Morgunblaðið - 18.04.1959, Side 16
VEÐRID
SA-gola eða kaldi. Skýjaff en úr-
komulaust að mestu.
87. tbl. — Laugardagur 18. apríl 1959
R œ ð a
Jóns Pálmasonar sjá bls. 9.
Ný vatnsmikil borhola við
Hátún gefur yfir 100 stiga
heitt vatn
E N N hefur borun eftir heitu
vatni hér innan baejar borið mik-
inn og góðan árangur. 1 fyrradag
kom einn af elztu borum Hita-
veitunnar niður á öfluga vatns-
æð. Hefur borinn verið að verki
í vetur við Hátún vestanvert,
kippkorn fyrir neðan mjólkur-
stöð Samsölvmnar við Laugaveg-
inn. Standa vonir til að hola þessi
verði virkjuð í sumar og hún
tengd inn á kerfi Hitaveitu
Reykjavíkur á sumri komanda.
1 fyrri viku var lítið um að
vera í þessari borholu, vatnið
mældist þá aðeins um 2 sekl. 1
fyrradag tók vatnið áberandi að
aukast í holunni og um hádegið
urðum við að hætta að bora,
sagði Sigurgeir Eiríksson, verk-
stjóri borsins. Var þá vatnið far-
ið að streyma upp un holuna í
stríðum straumum, svo augljóst
Vcir að borinn var kominn niður
á mikla æð.
Síðdegis þennan sama dag var
holan mæld. Hún reyndist vera
orðin 400 m djúp og vatnsmagnið
í henni hvorki meira né minna
en 13,5 sekl. og var vatnið 120
stiga heitt. Síðan hefur holunni
Fundur hjá Lands-
málafélaginu Fram
HAFNARFIRÐI — Lands-
málafélagið Fram heldur
fund í Sjálfstæffishúsinu næst
komandi mánudagskvöld kl.
8,30. Frummælendur verffa
þeir Matthias Á. Mathiesen,
frambjóffandi Sjálfstæðis-
flokksins í Hafnarfirffi í næstu
alþingiskosningum, sem ræffir
nm stjórnmálaviffhorfiff, og
Páll V. Daníelsson, bæjarfull-
trúi, er ræffir bæjarmál og
segir frá afgreiffslu síffustu
fjárhagsáætlunar. — Er allt
Sjálfstæðisfólk velkomið á
fundinn og hvatt til að fiöl-
menna.
Vormót í
Borgarnesi
FYRSTA mót Sjálfstæðismanna
á þessu vori verffur haldiff í
samkomuhúsinu í Borgarnesi í
kvöld. Hefst samkoman kl. 21.
Dagskrá mótsins er mjög fjöl-
breytt. Jón Sigurbjörnsson syng-
ur einsöng viff undirleik Ásgeirs
Beinteinssonar. Sýndur verffur
stuttur leikþáttur, og aff lokum
mun hljómsveit úr Reykjavík
leika fyrir dansi.
Ræffur flytja á mótinu þau frú
Ragnhildur Helgadóttir, alþingis-
maffur, og Ásgeir Pétursson,
frambjóðandi Sjálfstæðisflokks-
ins í Mýrasýslu.
Sjálfstæffismenn 5 Borgarnesi
og nærsveitum eru hvattir til
þess aff fjölmenna á mótiff.
Varðarkaffi í Valhöll
í dag kl. 3-5 s.d.
verið haldið í skefjum með þvi
að kæla hana með vatni sem
dælt er ofan í hana.
1 stuttu samtali við Svein
Torfa Sveinsson, verkfræðing hjá
Hitaveitunni, sagði hann, að lík-
legast myndi þessi hola verða
sameinuð borholunum við Laug-
arnesveginn, með því að leggja
leiðslu að þeim austur eftir Há-
túni. Sveinn kvað þessa nýju
borholu vera þá öflugustu, sem
þessi gamli bor hefði borað hér
í sjálfum bænum. Þessi sami
bor gerði fyrir allmörgum árum
dýpstu borholu, sem gerð hefur
verið. Er það borhola við Rauð-
ará, sem er 770 m djúp. Einnig
var þessi bor notaður í Reykja-
hlíð og þar gerði hann holu sem
gaf 48 sekl. og mun það enn sem
komið er vera vatnsmesta bor-
holan, sem um getur.
Næst verður gamli borinn
fluttur inn undir býlið Lækjar-
hvamm við Suðurlandsbraut. en
þar á að leita eftir vatni.
