Morgunblaðið - 15.08.1959, Page 6
6
MOR'iTJlSTtLAÐlÐ
Laugardasur 15. áerúst 1959
Hans Hedtoff-slysið á riýj u stigi;
Akset Larsen krefst að ríkisrettur
taki mál Kjœrböls fyrir
Viðgerð á Snorralaug
og jarðgöngunum að henni
NÝLEGA er lokið við mjög
I Haínarf ram-
■
I kvæmdir í Firð- !
■ ■
■ ■
! inum
■ ■
HAFNARFIRÐI — Myndina hér
að ofan tók ljósmyndari Mbl.,
Ólafur K. Magnússorv, fyrir nokkr
um dögum og sýnir hún vel
stauraröðina fyrir framan Fisk-
iðjuver Bæjarútgerðarinnar. Eins
og áður hefir verið skýrt frá hér
í blaðinu, var hafizt handa fyrir
nokkru að reka niður heljarmikla
staura frá króknum við gömlu
bryggjuna og að hinni nýju, og
er því verki nú senn lokið. Er
hér um tvöfalda stauraröð að
ræða, sem ætlað er að bera uppi
vinnupalla, en þá er einnig
byrjað að setja upp. Síðan verð-
uð sökkt járnþili við staurana,
og þegar því hefir verið komið
traustlega fyrir, verður hafizí
handa um að fylla upp fyrir inn-
an þilið.
Þegar þessu verki er lokið,
myndast fyrir framan Fiskiðju-
verið mikið athafnasvæði, sem
ætti að auðvelda mjög fiskflutn-
ing úr skipum. Munu togararn-
ir þá leggjast upp að hafnar-
bakkanum og aflanum skipað á
land, líklegast á færibandi, sem
næði allt að Fiskiðjuverinu.
Verður að þessu athafnasvæði
mikið hagræði, sem auðvelda
mun mjög alla affermingu úr
skipum. — G. E.
rækilega viðgerð á Snorralaug í
Reykholti og hinum fornu jarð-
göngum að henni. Hefur Þorkell
Grímsson safnvörður verið í
Reykholti undanfarnar vikur og
unnið að þessu verki á vegum
Þjóðminj asafnsins.
Snorralaug hefur verið í sama
formi svo lengi sem menn vita,
en elzta lýsing á henni er í ferða-
bók Eggerts Ólafssonar og
Bjarna Pálssonar. Annað mál er
það, að auðvitað hefur þurft að
halda henni við, og seinast var
hún gaumgæfilega hlaðin upp
árið 1858 að tilhlutan séra Vern-
harðs Þorkelssonar, sem þá var
prestur í Reykholti. Verkið vann
Þorsteinn Jakobsson steinsmiður
frá Húsafelli, faðir Kristleifs
bónda og fræðimanns á Stóra-
Kroppi. Þessi hleðsla Þorsteins
var prýðileg, en steinar voru
brotnir orðnir og tærðir eða
með öllu horfnir. Nú hefur hún
verið endurnýjuð að miklu leyti.
Öll er laugin hlaðin úr tilhöggnu
hveragrjóti; bændurnir á Úlfs-
stöðum og Kópareykjum í Reyk-
holtsdal, Þorsteinn Jónsson og
Benedikt Egilsson sýndu þá
greiðasemi að leyfa að tekið væri
hveragrjót úr landi sínu eins og
þurfti til þessarar viðgerðar.
Þess hefur vandlega verið gætt
nú að breyta ekki lögum né svip
laugarinnar frá því sem áður
var.
Ennfremur hefur að nýju ver-
ið gert yfir göngin sem frá laug-
inni liggja í átt til gamla bæj-
arstæðisins. Til að verjast jarð-
vatninu voru og gerð holræsi
fram úr gólfi ganganna og með-
fram lauginni báðum megin.
Ekki er unnt að hafa til sýnis
nema nokkurn hluta ganganna,
enda liggja þau undir hús á
staðnum og hafa því ekki enn
verið fullrannsökuð. Verður sú
rannsókn að bíða um sinn, en
einhvern tíma gefst að líkindum
tækifæri til að skoða til hlítar
þetta forna mannvirki og hafa
það sýnilegt í allri lengd sinni.
Aðhlynning þessara fomleifa í
Reykholti er að nokkru leyti gerð
fyrir atbeina Reykholtsnefndar
og kostuð af fé, er síðasta alþingi
veitti í þessu skyni.
(Frétt frá Þjóðminjasafninu).
KAUPMANNAHÖFN, 13. ágúst
Einkaskeyti til Mbl. — Aksel
Larsen, þingmaður, hefur borið
fram þær kröfur við forsætisráð-
herrann, H. C. Hansen, að ríkis-
réttur verði látinn fjalla um mál
Kjærböl, fyrrum Grænlands-
málaráðherra, vegna þess, að
hann hafi gefið þinginu villandi
upplýsingar um álit skipstjóra
á Grænlandsförum um hættuna
samfara siglingum til Grænlands
að vetrarlagi, þegar bygging
Grænlandsfarsins Hans Hedtoft
var ráðgerð.
