Morgunblaðið - 05.07.1959, Side 14

Morgunblaðið - 05.07.1959, Side 14
M MORCVNBLAÐIÐ Sunnudagur 5. júlí 1959 Mosaik-flísar á gólf og veggi fyrirliggjandi. J. Þorláksson & Norðmann hf. Bankastræti 11. Lokað Skrifstof. -our lokuð mánudaginn 6. júlí n.k. Tollstjórinn í Reykjavik — Reykjavlkurhréf Framhald af bls. 13. þeir töldu að breytingin hlyti að jleiða til ófarnaðar var skiljanlegt að þeir kysu Fr_msókn að þessu sinni. Rangtúlkun Fram- sóknar Það hafa þeir nú gert. En þeir munu verða því ákafari að hverfa frá henni, þegar þeir sjá, að at- kvæði þeirra er nú túlkað af Framsókr. sem flokkslegur sigur hennar sjálfrar, alveg gagnstætt því, sem látlaust var hamrað á fyrir kosningar. í haust verður kosið eftir hinni nýju skipan. Sú staðreynd, að litlu munaði að fámennur minni- hluti gæti stöðvað framgang ákvörðunar yfirgnæfandi meiri hluta þjóðarinnar, mun sanna öll um sanngjörnum mönnum, að breytingin mátti ekki dragast. Reynslan á ókomnum árum mun og færa öllum heim sanninn um, að þetta er mikil réttarbót. Stjórn málabaráttan verður hóflegri og möguleikarnir til að ala á sundr- ung og fjandskap meðal lands- fólksins verða miklu minni en áður. Tryggt verður miklu bet- ur en hingað til, að fylgt verði kenningu Jóns Sigurðssonar um að þingin eigi fyrst og fremst áð byggjast á því, að allsherjar- viljinn komi þar fram. Enn hafa íslendingar aldrei misstigið sig, þegar þeir hafa fylgt ráðum Jóns Sigurðssonar og svo. mun enn rfiynast. Fylffishrim Fram- sóknar eftir 1931 Baráttan fyrir bættri kjör- dæmaskipun hefur nú staðið í nærri 30 ár. Fyrsta höfuðor- ustan var háð 1931. Við kosning- arnar um kjördæmamálið þá unnu Framsóknarmenn stórlega á. Þeir fengu nærri 36% atkvæða og hafa aldrei, hvorki fyrr né síðar, fengið líkt því eins mikinn hluta íslenzku þjóðarinnar til fylgis við sig. Þá fengu þeir kos- inn hreinan meirihluta þeirra þingmanna, sem að því sinni voru kosnir og unnu 3 þingsæti af Sjálf stæðismönnum, fengu sjálfir 21 þingsæti en Sjálfstæðismenn að eins 12, og höfðu Sjálfstæðismenn þó miklu meira fylgi með þjóð- inni en Framsókn. Hinn rangfer.gni sigur varð Framsókn til Htilla heilla. Við kosningarnar ári síðar minnkaði fylgi Framsóknár úr tæpum 36% níður í tæp 24%. í stað 21 þing- manns fékk hann aðeins 14 þing- menn kosna, en Sjálfstæðismenn hækkuðu sig úr 12 í 17. Sígur á ógæfuhlið fyrir Framsókn Aftur bætti Framsóknar- Verzlanasamhandið hf. Óskum að ráða nú þegar eina eða tvær skrifstofu- stúlkur. Bókfærslukunnátta æskileg. Upplýsingar á venjulegum skrifstofutíma sími 1 16 16. Verzlunarhusnaeði I miðbænum til leigu. Húsnæðið er ca. 50 ferm. Til- boð er tilgreini hverskonar rekstur fyrirhugaðaur er í húsnæðinu svo og fyrirframgeiðslu sendist af- greiðslu Morgunblaðsins fyrir n.k. mánudagskvöld merkt: „9331“. Eins og tveggja manna Svefnstólar Svefnsófar með svampgúmmi. HtJSGAGNAVERZLUNIN Grettisgötu 46. Ath. Tveggja manna svefnsófar frá okkur er með járnrúllum. Karlmannaskór úrval. Verð 160—227.00 — 266—267.50 — 287—322.00 H E CTO R Laugaveg 11. Bifvélavirkjar Nokkra bifvélavirkja eða menn vana bifreiðavið. gerðum vantar okkur nú þegar. Upplýsingar gefur verkstæðisformaður. 