Morgunblaðið - 18.04.1959, Side 12
12
MORGUlSfBLdÐlÐ
Laugardagur 18. apríl 1959
„ATlt f lagi“, segir Prange og
ler af stað.
Þegar Prange, hinn gildi G F P-
maður kemur að horninu á Rue
des Acaeias, sér hann að konan
með rauða hattinn snýr sér við í
áttina til hans. Það heldur Prange
«ð sé uppörvun. Hann herðir göng
una. En svo heimskur er hann aft
■ur á móti ekki, að hann verði ekki
hissa, þegar ókunna konan tekur
því næst til að hlaupa.
Það er svona, hugsar Prange.
H ún hefur þá slæma samvizku. —
Eins og kunnugt er, eru digrir
menn ekki gjarnir á að hlaupa, en
Cskar Prange kann siðareglurnar
í starfi sínu. Hann veit, hvenær
maður verður að hlaupa og hve-
nær ekki. Hann tekur til fótanna.
Hann hleypur másandi niður eft-
1) „Hvaða mynd viltu sjá í
kvöld, Stína?“ — „Það er ekki
nema eitt bíó í þorpinu, Siggi“.
2) „Ég hef aldrei hitt neina
ir hinni kyrrlátu og auðu Rue des
Acacias á eftir kvenmanninum
með rauða hattinn, en skóhælam-
ir hennar lemja sléttar hellurnar
ótt og títt. Það er ertandi. Hún
hleypur í áttina að Sigurboganum,
kemst að innganginum í „Métro",
neðanjarðarbraut Parísar og hrað
ar sér niður stigaþrepin.
Prange kemst líka að inngangin
um að brautarstöðinni, rennur yf-
ir flísastéttina að þrepunum og yf-
ir þau niður.
Þegar hann kemur niður, litast
hann um másandi. Þarna! Þarna
er hún. Hann sér rauða hattinn og
blaktandi fjöðrina! Hún er ein-
mitt að komast að krossinum í
girðingunni framan við brautar-
pallinn.
„Nemið staðar!" kallar Óskar
stelpu á borð við þig, Stína. Mér
þykir sannarlega vænt um að ég
kom hingað með Markúsi!" —
Prange hátt. Nokkrir menn snúa
sér að honum og líta hann illum
augum. Karlmaður, sem er eins og
Óskar Prange ásýndum, reynir að
tefja franska konu og kallar þar
að auki „semið staðar“ á þýzku,
vekur hæglega andúð í París árið
1941. —
„Nemið staðar!" hrópar Prange
enn einu sinni, æðir að hlið-kross-
inum og nær taki á handlegg hinn
ar ókunnu konu. Honum er sama,
hvað fólkið hugs-ar, sem er í kring.
Hann heldur hinni ungu konu
fastri í járngreipum. Hún verst
eins og villiköttur, hún er óð og
másandi, munnur hennar opnast
og hinar litlu, hvítu tennur koma
í ljós.
„Bíddu við!“ segir Prange og
ætlar að komast inn um krossinn,
— þá finnur hann, að hönd er lögð
á hann þunglega og hann er hrif-
inn til baka. Hann snýr sér skjót-
lega við og sér fyrir sér tvo risa,
sem virða hann ógnandi fyrir sér.
„Hvað gengur hér á “ segir ann
ar risinn hranalega á þýzku.
Ókunna konan með rauða hatt-
inn slær, óð og frá sér af reiði, á
hönd karlmannsins, sem reldur
handlegg hennar ennþá föstum í
greip sinni. Hún húðskammar
hann á frönsku. Fól'k safnast að.
„Sleppið þér konunni undir
eins“, segir nú hinn risinn ógn-
„Mé- mér þykir líka vænt um
það, Siggi“.
3) Nokkru seinna. „Sagðirðu
ekki að Lindu frænku þinni þætti
andi. Hann heldur föstu taki á
öx’. Prange. „Hvað viljið þér henni
eiginlega?"
Á meðan hrópar franska konan
eitthvað þess á milli.