Samskotum
lokið
FJÁRSÖFNUN vegna Júlí- og
Hermóffsslysanna er nú aff mestu
lokið. Mun áffur en langt um
Iíffur, verffa birt heildaryfirlit
yfir söfnunina, effa svo fljótt sem
auðiff verffur, en undirbúningur
aff úthlutun söfnnuarfjárins,
sem hófst fyrir síffustu mánaffa-
mót, mun síðan taka nokkurn
tíma.
Friðrik á biðskók við Bronstein
MOSKVU, 17. apríl. — 10. um-
ferð í skákmótinu í Moskvu var
tefld í gær. Þá fóru leikar svo
að Vasjukov vann Bent Larsen
en jafntefli varð hjá Lutikov og
dr. Filip. Aðrar skákir fóru í bið
en það var skák Friðriks og Bron
steins, skák Milevs gegn Smys-
Kviknar í olíubíl
HAFNARFIRÐI, — Laust eftir há
degið í gær var slökkviliðið kall
að upp á Holtsgötu, en þar hafði
kviknað í olíubíl frá Olíustöðinni.
Var vélarrúm bílsins eitt logandi
bál þegar liðið kom á vettvang,
en því tókst fljótlega að ráða
niðurlögum eldsins. Er talið að
benzínleiðsla í vélarrúmi hafi
opnast og benzínið lekið niður á
heita vélina og eldur myndast af
þeim sökum.
Ekki komst eldurinn í hinn
mikla olíugeymi bílsins, sem var
nær fullur af gasolíu, heldur að
eins í vélina og undir hann að
framanverðu. Sögðu sjónarvottar
að tiltölulega litlar skemmdir
hefðu orðið á bílnum, en það má
vafalaust þakka, hversu slökkvi-
liðið brást fljótt við. Var eldur-
inn slökktur með vatnsúða, sem
tekinn var af hinum fullkomna
háþrýstibíl, en hann tekur 1800
lítra af vatni. — G. E.
lov, skák Spassky gegn Simagin
og skák Aronins og Portis.
Fyrr í dag voru tefldar 3 bið-
skákir en fóru allar aftur í bið.
Var það skák Larsens og
Friðriks, en þar vann Friðrik tvö
peð af Larsen, skák Smyslovs
gegn Bronstein og rétti hinn fyrr
nefndi mjög sinn hlut og loks
skák Simagins og Aronins.
Staðan í skák Larsens og
Friðriks fer hér á eftir eins og
hún var er hún fór enn í bið í
dag. Larsen sem hefur hvítt lék
þá biðleik.
Svart: Friffrik Ólafsson.
ABCDEFGH
ABCDEFGH
Hvítt: Bent Larsen.
Baldur Möller sagði við Mbl.
í gærkvöldi, að hann gæti ekki
séð annað í þessari skák en jafn-
teflið.
Þessi mynd var tekin í gærdag af mönnum þeim sem starfa viff
hinn gamla jarðbor Hitaveitu Reykjavíkur og starfaff hafa um
langt skeiff. Lengst til vinstri er Sigurgeir Eiríksson, verkstj., og
samstarfsmenn hans, Marinó Arason og Sigurður Pálsson. —
(Ljósm. Mbl. Ól. K. M.)
Dreng bjargað frá
drukknun í Siglufirði
Siglufirði, 17. apríl: — Á mið-
vikudaginn var fjögurra ára
dreng bjargað frá drukknun hér
í Siglufjarðarhöfn. Var það snar-
ræði ungs sjómanns, Jóns Sveins-
sonar Suðurgötu 60, að þakka
hversu farsællega tókst, en dreng
urinn var dauða nær er honum
var bjargað.
Þefta gerðist í hádeginu á mið-
vikudaginn, þá er umferð var
nær engin um göturnar. Nokkrir
litiir drengir höfðu verið að leik
á bryggju. Kristins Halldórssonar,
sem svo er kölluð. Einn þeirra
Garðar Stefánsson, 4 ára, féll þá j
fram af bryggjunni, en lágsjávað
var. Hinir drengirnir munu hafa
verið álíka miklir óvitar, en þeir
tóku þó þegar á rás upp í bæ. Þar
hittu þeir Jón einan manna á göt-
unni og var hann á leið til vinnu
við bát í slippnum. Drengirnir
Grænmeti og blómagróður garð-
yrkjubænda í Hveragerði í veði
sögðu Jóni hvernig komið væri
fyrir leikbróður sínum, Garðari.
