Morgunblaðið - 05.07.1959, Side 12

Morgunblaðið - 05.07.1959, Side 12
12 MORCl’N JJL 4 Ðll Sunnudagur 5. júlí 1959 Utg.: H.f. Arvakur ReykjavflL Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsscn. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktss.on. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargald kr 35,00 á mánuði innamands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. AFSTAÐAN TIL RÍKIS- STJÓRNARINNAR UTAN UR HEIMI í heimsóknartíma hjá próf. Busch fremsta heilaskurðlækni Dana Það býhingarmesta er máske að vita, hvenær ekki á oð skera ÞEGAR minnihlutastjórn Alþýðu flokksins tók við völdum rétt fyr ir jólin s.l. vetur, var því lýst yf- ir af hálfu Sjálfstæðisflokksins að flokkurinn myndi verja stjórn ina vantrausti fram yfir alþingis kosningar, sem fram skyldu fara á komandi sumri. Jafnframt var frá því skýrt að það væru skil- yrði Sjálfstæðismanna fyrir þess um stuðningi við hina nýju ríkis- stjórn, að ráðstafanir yrðu gerð- ar til þess að stöðva það verð- bólguflóð, sem vinstri stjórnin hafði leitt yfir þjóðina og frum- varp flutt og afgreitt um nýja og réttlátari kjördæmaskipan. Báðum þessum skilyrðum var fullnægt á vetrarþinginu. Ráð- stafanir voru gerðar til bráða- birgða til þess að stöðva verð- bólguflóð vinstri stjórnarinnar. Andstöðuflokkar ríkisstjórnarinn ar treystu sér ekki til þess að fella þær enda þótt þeir væru í meirihluta í Efri deild Alþingis. f>á tókst samkomulag milli allra flokka þingsins nema Fram sóknarflokksins um nýja og lýð- ræðislegri kjördæmaskipan. Síð- an var Alþingi rofið. Islenzkir kjósendur hafa nú sagt álit sitt á kjördæmabreytingunni. — Þrír af hverjum fjórum kjósendum hafa lýst sig henni fyigjandi. Framgangur hennar er því tryggður. Alþingi mun koma saman síðari hluta þessa mánað- ar og samþykkja stjórnarskrár- breytinguna öðru sinni. Á kom- andi hausti munu svo fara fram alþingiskosningar samkvæmt hinni nýju kjördæmaskipan. Að kosningunum sunnudaginn 28. júní sl. loknum og úrslitum þeirra kunnum, reis sú spurning eðlilega, hvernig haga skyldi stjórn landsins á næstunni. Sjálf- stæðisflokkurinn hafði eins og fyrr segir ekki heitið henni stuðn ingi lengur en fram yfir sumar- kosningarnar. En nú hefur flokksráð Sjálf- stæðismanna tekið afstöðu að nýju til minnihliutastjórnar Al- þýðuflokksins. Taldi flokksráð ið rétt, að Sjálfstaeðisflokkur- inn skyldi, að óbreyttum að- stæðum, verja stjórnina van- trausti fram yfir kosningar til Alþingis á komandi hausti. Þessi ákvörðun Sjálfstæðis- flokksins er eðlileg og þingleg. Núverandi ríkisstjórn var m.a. mynduð til þess að koma kjör- dæmabreytingunni í framkvæmd. Enda þótt framgangur hennar hafi þegar verið tryggður með yfirgnæfandi meirihlutafylgi ís- lenzkra kjósenda er flokkaskipt- ingu þannig háttað á hinu ný- kjörna Alþingi, að mögleikar á myndun meirihlutastjórnar eru naumast fyrir hendi. Þess vegna er ekki óeðlilegt að núverandi ríkisstjórn fari með völd fram að kosningum í haust. Þá skapast ný viðhorf og bættir möguleikar til þess að tryggja landinu meiri- hlutastjórn, sem fær sé um að ráða fram úr hinum fjölþættu vandamálum, sem við blasa og margvíslegum erfiðleikum, sem vinstri stjórnin leiddi yfir þjóð- ina. FYRIR nokkrum dögum birtist í danska blaðinu „Dagens Nyhed- er“ viðtal við hinn fræga skurð- lækni, Eduard Busch, sem marg- ir íslendingar hafa leitað til á síð- ari árum. Þar eð ætla má, að marga fýsi því að heyra, hvað læknirinn hefur að segja, birtist viðtalið hér í lauslegri þýðingu: Það var ekki með öllu skilyrðis- laust, sem ég var boðinn velkom- inn. — Gjörið þér svo vel, en verið ekki lengi, sagði skurðlæknirinn, stutt og laggott. Maður ímyndaði sér, hvað til grundvallar lægi. — Þetta er ill nauðsyn. Við skulum ganga til verksins og ljúka því af. Þannig eru viðbrögðin hjá manni, sem vanur er að hika hvergi, leggja út í örlagaríka upp skurði traustum höndum. Og með