Morgunblaðið - 05.07.1959, Page 24
VEÐRID
A-kaldi eða stinningskaldl
rigning þegar líður á daginn
Reykjavíkurbréf
Sjá bls. 13
Brezkur togari sigldi hættulega
nærri íslenzkum trillubáti
PATREKSFIRÐI, 4. júlí: — Það
bar við í fyrrinótt, að enskur
togari sigldi hættulega nærri litl-
um trillubát út á dýpri Skeggja
hér norður með flóanum. Sleit
togarinn sundur færi frá bátnum
og mjóu munaði að ekki hlauzt
alvarlegra tjón.
Nánari atvik eru þau, að vél-
báturinn Nonni, var á færaveið-
um í fyrrinótt á áðurnefndum
stað. Tveir menn eru á bátnum,
sem er 4 til 5 tonn, og formaður
Gunnar Waage. Sjá þeir nú hvar
brezkur togari kemur, en togar-
inn virtist ekki stefna á þá, er
þeir sáu fyrst til hans. Er hann
kom nær, beygði hann að þeim
og virtist auka ferðina verulega.
Sigldi togarinn það nálægt
bátnum, að hann hvarf undir
hvalbakinn og því ógerningur að
sjá hann úr brúnni. Bátsformað-
urinn setti þegar í gang, en félagi
hans varð heldur seinn að draga
inn færi sitt og hefur það annað
hvort ient í vírum eða trolli tog-
arans og slitnaði. Togarinn hélt
áfram að toga er hann var kom-
inn framhjá bátnum og eitthvað
kölluðu togaramenn til bátverja,
sem hinir síðarnefndu ekki
skildu.
Fleiri brezkir togarar voru á
þessum slóðum og einnig aðrar
íslenzkar trillur. Fóru fram orða-
skipti milli þeirra illindalaust, en
ekkert i'-om fram í þeim viðræð-
um, sem skýrði þetta atvik.
Nafn brezka togarans var máð,
en hann var frá Grimsby og núm-
er hans 205.
T. Á.
★
Við íítum mjög alvarlegum
augum á þetta atvik, sagði Pétur
Sigurðsson, forstöðumaður Land-
helgisgæzlunnar um síðasta at-
ferli Breta á lögbrotasvæðum
þeirra hér við land. Með tilliti
til þess að skip landhelgisgæzl-
unnar voru hvergi nálægt, þegar
þetta gerðist, kvaðst Pétur mundu
fara þess á leit við dómsmála-
ráðuneytið að sjópróf yrðu látin
fram fara á Patreksfirði út af
þessu máli og svo öll veigamikil
atriði fengjust skjalfest fyrir
dómi.
Dómur genginn í Hæstarétti
jraj-vegur Þrengslanna þurr. Almennt munu menn hafa talið Þrengslin vera miklum mun dýpri
en þau eru í rauninni.
Þegar viðgerð stíflugarðanna
við Dráttarhlíð var á lokastigi
MENN voru glaðir í bragði. —
Hið þrotlausa starf undanfarnar
vikur var komið á lokastigið.
Þannig var yfirbragð manna aust
ur við Efra-Sog í fyrrakvöld,
skömmu áður en byrjað var að
fylla upp í skarðið, sem brast í
varnargarðana við Dráttarhlíð
fyrir 8 dögum. Á stíflugörðunum
beggja vegna skarðsins var mik-
ið um að vera og margt manna
að störfum. Fremst á görðunum,
næst skarðinu, var búið að hrúga
upp miklu af stærðar björgum.
Menn stóðu með kröftuga loft-
bora og settu gat í gegnum björg-
in, en síðan var stálvír þrætt í
gegn, og vírinn síðan þræddur
í næsta stein. Björgin áttu að
fara í skarðið. — Með því að
binda björgin saman var síður
hætta á því að hinn þungi vatns-
straumur gegnum skarðið hrifi
björgin með sér, en það hafa
menn þar eystra séð, er hinn ægi-
legi straumur hefur kastað stærð
arbjörgum á undan sér, eins og
smávölur væru. Með því að
binda björgin saman, myndast
líka samfelldari skriða fram í
skarðið er jarðýturnar ryðja
þeim fram af garðinum út í
djúpið.
Það var stöðugur straumur bila
og grjótflutningavagna, sem eru
svo hastir að ökumennirnir verða
að hafa á sér svonefnd nýrna-
beltí. Á milli varnargarðanna
tveggja, þess nýrri og gamla, er
fyrst brast, var verið að vinna að
uppsetningu stálþils. Stór krani
flutti að hin löngu skúffujárn,
sem svo eru nefnd, í hið nýja
stálþil. Þilið á að stöðva alveg
vatnsrennslið í gegnum garðinn.
Þá fyrst verður hægt að fara að
hugsa til þess að setja upp dælur
í jarðgöngunum og tæma þau, til
þess að unnt sé að kanna
í för með sér. Það er seinunnið
að koma stálþilinu niður og mun
taka 7—10 daga unz það er full-
gert.
