Morgunblaðið - 01.04.1959, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.04.1959, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 1. apríl 1959 MORCVyBLAÐlÐ 15 — Hvað gerðist Framh. á bls. 15. tem pólitískir flóttamenn. Hins vegar yrði ekki hægt að taka við miklum flóttamannastraumi, ef t. d. helmingur íbúa Tíbets tæki það ráð að flýja undan ofbeldi kommúnista. Sjang Kaí-Sék foringi þjóðern issinna á Formósu lýsti því yfir, að þegar Þjóðernissinnar kæmust aftur til valda í Kína, myndu þeir viðurkenna sjálfstæði Tí- bets. ★ Á skírdagsmorgun afhentu sendiherrar Vesturveldanna og Vestur-Þýzkalands í Moskvu orð sendingu til Rússa, þar sem lagt er til. að fundur utanríkisráð- herra stórveldanna verði hald- inn í Genf þann 11. maí n.k. og skuli hann vera undirbúningur að fundi æðstu manna stórveld- anna sem fari fram seinna í sum- ar. Á annan páskadag svöruðu Rússar þessum orðsendingum með mjög stuttri orðsendingu, þar sem þeir féllust á fundarstað og fundardag. ★ Þjóðverjar reiddust mjög de Gaulle forseta Frakklands fyrir ummæli sem hann hafði látið falla um að viðurkenna bæri Od- er-Neisse-línuna sem austurlanda mæri Þýzkalands. Hefur mikið verið skrifað um þetta í þýzk blöð og finnzt þeim, að de Gaulle sem að undanförnu hefur leitað eftir vináttu við Þjóðverja, hafi svikið þá. Yfirlýsingin kemur Adenauer í bobba, því að hann hefur að undanförnu átt miklar viðræður við de Gaulle og virðist ekkert hafa minnzt á stuðning Frakka við endurheimt þýzkra landssvæða. ★ Selwyn Lloyd utanríkisráð- herra Breta flaug til Washington á þriðjudaginn til að undirbúa ráðstefnu utanríkisráðherra Vest urveldanna um samstöðu | Þýzka landsmálinu. í Washington verð- ur einnig haldinn fundur Atlants hafsráðsins í tilefni af 10 ára af- mæli NATO 4. apríl n.k. ★ Bandaríska flotamálaráðuneyt ið tilkynnti á föstudaginn langa, að kj arnorkukafbáturinn Skate hefði farið mikla frægðarför und ir norður-heimskautsísinn. Hafði hann siglt nær 5000 km. leið og sprengt gat á ísinn á norðurheim skautinu, svo að hann gat komið þar upp á yfirborðið. Á pólnum var haldin minningarhátíð um heimskautafarann Sir Hubert Wilkins, sem lézt í vetur og ösku hans dreift á pólnum samkvæmt hinztu ósk hans. ★ Á föstudaginn langa var til- kynnt að Búlgaría og Bandaríkin hefðu ákveðið að taka upp stjórn málasamband að nýju. Stjórn- málasambandi var slitið árið 1949, þegar búlgarskir kommún- istar sökuðu þáverandi sendi- herra Bandarkjanna um njósnir og skemmdarverk. Búlgarska •tjórnin viðurkennir nú, að þær sakagiftir hafi verið rangar. ★ Bráðabirgðaríkisstjórn var mynduð á Kýpur laugardaginn fyrir páska. Eiga sæti í henni 10 ráðherrar, þar af þrír Tyrkir, er fara með landvarna,- landbúnað ar- og heilbrigðismál. ★ 165 stórir rússneskir skriðdrek- ar komu til frak á föstudaginn langa. Á annan páskadag var til- kynnt að fjórir háttsettir liðsfor- ingjar í her íraks hefðu verið teknir af lífi. ★ Einn af helztu foringjum serkn eskra uppreisnarmanna í Alsír Amir Hussa féll í bardögum laug ardaginn fyrir páska. Þar voru felldir 70 uppreisnarmenn, en 60 teknir höndum. ★ Feikilegir vatnavextir hafa verið á eynni Madagaskar við Afríku eftir hálfsmánaðar ofsa- veður og úrhellisrigningar. Talið er að 3000 manns hafi drukknað og 50 þúsund eru heimilislausir. Bretar taka fullkomna ratsjá í notkun Ingi R- Jóhannsson íslandsmeistari 1959 SKÁKÞING íslands var háð á tímabilinu frá 21.