Morgunblaðið - 05.07.1959, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 05.07.1959, Blaðsíða 9
Sunnudapur 5. ^fclí 1959 MORCnwnr 4»ið 9 Cesfaleikur „Det Norske Teatrets": Kristín Lavransdóttir (Sveigurinn) eftir Sigrid Undset — I sviðbúningi og undir stjórn T. Skagestads Frumsýning s.l. fimmtudag um umhverfi er fellur vel að efni hans og anda og búningarnir eru í fyllsta samræmi við þá tíma sem leikurinn gerist á. ,Dansana í leiknum hefur Edith Roger séð um. Eru þeir skemmti- legir og sérkennilegir. Fyrir dansinum syngur Björt Erik Thoresen. Gítarleik fyrir og milli þátta annast Björn Fongaard. Leiknum var tekið með mikl- um fögnuði, en ekki er mér grun laust um að eitthvað -í textanum sem er á norska „landsmálinu“ hafi farið fyrir ofan garð og neð- an hjá sumum leikhússgestanna. Að leikslokum ávarpaði Þjóð- leikhússtjóri hina norsku lista- menn og þakkaði þeim komuna. Afhenti hann forstjóra Det Norske Téatrets Niís Slétbak, fagra blómaköfru, en forstjórin þakkaði með nokkrum orðum og mælti á íslenzku. — Auk þess bárust leikurunum og höfundi leiksins margir blómvendir. Að endingu vil ég bjóða hina norsku gesti velkomna og þakka þeim þá ánægju sem þeir veittu mér og öðrum leik- þeir veittu mér og öðrum leik- húsgestum með list sinni s. 1. fimmtudagskvöld. Sigurður Grímsson. Simon í Vatnskoti liefur stundað veiðar i Þingvallavatni lengur en nokkur annar. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) Það kemur íram í silun^svc'ð- inni eftir 6 — 7 ár - segir Simon i Vatnskoti sem séð heíur dauð seyði i hrönnum EÍNS og kunnugt er kom hingað jfyrir nokkrum dögum leikflokk- ur frá Det Norske Teatret í Osló og sýnir hér í Þjóðleikhúsinu leik rítið „Kristin Lavransdóttur“, sem norski rithöfundurinn og skáldið Tormod Skagestad hefur Samið upp úr hinu míkla og víð- Íræga skáldriti, með sama nafni, éftir Sigrid Undset. Er sagan flestum íslendingum vel kunn hana í útvarpinu og auk þess hef hana í útvarpinu og auk þess hef- Ur hún komið út í ágætri þýð- ingu hans. Það hefur verið oss íslending úm jafnan mikið fagnaðarefni, er norskir listamenn hafa sótt oss heim, ekki sízt leikarar, enda á hin þróttmikla norska leiklist hér marga aðdáendur. — Þetta er í þriðja sinn sem hingað kem jir leikflokkur frá Noregi og gef- ur oss kost á að sjá norska leik- list á íslenzku leiksviði. — Árið 1948 komu hingað úrvals leikar- ar frá Þjóðleikhúsinu í Osló und ir forustu hinnar öldruðu frú Mowinckel, sem var hvort tveggja í senn, stórbrotinn per- sónuleiki og frábær leikkona og leikstjóri. Sýndi flokkurinn þá „Rosmersholm" hið áhrifamikla leikrit Ibsens og var það mikill listviðburður. Sumarið 1957 kom svo hingað leikflokkur frá Riks- teatret í Osló og sýndi hér „Brúðuheimili", eftir Ibsen, sem af flestum er talið eitt af ágæt- ustu verkum þessa mikla snill- ings. Munu leiksýningar þessara mikilhæfu listamanna lengi í minnum hafðar, ekki síst frábær leikur Liv Strömsted í hlutverki Noru. — Þá hafa og tvær af mikil hæfustu leikkonum Norðmanna, þær frú Gerd Grieg og frú Tore Segelcke verið gestir á leiksvið- um hér og frú Grieg jafnframt sett hér á svið nokkur leikrit, þeirra á meðal Pétur Gí ut eftir Ibsen og Paul Lange og Tora Parsberg eftir Björnson og lék frúin hlutverk Tora Parsberg. — Stendur íslenzk leikmenning í mikilli þakkarskuld við þessa miklu listakonu, sem með starfi sínu hér markaði tímamót í ís- lenzkri leikstarfsemi. — Frú Segelcke lék hér árið 1952 Noru í „Brúðuheimili“, með islenzkum leikurum í öðrum hlutverkum og hafði jafnframt leikstjórnina á hendi. Heillaði frúin alla leikhús gesti með frábærum leik sínum, sem var átakanlega hrífandi í djúpri og mannlegri túlkun henn ar á hlutverkinu. „Kristín Lavransdóttir" í sviðs búnaði Tormods Skagestads fjall ar aðeins um fyrsta hluta sög- unnar og er