Morgunblaðið - 05.07.1959, Side 13
Sunnudagur 5. júlí 195u
MORCVNBLAÐ1Ð
13
Sumarnótt við suðurströndina.
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugardagur 4. júií
Af liver ju kom
sigurvissa
Iícrmanns?
Á FUNDI, sem Framsóknarmenn
héldu í Keflavík á fimmtudags-
kvöldið fyrir kosningar, veittu
menn því athygli, hversu Her-
mann Jónasson var sigurviss.
Hann sagði þá, að frambjóðendur
stuðningsmannu kjördæmabreyt-
ingarinnar mundu stráfalla víðs
vegar um land, einkum þó Sjálf-
stæðismenn. Kjördæmabreyting-
in yrði þess vegna stöðvuð og
Framsókn héldi áfram lykilstöðu
sinni í islenzkum stjórnmálum.
Nú er það að vísu gamall her
mannasiður, að láta líklega, þótt
óvænlega horfi. Vonleysi gerir
ósigur vísan. En of mikil sigur-
vissa er ekki síður hættuleg. Ef
Ijóst er að sigur getur ekki unn-
izt, þá verður afturkastið af of
miklu gorti og stærilæti fyrir-
fram enn óhugnanlegra fyrir
gortarann og traust á honum
hlýtur að dvína þegar raunveru-
leikinn blasir við.
Hermann JónassOn var ekki
einn um það af foringjum Fram-
sóknar að láta mikið yfir sér
fýrir kosningar. Framsóknar-
menn höfðu vikum saman í sinn
hóp fullyrt, að þeir myndu fá
22 þingmenn kjördæmakjörna og
dagana fyrir kosningar breiddu
þeir út um allt land að 23 væru
vissir.
Ekki dugðu 23
En ekki dugðu 23 til að fella
máiið, mundu einhverjir segja.
Hermann taldi sig eiga varalið,
sem grípa mætti til, ef litlu mun-
áði. Þexta sagði hann strax í vor
í útvarpsumræðum frá Alþingi,
svo að sú ráðagerð hefur alls
ekki farið leynt. Mennirnir, sem
Hermann taldi í varaliði sínu,
voru allir neyddir til þess af
fylgismönnum sínum að gefa yf-
irlýsingu um hollustu við kjör-
dæmamálið. En hver tekur mark
á yfirlýsingum þeirra manna,
sem að eigin sög.i hafa farið inn
í flokk til að sundra honum og
reyna að leiða fylgismennina frá
hinum eiginlegu foringjum til
annarra?
Hannibal Valdimarsson ferð-
aðist um landið þvert og endi-
langt fyrir kosningar og prédik-
aði, að Alþýðubandalag og Fram
sókn ættu að vinna saman. Kjós-
endur drógu af þessu þá eðlilegu
ályktun, að ef þeir á annað borð
ættu að selja sig undir forustu
Framsóknar, þá væri bezt að
fara þangað þegar í stað og setj-
ast að kjötkötlum hennar með-
an þeir enn væru fleytifullir.
Það er naumast tilviljun, að
menn urðu á síðustu stundu varir
við það í nokkrum vafakjördæm-
um, að Hannibalista-deild komm
únista hóf áróður fyrir því, að
hjörðin skyldi öll kjósa Fram-
sókn. Nú eftir á gengur Hannibal
um og segir, að eðlilegt hafi ver-
ið, að svona hafi farið, vegna
þess, að um einvígi Framsóknar
og Sjáifstæðismanna hafi verið
að ræða. Þarf ekki að efast um,
hvorum meginn hugur hans hafi
verið í því einvígi.
Sjálfsblekking
Hermanns
Þjóðviljinn leggur á það meg-
ináherzlu nú eftir kosningar, að
allt bjartsýnistal FramsóknaT'
broddanna hafi verið vísvitandi
blekking gegn kjósendum. Á
fimmtudaginn fullyrðir hann t.
d., að Framsóknarmenn hafi tal-
ið mönnum trú um, að kjördæma
breytingin þyrfti að hljóta sam-
samþykki % hluta þingmanna,
og væri Framsókn þess vegna
nóg að fá aðeins rúman
V3 hluta kosinn til að
geta fellt málið. Ef þessu hefur
verið haldið fram, er það auðvit-
að visvitandi lygi og sviksamleg
blekking. Sízt er ástæða til að
efa, að Framsóknarmenn hafi til
þessa gripið þar sem þeim þótti
það henta.
En þessi skýring er ekki nægi-
leg. Framsóknarmenn mundu
ekki hafa iátið svo mikið yfir
sér, sem þeir gerðu, ef þeir hefðu
ekki talið sig hafa raunverulegan
möguleika til að stöðva málið.
