Morgunblaðið - 18.04.1959, Side 3

Morgunblaðið - 18.04.1959, Side 3
Laugardagur 18. apríl 1959 MORGUNBLAÐIÐ 3 Islenzk uppfinning: Stórlega bætt þurrkunar adferð á saltfiski sýnd Abferðin getur bætt vöruna segja saltfiskframleiðend ur S Æ N S K A frystihúsið hér í Reykjavík, bauð í gærdag nokkr- um mönnum að skoða nýtt þurrk unarkerfi til saltfiskþurrkunar. Er búið að setja uþp nokkra þurrkklefa þar í frystihúsinu og byrjað fyrir nokkru að þurrka í þeim saltfisk. Hér er um að ræða íslenzka uppfinningu, sem Bene- dikt Gröndal, verkfræðingur og framkvæmdastjóri Hamars hf., á hugmyndina að. Kom það fram, að kunnáttumenn um saltfisk- framleiðslu telja hrna nýja þurrk unaraðferð mikla endurbót á hinni eldri aðferð, sem almennt er notuð hér á landi, en hún er byggð á kanadískri aðferð. Meðal þeirra er voru viðstaddir er tækið var sýnt var Davíð Ól- afsson, fiskimálastjóri, Kristján Einarsson, framkvæmdastj. Sölu- sambands ísl. fiskframleiðenda, en það eru samtök saltfiskfram- leiðenda, Hafsteinn Bergþórsson, framkvæmdastjóri Bæjarútgerð- arinnar, svo nokkrir séu nefndir, og loks uppfinningarmaðurinn, Benedikt Gröndal, verkfræðing- ur. — Það, sem vakti einna mesta athygli manna í sambandi við hina nýju þurrkklefa og útbúnað þeirra, var, að eftir að fiskurinn hefur verið settur. í klefana til þurrkunar, þarf ekki nærri hon- um að koma fyrr en hann er full- verkaður, hvort heldur um er að ræða fullþurrkaðan Brazilíufisk, hálfþurrkaðan Spánarfisk eða aðrar verkunaraðferðir, því að öll verkunin á fiskinum eftir að hann er kominn í klefana er sjálf virk. Við þá þurrkunaraðferð í klefum, sem hér er kunnust, þarf stöðugt að vera að umstafla fisk- inum, og er mikil vinna við það, "sem hér sparast að öllu leyti. 1 þurrkklefunum, sem gestirnir skoðuðu, voru til þurrkunar rúmlega 2 lestir. Átti fiskurinn að vera fullþurrkaður á tveimur og hálfum sólarhring, og væri það miklu skemmri tími til þurrkunar en hér hefði áður þekkzt. Benedikt Gröndal, 'Ærkfræð- ingur, hélt stutta ræðu við þetta tækifæri og skýrði þar frá að- draganda þessa máls og smíði þessa fyrsta þurrkunarkerfis. — Komst hann þá m. a. svo að orði: í febrúar 1958 fékk ég rann- sóknastofu Fiskifélags Islands til þess að gera nokkrar tilraunir með þurrkun á saltfiski og voru þær framkvæmdar undir umsjá dr. Þórðar Þorbjarnarsonar og Björns Bergþórssonar, efnafr. Þessar tilraunir leiddu í ljós, að hér var um að ræða þurrkun- araðferð, sem var margfalt fljót- virkari, heldur en þær aðferðir, sem hingað til höfðu verið not- aðar. Sótti ég þá um fjárveitingu til Æiskimálasjóðs, til þess að láta smíða lítið reynslutæki, sem ynni með sama hætti og stórt tæki, sem ætlað væri til fullra afkasta. Varð Fiskimálasjóður við þeirri beiðni og var síðan smíðað eitt reynslutæki og var það reynt í einum af þurrkklef- um Bæjarútgerðar Reykjavíkur. Árangur þeirrar reynslu virtist mjög áþekkur því, sem fram hafði komið við tilraunirnar hjá Fiskifélaginu. Varð það til þess að Sænsk-íslenzka frystihúsið ákvað að láta smíða eitt þurrk- tæki, sem afkastaði ca. 1 lest af fiski á