Morgunblaðið - 18.04.1959, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.04.1959, Blaðsíða 1
16 siður og Lesbók <$> Aéc 46. irgangrur tbl. — Laugardagur 18. apríl 1959 Prentsmiffja Mor*unMaSsiil6 Söngparið fræga, Nína og Friðrik, sem hér voru í vetur, lentu í bílslysi á miðvikudaginn fyrir utan Kaupmannahöfn. í bílnum með þeim var Ole Schmidt, tónskáld og hljómsveitarstjóri við Konunglega leikhúsið í Höfn. Það var Friðrik sem var við stýrið. Bíllinn lenti aftan í flutninga- bíl með þeim afleiðingum að Schmidt fékk mörg höfuðsér og heilahristing, Nína fékk húðsprettu á hvirflinum, en Friðrik slapp ómeiddur. Myndia sýnir hvernig bíll þeirra Nínu og Friðriks leit út eftir áreksturinn. » 18 kínverskir ,villumenn' teknir í náð aftur Enn miðar oð sam komulagi í Genf PEKING, 17. apríl. NTB-Reuter. Átján kínverskir leiðtogar, sem voru „hreinsaðir út“ í fyrra vegna hægrivillu og árása á kommúnistastjórnina, voru í dag aftur teknir í náð. Þeir verða samt að gera sér það að góðu að gegna óæðri embættum en áður. Þrír fyrrverandi ráðherrar voru i þessum hópi, sem telst til hinn- ar svonefndu þjóðlegu ráðgjafa- nefndar. Ráðgjafanefndin heldur þrettán daga fund i Peking á sama tíma og hið nýja kínverska „alþýðuþing" kemur þar saman. Ráðgjafanefndin og þingið mun halda nokkra sameiginlega fundi. Lofa að bæta ráð sitt í ráðgjafanefndinni eiga sæti 1071 fulltrúar úr ýmsum grein- um atvinnulífsins í Kína. Vara- formaður nefndarinnar tilkynnti í dag, að hinir átján villuráfandi meðlimir hefðu verið teknir í náð aftur, vegna þess að þeir hefðu látið í ljós óskir um að bæta ráð sitt. TEZPUR, 17. apríl — Reuter — Mikill viðbúnaður er nú í Tezpur til að taka á móti Dalai Lama og 120 manna fylgdarliði hans, sem kemur tii bæjarins á morgun. Mikill fjöldi Búddatrúarmanna er kominn til Tezpur tii að hljóta þar blessun Dalai Lama. Hann mun ræða við 100 blaða- menn, útvarps- og sjónvarps- menn í Tezpur. Dalai Lama og föruneyti hans ferðast í 25 jeppum í fylgd ind- verskra hermanna. Hann dvald- ist nokkra daga í Bondila og hvíldi sig eftir hina löngu ferð frá Tawang-klaustrinu. Mikill mannfjöldi safnaðist saman í morgun í Bondila til að kveðja hinn tigna gest og óska honum góðrar ferðar. Dalai Lama kom til Khelong í dag og var þar tekið með kost- um og kynjum, söng og dansi. Fregnir frá Kalimpong herma að enn geisi harðir bardagar um 240 kílómetra fyrir suðvestan Lhasa, og hefur mikið kínverskt heriið verið sent þangað. Eftir fundinn í ráðgjafanefnd- inni komu helztu leiðtogar komm únistaflokksins og ríkisstjórnar- innar saman til fundar til að undirbúa dagskrá „alþýðuþings- ins“ og kusu jafnframt æðsta ráð 97 meðlima. WASHINGTON, 17. apríl. Einn af leiðtogum Repúblikana á þingi sagði í kvöld, að Christian Herter sem farið hefur með embætti ut anríkisráðherra í forföllum Dull- esar, yrði skipaður í embættið innan sólarhrings. Hefur það ver ið mjög gagnrýnt í Bandaríkjun- um, m. a. af stórblöðunum, að Eisenhower forseti skyldi ekki þegar í stað skipa Herter í embætt ið ,eftir að Dulles sagði því Iausu Kínversk frétt 1 frétt frá Hongkong segir að kínverska fréttastofan „Nýja Kína“ hafi skýrt frá fundi nokk- urra Tíbetmanna í Lhasa, þar sem þeir þökkuðu kínverska hernum fyrir frelsunina. Segir í sömu frétt að svikarar úr æðstu stéttum Tíbets hafi brennt klaust ur, limlest og