—30. marz. Teflt í tveim flokkum, landsliðs og meistaraflokki. í landsliðsflokki voru kepp- endur alls 12. Sigurvegari og jafnframt íslandsmeistari 1959, varð Ingi R. Jóhannsson, hlaut 10 v. af 11, tapaði engri skák. Sýndi hann greinilega yfirburði yfir andstæðinga sýna og er þetta í þriðja sinn, sem Ingi hreppir íslandsmeistaratitilinn, hin fyrri sinn voru árið 1956 og 1958. Til gamans má geta þess, að árið 1958 hlaut Ingi 10 v. af 11 og tapaði engri skák og sýnir þetta örugga og nákvæma taflmennsku. Næstir Inga urðu Ingimar Jóns son, Akureyri og Ingvar Ás- mundsson, hlutu 8Vz v. Voru þeir einu keppendurnir sem veittu Inga einhverja keppni. önnur úrslit urðu: 4—5. Ben- óný Benediktsson og Halldór Jóns son, Akureyri 6% v., 6. Ólafur Magnússon 6 v., 7. Kári Sólmund arson 5 v., 8. Þórir Sæmundsson, Hafnarfirði ZVz v., 10—11. Hauk- ur Sveinsson og Jón M. Guð- mundsson 3 v., 12. Reimar Sig- urðsson IV2 v. Sigurvegari í meistaraflokki varð Stefán Briem, hlaut 7Ví v. af 9 mögulegum og í öðru sæti varð Jónas Þorvaldsson, hlaut 6V2 v. og hljóta þeir þátttöku- réttindi í landsliðsflokki. Teflt var í Breiðfirðingabúð og tókst framkvæmd mótsins vel. Skákstjóri var Gísli ísleifsson. Hraðskákmót íslands hófst í gærkveldi með undanrásakeppni. Úrslit fara fram í kvöld og mun Friðrik Ólafsson taka þátt í þeim. Verðlaunaafhending mun fara fram á fimmtudaginn og þá verða jafnframt afhent verðlaun úr Skákþingi Reykjavíkur og Haustmótsins. LONDON — Það hefur nú verið tilkynnt, að brezki herinn sé að fullbúa einhverjar fullkomnustu könnunarsveitir, sem um getur. Allmargar sprengju-þotur af nýj- ustu og hraðfleygustu gerð hafa verið teknar í þessar sveitir og búnar alls kyns fullkomnum njósnatækjum, þ. á. m. mjög næmum ljósmyndavélum — og einhverri sterkustu ratsjá, sem um getur. Einn af talsmönnum brezka flughersins hefur látið svo um mælt, að með hinni nýju ratsjá og þeim tækjum, sem henni fylgja, geti ein þota fylgzt dag- lega með öllum skipaferðum á Miðjarðarhafi — svo og öllum flutningum og mannvirkjasmíð- um á ströndum þess. í einni nokkurra stunda flugferð getur þotan sem sé með aðstoð hinnar fullkomnu ratsjár farið yfir allt Miðjarðarhaf — og „kortlagt" það. Ef skyggni er það gott, að rat- sjárinnar er ekki þörf, verða könnunarsveitir þessar búnar svo hárnákvæmum ljósmyndavélum, að furðulegt má telja. Þessar myndavélar eru sérstaklega ætl- aðar til „kortagerðar“. — Ná- kvæmni þeirra er slík, að sé mynd t. d. tekin af litlum flug- velli úr geysimikilli hæð, er hægt að telja flugvélarnar á flugvell- inum, þegar filman er framköll- uð — og með aðstoð hennar má gera svo nákvæman uppdrátt af flugbrautum, að ekki skakki um eina gráðu á legu þeirra. Fjórar slíkar þotur gætu á ein- um degi farið yfir landsvæði sem svarar til Bandaríkja Norður- Ameríku að flatarmáli. Gætu könnunarþoturnar fjórar með að- stoð hinna nákvæmu athugunar- tækja sinna, fylgzt með öllum meiriháttar breytingum á mann- virkjabyggingum og flutningum í öllum Bandaríkjunum frá degi til dags. Félagsláf Meistarantót íslands i körfuknattleik heldur áfram í kvöld kl. 8 e.h., í íþróttasal Háskó'lans. Þá leika: i 3. fl., Ármann—I.R.; í ? fl. Ár- mann b — I.R. — K.K.R.R. K. R. H. — Hafnarf jörður, knattspyrnumennt Æfingartímar fyrir apríi: — Meistaraflokkur og 2. flokkur, mánudaga, miðvikudaga og föstu- daga kl. 6. — 3. og 4. fl., þriðju- daga og fimmtudaga kl. 6 og Iaugardaga kl. 2,30. — Allir, sem langa að spila með í sumar, mæti á æfingu nú. — Þjálfarinn. Guðmundur Loftsson Minningarorð Iimanfélagsmót í badminton í Stykkishólmi STYKKISHÓLMI, 