sólarhring. Til þeirra framkvæmda veitti Fiskimála- sjóður kr. 200.000,00 lán. Virðist áætlun um afköst stand ast og fiskur sá sem þurrkaður er í klefanum er mjög áferðar- fallegur og þurrkast vel í gegn, vegna hinna tíðu „pressutíma“. Er hér um mikinn vinnusparn- að að ræða, þar eð aðeins þarf að setja fiskinn inn einu sinni og síðan taka hann út fullþurrkað- RÍKISREIKNINGURINN fyrir ár ið 1956 var til 2. umr. í neðri deild Alþingis í gær. Hafði Skúli Guð- mundsson framsögu í málinu af hálfu fjárhagsnefndar og kvað fjárhagsnefnd mæla með því, að ríkisreikningurinn yrði samþykkt ur. Tveir nefndarmanna, þeir Jó- hann Hafstein og Ólafur Björns- son, hefðu þó skrifað undir nefnd arálitið með fyrirvara. ★ Ólafur Björnsson kvaddi sér hljóðs og sagðist hafa litið svo á að samþykkt ríkisreikningsins á Alþingi væri aðeins formsatriði og hefði hann því ekki séð ástæðu til annars en samþykkja hann í fjárhagsnefnd. Þá samþykkt hefði hanrv þó gert með fyrirvara og fælist ekki í henni að hann væri samþykkur öllum liðum reikn- ingsins og vildi ræða einstaka liði hans. Vék ræðumaður fyrst að skrá yfir nefndarkostnaði, og kvaðst ætla, að meiri kostnaður væri lagður í nefndarstörf en svaraði afköstum nefndanna. Hefði starf andi nefndum verið greiddar 1,3 millj. árið 1956, samkv. 19. gr. fjárlaga, sem á eru færð óviss út gjöld. Að vísu væri það ekki há upphæð, en æskilegt væri, að A1 pingi væri gefin skýrsla um stört þessara nefnda til að eyða allri tortryggni í garð þeirra. Færi vel á því, að það slík skýrsla yrði látin fylgja ríkisreikningun- um í framtíðinni, þar sem gerð væri grein fyrir störfum launaðra nefnda, hvort þær hefðu skilað á- liti og hve margir fundir hefðu verið haldnir í hverri nefnd. Eina nefnd ber hæst hvað kostn að snertir á árinu 1956, hélt Ól- afur Björnsson áfram, en það er efnahagsmájanefnd fyrrverandi ríkisstjórnar. Hafa þeirri nefnd verið greiddar 200 þús. kr. þá an, í stað þess t. d. þegar ræðir um Brasilíuþurrkun, þarf að taka fiskinn út og setja inn 5—6 sinnum áður en hann er full- þurrkaður. Ennfremur sparast mjög mikið gólfpláss í byggingunni þar eð fimm mánuði ársins, sem vinstri stjórnin sat við völd. Þessar 200 þús. kr. eru kostnaður við alls- herjarúttekt á þjóðarbúinu og verður fyrrverandi ríkisstjórn ekki sökuð um að hafa ekki lagt í kostnað vegna úttekarinnar, og Þorvaldur Minningarorð ÞORVALDUR Guðjónsson skip- stjóri frá Vestmannaeyjum and- aðist í Landsspítalanum að morgni 13. þ.m., eftir langvinn veikindi. Verður útför hans gerð í dag (18/4) frá Dómkirkj- unni. Þorvaldur var fæddur að Mold- núpi undir Eyjafjöllum 10. marz 1893. Foreldrar hans voru hjón- in Ingveldur Unadóttir og Guð- jón Jónsson. Fluttust þau til Vestmannaeyja árið 1903. Syst- kinin voru 9 og eru 3 systur eftir lifandi: Þuríður, Jónína og Unn- ur, allar búsettar í Vestmanna- eyjum, glæsilegar konur og gervilegar. Þorvaldur var alkunnur víking- ur til sjósóknar og aflabragða, ekki einungis í Vestmannaeyj- um, heldur einnig annars staðar, hvar sem hann stýrði fleytu til veiðifanga. Þorvaldur var há- vaxinn, meðalgildur