4 FORD-umboðið KR. KRISTJANSSON H.F. Suðurlandsbraut 2 — Sími 3-5300. flokkurinn hluf sinn, þegar kosið var um kjördæmamáiið 1942, er ákveðið var að hafa hlutfalls- kosningar í tvímenningskjördæm um. Þá hækkaði Framsókn hlut- fallstölu sína upp í 27,6%, eða nokkru meira en nú. Hún fékk 20 þingmenn kjöma, en Sjálf- stæðismenn einungis 17. Hið sama haust var kosið aftur eftir hinni nýju skipan og fengu Sjálf stæðismenn þá 20 þingmerm, en Framsókn aðeins 15. Skyndisigrar Framsóknar í kjördæmamálinu hafa henni því að litlu haldi komið. Atkvæða- aukning hennar nú mun og að verulegu leyti hrynja, þegar gengið verður til kosninga á næsta hausti. Jafnvel þó að at- kvæðámagn yrði óbreytt, mundi afstaðaix á Alþingi gjörbreytast. Nú hefur Framsókn stöðvunar- Vald á þingi ásamt kommúnist- um. Ef kosið hefði verið eftir hinni nýju skipan mundi Fram- sókn einungis hafa fengið 17 og kommúnistar 9, eða 26 aí 60 þing- mönnum. Valdahlutföllin breyt- ast því gersamlega frá því, sem verið hefur og auðveldara verð- ur um myndun starfhæfrar ríkis- stjórnar. Samstarísmenn tapa til Fram- sóknar Mestur hluti fylgisaukningar Framsóknar kemur af kjördæma málinu. Svo er ekki um allt hið nýja fylgi. Bæjarstjórnarkosning arnar á árinu 1958 sýndu, að Framsókn hafði þá þegar unnið verulega fylgi af samstarfsmönn- um sínum. Samstarfsflokkar hennar, kommúi.istar og Alþýðu flokkur, töpuðu þá bæði til Sjálf stæðismanna og Framsóknar. Vegna þjóðaratkvæðagreiðslunn- ar, sem nú fór raunverulega fram um kjördæmamálið, vann Fram- sókn bersýnlega atkvæði af öllum þremur flokkunum. Sjálfstæðis- flokkurinn tapaði þó ekki í heild, heldur vann á, en hinir báðir töpuðu verulega. Alþýðuflokkur- inn hafði samt mjög rétt sig við frá bæjarstjórnarkosningunum. Atkvæðatölurnar í Reykjavík sýna, að þúsundir kjósenda veita honum fylgi, þegar hann er í and stöðu við Framsókn, en hverfa frá honum, ef hann er í hennar íylgd. Kommúnistar hafa hinsvegar samfellda hrakfallasögu að segja, Þeir unnu að vísu á í einstaka kjördæmi, en samtals ekki nema 18 atkvæði. í heild töpuðu þeir 2930 kjósendum frá því síðast, þrátt fyrir fleiri kjósendur í heild nú en þá. % hluti kjósenda þeirra þá hefur þess vegna frá þeim horfið og liggja til þess margár ástæður, sem síðar verður betra færi á að rekja. Sigur Sjálfstæð- isflokksins Sjálfstæðisflokkurinn einn má vel við kosningaúrslitin una. Menn voru aldrei í vafa um það, að baráttan um bætta kjördæma- skipan mundi verða erfið og áhættusöm. Það hefði einhvern tímann þótt ósennilegt, að Sjálf- stæðisflokkurinn mundi koma út úr þeirri baráttu á þann veg að bæta allt í senn við atkvæðamagn sitt„ hlutfall meðal kjósenda og fá einn þingmann til viðbótar, Ekkert sýnir betur styrk flokks- ins, órjúfandi samheldni og traust langstærsts hóps kjósenda. Þetta verða jafnvel andstæðing- arnir að viðurkenna og Tíminn talar óttasleginn um „sókn Sjálf stæðismanna11. Sízt mundi standa á Framsókn að reyna að stöðva þá sókn. Héðan í frá verður þó mun erfiðara en hingað til að beita klækjum og ofurveldi henni til hindrunar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.