Úr gamla farvegi Þingvalla-
vatns, frammi í Úlfljótsvatns-
þrengslunum, barst vélaskrölt og
hávaði, því þaðan var verið að
flytja grjót í varnargarðana. Eft-
ir botninum liggur nú bílvegur
og í farveginn hefur verið gerð
renna. Hún hefur því hlutverki
að gegna, að fljótlega verði hægt
að beina um Þrengslin aftur öllu
því vatni, sem með þarf til þess
að starfræksla orkuveranna geti
verið með fullu álagi. í fyrradag
var vatnið svo lítið, sem orkuver-
in fengu, að ekki nægði til þess
ið knýja allar vélasamstæðurnar
ag þær sem í gangi voru, skiluðu
ekki fullum afköstum. Við get-
um huggað okkur með því, að
þetta er aðeins stundarfyrirbrigði
og mun ekki koma niður á al
menningi. Aftur á móti bitnar
þetta á starfrækslu áburðarverk-
smiðjunnar í Gufunesi.
í gær var aftur búið að opna
Þrengslin að mestu leyti.
Mennirnir, sem voru að vinna
undir Dráttarhlíð, voru flestir ó-
þekkjanlegir eins og á stóð, því
Þingvallamýið var í algleymingi,
og allir sem áttu net til þess að
hylja andlit sitt, voru með það
yfír höfðinu. En hina ógrímu-
klæddu reyndu hinir að hugga,
þar sem þeir stóðu svartir af flug
um, þar eð hún væri ekki enn far
in að bíta og væri aðeins hvim-
leið við vinnu. Þegar Ijósmynd-
ari blaðsins og tíðindamaður
þess héldu á brott frá Dráttar-
hlíð, skyldi áhlaupið á skarðið í
varnargarðinum hefjast eftir svo
sem klukkutíma. Utan við skrif-
stofu verkfræðinganna hittu þeir
Árna Snævarr, sem kvaðst vona
skemmdir, sem flóðið hefur haft að takast myndi að fylla í skarð-
ið á svo sem 6—7 klukkustund-
um, það vill segja milli kl. 2—3
um. í gærmorgun skýrði Árni
Mbl. frá því í símtali að verkið
hefði gengið greiðlega og var
hægt að ganga þurrum fótum eft
ir garðinum um miðnættið. í fyrri
nótt og í gær var svo að því unn-
ið að breikka og hækka garðinn.
Klukkan 8 í gærmorgun var svo
rofin fyrirhleðslan fyrir Þrengsl-
in og vatninu beint í sinn gamla
farveg, sem fyrr segir.
Enn sígur allmikið vatn í gegn-
um garðinn. Vatnsborð Þingvalla
vatns hafði um hádegisbilið í gær
hækkað um 10—12 sentim. frá
því sem það var lægst.
Hallveigastaðamálinu
DÓMUR hefur nú gengið í Hæsta
rétti út af fyrirhugaðri byggingu
kvennaheimilisins Hallveigar-
staða, on málið hefur verið á döf-
inni undanfarin ár.
Sú krafa var gerð, að gilda
skuli áfram kvöð sú, er hvílt hef-
ur á lóðinni þar sem Hallveigar-
staðir eiga að rísa. í henni er svo
ákveðið að aðeins megi byggja
villu á þessari lóð.
Mbl. mun greina nánar frá
dómnum síðar, en talið var að
skipulagsyfirvöld bæjarins geti
látið hlutast til um að kvöðin
verði tekin eignamáml og fengl
þá granninn, sem málið höfðaði,
bætur eftir því sem efni stæðu til.
Væru það þá sérstakir dómkvadd
ir matsmenn sem fjölluðu um
hugsanlega bótafjárhæð.
Kvöldvaka Sjálf-
stæðismanna
í firðinum
HAFNARFIRÐI — Annað kvöld
kl. 8.30 efna Sjálfstæöisfélögin til
Hvalvciðin tresari kv“vik” ‘
f GÆR höfðu veiðzt 114 hvalirsíð
an hvalvertíðin hófst 25. apríl, að
því er Loftur Bjarnason, útgerð-
armaður, tjáði blaðinu í gær. Er
þetta talsvert minna magn en í
fyrra, en þá höfðu veiðzt 185
hvalir á sama tíma. Sami fjöldi
báta stundar veiðarnar og byrjað
var í ár á sama tíma og í fyrra.
Svona breitt var skarðið er því var lokað í fyrrinótt. í gær-
kvöldi hafði vatnborð Þingvallavatns hækkað aftur um 4—5
sentimetra, frá því það var lægst orðið. Mun vatnsborðið alls
hafa lækkað um 130 sentimetra. Það fer eftir veðrinu, úrkom-
unni, hve lengi vatnið verður aftur að komast í samt lagt, sagði
séra Jóhann Uannesson á Þingvöllum, en úrkoman hefur mjög
mikil áhrif. ■ « . (Ljósm. MbL: Ól. K. M.)
fyrir starfsfólk og stuðningsmenn
frambjóðanda Sjálfstæðisflokks-
ins í kosningunum. Dagskráin
verður, sem hér segir: í byrjun
leikur hljómsveit Aaage Lorange,
síðan flytja alþingismennirnir
Matthías Á. Mathiesen og Jóhann
Hafstein, ræður, einnig verða
flutt stutt ávörp. Þá syngur Árni
Jónsson, óperusöngvari, með und
irleik Fritz Weishappels — og
einnig skemmta þeir Haraldur Á.
Sigurðsson, Ómar Ragnarsson og
Hafliði Jónsson.
Handbók
velfunnar
í GÆR var dregið í happ-
drætti veltunnar af fulltrúa
borgarfógeta. Upp kom nr.
4338
Vinningsins, sem er útvarps
grammófónn af vönduðustu
gerð, má vitja í skrifstofu fjár
öflunarnefndar, Morgunblaðs
húsinu. t • - r