Alþýðublaðið - 30.10.1929, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 30.10.1929, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Beztu tyrknesku cigaretturnar í 20 stk. pökkum sem kosta kr. 1,25, eru: Statesman. m TssrkislK Westmlessíer Cigarettnr. A. V. E hver|mn pakka errc satnskonar Kallegar laBidslagsmjrndir og i Goniinapder<-cigarettapökkum Fást i ollnm verslnnsim. Lanslspektii innislíóna, Svörtu með IcrómleðiirbotnBra- nm, seljum við fjrrir að eins 2,95. Við höfnm ávalt stærsta úrvalið i borginni af alls- honar inniskófatnaði. — Altaf eitthvað nýtt. Eirlkur Leifsson, skóverzlun. — Laugavegi 25. Þýzkalandsför Ármenninga. Viðtal við Jón Þorsteinsson. Alþýðublaðið hitti Jón Þor- steinsson, foringja glímuflokks „Ármanns" að máli í gær og spurði hann tíðinda úr för þeirra féiaga. — Þessi Þýzkalandsför okkar hefir borið meiri árangur og orð- ið happadrýgri en við gerðum okkur vonir um, segir Jón. — Ferðin var hin skemtilegasta all- an tímann. Við lögðum af stað héðan 26. október tii Kaupmanna- hafnar. Þar dvöldum við einn dag og eyddum tímanum með því áð skoða borgina; flestir okkar höfðu aldrei farið utan fyrr. Síð- an fórum við yfir Jótland til Kiel, og þar héldum við fyrstu sýningu okkar. Var ekki laust ,við, að um menn færi nokkur skjálfti er þeir gengu fram á ieiksviðíð, en úr því rættist og tókst sýningin hið bezta að dómi áhorfenda og blaðamanna, og varð þetta okkur góð uppörvun þegar í byrjun. Er við höfðum sýnt tvisvar í Kiel héldum við áfrarn ferð okkar og alls staðar var okkur tekíð hið bezta. Blöð- in birtu langar greinir úm Island og glímuna og í hverri borg mættum við hinni mestu gestrisni og vináttuhug. Víða buðu bæjar- stjórnirnar okkur í kynnisför um borgirnar og skoðuðum við alt, sem við gátum, söfn, opinberar byggingar, einkennilega staði, í- jiróttahús, íþróttavelli o. s. fry. Við vorurn 1—2 daga í hverri borg, iengst þó í Berlín — 4 daga. Alls héldum við 25 sýn- ingar í 21 borg. — Alls staðar hafði Reinhard Prinz undirbúið komu okkar, og eigum við hon- um mikið að þakka. Hann reynd- ist okkur alt af hinn bezti vinur og hjálparhella. — Á undan hverri sýningu flutti Lúdvíg Guð- mundsson erindi um Island og glímuna og var það rnjög fróð- legt; lýsti hann ágætlega þjóð- arhögum okkar og þjóðaríþrótt. Tvær kvikmyndir voru teknar af okkur og þær koma von bráðar hingað heim og munu verða sýnd- ar hér. Önnur kvikmyndin var tek- !in í Berlín, hin| í Jena. — í Kaup- mannahöfn hittum við Jens Guð- björnsson, formann „Ármanns", og Árna Óla blaöamann og sló- ust þeir með í förina til Þýzka- lands. Árni skildi við okkur í Berlín, en Jens í Trier, en þá áttum við eftir að sýna í fjórum borgum. — Frá Trier fórum við yfir Luxem- burg til Verdun á Frakklandi og skoðuðum þar hinar kunnu víg- stöðvar. Sú ferð okkar var sann- kallaður „lystitúr". Frá Verdun fórum við aftur til Trier. — Því miður gátum við ekki farið til Vínarborgar, höfðum við þó æti- að að fara þangað — og í Leip- zig fórst glímusýning fyrir af sér- stökum ástæðum. Og ert þú vel ánægður með förina? Já. Hún tókst miklu betur en við bjuggumst við, eins og ég hefi þegar tekið fram. Ég þakka það og því, að allir þeir, sem þátt tóku í henni, voru sem einp maður. Aldrei vííð nein misklíð í flokknum. Félagarnir sýndu all- ir sem einn hina mestu drenglund og skilning á því, hversu árið- andi það var fyrir þjóð vora að förin tækist vel. Við vorum lika vel æfðir, höfðum stundað æfy ingar frá því um miðjan maí. — Ég vil í þessu sambandi geta þess, að því miður. gat einn af okkar beztu mönnum, Vagn Jó- hannsson, ekki tekið þátt í för- inni. Hann ætlaði þó að vera. með, en var veikur í fæti síðan í fyrra og hætti því við að fara. Þótti okkur öllum mjög slæmt að missa hann. Kostnaðarhliðin? Förin bar sig ekki. Þó er fjár- Sparlð yðnr tíma og peninga með þyí að aka í gjaldmælisbifreiðum Steindórs. www i ' Um fjármálagiapræðl týsida varasjóði, glæpsamlepa meðferð á almaimafé ob ðmmr rapnarok lejklavíkor op fiármáia íslands, oe margt fleira ' talar Páll J. Torfason sunnudaginn 3. nóvember og síðan hvern sunnudag fram yfir nýjár (þó ekki 22. og 29. dez.) kl. 2 síðd. í Nýja Bíó. Landsstjórn, alþingismönnum og blaðamönnum er boðið. Aðgöngukort, sem gilda að fyrstu 10 erindunum, fást í bókaverzl- un Sigf. Eymundssonar og kosta kr. 7,50. Að einstökum erindum kosta aðgöngumiðar kr. 1,00 og fást þeir við innganginn — verði einhver sæti laus. er kominn. Frakka- og fata-efni í mjög miklu úrvali. Nokkrir tilbúnir frakkar seljast afar-ódýrt. Vetrarfrakkar og föt saumuð eftir máli frá kr. 90,00. Manchettskyrtur, náttföt, nærföt, hálstreflar í stóru og fallegu úrvali. Alt nýtísku-vörur. Verðið mjög lágt. Andrés Andrésson, Laugavegi 3. Kápuefnl þau, sem eftir eiu, verða seid með 15% afslætti. Mikið úrval af tölum og spennum. Verzlun Torfa 6. Þórðarsonar. hagslegt tap á henni ekki mikið. Þakka ég það öllum þeim, sem hafa með ráðum og dáð stutt okkur, segir Jón að síðustu. Það er víst áreiðanlegt, að aldrei hefir þjóð vor verið kynt svo vei meðal ÞjóðVerja eins og þessi för Ármenninganna hefir gert. Getur það haft margþætt áhrif fyrir okkur. Aiþýðublaðíð vill færa glímumönnunum, for- göngumönnum þeirra og félagi þeirra, „Ármanni“, þakkir lesenda sinna fyrir góða frammistöðó. Srleisd slsssskeyti. Khöfn, FB„ 29. okt. Von Biitov dauður. Frá Berlín er símað: Von Bu- lov, fyrrverandi ríkiskanzlari, er látinn. S.s. Lyra fer héðan annað kvöld, fimtu- daginn 31. þessa mánaðar, kl. 8 síðdegis til Bergen um Vest- mannaeyjar. Framhaldsfarseðlar seldir til Kaupmannahafnar, Hamborgar, Rotterdam, Newcastle og Gauta- borgar. Farseðlar óskast sóttir sem fyrst . Flutningur afhendist í dag. Nic. Bjamason. Kennarar við barnaskóla. Böðvar Guðjónsson frá' Hnífs- dal er skólastjóri á Flateyri við Önundarfjörð í vetur i umboði Snorra Sigfússonar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.