Morgunblaðið - 05.07.1959, Page 2

Morgunblaðið - 05.07.1959, Page 2
2 MORCUNBLAÐIÐ Sunnudagur 5. júlí 195S Laxveiði heldur treg í Borgarfjarðaránum AKRANESI, 4. júlí — í gær náði ég tali af Kristjáni Fjeldsted, bónda í Ferjukoti. Hann var þá einmitt nýkominn vestan af Mýr- um. Hann sagði, að enn hefði ekk Síldarverksmið j ur ríkisins liafa feng- ið 32 þúsund mál. SIGLUFIRÐI, 4. júlí. — Austan bræla er úti fyrir á miðunum og mörg skip liggja í höfn. Frétzt hefur að nokkur skip hafi fengið síld í nótt á svipuðum slóðum og áður: Víðir II. 500 tunnur, Jök- ull 250, Snæfell 500, Faxaborg 500 og aðrir minna. Alls hafa Síldarverksmiðjur ríkisins á Siglufirði tekið á móti 32.678 málum af síld tii bræðslu. — Guðjón. ert sem teljandi væri veiðzt í vesturánum. 20. maí mátti leggja laxveiði- netin í Hvítá. Fyrstir lögðu þeir á Hvítárvöllum og í Ferjukoti, en flestir hinna veiðibændanna ekki fyrr en undir mánaðamót- in maí—júní. Netjaveiði er heim- ilt að stunda í Hvítá frá Einars- nesi upp að ármótum Hvítár og Þverár. Veiði var treg framan af, en tók fyrst að glæðast um miðja síðastliðna viku og hefur stórum aukizt í þessari. í Norð- urá má hefja stangarveiði 1. júní, en víða annars staðar ekki fyrr en 15. En sem komið er hefur mjög lítið veiðzt í Grímsá og Þverá, en þess ber að gæta að laxinn er að ganga í ámar og stangaveiðitíminn því raunveru- lega að hefjast, sagði Kristján Fjeldsted að lokum. Fimm laxar veiddust í Laxá í Leirársveit einn daginn í þessari viku. — Oddur. Festist í spili við uppskipun ÍSAFIRÐI, 4. júlí. — f fyrradag varð það slys hér á ísafirði, að sjómaður, Kristóbert Rósinkars- son, festi stakk sinn í spili og slasaðist nokkuð. Verið var að skipa fiski upp úr Pólstjörnunni, við bæjarbryggj- una, en báturinn hefur verið á handfærum að undanförnu. Var Kristóbert við spilið og festist stakkur hans í spilvírnum. Eng- inn annar var niðri í bátnum, aðeins uppi á bryggjunni. — Klemmdi vírinn hann upp að spil inu, svo honum lá við köfnun og kom brátt ekki upp nokkru hljóði. Fálmaði hann með hendinni í vir- inn og missti við það framan af þumalfingrinum og skaddaði hendina. Stöðvaði skipstjórinn þá spilið, en hann hafði hlaupið til ofan af bryggjunni. Sten Olof Vestman Verkamaður sniíð- ar sér svifflugvél AKRANESI, 4. júlí — Hér á Akranesi er verkamaður, sem heitir Sigurður Arnmundsson. í 5—6 undanfarin ár hefur hann varið tómstvmdum sínum til þess að smíða svifflugvél. Er nú svo komið að Sigurður er búinn að smíða alla hlutina í sviffluguna, en vantar nógu stóran sal, til þess að setja hana saman. Þegar sam- setningu er lokið, er ráðgert að toga hana til flugs hér á bað- ströndinni á Langasandi. Hefur Benedikt Hermannsson, tré- smíðameistari, sem hefur svif- flugskennarapróf, lofað Sigurði að vera honum innan handar og stjórna fyrstu tilraununum við að koma svifflugunni á loft. — Oddur. Refaskytta fékk skot í bakið ÍSAFIRÐI, 4. júlí, — Það slys varð hér í gærkvöldi að skot hljóp í bakið á Kjartani Sæmundssyni, er hánn var á refaveiðum. Eru meiðsli hans ekki talin lífshættu- leg. ★ Slysið bar til með þeim hætti, að Kjartan, sem var á refaveið- um