Prange orgar ennþá hærra í
bræði sinni: „Hvað kemur ykkur
það við, hvað ég vil renni? Hverjir
eruð þið annars?“ ,
„Þýzka lögreglan S D“, segir
fyrri risinn. „Og hver eruð þér?“
„Þýzka lögreglan G F P“, æpir
Prange, sem langar til að slá þessa
báða fábjána niður. Því næst
draga allir fram skilríki sín. Síð-
an stara þeir hissa hver á annan.
En áður en þeir eru búnir að átta
sig, fer hin fagra, ókunna kona
með ástríðufullu augun og stóra,
rauða munninn, aftur að láta til
sín heyra hinum megin við grind-
urnar.
Hún talar og talar hratt á
frönsku, sem Óskar Prange getur
ekki skilið. Hún beinir ekki aðal-
lega máli sínu að báðum SD-mönn
unu/m, heldur öllu fremur að
Fröbkunum, sem standa nú í
langri röð aftan við grindurnar,
þar sem Þjóðverjarnir þrír loka
umferð um krossinn.
Þetta er það hyggilegasta, sem
hún getur gert. Því frá sjónarmiði
Frakkanna horfir málið þannig
við: Karlmaður, sem talar þýzku,
er að gera franskri konu miska.
Hann heldur henni fastri með
valdi! Þar á ofan er hann ekki
svo mikið sem einkennisbúinn. Og
auk þess lítur svo út, að hann sé
að rífast við tvo aðra Þjóðverja.
Frakkar átta sig á skyldum sín-
um, þar sem þeir eru föðurlands-
vinir og kurteisir karlmenn. Það
er auðheyrt, að þeir eru farnir að
verða ónotalegir.
„Sleppið þér þessari konu!“
kallar lítilll maður með stálspanga
gleraugu. „Hún verður að komast
með lestinni sinni, til þess að hún
komist heim fyrir lokunartíma".
ekkert varið í útiveru og sport?
Hún virðist ekki sérlega skemmti
leg“. — ,Þarna er hún! Komdu,
ég ætla að kynna þig fyrir henni“.
Það fer að verða úr vöndu að
ráða. Mennirnir, sem bíða og eru
miklu fleiri talsins, eru á móti hin
um þremur úrræðalausu Þjóðverj-
um, og hafa í hótunum. Maður
nokkur með Baska-húfu hrópar
eitthvað á frönsku framan í Ósk-
ar Prange, sem fyrir skömmu var
svo kappsamur. Það er eitthvað
óskiljanlegt, en áreiðanlega móðg-
andi og hatursfullt. Hann skilur
það ekki.
„En ég“, tekur Prange til máls.
Þá slær annar SD-tmaðurinn hart
á handlegg honum og segir:
„Sleppið þér konunni fyrir alla
muni, maður“.
Það kemur fát á Óskar Prange.
Hann sleppir handlegg hinnar
fögru, ungu, ókunnu konu. — 1
sama bili kemur Métro-lest þrum
andi inn á járnbrautarstöðina.
Með sigurbros á vörum hleypur
konan með rauða hattinn, upp í
hana og — er horfin....
Óskar Prange varpar öndinni
mæðilega, þurrkar svitans af enni
sér og gengur þrjú kref til baka
frá grindunum. ,
„Ég er hræddur um, að þið hafið
gert mikla skyssu“, segir hann við
SD-mennina.
„Við gerum engar skyssur",
hreytir annar þeirra ónotalega út
úr sér. Hinn, sem virðist vera í
eitthvað betra skapi, segir: „Hvað
ætlizt þér annars fyrir með stúlk-
una? Við ábyrgjumst hana. Hana
þekkjum við, því hún er ein þeirra,
sem starfar í leyniþjónustunni
okkar“.
„Hvað er þetta? Hver er það?“
spyr Prange alveg hissa.
„Ein af starfsstúlkum okkar í
öryggisþjónustunni11, segir sá vin-
gjarnlegri.
Á þessari stundu hrynur allt í
rúst í augum Prange, ef svo má að
orði kveða. Fyrst tekur hann sig
til eins og „ómótstæðilegur“
kvennalbósi og fer að elta kven-
manninn með rauða hattinn. Því
næst álítur hann að svo beri að
skilja, að flótti hennar hljóti að
bera vott um „slæma samvizku“ og
honum finnst hann vera skarp-
skyggn Sherlock Holmes. Og svo
nú þessi ósköp!