Larsen bætir því við, að hinar
villandi upplýsingar Kjærböls séu
ef til vill sök undirmanna hans,
en aðeins réttur geti skorið úr
um það hver sé hinn seki. Ríkis-
réttur hefur ekki tekið mál til
meðferðar í Danmörku síðan
1910, en það var í sambandi við
Albertihneykslið svonefnda.
Kvöldberlingur skýrir frá því,
að saksóknari ríkisins rannsaki
nú Kjærböls-málið og hugsan-
legar afleiðingar þess — og þar
með hvort grundvöllur sé fyrir
ríkisréttarránnsókn. Hingað til
f BYRJUN næsta mánaðar hefst
hið svonefnda „kandidatamót“ í
skák í Júgóslavíu, en þar keppa
sem kunnugt er snjöllustu skák-
menn heimsins um réttinn til
þess að skora á heimsmeistar-
ann, Botvinnik, til einvígis. í
þessum valda hópi verður stór-
meistarinn okkar, Friðrik Ólafs-
son — og kemst þar í sína mestu
„eldraun“ til þessa.
Danski stórmeistarinn Bent
Larsen bauðst á sínum tíma til
að verða aðstoðarmaður Friðriks
hefur enginn annar en Aksel
Larsen krafizt þess, að ríkisrétt-
urinn skærist í leikinn.
Eisenhower mun
heirnsækja
Churchill
LONDON, 13. ágúst. — Undir-
búningur að komu Eisenhowers
er í fullum gangi. Búizt er við,
að hann fari sem snöggvast til
Skotlands til þess að hitta drottn
ingu og fjölskyldu hennar, sem
þar dvelst. Þá hefur Churchill
fengið boð um að nærvera hans
verði æskileg, þegar Eisenhower
kemur, en Churchill er nú að
koma úr langri siglingu um Mið-
jarðarhaf með vini sínum
Onassis. — Þá er gert ráð fyrir
að brezkir ráðamenn 'reyni að
sætta þá Eisenhower og Mont-
gomery, en í styrjaldarmihning-
um sínum sagði Montgomery, að
herstjórn Eisenhowers hefði
verið kjánaleg á köflum.
á móti þessu, en af því mun nú
ekki verða, því að fregnir hafa
borizt um, að Larsen sé ráðinn
aðstoðarmaður bandaríska ungl-
ingsins Bobby Fischers, sem einn
ig keppir á mótinu. Mun ástæðan
sú, að dregizt hefur úr hömlu að
semja endahlega við Larsen um
þetta mál, óg hefur hann því
tekið tilboði um að aðstoða
Fischer.
Óvíst muri, hver fæst til að-
stoðar Friðrik í stað Larsen, en
það mál er iiú í athugun.
1 lljj wÆw6#1|| skrifar úr# daglega lifinu
Friðrik nýtur ekki aðstoðar Larsens
á kandidatamoiinu, sem hefst í byrjun
september
Flugbrautin á ísafirði
lendingarhœf í haust
_ VXÐ STEFNUM að því, að hægt verði að taka flugbrautina á
ísafirði í notkun í haust, sagði Gunnar Sigurðsson, settur flug-
málastjóri, f viðtali við Mbl. í gær. Nú hefur flu^málastjórnin
komizt að samkomulagi við Aðalverktaka um leigu á stórvirkum
tækjum — og munu afköstin þar vestra því tvöfaldast um eða
eftir miðjan mánuðinn.
Á fsafirði hefur í sumar verið
unnið að flugbrautargerð vegna
þess, að Katalínubáturinn, sem
Tveir nýir þing-
menn
I FYRRADAG og gær hafa tveir
varaþingmenn tekið sæti á Al-
þingi og munu væntanlega sitja
þar til þingslita.
Annar er Stefán B. Björnsson,
bóndi í Berunesi við Reyðarfjörð
sem var þriðji maður á lista
Framsóknarflokksins í Suður-
Múlasýslu og tekur sæti í veik-
indaforföllum Vilhjálms Hjálm-
arssonar. Hinn þingmaðurinn er
varaþingmaður Sjálfstæðisflokks
próf. Ólafur Björnsson fyrsti
ins í Reykjavík, en hann kemur
í stað Jóhanns Hafstein, sem dvel
ur utan bæjarins.
Kjörbréfanefnd þingsins rann-
sakaði kjörbréf beggja vara-
mannanna og fann ekkert at-
hugavert við þau. Voru kjör-
bréfin síðan samþykkt einróma
í Sameinuðu Alþingi.
Flugfélagið hefur haft í förum
vestur, verður brátt tekinn úr
notkun.
Ætlunin er að gera 1200 metra
braut lendingarhæfa í sumar —
og það mun nægja Douglas DC-3,
sagði Gunnar, en lokatakmarkið
er 1400 metra braut á ísafirði.
★
Varnarliðið hefur jafnan sýnt
okkur mikinn skilning og veitt
okkur góða aðstoð oft á tíðum.