norður í Hornvík og búinn að skjóta 10 refi, hrasaði er hann var að eltast við einn og hljóp skotið úr hlaðinni byssunni í bakið á honum. Félagar Kjart- ans lögðu af stað með hann í bát þeirra til ísafjarðar, en þaðan var sendur hraðskreiðari bátur á móti þeim. Er Kjartan nú kominn í sjúkrahúsið á ísafirði og líðan hans eftir atvikum. Finnskur blaðamaður í mánaðardvöl á íslandi FINNSKUR blaðamaður, Sten Olof Vestman að nafni, leit inn á ritstjórn Morgunblaðsins á dög- unum. Vestman er hingað kom- inn á styrk frá íslenzka ríkinu og mun dveljast hér á landi til júlíloka. Vestman er frá Ekenas við Finnska flóann og starfar við blað, sem heitir Vastra Nyland og er eitt af þremur dagblöðum í Finnlandi, sem skrifuð eru á sænsku. Blaðið er að nokkru leyti málgagn Sænska þjóðflokks ins og stjórnmálaritstjóri þess er John Österholm, íormaður Sænska þjóðflokksins í ríkisþing- inu. Það kemur út í ellefu til tólf þúsund eintökum. Það, sem fyrst vakti áhuga Vestmans hér á landi voru auð- vitað kosningarnar, en síðan hef- ur hann kynnt sér Hitaveituna og Reykjalund og hrifizt af hvorutveggja. t næstu viku legg- ur hann land undir fót ásamt Hákoni Bjamasyni, skógræktar- stjóra, því hann hefur öðru frem- ur áhuga á að kynnast skógrækt- inni á tslandi. Hann mun einnig fara til Siglufjarðar og víðar um Norðurland. Skólasfrákur smíðar eldflaug ENSKUR skólastrákur, Peter Finney, vakti athygli brezkra blaða á dögunum. Hann hafði smíðað sjálfstýrða eldflaug — algerlega á eigin spýtur. Eldflaugina hafði hann búið til á níu mánuðum, hún var að Á nýja íbúð, fékk aðra ÍSAFIRÐI, 4. júli. — Maður héð- an frá ísafirði fékk hæsta vinn- inginn í nýafstöðnum drætti happ drættis DAS, íbúð að Hátúni 4 í Reykjavík. .Heitir hann Sigurður Guðmundsson, málari, maður rétt þrítugur, sonur Guðmundar Sæmundssonar málarameistara á ísafirði. Sigurður er kvæntur og tveggja barna faðir. Hann býr í nýju húsi, sem hann á sjálfur. Nýr vanarsamn- ingur TOKYO, 2. júlí. — Búizt er við að seinnihluta sumars verði nýr varnarsamningur Japans og Bandaríkjanna undirritaður. Jap anski forsætisráðherrann sagði á þingi í dag, að óvinátta í garð bandarískra hermanna í Japan, væri óvinátta í garð Japans. Bandarikjamenn væru í Japan til þess að verja Japan og þjóðina gegn yfirgangi kommúnismans. Japanir væru enn ekki færir um að verja land sitt sjálfir. mestu gerð úr aluminium og tin- plötum — og hafði kostað hann þrjú sterlingspund. Hafði hann komið trékylfu fyr ir í trjónu eldflaugarinnar — og átti kylfan að svífa til jarðar í fallhlíf, þegar aldflaugin byrjaði að falla til jarðar. Hafði stráksi reiknð út, að hún mundi ná 2.000 feta hæð. Og svo átti að skjóta undra- tækinu á oft. En þá kom babb Á SÍÐASTLIÐNUM vetri efndi Kjarnfræðanefnd íslands til rit- gerðasamkeppni um eðlisfræði- legt efni og skyldi fjallað um gerð efnisins. Þátttaka var heim- il öllum nemendum í mennta- skólum landsins. —■ A/ew York Times Framhald af bls. 1. tveir, Framsóknarmenn og Sjálf- stæðismenn, er bættu við sig þing sætum, gætu sameinazt um mynd un ríkisstjórnar. En til þess eru litlar líkur. Afleiðingin af því er svo aftur, að búizt