á velli, en afrendur að afli. Mér er það ætíð minnisstætt — hann var þá for- maður á vélbáti á Seyðisfirði, rúmlega tvítugur að aldri — það mun hafa verið 1916 — að hann jafnhattaði olíufat af þilfari báts ins — en lágsjávað var — og lagði það upp á gömlu Gránufélags- bryggjuna á Vestdalseyri eins og ekki þarf að stafla fiskinum milli þurrktímanna. Kristján Einarsson, fram- kvæmdastjóri, var spurður um álit hans á fiski þeim er þannig væri verkaður. Kvaðst hann telja að með henni mætti veru- lega bæta vöruna. Fyrir fram- leiðendur væri aðalvandamálið hin mikla ^fjárfesting, sem í því væri falin að koma upp slíku kerfi í húsum sínum. í þessu sambandi upplýsti Gröndal að kostnaðurinn við þetta þurrkkerfi myndi nema um 350 þús. kr., en þá væri þess að geta að hér væri um fyrsta tæk- ið að ræða, sem smíðað hefði ver- ið. Saltfiskframleiðendur teldu slík tæki aftur á móti ódýrari í rekstri, vegna þess m. a. að þurrkunarkerfið er sjálfvirkt allt frá því að *Éiskurinn er settur í það, unz verkun er fulllokið. Sinu- og skipsbruni MIKILL sinubruni var í gærdag suður í Vatnsmýrinni. Lagði mik ið reykhaf upp af eldinum. En sinubrennudellan fór út í algjöra vitleysu í gær er drengir kveiktu í sinu á leikvanginum mikla í Laugardag. Var slökkviliðið kall að á vettvang og kæfði það eld- inn fljótlega. f gærdag nokkru eftir hádegi var slökviliðið einnig kallað vestur í báta- höfnina. Eldur var í lúkar vélskipsins Helgu frá Reykjavík. Voru skipverjar búnir að ráða niðurlögum eldsins að mestu er brunaverðirnir komu á vettvang. Töluverðar brunaskemmdir urðu í lúkar skipsins. er ekki að átelja það út af fyrir sig. Það eru ekki vígorðin, sem leysa vanda efnahagsmálanna, heldur tillögur um ákvenar að- gerðir í ákveðnum málum. Ég er því síður en svo að lasta það, að ráðstafanirnar skyldu gerðar varð andi þessa úttekt og þeir sem að þessari rannsókn hafa starfað hafa sjálfsagt ekki tekið hærri laun en þeim bar. Gallinn er bara sá, að mér vitanlega hefur ekkert af þeim upplýsingum, sem nefnd Framhald á bls. 6. Guðjónsson ekkert væri. Allir stóðu undr- andi. Báturinn, sem hann stýrði, var gerður út frá Vestdalseyri. Þorvaldur var þríkvæntur. Síð- asta kona hans var Klara Guð- mundsdóttir, sem nú lifir mann sinn, mesta ágætiskona. Hún er dóttir hjónanna Málfríðar Soffíu Jónsdóttur frá Varmá í Mosfells- sveit og Guðmundar kennara Davíðssonar frá Kárdalstungu í Vatnsdal. Hann var um skeið um sjónarmaður Þingvalla. Guðmund ur var mikill bókamaður og átti merkilegt bókasafn. — Þorvaldur Guðjónsson var bókelskur og las beztu rit af miklum skilningi, en sniðgekk þau er lakari voru. Klara Guðmundsdóttir er fædd í Reykjavík 15. ágúst 1907. Þor- valdur og hún giftust í Reykja- vík 14. ágúst 1957. Þeim varð ekki barna auðið. Þorvaldur átti kjördóttur, Hörpu að nafni, og gekk henni í föðurstað. — Það er ekki með ólíkindum, að sár harmur er nú kveðinn ekkju hans og systrum og öðru vensla- fólki. Þorvaldur var viðurkennd- ur drengskaparmaður, greiðvik- inn og hjálpfús. För slíkra manna yfir landamærin miklu er ekki vafa undirorpin