Við höfum samt aldrei fengið
leigð tæki til framkvæmda sem
þessara — og það er fyrir vin-
samlega milligöngu utanríkisráðu
neytisins, að þetta hefur nú tek-
izt. Hér er um að ræða eina 20
tonna ýtu, mokstursvél og fjög-
ur jarðvegsflutningatæki, sem
flutt verða til ísafjarðar frá
Keflavík og Aðalvík.
Sagði Gunnar að fjárhagsgrund
völlurinn hafi verið tryggður —
og yrðu hendur nú látnar standa
fram úr ermum.
Þá mun flugmálastjórnin hafa
til athugunar, hvort hægt er að
framlengja flughæfnisskírteini
Katalínubátsins um tíma með til-
liti til annarra staða á Vestfjörð-
um og Siglufjarðar.
VELVAKANDI brá sér út að
ganga í góða veðrinu í gær-
morgun. Hiíti hann marga kunn-
ingja á götunni og bar ýmislegt
á góma.
Alltaf sín hvor tegundin
af áfengi fáanleg.
YRSTAN hitti ég Konráð Guð
mundsson í Lido og barst
talið að skrifum hér í dálkunum
um að veitingahúsin hefðu ekki
vínkort á boðstólum. Sagði
hann það rétt vera, að einhverj-
ar takmarkanir væru á því að
hafa mætti vínkort. En þó svo
væri ekki, væri ekki hægt um
vik fyrir veitingahúsin að hafa
vínkort fyrir gestina, vegna þess
hve sjaidan viæru sömu tegundir
á boðstólum. Brennivín og áka-
víti væri það eina, sem hægt væri
örugglega að reikna með, en af
gini og viskíi og öðrum vínteg-
undum væri alltaf sín hver teg-
undin fáanleg í Áfengisverzlun-
inni. Sagði hann að Lídó ætti t.
d. prentuð vínkort, sem aldrel
hefðu verið notuð, m. a. af þess-
ari ástæðu.
Litlar telpur vilja fá að sjá
Shirley Temple.
ÆST hitti ég litla vinkonu
mína, og spurði hana hvort
henni lægi ekki eitthvað á hjarta.
Hún hélt nú það. — Geturðu ekki
beðið bíóin að fá aftur kvikmynd
imar með Shirley Temple.
Mamma á svo mikið af myndum
af henni, síðan hún var lítil og
ég er búin að lesa bækur um hana
en nú eru aldrei lengur myndir
í bíóunum með henni.
Ég lofaði að koma þessu á fram
færi. Kvikmyndahúseigendur
segja gjarnan, þegar þeir eru
spurðir um það af hverjuþeir hafi
ekki heppilegri barnamyndir, að
ekki sé mikið af þeim á mark-
aðinum. En hvað um gömlu SLir-
ley myndirnar? Nú er að vaxa
ung kynslóð, er hefir aldrei séð
þær. Og litlar telpur mundu
fagna því, að fá að tárfella ofur
lítið yfir örlögum Shirleyar litlu
í bíó.
Prentvillumar fyrir gagn-
rýnu lesendurna.
Á mætti ég manni, sem taldi
upp prentvillurnar fyrir mig
prentvillumar, sem hann hafði
í dagblöðunum þann daginn, og
lét hann ljót orð falla í garð blaða
manna, prentara, prófarkalesara
og yfirleitt allra, er nálægt blöð-
um koma.
Þetta minnti mig á tilkynningu
sem ameríska blaðið Michigan
Tribune, birti einu sinni í leið-
ara sínum: Allar þær prentvill-
ur, sem finnast í blaðinu í dag,
hefur rítstjórnin sett þar með
vilja. Það er gert til að gleðja
þá lesendur, sem ekki hafa ann-
að við tímann að gera en að gagn
rýna morgunblöðin.
Annars í alvöru talað, þá eru
blaðamenn, pentarar, prófarka-
lesarar og aðrir sem nálægt blaða
útgáfunni koma ekki hvað sízt
gramir, þegar þeir sjá hvernig
prentvillupúkinn leikur blöðirr,
en hann virðist einhvern veginn
alltaf hafa yfirhöndina.
„Asnalegt að sjá logandi
götuljós í sólinni“.
ÉTT þegar við vorum að ljúka
samtalinu á miðju Lækjar-
torgi, stökk kunningi okkar út
úr Vogastrætó. — Ósköp finnst
mér asnalegt að sjá logandi götu
ljós í sólskininu um hábjartan
daginn, sagði riann. í Vogunum
er logandi á heilmörgum götuljós
unf og er reyndar búið að vera
Ijós á þeim nokkra daga.Skyldu
þeir hafa gleymt formúlunni um
það hvemig á að slökkva? Við
samþykktum að það væri heldur
kjánalegt að sjá logandi götu-
ljós um þetta leyti dags, en höfð-
um enga skoðun á því hvernig
á því stæði.
Kalt í veðri.
N nú var Velvakanda orðið
hrollkalt þrátt fyrir sólina,
og flýtti hann sér því niður á
skrifstofu, til að taka úr sér hroll
inn með því að hamast við að vél
rita.
Hann er ekki hlýr andvarinn
þessa dagana, þó enn sé ekki
kominn nema miður ágúst.