óstyrkri hendi býr blaðamaðurinn sig undir að byrja hið tímabundna samtal. Traust og óttaleysi — Kaffisopa? spyr skurðlækn- irinn þá með undraverðri vin- semd í röddinni. — Við skulum fá okkur hann úti í garðinum. Þar er svo dásamlega kyrrt. Síðan verður hann dálítið á- kveðnari í tali aftur: — Spyrjið þá. En engin einkamál. Það er starfið, sem um er að ræða, ekki ég. Gjörið svo vel..... Virðulegur, háttvís — en þó vissulega síður en svo skaplaus. Rólegur, næstum fráhrindandi — að minnsta kosti, þegar spurning- arnar nálgast hann sjálfan — en einbeittur og umfram allt ríkur af hjartahlýju. Uppörvandi fyrir starfsfélagana, róandi fyrir sjúkl- ingana. Samstarfsmennirnir mundu ganga í gegn um eld og brennistein fyrir hann — sjúkling arnir ganga fullir trúnaðartrausts og óttalausir í gegnum þá erfið- leika og andstreymi, sem þrátt fyrir allt er samfara meiriháttar skurðaðgerðum. < Það væri hægt að halda áfram með mörg fleiri hrósyrði, ótal blómvendi til yfirlæknisins og há skólakennarans, dr. med. Eduard Busch. En við látum það liggja á milli hluta, sakir augljósrar and úðar skurðlæknisins á öilu þvi, sem keim ber af smjaðri og hóli á opinberum vettvangi. Samt sem áður sleppur hann þó varla við dálítil lofsyrði, þegar taugaskurð læknisdeild hans í Ríkisspítalan- um fagnar 25 ára afrhæli sínu, sem einmitt er um þessar mund- ir. Og vissulega mun hann gleðj- ast yfir því, þó að hann kætist ekki sérstaklega yfir að augu allra skuli einmitt hvíla á honum. Hann mun þess vegna strax og færi gefst flýta sér til síns heima — í laglegum en kyrrlátum lækna bústað að baki sjúkrahúsinu, þar sem hann getur dvalið i friði og ró. Allir taugaskurfflæknar álfunnar í einum bíl! — Það var tilviljun, sem á sín- um tíma varð til þess að ég fór að leggja taugaskurðlækningar fyr- ir mig. Ég starfaði um stundar- sakir hjá prófessor Vilhelm Sch- aldemose, sem þá var fremstur hérlendis á þessum vettvangi. Honum var fullljóst, að við yrð- um að fá einhvern lækni, sem gæti tekið við, og spurði mig; en mér fannst það líta svo vonleysis- lega út, að ég svaraði neitandi. Svo var það nokkrum árum síð- ar, þegar ég var aðstoðarskurð- læknir í Hjþrring, að komið var til okkar með lítinn dreng, sem hestur hafði sparkað í höfuðuð á. Ég var vantrúaður á, að við mynd um geta bjargað honum — en það heppnaðist. Og skyndilega var áhugi minn vakinn. Við vorum ekki margir í þess- ari grein. Mér er minnisstætt, að árið 1935 komum við evrópskir taugaskurðlæknar saman í Lund- únum, og vorum þá 5 talsins! Þeg- ar við fórum í skemmtiferð ak- andi síðdegis dag nokkurn, að sjálfsögðu allir í sama leigubíln- um, var ekið nokkuð hratt. Þá sagði vinur minn, Olivecrona, við þann, sem sat undir stýri: — Aktu nú dálítið hægar. Hvað heldurðu að verði um evrópskar tauga- skurðlækningar, ef þú gerir út af við okkur alla, með þessum akstri? Nú horfir öðru visi við í þessu efni. Aðeins hér á landi eru þeir prófessor Richard Malmros, Ethelberg yfirlæknir, Bisgaard- Frantzen yfirlæknir, Bent Broag er, yfirlæknir, Hedegaard yfir- læknir, John Riishede yfirlæknir og Værnet yfirlæknir, sem starfa í Árósum, Óðinsvéum, Bispe- bjerg og okkar eigin deild í Rík- isspítalanum. Breytt viffhorf. .— Eruð þér ánægður með þær aðstæður, sem dönskum læknum eru búnar? -— Hjá okkur á deildinni í Rík- isspítalanum og hersjúkrahúsinu höfum við til ráðstöfunar þau rúm, sem við þurfum, og sama er að segja um Árósa. Hins vegar þarf að stækka sjúkrahúsin bæði í Óðinsvéum og Bispebjerg. En yfir samanburðinum við önnur lönd getum við ekki kvartað. Fá lönd hafa búið eins vel í haginn fyrir taugaskurðlækningar og Danmörk. Og til þess er gott að vita, því að á hverjum einasta degi er einhver skorinn upp við heilameini; og ekki líður sú klukkustund á dönskum sjúkra húsum, allan sólarhringinn, að ekki sé komið með að minnsta kosti einn sjúkling, sem meiðst hefur á höfði í slysi af einhverju tagi. Og