strádrepið munka, svívirt nunnur og rænt eignum alþýðunnar. MONTANA, 17. apríl. — Fangar í ríkisfangelsinu í Montana í Bandaríkjunum hafa fangelsið enn á valdi sínu. Þeir hafa 18 fangaverði á valdi sínu og hafa hótað að brenna þá lifandi, ef yfirvöldin í Montana framkvæmi áætlanir sínar um að senda vopn- aða lögreglu og herlið gegn fang- elsinu. Leppur kínversku stjórnarinn- ar í Kína, Panchen Lama, tók þátt í þessum leiðtogafundi. Hann sat einnig fund ráðgjafanefndar- innar og var kosinn í æðsta ráð-l ið. Hann hlustaði með sérstöku heyrnartæki á Li Wei-Han, þeg- ar hann talaði til féiaga sinna og sagði, að nú væri nauðsynlegt að hvetja fólk í öllum atvinnu- greinum til að halda áfram bar- áttunni gegn óvininum, bæði innan lands og utan, og til að frelsa Formósu. Eisenhower mun hafa haft hug á að gera Gruenther hershöfð- ingja að utanríkisráðherra, en var bundinn af loforði við Herter þess efnis, að hann fengi embætt ið ef Dulles neyddist til að láta af því. LONDON, 17. apríl. — Við suður- strönd Englands geisa nú miklir stormar, og hafa þeir torveldað mjög siglingar um Eimarsund. Kaupmannahöfn, 17. apríl. Einkaskeyti til Mbl. BANDARlSK samninganefnd hefur lokið samningsviðræðum við dönsk stjórnarvöld um risa- stóra radarstöð í Kulusuk á Grænlandi, sem mun kosta um milljarð danskra króna. Stöðin verður einn hlekkur í hinni miklu viðvörunarkeðju gegn eld- flaugaárásum. Það verða Danir, sem starfrækja og vinna við hina nýju radarstöð, ef hægt verður að útvega nægilegt vinnuafl í Dan- Fangarnir hafa myrt aðstoðar- yfirmann fangelsins. Þeir náðu einnig yfirmanni þess á sitt vald, og héldu honum í þrjár klukku. stundir. Þá tókst einum fanganna að sannfæra hina um, að^rangt mundi vera að taka yfirfangavörð inn af lífi, eins og fyrirhugað var, og var honum þá sleppt. GENF, 17. apríl. NTB-Reuter. — Á ráðstefnu stórveldanna þriggja í Genf um bann við tilraunum með kjamorkuvopn var í dag sam þykkt brezkt uppkast að inngangi væntanlegs samnings um bann við tilraunum með kjamavopn um alla ókomna framtíð. Segir i þessum inngangi, að endanlega skuli eyðileggja allar kjarnorku- vopnabirgðir og leggja blátt bann við framleiðslu slíkra vopna. Jafnframt skal tilraunum með þau hætt, og verði haft raunhæft eftirlit með því að þær verði ekki teknar upp að nýju. Kjarnorkuna á aðeins að nota til friðsamlegra þarfa. í innganginum er bent á nauð- syn þess að eftirlitið sé stöðugt, og sú von látin í ljós, að öll ríki muni skuldbinda sig til að gera KAÍRÓ, 17. apríl. NTB-Reuter. Forsætisráðherra Iraks, Abdul Karim Kassem, hefur farið þess á leit við hið alþjóðlega olíufé- lag, „Iraq Petroleum Company“ (IPC), að það leggi olíuleiðslu, sem kostar um 20 milljarða ísi. króna, frá olíulindunum í Kirkuk í Norður-frak til hafnarborgar- innar Basap við Persaflóa. Þessi fregn birtist í Kaíró-blaðinu „A1 Ahram“. Orsök þessarar málaleitunar er sögð vera sú, að Kassem vilji ekki, að olían frá Irak skuli fram vegis renna um leiðslur sem liggja yfir sýrlenzk landsvæði. Olían frá írak fer nú um leiðsl- , ur, sem liggja yfir Sýrland til hafnarborgarinnar Tripoli í Lí- mörku, en ekki er talið sennilegt að tii séu nógu margir sérmennt- aðir Danir til að gegna starfinu. Kvöldberlingur bendir á það í dag, að nú sé engin dönsk flug- vél á Grænlandi, en bandarískar og íslenzkar flugvélar haldi uppi ferðum