Morgunblaðið - 15.08.1959, Qupperneq 1
20 síður
Þetta mun vera lengsta hús Frakklands og stenlur á útjaðri Parísar. Það er 560 metra langt, og
í 450 íbúðum þess búa samtals 1500 manns. t hinum mörgu bugðum á húsinu er trjágróður
og leikvellir fyrir börnin. Þetta er skemmtileg nýbreytni. Menn geta bara hugsað' sér hve óend-
anlega leiðinlegt þetta hús væri, ef í því væru aðeins beinar línur.
Wíöfœkur undir búningur
undir Evrópuför
Eisenhowers
■■■■■■■*■■■■■■■■■■■■■■
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•
Neyðarástand
i Austurríki
vegna flóða
VÍNARBORG, 14. ágúst. NTB-
Reuter. — Dcfnk og þverár henn-
ar, Enns og Inn, í Austurríki
héldu áfram að stíga í dag og
flæddu yfir stór svæði í landinu
austanverðu. í vestanverðu land-
inu rénuðu flóðin hins vegar tals-
vert og skildu eftir sig gífurlega
eyðileggingu. í fyrsta sinn í tvo
daga brauzt sólin gegnum hina
myrku skýjabakka í dag í Aust-
urríki vestanverðu og yfirvöld-
in álíta að flóðin hafi nú náð
hámarki.
Hins vegar geta frekari rign-
ingar stóraukið tjónið af flóð-
unum, en það nemur nú sem
svarar tveim milljörðum ísl kr.
Níu manns hafa farizt í flóð-
unum til þessa. í einu héraði
voru 35 býli einangruð af belj-
andi straumi í dag, meðan vatn-
GETTYSBURG, 14. ágúst. —
NTB-Reuter. — Eisenhower
forseti mun eiga viðræður við
utanríkisráðherra Spánar,
Fernando Maria Castiella,
þegar hann heimsækir Lond-
on í lok þessa mánaðar. Þess-
ar upplýsingar voru gefnar í
dag á landsetri forsetans í
■■■■■■■■■■■■■■■
■■■■■■■■■■
jLögin itm stjórn-j
jarskrárbreyt- j
■ ■
jinguna staðrest j
j Á FUNDI ríkisráðs í ;
■ Reykjavík í dag stað- ;
: festi forseti íslands m.a. :
■ ■
> stjórnskipunarlög um j
j breyting á stjórnarskrá j
j lýðveldisins íslands 17. :
■ ■
: júní 1944 og lög um :
■ ■
j kosningar til Alþingis. j
j (Frá ríkisráðsritara). j
Gettysburg. Castiella mun
einnig eiga viðræður við
Christian Herter, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna,
meðan hann dvelst í London
ásamt Eisenhower.
Sem kunnugt er verður Hert-
er í fylgd með forsetanum á
ferðalagi hans um Evrópu. Ekki
hefur verið látið neitt uppi um
það hvenær viðræðurnar í Lond-
on eigi sér stað, en Eisenhower
og föruneyti hans kemur þangað
27. ágúst eftir átta tíma heim-
sókn til Bonn. Hann verður þar
um kyrrt til 2. sept., en fer þá
til Parísar til að hitta de Gaulle
Saliara-tílraun-
irnar
NEW YORK, 14. ágúst. NTB-
Reuter. Stjórn Marokkó fór þess
leit við Dag Hammarskjöld fram-
kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð-
anna í dag, að hann setti væntan-
legar tilraunir Frakka með
kjarnasprengjur á Sahara-eyði-
mörkinni inn á listann yfir um-
ræðuefni næsta allsherjarþings
Flest Afríkuríkin og Arabaríkin
hafa áður sent frönsku stjórn-
inni harðorð mótmæli vegna
hinna fyrirhuguðu tilrauna.
Laugardagur 15. ágúst.
Efni blaðsins m.a.:
Bls. 2: Fréttir frá Alþingi.
— 3: Rannsóknarstofa Háskólans hef
ir starfað í 25 ár.
— 8: Þrengslavegurinn nýi.
— 9: Kvikmyndir.
— 10: Ritstjórnargreinin: Þjóðin hef-
ur fengið nóg af valdabraskinu.
— 11: Hin nýja kjördæmaskipun mun
flýta fyrir heildarendurskoðun
stjórnarskrárinnar. — Ræða
Gunnars Thóroddsens á Al-
þingi.
forseta Frakklands og þá Segni
forsætisráðherra og Pella utan-
ríkisráðherra Italíu.
1 París var skýrt frá því i
dag, að Eisenhower mundi eigá
um 12 tíma viðræður við de
Gaulle, en hann verður jafn-
framt gestur franska forsetans í
tvo daga. Þessar upplýsingar
voru gefnar eftir að James
Hagerty blaðafulltrúi Eisenhow-
ers hafði átt viöræður við frönsk
yfirvöld um heimsókn forsetans.
Hagerty kom í gær frá Bonn til
Parisar og fer áfram til London
I kvöld til að ræða við brezk
stjórnarvöld um heimsóknina.
Búizt er við að franska stjórnin
birti í byrjun næstu viki vænt-
anlega dagskrá heimsóknar
Eisenhowers forseta.
Fárviðri
■
■
í D<mmorku j
KAUPMANNAHÖFN, 14.'