í sambandi við þetta finnur maður sem taugaskurðlæknir ein- mitt hjá sér hvöt til þess að segja nokkur borgaraleg orð. Nei, ekki um sjálf umferðarslysin, þau hafa svo oft verið til umræðu, líka af læknum, án þess að gert hafi nokkurt gagn. En það væri æski- legt nú á tímum, þegar tauga- skurðaðgerðir eru smám saman orðnar eins tíðar og raun ber vitni, að almenningur gæti litið þær í öðu ljósi. Þega fyrstu skurðaðgerðir við magasjúkdómum voru gerðar í lok síðustu aldar, voru þær tald- ar til verstu glæpa. Hvorki þeir. sem tóku að sér að framkvæma þær, né hinir, sem undir þær gengust, voru álitnir með fullu viti! Nú orðið er, sem kunnugt er, litið allt öðrum augum á magauppskurði — og aðgerð á höfði er vissulega fullt eins sjálf sögð og eðlileg. f litlu sjúkraskýli úti i sveit Skurðaðgerð á heila er síður en svo óhjákvæmilega tengd geð- veiki. Fólk, sem undir slíka að- gerð gengur, getur verið alheilt á geðsmunum. Þrátt fyrir það verður maður var við, að á slíka sjúklinga er litið með einskonar grunsemd, — sem bæði er synd og skömm. Það getur komið fyrir hvern sem er, að nema þurfi brott meinlítið æxli á heilanum eða gera skurðaðgerð vegna um- ferðarslyss — og í langflestum tilvikum verður sjúklingurinn al- heill að skömmum tíma liðnum. Afstaðan til slíkra sjúklinga þarf því að breytast, og það frekar fyrr en seinna. — Hvað teljið þér merkustu framfarir á sviði taugaskurðlækn inga í yðar tíð? — Þróunin hefur verið hæg- fara, en þau skref fram á við, sem skipt hafa nokkru máli, hafa stigið þeir Harvey-Cushing, Walt er Dandy og portugalski læknir- Framh. á bls. 16. SINFONIUHLJOMSVEITIN Á FERÐALAG I SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ís lands leggur í dag upp í hljómleikaför um Norður- og Austurland. Hyggst hljóm- sveitin halda 13 hljómleika á jafn mörgum dögum í þessum lands- hlutum. Munu þeir verða haldnir bæði í sveitum, kaupstöðum og kauptúnum. Á efnisskrá hljómsveitarinnar verða sígild tónverk eftir ýmsa af meisturum tónbókmenntanna. Ennfremur verða þar leikin verk eftir innlenda höfunda og glæsi- legir söngvarar verða með í för- inni. Hinn frægi cellóleikari, Er- ling Blöndal-Bengtsson mun einn ig koma fram á einhverjum þess- ara hljómleika. • Rík ástæða er til þess að fagna þessu ferðalagi Sinfóníuihljóm- sveitarinnar. Hún hefur þegar unnið hljómlistar- og leikhús- SUMAR OG SOL ItNDANFÁRNAR vikurhafa verið óróatími í íslenzku / þjóðlífi. Kosningar fóru fram s.l. sunnudag. Aðdragandi þeirra var með venjulegum hætti Fundir voru haldnir um landið þvert og endilangt. Bylgjur ljós- vakans báru rökræður stjórn- málamanna inn á hvert einasta heimili. Þannig vegast menn og flokkar á í lýðræðislandi. Síðan velja kjósendurnir og hafna í einrúmi kjörklefans. En þótt hugur fólksins snúist lífi höfuðborgarinnar ómetan- legt gagn. Aður hefur hún einnig haldið hljómleika á allmörgum stöðum úti á landi. Hefur henni verið tekið ágæta vel í mörgum hyggðarlögum. Er óhætt að full- yrða að áhugi íslenzks almenn- ings fyrir sígildri og góðri hljóm list fari vaxandi. Víðsvegar um land eru risnir upp tónlistarskól- ar, sem sóttir eru af fjölda ungs fólks úr öllum stéttum þjóðfélags ins. Allt ber þetta vott gróanda og vaxandi 'þroska í islenzku lista- og menningarlifi. Höfuffborgarbúar óska hinni ungu Sinfóníuhljómsveit góð.r- ar ferffar um Norffur- og Aust- urland. Fólkið fyrir norffan og austan býður hana velkomið til síu. um stjórnmál og kosningar þarf þó ekki nema nokkra heiða og hlýja sólskinsdaga til þess að áhuginn snúist fyrst og fremst að því að njóta sólar og sumars í skaut íslenzkrar náttúru .Og fyrir Norðurlandi lexta sjómenn- irnir sildarinnar dag og nótt. Slátturinn byrjar og heyannir kalla að. Þannig gengur þjóðin að dag Iegum störfum um leiff og hún fagnar og þakkar hvern sólar- dag, sem kemur meff nýja trú á lifið og framtíðina.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.