Hann, gamli refurinn úr G F P
er að elta SD-starfsstúlbu, stúlku
úr hans eigin herbúðum. Hamingj-
an hjálpi okkur — ef þetta skyldi
berast út! Hann heyrir nú þegar
hvellan hlátur og meinfyndnar at-
hugasemdir félaga sinna. Hann
sér sjálfan sig þegar í huganum,
gyrtan og í einkennisbúningi,
frammi fyrir yfirboðurum sínum.
„Vindlingurinn“ — Anschiss —1
Eins og haláklipptur hundur
labbar hann frá Métro-stöðinni aft
ur til Rue du Oolonel Mol'l. — Á
leiðinni ræður hann það með sér,
að hann skuli ekki segja undirfor-
ingjanum aUkatekið orð Um afrek
sitt, og ekki einu sinni Beiss fé-
laga sínum. Vonandi halda SD-
mennirnir sér saman.
SHUtvarpiö
Laugardagur 18. april:
Fastir liðir eins og venjulega.
12,50 Óskalög sjúklinga Bryndís
Sigurjónsdóttir). 14,00 íþrótta-
fræðsla (Benedikt Jakobsson). —.
14.15 „Laugardagslögin". — 16,30
Veðurfregnir. — Miðdegisfónninn.
17.15 Skákþáttur (Guðmundur
Arnlaugsson). 18,00 Tómstunda-
þáttur barna og unglinga (Jón
Pálsson). 18,30 Útvarpssaga bam-
anna: „Flökkusveinninn“ eftir
Hektor Malot; XI. (Hannes J.
Magnússon skólastjóri). 18,55 Tón-
leikar af plötum. 20,20 Á förnum
vegi. — 20,30 Leikrit: „Dagbók
skáldsins“ eftir Aleksandr Ostrov
sky, í þýðingu Hjartar Halldórs-
sonar. —■ Leikstjóri: Indriði,
Waage. Leikendur: Róbert Arn-
finnsson, Gestur Pálsson, Herdíe
Þorvaldsdóttir, Jón Aðils, Inga
Þórðardóttir, Anna Guðmundsdótt
ir, Helgi Skúlason, Bryndís Pét-
ursdóttir, Nína Sveinsdóttir, Bene
dikt Árnason, Klemens Jónsson og
Indriði Waage. 22,10 Danslög (plöt
ur). — 24,00 Dagskrárlok.
SVEINBJÖRN DAGFINNSSON
EINAR VIÐAR
Málflutningsskrifstofa
Hafnarstræti 11. — Sími 19406.
Verkfœri til sölu
Rennibekkur 1 metir milli odda, Sant Ben. Rafsuðu-
tæki 285 amper P & H logsuðutæki. Eldsmiðja og
ýmisleg handverkfæri. Til sýnis að Fossvogsbl. 33.
(á móti Bústaðaveg 61) laugardag kl. 2—5. Tilboð
óskast á staðnum.
Gufukefill
Okkur vantar gufuketil með 8—10 ferm.
hitaflöt og vinnuþrýsting við minnst 6 kg.
Keilir h.f.
við Elliðaárvog. — Sími 34981.
Gott iðnaðarhúsnœði
á góðum stað í bænum er til leigu. Hús-
næðið er um 130 ferm. — Tilboð sendist
afgr. blaðsins fyrir mánudag merkt:
„Húsnæði — 5985“.
Kaupum hreinar
léreftstuskur
Prentsmibja
l/1/]orýiinblah
óinó
Fermingarskeyti
Móttaka skeyta fer fram að Amtmanns-
stíg 2B kl. 1—5 í dag.
Vindáshlíð — Vatnaskógur.
Foreldrar
Fóstrur halda Barnaskemmtun í Austurbæjarbíó
sunnudaginn 19. apríl kl. iy2 eftir hádegi.
Börn og fóstrur skemmta.
Aðgöngumiðar verða seldir í dag frá kl. 2 í Austur-
bæjarbíó og við innganginn ef eitthvað verður eftir.
Stjórn Fóstru.
Til sölu
Nokkrar ódýrar eldhúsinnréttingar, stigar og bráða
birgðarúður til sölu í Gnoðavogi 18. kjallara, milli
kl. 13 og 15 n.k. mánudag.
a
r
L
á