og heim- koma þar er ljósum prýdd. Sig. Arngrímsson. Starfsstúlkur leggja fisk í skúffurnar, sem síðan er rennt inn í skápinn, eins og kommóðuskúffu. Vígorðin leysa ekki vanda efnahagsmálanna UmrœBur um ríkisreikninginn 1956 í neðri deild Alþingis í gœr STÁKSTEIMAR Of seinn í si ifum Framsóknarmenn um land allt eru alveg ruglaðir eftir síðustu kúvendingu broddanna í kjör- dæmamálinu. Sama dag og Gísli Guðmundsson lýsti í útvarpinu tillögu Framsóknar um að fjölga þingmönnum i 60 með þeim hætti, að Reykjavík og byggðirnar frá Akranesi til Reykjanes fengju 7 af 8, sem fjölgunin nemur, birt- ir Tíminn á fremstu síðu álykt- un Bændafélags Þingeyinga. Blað ið prentar þetta úr henni með stórum stöfum: „Einhliða fjölgun þingmanna f Reykjavík og í þéttbýlinu viS Faxaflóa sunnan verðan, hlýtur að leiða til enn sterkari valda- aðstöðu þess landshluta og enn meira misvægis í landsbyggð- inni“. Aumingja mennirnir hafa ekkl áttað sig á, að broddarnir mundu svo skömmu eftir flokksþingið brjóta gersamlega á móti ákvörð- unum þess eins og fram kom i ræðu Gísla. Hitt lýsir svo réttlæt isandanum, sem Tíminn hefur innrætt þessum lesendum sínum, að þeir skuli telja nokkra leið- réttingu ranglætis munu leiða til „enn meira misvægis í lands- byggðinni“I Staðreyndunum er sem sé gersamlega snúið við á hreinræktaða Tíma-vísu. Dagar uppi Enn hlálegri urðu þó örlög Dags, blaðs Framsóknar á Ak- ureyri. Daginn eftir að Gísli Guð mundsson hafði skýrt frá kúvend ingunni, sagði þetta málgagn Framsóknar: „Ætli það verði ekki mikil hagsbót að því fyrir almenning úti á landi, þegar þingmenn Reykjavikur eru orðnir fjórum fleiri en nú? Hefur ekki Reykjavíkurvaldið verið alltof lítið hér á landi und- anfarin ár? Er ekki sjálfsagt að aiuka það, landi og lýð til bless- unar? Hefur ekki Alþingi verið alltof ódýrt í rekstri undanfarið? Hafa ekki þingmennirnir ver- ið alltof fáir hjá svona fjöl- mennri þjóð sem okkur? Væri ekki rétt — í sparnaðar- skyni — að hafa þá ennþá fleiri en 60 og láta þá semja enn fleiri lagabálka og reglu handa okkur til að sniðganga og br jóta?“ Ósmekkleg afmæliskveðja Raunar er þetta ekki í fyrsta skipti sem Framsóknarmenn smiða vopn á sjálfa sig. í sama tölublaði Dags var minnzt fimm- tugsafmæli Friðjóns Skarphéðins sonar dómsmálaráðherra. Það þykja sjálfsagðir mannasiðir að ýfast ekki við náunga sína á hátiðisdögum í lífi þeirra eða senda þeim tóninn af tilefni stórafmæla. En Dagur segir undir mynd ráðherrans: „Um leið og blaðið árnar hon- um allra heilla vill það taka und- ir þá almennu ósk, að hann taki sem fyrst sitt fyrra sæti, sem bæjarfógeti á Akureyri og sýslu- maður í Eyjafjarðarsýslu“. Heiftin hefur svo lieltekið þessa menn, að hún brýst hvarvetna út. „Hefur hlerað“ Hinn 15. apríl sagðist Alþýðu- blaðið „hafa hlerað“: „Að Framsóknarhúsið hafl haft í athugun að fá hingað snögga ferð franskar dansmeyj- ar, sem nú sýna fáklæddar við mikinn fögnuð í Las Vegas t Bandaríkjunum, en horfið snögg. lega frá þessu — fyrir skemmstu". Hvað skyldi hafa valdið?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.