Þeir hljóta að hafa gert sér grein
fyrir, að menn, sem reynzt hafa
svo augljósir falsspámenn sem
þeir að þessu sinni, eru sízt lík-
legir til þess að halda trausti
sinna eigin manna, hvað þá
hinna úr öðrum flokkum, sem
voru ginntir til fylgis við Fram-
sókn vegna kjördæmamálsins
eins. Áhættan var of mikil, ef
þeir töldu sig ekki standa nokk-
urn veginn föstum fótum og sig-
urvissan og gortið fram á síðustu
stundu of áberandi, ef þeir gerðu
sér sjálfir Ijðst, að allt mundi
hrynja, j .fnskjótt og atkvæði
væru talin.
,.Hyfr«indi“ Her-
manns brugðust
Nei, hér voru að verki þau
,.hyggindi“, sem Framsóknar-
mennirnir höfðu talið sér koma
í hag. Stjórnarferill Hermanns
Jónassonar hófst með því, að eftir
kosningarnar 1934, sem Jónas
Jónsson vann, fékk Hermann Al-
þýðuflokkinn til að neita
Jónasi sem forsætisráðherra og
hrifsaði sjálfur undir sig þann
stól, sem foringi hans hafði þá
unnið til.
„Hyggindi" svipaðs eðlis komu
enn að haldi, þegar Hannibal fór
úr Alþýðuflokknum fyrir kosn-
ingarnar 1956, og gekk í lið með
kommúnistum, allt í samráði við
og að undirlagi Hermanns Jón-
assonar til að greiða fyrir valda-
töku hans sjálfs. Sama leikinn
átti að leika enn að þessu sinni.
Hermann Jónasson treysti því, að
Hannibal og lið hans mundi
nægja til þess að afla Framsókn
þess liðsauka, sem hún þyrfti til
að stöðva málið.
í þessu fólst algert vanmat á
stjórnmálastöðunni í landinu.
Allt í sei.n á styrk Hannibalista
út af fyrir sig, á aðstöðu þeirra
nú innan kommúnistaflokksins
og á möguleka Framsóknar
til að véla um fyrir mönnum
í kjördæmamálinu. En í þessu
rangmati var Hermann ekki ein
ungis að blekkja aðra, heldur
ekki sízt sjálfan sig.
Ofurveídi SÍS
Heyrzt hefur, að ef kjördæma-
málið hefði ekki komið til, mundi
Framsóknarflokkurinn hafa far-
ið mjög illa út úr þessum kosn-
ingum. Augljóst er, að atkvæða
magn Framsóknar hefði orðið
miklu minna, ef ekki hefði veríð
kosið um kjördæmamálið. Þó
réði sjálft kjördæmamálið úrslit-
um í sárafáum kjördæmum. Þar
eru allt aðrar orsakir að verki.
Það er ofurveldi SÍS og skoðana
kúgunin, þar sem máttur þess er
ráðandi, sem úrslitaáhrifin hafði.
Á þetta treystu foringjar Fram-
sóknar frá upphafi.
Einn helzti ráðamaður SÍS lét
svo um mælt í vetur, að hingað
til hefði SÍS ekki haft afskipti
af kosningum, en nú mundi það
gert. Hann lét þá skýringu fylgja,
að svo yrði að vera, vegna þess
að ráðist væri að samvinnufé-
lögunum sjálfum. Meiri fjarstæða
er ekki til. Allir íslendingar við-
urkenna nytsemi samvinnufélaga
og Framsóknarmenn eru ekki
nema lítið brot af meðlimum
þeirra. Það er misnotkun Fram-
sóknar á þessum samtökum al-
mennings, sem er orðið eitt
mesta hneyksli aldarinnar í ís-
lenzkum stjórnmálum.
Litlu mátti muna
Sú misnotkun er engin nýjung.
Hún hefur farið vaxandi í ára-
tugi og var íyrir kosningamar
1956 orðin svo hömlulaus, að þá
fór Eysteinn Jónsson um landið
og boðaði, að samvinnumönnum
bæri að fylgja Framsóknarflokkn
um að málum. Þegar ráðamenn
SÍS sögðust nú ætla að beita
valdi sínu, sýndi það einungis,
að því ætti að beita enn skefja-
lausar en nokkru sinni fyrr. Það
var stoðin, sem Framsóknarherr-
arnir töldu að mundi tryggja sér
22—23 þingsæti.