31. marz. — Innanfélagsmót í badminton var haldið í Stykkishólmi á vegum U. M. F. Snæfell á skírdag og annan páskadag. Keppt var úr þrem flokkum og voru keppend- ur rúmlega 20. Sigurvegarar í einliðaleik urðu Ragna Hansen, núverandi íslandsmeistari í ein- liðaleik kvenna og Steinar Ragn- arsson. Lúðrasveit Stykkishólms spil- aði úti fyrir almenning á Hrepps túninu kl. 4 á páskadag og var fjölmenni mikið þar saman kom- ið. —Árni. í DAG verður gerð bálför Guð- mundar Loftssonar bankamanns. Hahn andaðist að Elliheimilinu í Hveragerði hinn 22. marz. Hann var fæddur á Staðarhóli í Siglufirði hinn 14. marz 1871 og varð því 88 ára og einni viku betur að aldri. Foreldrar hans voru Loftur bóndi Bjarnason, er lengi bjó á Staðarhóli, og kona hans Helga Jónsdóttir frá Efra Ási. Guðmundur gekk í Möðru- vallaskóla þegar hann hafði ald- ur til og útskrifaðist þaðan tví- tugur. Síðan fór hann á búnaðar- skólann á Hólum og lauk þar námi; kenndi síðan við þann skóla 1896-97. Þá sigldi hann til Kaupmannahafnar og stundaði þar nám í verzlunarskóla næstu ár, en að því loknu réðist hann bókhaldari hjá verzlun J. P. T. Bryde í Borgarnesi og var þar í sjö ár. Seinasta árið, sem hann var þar, kvæntist hann Hildi Guð mundsdóttur frá Deild á Akra- nesi Guðmundssonar, en missti hana fyrir nokkrum árum. Árið 1906 réðist Guðmundur til Landsbanka íslands og starfaði hjá honum síðan. Árin 1919-24 var hann forstjóri útibús bank- ans á Eskifirði, síðan varð hann skrifstofustjóri bankans í Reykja vík 1924-32, og eftir það fulltrúi við veðdeild bankans til 1939. Guðmundur var rúmlega með- al maður á hæð, grannvaxinn og kvikur í öllum hreyfingum allt fram á elliár. Hafði hann á sér yfirbragð hins sannmenntaða manns, sem er trúr í öllu og ekki má vamm sitt vita. Hann var víðlesinn og fjölfróður, en barst lítt á; kunni þó vel að haga orð- um sínum í margmenni. Hann var hugsjónamaður mikill og þess vegna gekk hann snemma i Góðtemplararegluna og var þar ótrauður og árvakur félagsmað- ur fram til dauða. Hafði hann þá um 40 ára skeið verið félagi í stúkunni Framtíðin 173 í Reykja vík, en auk þess hafði_ hann öll æðri stig reglunnar. Átti hann marga trygga vini innan þeirra vébanda, sem trega hann, en minnast þó kynningarinnar með gleði. Og svo mun um aðra sam- starfsmenn hans, því að hvar- vetna var hann vel kynntur. Á. Somkomur Fíladelfía Almenn samkoma kl. 8,30 a8 Herjólfsgötu 8, Hafnarfirði. Allir velkomnir. Almenn samkoma í kvöld klL Boðun fagnaðarerindisins, HörgshMð 12, Reykjavík, I kvöld kl. 8. Kristniboðsliús ið Betanía, Laufásvegi 13 Almenn samkima í kvöld kt 8,30. — Ræðumenn: Páll Friðriks- son, byggingarmeistari og Sigur- steinn Hersveinsson, útvarpsvirki. AUir velkomnir. I. O. G. T. St. Einingin nr. 14 Fundur í kvöld kl. 8,30. Yngrl stjórna. Kosning og innsetning embættismanna. — Yngri flokkur verður með gamanþátt og fleira. Æðsti teniplar. Slúkan Sóley nr. 242 Fundur í kvöld kl. 8,30 í Templ4 araihöllinni. Samfelld dagskrá sem Ása og Victor annast. — Æðsti teniplar.' Fataframleiðendur Klæðskeri óskar eftir atvinnu. Margra ára reynsla í tilskurði og verkstjórn. Tilboð merkt; „Klæðskeri — 5114“ sendist blaðinu fyrir 4. apríl. Iðnfyrirtæki sem hefur vaxtarmöguleika óskast keypt. Lysthaf- endur leggi nöfn sín inn til Morgunblaðsins fyrir 5. apríl merkt: „Mikil útborgun — 5109“. Ungíing | vantar til blaðaburðar í ettirfalin hverfi BLÖNDUHLÍÐ og FLÓKAGÖfU Aðalstræti 6 — Sími 22480.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.