat að líta myndamót af jarðsprungum þeim, sem borað var ofan í, eftir gufu. Mót þessi voru þannig gerð, að á landakort af yfirborðinu var settur upp prjónn, á hverjum þeim stað sem borað hafði verið. En lengd hvers prjóns samsvar- aði, í sérstökum mælikvarða, dýpt borholunnar ofan í gufu- sprunguna. Á milli enda prjónanna var síðan lagður þunnur flötur, ával- ur og boginn, eftir því sem lengd prjónanna sagði fyrir um. Flötur þessi var eins konar mynd af jarðsprungunni. Kvað dr. Docchi mögulegt, samkvæmt honum, að bora og koma niður i sprunguna á fyrirfram ákveðnum stað og í fyrirfram ákveðinni dýpt. Kvað hann engin vandkvæði á að fá þarna alla þá gufuorku sem ósk- að væri. Til þess að geta gert slíkar myndir af neðanjarðarsprungum þarf vitanlega margar boranir. Hins vegar þurfa slíkar boranir ekki að vera mjög viðar að þver- máli. Eftir að aflmiklar gufusprung- ur eru fundnar, ætti ekki, að dreifa borunum yfir stærra svæði en nauðsyn krefur. Þvi að ódýrara er að virkja á einum stað heldur en mörgum, ef takast má að íá næga orku á einum stað. Gufuna frá mörgum borhólum mætti leiða saman að bygging- um Varma- og raforkuversins, þar sem færi fram öll stjórn á hagnýtingu orkunnar, eftir þörf- um bæjarbúa á hverjum tíma. Nokkur hluti gufunnar myndi alla jafna streyma gegn um há- þrýsti-túrbínur, er snerust með miklum hraða og kynnu að vera ástengdar við rafala, sem skiluðu rafmagni inn á bæjarkerfið. En er gufan kæmi út úr þessum' túrbínum hefði hún bæði kóinað og misst þrýsting og væri nú notuð til að skerpa á hitaveitu- vatni og jafnvel blandast því. Nokkur hluti gufunnar gengi hins vegar inn í láþrýsti-túrbínur og úr þeim út í sjókælda eim- . svala. Ætti það sér stað þegar skortur væri á rafmagni á sér- stökum tímum dagsins, svo sem um matmálstíma. Þess á milli mætti hagnýta allan varmann til upphitunar, eftir þörfum. Ef unnt væri að leysa úr læð- ingi hér úr bæjarlandinu nægi- lega gufuorku, þá virðist óþarft að leyta til Krýsuvíkur eða Hengilsins, um sinn. En á. báð- um þeim stöðum virðist ekki vafi á, að unnt sé að fá geysimikla orku. Enda hafa boranir í Heng- ilsvæðinu sýnt þetta á ótvíræð- an hátt. Það kemur þvi vonandi ekki til þess að nauðsynlegt verði að byggja olíukynta hitamiðstöð fyr ir Reykjavík. f stað þess á að I hraða framkvæmdum til að hag- nýta þau náttúruauðæfi sem land ið býr yfir og sem eru beint undir fótunum á okkur. Ef svo illa skyldi takast, að við fyndum ekki nægilega mikið af þessum orku-æðum hér, í bæjarlandinu, hygg ég að við ættum tvímælalaust að hefja virkjun á gufuorku Hengilsins, bæði til raforkuframleiðslu og hitaveitu fyrir Reykjavík og Suðurland. Er ekki lengur um það deilt, að Hengillinn er langmesta orku- miðstöð I nágrenni Reykjavíkur — og álitiegur til virkjunar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.