er við því, að minnihlutastjórn jafnaðarmanna, sem studd er af Sjálfstæðisflokkn um, sitji áfram, þar til hún fram- kvæmir breytingar á kjördæma- skipuninni og efnir til nýrra kosninga í haust. Einmitt vegna þess er þýð- ingarmikið að nema eitt atriði brott úr íslenzkum stjórnmál- um, sem kommúnistar reyna að hagnast á og sem gæti orð- ið til þess að þeir stigi upp aftur við hin nýju kosninga- lög, er veita bæjunum aukna þingmannatölu. Þetta atriði er hin óheppilega fiskveiða- deila við Bretland. Aðrar þjóðir hafa eins og Bretar mótmælt hinni einhliða útfærslu íslendinga á fiskveiði landhelginni í 12 mílur, en Bretar hafa einir sent herskipa flota sinn gegn íslenzku varð- skipunum og hafa með þeim hætti sameinað alla tslendinga í andspyrnu gegn Bretlandi, sem þó er bandamaður þeirra í NATO og hefur þetta haft óhjákvæmilegar afleiðingar í för með sér fyrir NATO sjálft. Hin fáu viðbótartonn af fiski sem koma í net Breta eru ekki þessa virði. í bátinn. Flugumferðarstjórnin hafði veður af ráðagerðinni — og sagði NEI. Tilraunir sem þessar mundu geta haft í för með sér hættu fyrir flugumferð — og bezt væri að taka fyrir allan slík- an leikaraskap í upphafi. Og enn situr við sama. En tilganginum er að nokkru leyti náð, því að smíði Peters hefur vakið athygli skólastjórans og kennaranna. Peter hefur ekki verið alít of duglegur við námið, en nú segist hann vonast til að komast í gegn. Þátttaka í keppninni reyndist betri en búizt var við um jafn- sérstætt efni og bárust ellefu rit- gerðir, þar af sjö frá Menntaskól- anum í Reykjavík, þrjár frá Menntaskólanum á Akureyri og ein frá Menntaskólanum á Laug- arvatni. Þessar ellefu ritgerðir fjalla um flesta þætti í gerð efnis ins, allt frá atómögnum til orku- framleiðslu sólarinnar og gera góð skil efni því, sem fjallað er um. Fyrstu verðlaun 1000. — kr. í peningum hlaut Halldór Elías- son, nemandi í 6. bekk Mennta- skólans á Akureyri fyrir ritgerð um skammtakenninguna. Onnur verðlaun, bókina Lehr- buch der Experimentalphysik, lhaut Þorsteinn Vilhjlámsson i 5. bekk Menntaskólans í Reykja- vík fyrir ritgerðum um talningu atómagna. Þriðju verðlaun, tveggja ára áskrift að tímaritinu Scientific American, hlaut Guðmundur Þor steinsson nemandi í 4. bekk Menntaskólans á Laugarvatni fyr ir ritgerð um breytingar frum- efna. Hin mikla þátttaka í sam- keppninni ber þess vott, að mik- ill áhugi er að vakna hjá yngri kynslóðinni á eðlisfræði og skyldum greinum og sérstök ástæða er til að minnast á, að fjórar mjög góðar ritgerðir bár- ust frá nemendum í 3. bekk Menntaskólans í Reykjavík. Þess má einnig geta, að vegna hinnar miklu og góðu þátttöku hefur Stærðfræðafélagið ákveðið að veita bókaverðlaun þeim þátttakendum, sem ekki hljóta verðlaun frá Kjarnfræðanefnd. Tilgangur Kjarnfræðanefndar með þessum verðlaunaveiting- um er að glæða áhuga mennta- skólanema á eðlifræði og skyld- um greinum raunvísinda og hyggst nefndin halda áfram verð launaveitingum í þessu formi eða öðru. Ellefu ritgerðir bárust um ,,gerð efnisins44 Halldór Elíasson, nemandi í M.A. hlaut fyrstu verðlaun

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.