Jón brá skjótt við og hljóp fram
á bryggjuna. Sá hann hvar dreng-
urinn maraði í hálfu kafi og var
hreyfingarlaus. Stakk Jón sér á
eftir honum og tókst auðveldlega
að ná taki á honum. Vegna þess
hversu lágsjávað var var það
mjög erfitt fyrir Jón einan að
koma hinum meðvitundarlausa
dreng úr sjónum og upp á bryggj-
una, en það tókst honum þó um
síðir með aðstoð litlu drengjanna.
Bar Jón drenginn í mesta flýti
inn á skrifstofu verkamannafél.
Þróttar og hóf þar lífgunartilraun
ir, og komst litli drengurinn brátt
aftur til meðvitundar. Var hann
síðan fluttur heim, þar sem hann
var háttaður niður í rúm. Er
hann nú að ná sér eftir volkið.
Jón þykir hér hafa sýnt hið
mesta snarræði. Og víst er, að
hann bjargaði hér lífi litla drengs
ins með kunnáttu sinni í sundi og
lífgunaræfingum. —
— Guðjón.
HVERAGERÐI, 17. apríl. — Hið
alvarlegasta ástand er ríkjandi
hér í kauptúninu vegna þess að
báðar borholurnar fyrir hitaveitu
þorpsins, en það eru gufuholur,
virðast vera að kulna út. Hefur
þetta haft í för með sér mikið
hitafall í gróðurhúsunum, þar
sem agúrkur og tómatar eru nú
að vaxa og í öðrum gróðurhúsum
þar sem viðkvæmur blómagróður
vex og dafnar. Liggur við að nú
sé í veði grænmetisupskera og
blómagróður af alls um 1800—
2000 fermetrum lands.
í vetur hefur hitinn í báðum
gufuholunum fyrir Hitaveitu
Hveragerðis farið stöðugt mink-
andi. Önnur holan er nú „dauð“
og hitinn í hinni hefur farið
minkandi.
Auk þess sem nær öll húsin í
Hveragerði eru á svæði Hitaveit
unnar, eru og flest gróðurhúsin
hér á kerfi hennar.
Svo er nú komið að vatnshiti
Hitaveitunnar er kominn niður í
um 40 stig, en þegar veitan var
í lagi, var hann um 100 stig. Geta
má þess t.d. að hitinn á hinum
viðkvæmu tómata- og agúrku-
jurtum má helzt ekki fara niður
úr 16 stigum, en í fyrrinótt hafði
hitinn í gróðurhúsunum farið nið
ur í allt að 6 stig. Óttast garð-
yrkjubændur að vonum að gróð-
urinn hafi orðið fyrir skemmd-
um. Er nú í athugun að setja olíu
kynta ofna í gróðurhúsin til að
ná hitanum í þeim upp aftur.
Ef frost gerði að ráði, er hætt
við algerum uppskerubresti.
Yrði það tjón þungbært fyrir
Hveragerði, sem eins og kunnugt
er byggir afkomu sína á starf-
semi gróðurhúsanna, blóma- og
grænmetisrækt.
I vetur voru af hálfu tals-
manna Hveragerðis, gerðar ítar-
legar tilraunir til þess að fá stóra
gufuborinn austur hingað til þess
að bora fyrir Hitaveitu Hvera-
gerðis. Töldum við okkur sjá
hvað í vændum myndi vera.
Málaleitan okkar náði ekki fram
að ganga. Nú er þetta komið á
daginn. Það eina sem bjargað
getur málinu, er að hefja djúp-
boranir, gera borholur er duga
muni til að tryggja hitaveitu
þorpsins og þar með atvinnulífi
þess nægan jarðhita. — G. M.
Laxá leigð á 150
þúsund krónur
AKRANESI, 17. apríl. — Það eru
nú allar horfur á því að þeir
Akurnesingar og Reykvíkingar,
sem undanfarin ár hafa farið með
veiðistangir sínar í Laxá í Leir-
ársveit, verði nú af þeirri ánægju
að renna í ána eftir fallegum
laxi, þegar veiðitímabilið hefst í
ánni, um miðjan júnímánuð næst-
komandi.
Stangaveiðifélag Reykjavíkur
hefur haft þessa laxá á leigu und-
anfarin ár í félagi við Akurnes-
inga. Nú mun Sölumiðstöð hrað-
frystihúsanna hafa tekið þessa
litlu en skemmtilegu laxá á leigu
og borga að sögn kunnugra fyrir
hana um 150.000 krónur. — O.
4