leikritið hugsað sem íyrsti hluti í þríleik, sem Skage- stad hefur í hyggju að semja. Um leikritið farast höfundinum svo orð í leikskránni: „Að sjálf- sögðu varð að fella margt brott á leiðinni frá skáldsögu til leik- rits, svo sem landslagslýsingar og hugleiðingar, en það er von mín, að eitthvað af því lifi milli lín- anna sem blæbrigði í þögnum og látbrögðum og í sviðsmyndum“. Það hefur áreiðanlega verið miklum vanda bundið að semja leikrit upp úr þessu stórbrotna skáldverki, en ég hygg að flestir, sem söguna þekkja, muni sam- mála um að hr. Skagestad hafi 'orðið að von sinni, — að andi skáldsögunnar lifi í leikritinu og að persónurnar hafi hvorki misst svip né lífsþrótt við flutninginn. Um efni leiksins segir Tirmod Skagested svo í leikskránni: — „Aðalefni leiksins hef ég byggt á ástarsögu Erlends og Kristín- ar, en sem mikilvægt aukaatriði er saga Lavrans og Ragnfríðar tvinnuð inn í það, ásamt sögu Áshildar og Björns á Haugi, sem hvor á sinn hátt dregur aðalefnið fram“. — Þessu til viðbótar skal þess getið að leikurinn, sem ger- ist í byrjun 14. aldar, hefst á Jörundgard í Guðbrandsdal á heimili Lavrans Björgúifssonar. Er Kristin þá 14—15 ára. Síðar fer hún til Oslóar og gerist ung- systir í Nonnesæter klaustri þar. Hún er 16 ára er fundum henn- ar og Erlends Nikulássonar frá Husaby í Þrændalögum ber sam- an. Fella þau þegar hugi saman og hún slítur trúlofun sinni Við Símon Darre. Faðir Kristínar er því andvígur mjög að hún giftist Erlendi og verða nú mikil átök með þeim feðginum, er lýkur þó með því, að faðir hennar lætur undan og hún giftist Erlendi. En þar líkur leikritinu. Eins og að framan getur, hefur Tormod Skagested sett leikinn á svið og annast leikstjórnina. Hef- ur leikstjóranum tekist að gefa leiknum hina réttu reisn og þá stemningu, sem sagan býr yfir. Og enda þótt leikendur. séu all- margir, raskast hvergi heildar- svipur leiksins. „Aðalhlutverk leiksins, Kristinu Lavransdóttur, leikur Rut Tellef- sen. Hlutverkið er mikið og vandasamt, en hin unga leik- kona gerir því hin prýðilegustu skil, hvort heldur hún rís í djarfri mótstöðu gegn föður sin- um eða nýtur heitra samfund- anna við Erlend unnusta sinn. Foreldra Kristínar, Lavrans Björgúlfsson og Ragnfríði konu hans, leika þau Johan Norlund og Tordis Maurstad. — Lavr- ans er stórbrotinn persónu- leiki í þróttmikilli túlkun Norlunds og gerfi hans mjög gott, og frú Maurstad leikur Ragnfríði af næmum skilningi. Mátti greina það á öllu látbragði leikkonunnar, svipbrigðum henn- ar og ágætri framsögn að þar er mikilhæf leikkona á ferðinni. Þá var og mjög athyglisverður leik- ur Arne Lie í hlutverki Erlends Nikulássonar. Elisabeth Bang, er leikur Elinu Ormsdóttur og Astrid Sommer, er leikur Ast- hildi konu Björns Gunnarssonar. Fara báðar ágætlega með hlut- verk sín. Þá ber og að nefna Pál Skjönherg í hlutverki Símon a Andressonar Darre fyrrum unnusta Kristínar. Er leikur Skjönbergs afbragðsgóður, þrótt mikill og samfærandi og maður- inn hinn gjörvilegasti. Önnur hlutverk eru minni, en yfirleitt vel með þau farið. Arne Walentin hefur gert leik- tjöld og teiknað búningana. Eru tjöldin fábrotin en skapa leikn- Á HVERJU sumri koma þúsundir Reykvíkinga austur að Þingvalla vatni með stangir sínar til þess að veiða silung þar í vatninu. F.nginn maður mun betur þekkja til silungsins á því veiðisvæði sem mest er sótzt eftir, þ.e.a.s. f BYRJUN júnímánaðar var opn- að á stúdenta^orðunum hótel, eins og undanfarin ár. Kl. 5 síð- degis 4. júní, tók Pétur Daníels- son hótelhaldari við görðunum og kl. 9 um kvöldið var hægt að taka þar á móti fyrsta gestinum. í þeim miklu gistihúsavand- ræðum sern hér rikja, hefur Hótel Garður beinlínis bjargað algeru neyðarástandi, þegar ferðamanna straumurinn byrja. fyrir alvöru á sumrin um mánaðamótin júlí og ágúst Fréttamaður