Kosningaúrslitin sýna, að 47
atkvæði frá Sjálfstæðismönnum í
þremur kjördær_.um hefði nægt
Framsókn til að fá 22 þingsæti,
og 90 atkvæði til viðbótar hefði
tryggt henni 23. þingsætið. Þó
hún hefði misst þúsundir af at-
kvæðum annars staðar á land-
inu, hefði það ekki haggað neinu
um þingmannafjölda hennar. Þá
hefði hún með einungis Vs at-
kvæðamagns og þeim svikum
meðal yfirlýstra stuðningsmanna
kjördæmabreytingarinnar, sem
Hermann á sínum tíma tilkynnti
í útvarpinu, getað komið í veg
fyrir, að vilji yfirgnæfandi meiri
hluta þjóðarinnar næði fram að
ganga.
Vonbrigði
Framsóknar
En þessar vonir, sem byggðaí *
voru á mætti kúgunar og klækja
brugðust. Þar stóð örugg sann-
færing Sjálfstæðis.nanna sem
órjúfandi veggur á móti.
Almenningúr í ýmsum hinna
litlu kjördæma þekkir nú þegar
til ofurveldis SÍS og kann að
varast þá klæki, sem hafðir eru
í frammi. Vonbrigði Tímans dag-
inn eftir atkvæðatalningu brut-
ust ög út úr hverri línu. Einmitt
þar sem Framsóknarhöfðingj-
arnir höfðu talið sig eiga auð-
veldastan leik, fór áætlun þeirra
út um þúfur.
Hinu er ástæoulaust að leyna
að hér var mikil hætta á
ferðum. Hætta, sem eingöngu
strandaði á manndómshug kjós-
enda sjálfra. Reynslan sýnir, að
þar sem ofurveldi Framsóknar og
SÍS hefir tekizt að bæla niður
frjálsa skoðanamyndun, svo aS
baráttuhugurinn þverr, þar verða
kosningaúrslit svipuðust því sem
í járntjaldslöndum er. Svo er
ástandið nú, t. d. í Þingeyjar-
sýslum og Strandasýslu. Einn
andstöðumaður kjördæmabreyt-
ingarinnar, Þóroddur Guðmunds
son frá Sandi gaf raunar í Tím-
anum fyrir kosningar skýringu á
þessu fy-'irbæri:
„Hafa ekki mestu snillingar
þjóðarinnar og afarmenni, hver á
sínu sviði, komið austan og vest-
an af fjörðum og norðan úr
landi?“
Ekki væri nema von, að úr þvi
að við hér fyrir sunnan, erum
búnir að fá alla þessa snillinga
og afarmenni á borð við Þórodd,
þá sé eitthvað minna um menn
þeirrar tegundar eftir í heima-
högum þeirra.
En þessi Framsóknarskýring
stenzt ekki. Sízt er ástæða til
að gera lítið úr því fólki, sem
byggir þessi héruð. Auðvitað eru
þar jafngóðir íslendingar og hér
í Reykjavík Gallinn er sá, að þar
hefur með flokkskúgun og fjár-
málavaldi tekizt að hindra eðli-
legan skoðanaágreining. Skoð-
anamunur leiðir af mannlegri
hugsun og þar sem hann er bæld-
ur niður, sést að eitthvað meira
en lítið er athugavert. Allt þetta
mun breytast, þegar hin nýja
kjördæmaskipun tekur gildi. For
ystumaður Þingeyinga fyrir
hálfri öld, Pétur á Gautlöndum,
sá það réttilega og sagði þess
vegna, að hlutfallskosningar
væru fegursta kosningafyrir-
komulagið. Úr því, að hann sagði
það þá, hvað mundi hann segja
nú, ef hann hefði séð aðfarirnar,
sem beitt var til að hindra
að þessar umbætur kæmust á?
Allt orkar tví-
mælis
Þó að barátta Framsóknar
væri af illum toga spunnin og háð
með ljótum vopnum, þá er það
auðvitað jafnt með kjördæma-
breytinguna og aðrar ákvarðan-
ir, að allt orkar tvímælis þá gert
er. Sennilega eru þúsundir
manna, sem af heilum hug trúðu
því, að hún væri misráðin.
Þar kemur margt til. Sumir
vildu kosningar í einmennings-
kjördæmum og áttuðu sig ekki á,
að stuðningur þeirra við Fram-
sókn greiddi sízt fyrir framgangi
þess kosninga-fyrirkomulags. —
Tillögur Framsóknar voru á allt
annan veg og einmitt á andstöðu
hennar hefur fyrr og siðar strand
að öll alvarleg íhugun þess, hvort
raunverulega hefði verið hægt að
koma sér saman um nýja kjör-
dæmaskipan á þeim grundvelli.
Hjá öðrum réði íhaldssemi og
tryggð við gamalt fyrirkomulag.
Þetta eru mikilsverðir mannlegir
eiginleikar, sem sízt ber að víta
eða setja út á. Að sjálfsögðu var
hver frjáls að sannfæringu sinni
í þessum efnum sem öðrum. Ef
Frh. á bls. 14.