ágúst. — Mikið fárviðri gekk j
tvisvar yfir Danmörku í dag :
með skýfalli, þrumum og eld- j
ingum. Margir sveitabæir:
brunnu til ösku, en um mann- j
tjón er ekki vitað. Vegir og :
fyrirhleðslur skoluðust burt, j
sums staðar var tveggja metra j
djúpt vatn á þjóðvegum. Járn- I
brautalestir komust ekki á-j
fram á stórum svæðum á Jót- :
landi. Skýstrokkur fór um j
hórað á Jótlandi og sogaði ‘
þök og allt lauslegt upp í háa j
loft. Tjónið af þessum náttúru i
hamförum er þegar orðið gíf- •
urlegt. Klukkan 9 í kvöld (ísl. j
tími) var enn aftakaveður. I
iS í Dóná steig um sex senti-
metra á klukkustund. í Passau
þar sem árnar Dóná og Inn renna
saman var vatnsborðið í dag 3,5
metrum hærra en venjulega.
Vatnsborðið í Dóná hækkaði um
einn metra í dag.
Frá Steiermark berast þær
fréttir að áin Enns sé enn að fær-
ast í aukana. Stór svæði í Enns-
dalnum liggja undir vatni og flóð
ið hefur sópað burt sex brúm af
ánni. Mörg þorp á svæðinu eru
algerlega einangruð.
I Efra-Austuríki hafði dregið úr
flóðunum í dag í öllum ám nema
Inn. Á landamærum Vestur-
Þýzkalands urðu landamæra-
verðir að flýja þegar brúin sem
þeir gættu var hætt komin. Salz-
ach-áin sem í gær sópaði burt
mörgum brúm varð vatnsminni í
dag, þannig að hægt var að opna
veginn til Salzburg, þar sem hin
frægu tónlistarhátíðahöld fara
fram. Þessi borg varð fyrir afar
þungum búsifjum.
Eyðileggingin af völdum flóð-
anna er gífurleg. Járnbrautir og
vegir meira og minna úr lagi
gengnir, akrar þaktir leir og eðju
og heljarmikil tré liggja á víð og
dreif um vegi og akra.
Sambandsstjórnin í Austurríki
hefur lýst yfir neyðarástandi í
landinu, enda eru nú mörg hér-
uð sambandslaus við höfuðborg-
ina, þannig að ekki er vitað um
afdrif íbúa þeirra.
■■■■■■■■■■■■■■
■■■■■■■■■■■■■■■
Ofviðri drepur 120
manns í japan
TÓKÝÓ, 14. ágúst. Reuter: —
Miklar rigningar og stormar frá
hvirfilvindinum „Georgíu" gengu
ýfir miðhluta Japans í dag með
þeim afleiðingum að 15 manns
fórust, um 500 særðust og 120
eru enn ófundnir. Tölur lögregl-
unna voru ekki endarlegar í
kvöld, því sifelit voru að berast
fregnir frá flóðasvæðinu um hið
geysilega tjón ,sem óveðrið hefur
valdið.
Flóðin hafa sópað burt meir
en 3000 húsum og auk þess
hefur flætt inn í 113.000 hús.
Dam kemur til að semja
KAHPMANNAHÖFN, 14. ágúst.
Danska útvárpið skýrði frá því
í kvöld að færeyski Iögmaðurinu
Peter Mohr Dam mundi innan
skamms fara til íslands til að
reyna að komast að samningum
við íslenzk stjórnarvöld um að
Færeyingár fái lagaheimild til
að stunda handfæraveiðar og
línuveiðar innan 12 mílna fisk-
veiðilögsögunnar. Danska út-
varpið sagði að almennt vilji
íslendingar greiða fyrir Færey-
ingum, en eins og sakir standi sé
ekki sennilegt að þeir vilji gera
undanþágu frá lögum sínum, en
hins vegar megi vænta góðra
undirtekta, ef fyrirhuguð al-
þjóðaráðstefna fellst á kröfur ís-
lendinga um 12 milna lögsögu.
Vindhraðinn var um 120 km.
á klukkustund, en þéttbýlustu
svæðin kringum Yókóhama og
Tókýó sluppu við óveðrið —
Skip undan ströndum lands-
ins lentu einnig í storminum.
I skýrslu lögreglunnar segir,
að 14 fiskiskip hafi sokkið, 17
kastast upp í klettana á strönd
inni og.ll hrakizt á haf út.
Flóðin tóku með sér um 700
brýr og stöðvuðu allar samgöng-
ur á stórum svæðum. Víða var
fólk í nauðum statt, umkri'igt
hinu síhækkandi vatnsmagni, og
voru björgunarsveitir sendar á
vettvang til að bjarga þessu fólki.
Þyrilvængjur voru líka notaðar
við björgunarstörfin, og náðu
þær fólki af húsþökum áður en
vatnið tæki það með sér. Gúm-
bátar voru notaðir til að bjarga
öðrum.
Vistir og björgunargögn voru
í skyndi send til flóðasvæðisins.
Á Hokkaido, nyrstu eyju Jap-
ans, biðu íbúarnir milli vonar og
ótta um það, hvort hvirfilvind-
urinn bærist þangað,
Listkynning Mbl.
UNGUR listamaður, Ragnar I.ár-
usson, sýnir verk sín ‘í sýning-
arglugga Morgunblaðsins næstu
viku. Ragnar cr fæddur 1935 að
Brúarlandi í Mosfellssveit. Hann
stundaði nám í Handíða- og mynd
listarskólanum í tvo vetur og
hefur haft eina sjálfstæða sýn-
ingu í Reykjavík. Var hún í List-
vinasalnum við Freyjugótu
haustið 1956.
Af þeim myndum, sem Ragnar
sýnir, eru þrjú olíumálverk og
níu teikningar Flestar eru mynd
irnar frá sjávarsíðunni. Þær eru
allar til sölu.