blaðsins leit í gær inn á Hótel Garð. Þá höfðu farið þaðan um morguninn tveir 18 manna einn 15 manna hópar áleiðis til Grænlands, í dag við norðurenda þess, en Símon bóndi Pétursson í Vatnskoti. Hann er siðasti bóndinn innan þjóðgarðsgii ðingarinnar og hef- ur búið í Vatnskoti síðan árið 1910. Þá reisti hann hús sitt, jafnframt lítilsháttar búskap ur sænskra íþróttamanna og á föstudag eiga norsku knattspyrnu mennirnir að fá þar inni, auk þess sem norski leikflokkurinn býr þar, . íeðan j.ann dvelst hér. Slíkum hópum var ekki.hægt að veita húsaskjól, ef stúdentagarð arnir væru ekki notáðir sem gisti hús á sumrin. Hótelin í bænum hafa upp á 114 herbergi að bjóða, Hótel Borg 41, City Hótel 26, Skjaldbreið 27 og Vík 20, og er þar að sjálfsögðu oftast of fullt til að hægt sé að bæta á heilum ferðam„nnahópum. Pétur Daníelsson, hótelhaldari á Skjaldbreið, héfur nú í 9 ár haft stúdentagarðana á leigu og rekið þar Hótel Garð. Á Gamla Garði er matsalur, setustofa og annað sem þarf að vera í gisti- húsi, en á Nýja Garði aðeins hó- telherbergi Á Gamla Garði er rekin veitingastofa, bæði fyrir hótelgesti og aðra, frá kl. 7,30 á morgnana. Er þar allt hið vist- legasta. Nýtt hraðamct j SIDNEY, Ástralíu, 2. júlí -- Far- þegaþota af gerðinni Boeing 707 frá ástralska flugfélaginu Qantas, flaug án viðkomu yfir Kyrrahaf, frá San Francisco til Sidney, á nýjum mettíma í dag. Flugtíminn var 16 klst. og 10 mín., en venju- legur flugtími fullkomnustu flug- véla af eldri gerðum á þessari leið, t. d. DC-7, er 30 klst. stundaði hann hverskonar smíð- ar, en Símon er einn þeirra manna, sem getur allt í höndun- um. í fyrrakvöld, er ljósmynd- ara Mbl. og tíðindamann þess bar að garði í Vatnskoti, var Símon niðri við bát sinn. Held- urðu ekki að þetta mikla útfall, sem orðið hefur í Þingvallavatni muni ekki hafa slæm áhrif á sil- ungsveiðarnar? Símon tottaði pípuna. — Nei, ekki strax. En við höfum fundið óhemju ósköp af dauðum seiðum í pollum hér meðfram vatninu. Það skarð, sem búið er að höggva í seiðin mun ekki koma fram í veiðinni fyrr en að 6—7 árum liðnum, sagði Sím- on. En ég hef orðið að yfirgefa höfnina mína hér við bæinn og flytja bátinn hingað út og þurrt er orðið í silungakistunni minni og loks hef ég orðið að leita að nýjum miðum. Og veiðin hefur gengið vel hjá mér og suma dag- ana alveg ágætlega. Síðasti vetur var fyrsti veturinn,. sem Simon hefur ekki verið heima í Vatns- koti. Hann er nú 78 ára og hafði verið hjá syni sínum. En nú var hann kominn aftur í sitt um- hverfi, kýrin hans, sem verið hafði á fóðrum hjá Gjábakkabónd anum í vetur, var aftur komin í fjósið sitt. í smiðjunni á Símon ótal verkfæri, fótstiginn renni- bekk með meiru, utanborðsmót- ora og nýja rafstöð fyrir heim- ilið. Af bæjarhólnum var gamli Fordinn aftur á móti horfinn. — Hvar er bíllinn, Símon? — Dótt- ursonur minn er á honum hérna einhversstaðar niðri við vatnið. Þetta mun vera elzti bíll lands- ins, Ford, árgerð 1918. En það er önnur saga. — Áttu silung í kistunni núna? — Ég á einhverja titti handa ykkur, sagði Simon og við gengum í áttina að silungs- kistunni, þar sem hann geymir iifandi silunginn. Þegar við vor- um að ganga í eggjagrjótinu, sem komið hefur upp, sagði Símon: — Skrokkurinn vill áf.am, en lapp- irnar fylgjast ekki alltaf með. Við silungskistuna fórum við aftur að tala uni dvöl hans á Þingvöllum. — Ég hef alið allan minn aldur hér í sveitinni, að 7 árum slepptum, sem ég var við nám og trésmiðar í Reykjavík og hundleiddist alltaf. Hér vil ég drepast, sagði Símon snögglega, tottaði pípuna og horfði yfir hið lygna vatn, renndi síðan háfnum ofan í kistuna. — Þingvallasil- ungur í sunnudagsmatinn. ^jvar væntanleguj. 30 manna hóp- Hótel Garóur Sfœrri ferSamannahópar gisía á Hótel Garði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.