þangað í ríkara mæli en nokkru sinni fyrr. Brátt munu líka franskar herflugvélar flytja meðlimi úr hinum alþjóðlega könnunarleiðangri Victors til Grænlands. Nokkrir þeirra verða látnir svífa niður á ísinn í fall- hlífum, en aðrir lenda með flug- vélunum á ísbreiðunni. Allar birgðir til leiðangursins verða fluttar loftleiðis. Ekki er Ijóst hve margir hinna 600 fanga taka þátt í uppreisn- inni, né heldur hvaða kröfur fangarnir hafa gert. Einn þeirra hrópaði til nokkurra starfsmanna fangelsins úti fyrir, að fangarnir vildu láta rannsaka ruddalega framkomu fangavarða, sem mis--. þyrmdu föngunum, bæði andlega og líkamlega. Fyrir tveimur árum var gerð uppreisn í þessu sama fangelsi, en þá beið enginn bana. ekki tilraunir með kjarnorkO* vopn. Það er haft eftir góðum heim- ildum, að rússneska sendinefndin hafi enn krafizt þess aS orðið „kjarnorkuvígbúnaðarkapp hlaup“ yrði tekið með í textann, en vestrænu sendinefndirnar hafi bent á að orðið hafi á sér áróðurs- blæ, það skorti vísindalega ná- kvæmni. í gær var níunda greinin í vænt anlegum samningi samþykkt á ráðstefnunni. Næsti fundur verð- ur haldinn á mánudaginn. HELSINKI, 17. apríl. — Peppo Uolevi Helle, fyrrverandi for- stjóri finnsku myntsláttunnar, var í dag ákærður fyrir mynt- fölsun, með því að hann hafði látið gera silfur- og koparpen- inga handa myntsöfnurum. banon. Áður fór olían einnig um leiðslur sem lágu til Haífa i ísrael, en þær leiðslur hafa ekki verið notaðar eftir Palestínustríð ið 1948. írak borgar brúsann „A1 Ahram“ skýrir frá því að Kassem hafi lagt fram málaleit- un sína þegar hann ræddi við forstjóra IPC, Honckton lávarð, í Bagdad á mánudaginn var. — Kassem er sagður hafa lagt á það áherzlu, að íraksstjórn mundi sjálf greiða kostnaðinn af hinni nýju leiðslu, en hins vegar beðið forstjórann um lán, sem yrði endurgreitt smám saman með olíunni. IPC er að verulegu leyti í höndum brezkra, franskra, hol- lenzkra og bandarískra hluthafa, og hefur það alger yfirráð yfir olíuframleiðslunni í írak, sem er fjórða mesta olíuland við austan- vert Miðjarðarhaf. Ágóðinn af olíunni rennur hálfur til íraks- stjórnar, en hinn helminginn fær olíufélagið. Orðrómur borinn til baka Nýiega gekk um það þrálátul- orrómur að Kassem hefði í hyggju að þjóðnýta olíufram- leiðsiuna í írak, og það væri þess vegna sem Honckton lávarður hefði farið til Bagdað, en sá orð- rómur var borinn til baka, og nú segist „AI Ahram“ hafa öruggar heimildir fyrir máialeitun Kass- ems. ★ ------------------------A Laugardagur 18. aprll. Efni blaðsins m.a.: Bls. 3: Stórbætt aðferð til að þurrka saltfisk. — 6: Vígorð leysa ekki vanda efna- hagsmálanna. — 8: Forystugreinin: Skattheimtaa við búðarborðið. Ýkjusögur og ósannfndi ura Maríu Callas (Utan úr heimi). — 9: Ræða Jóns Pálmasonar- alþingia forseta við útvarpsumræðurnar. L E S B Ó K fylgir blaðinu í dag. Efni henB ar er m.a.: Ný ísöld í vændum. Riddarar í sjónum. Fornritaútgáfan og Alþingis* sagan. Talandi bækur. Upplýsingar utan úr geimnura. Frásagnaþáttur frá Grundar- firði. Smásagan „Bent á mann. Bridge, fjaðrafok o. fl. ★ -----------------------* Dalai Lama hvarvetna hjartanlega fagnað Herter eftirmaður Dullesar Fangar í Montana hafa fang- elsið á valdi sínu Mikið um að vera á Crœnlandi Kassem vill olíuleiðslur til Persaflóa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.