Morgunblaðið - 15.08.1959, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 15.08.1959, Qupperneq 9
taugardagur 15. ágúst 1959 QilCVlSBLAÐlÐ s>. W •• Olympic Challenger heitir þetta glæsilega olíuskip og er eign Onassis hin gríska. Var veriS að flytja það úr skipasmíðastöðinni í Kiel, þar sem smíði þess var Iokið fyrir skömmu og á skipa- lægi í grenndinni. Þar verður það látið dúsa fyrst um sinn aðgerðarlaust. Olíuskip, sem ekki eru í notkun munu nú nema um 7 milljón tonna. ihrij ar um: * KVIKMYNDIR * UNDANFARNA daga hafa verið sýndar hér tvær kvikmyndir mjög sérstæðar að efni. Önnur þeirra: Hin látna snýr aftur til lífsins, er sýnd er i Nýja bíói, fjallar um það fyrirbrigði, er andi framliðinnar mannveru tekur sér bústað í lifandi vera. Trúin a það, uð menn geti orðið „andsetnir“, er ævafom og lifir enn góðu lífi, en hér skal ekki farið nánar út í það rnál. Mynd þessi er að mörgu leyti athygl- isverð og spennan töluverð en ekki er ástæða til að fara uui hana fleiri orðum hér, því að mér er tjáð að hætt verði að sýna hana áður en þessar línur birtast á prenti. Hin myndin, sem telja verður mjög sérstæða er „Bölvun Frank- ensteins*', sem sýnd er í Aust- urbæjarbíói. Segir þar frá Frank enstein baróni, sem frá unga aidri hefur haft mikinn áhuga á alls konar vísindum, enda náð svo langt í rannsóknum sínum í til- raunastofunni, að honum tekst fyrst að lífga hund, sem hefur verði dauður og stirðnaður og síðar mann, sem hann skar niður steindauðan úr gálganum. En Lil þess að geta þetta, hefur Frank- enstein þurft á að halda líffærum frá öðrum mönnum, sem hann aflar sér með því að fremja morð. Hann verður sem sé svo altekinn af þessum tilraunum sínum að leiðir ti. algjörrar brjálsemi. Og árangurinn verður heldur ekki eins »g hann hafði búizt við, því að maður oa, er hann hefur gefið líf, reynist fullkominn o- skapnaður n.ð ytra og innra, sen, gengur sálarlaus og sem í b.’.indni að fórnardýrum sínum og dmpur þau. Frankenstein kaupir þessa tilraun sína dýru verði, því að hann bíður hið hörmulegasta tjóii á sálu sinni og líkur ævi smni á höggstokknum. í augl. kvikmyndahússins seg- ir að hryllingsmynd þessi hafi sett allt á annan endann í Eng- landi og í BEtndaríkjunum og að myndin sé hrollvekjandi og ofsa- lega spennandi. — Það er að vísu satt að myndin er hrollvekjanii í meira lagi, en það ei lika hið Hún er fyrst og fremst ljót og Hún er fyrst og frmest ljót cg listigildi hennai ekkert. „Þetta er andstyggilegasta myndin, sem ég hef séð“' sagði ung stúlka um leið og hún gekk út af sýn- ingunni. Ég er henni sammála. GAMLA BÍÓ: Mogambo. Það fer nú hver að verða s!ð- astur að sjá kvikmynd með Grace Kelly, hinni ungu og frgru furstafrú í Monakó, þvi að tangt er síðan hún hætti í Hollywood og tók að sér varanlegra hut- verk í óperetturíkinu fagra, þav sem leikgáfa hennar kemur lika vafalaust oft í góðar þarfir I mynd þessari, sem tekm er í litum, leika auk Grace Keliy, þau Clark Gable og Ava Gardner og má af því sjá að hér eru engir viðvaningar á ferðinni. Myndin er tekin í Afríku og hefur á allan hátt verið mjög til hennar vand- að. Alls voru í þessum kvik- myndaleiðangri 350 Afríkum^nn og 175 hvítir menn þeirra á mcðal nokkrir þaulvanir og kunnugir veiðimenn sem vöktu yfir vel- ferð leikendanna. — Gerist myndin í Tanganyika, brezku nýlendunni í Austur-Afríku í fögru landslagi með fjölskrúðug um trjágróðri og fjölbreyttu dýra lífi. Á þessar slóðir er kominn ensk ur vísindamaður, Donald Nord- leys ásamt konu sinni Lindu (Grace Kelly). Hann er mann- fræðingur og hyggst kynna sér líf og háttu górilla-apans í því sambandi. Victor Marswell (Clark Gable), er villidýrave’ði- maður, sem hefur þarna bæki- stöð sina og gerist hann leiðscgu maður hins brezka vísindamanns. Á ferð þeirra ber margt til tíð- inda og margar hættur steðja að leiðangursmönnum, bæði frá villidýrunum, sem leynast í skóg unum og blökkumönnunum inn- fæddu. En allan þann vanda ieys ir Marswell með myndugleika og karlmennsku. En hins vegar reynist honum erfiðara að leysa þá þraut, að hann er áður en hann veit af, staddur á milli tveggja elda, þ e. frú Lindu og hinnar fríðu og skemmtilegu ungfrú Eloise, sem þarna hefur líka borið að garði, en verða báð- ar yfir sig ástfangnar af Mais- well og hann af þeim. Verða þarna n.argvísleg átök og á. ekstr ar rriilli þessara þriggja elskenda, svo sem jafnan vill við bera þeg- ar slík mál lenda í „þríkanti", sem svo er kallað. En Nord'ev hugsar ekki um annað en mann- apána og veit því lengi vel ekk- ert um hið mikla ástardrama, En Clárk Gable — það er að segja Marswell er enginn við- vaningur í svona málum og þcg- ar maður heldur að allt sé að fafa í hönk, leysir hann vandann á þann hátt, sem allir geta vel við unað. Mynd þessi er allefnismikil og skemmtileg, leikurinn og um hverfið með öllu því margbreyti lega, sem þar ber fyrir augu áhorf andans, gefur myndinni mikið gildi. Eggjaframleiðsla EINS og flestir vita hefur ný- lega verið komið hér upp eggja- samsölu. Þar sem þetta nýjá fyr- irkomulag á eggjasölu virðist eiga að ryðja úr vegi gömlum söluvenjum er ekki úr vegi að athuga lítið eitt, hvert stefnir í þessum málum. EggjamarkáðUrinn hefur fram að þessu verið frjáls, þannig að framleiðendur hafa selt egg sín beint til kaupmanna eða neyt- enda, og margir hafa haft fasta viðskiptavini um margra ára skeið og fullnægt eftirspurninni á hverjum tíma. Nú er ætlazt til að eggjasöiusamlagið verði milliliður um alla sölu og öll frjáls eggjasala verði bönnuð, en slíks eru ekki dæmi í nágranna- löndunum um egg ,sem seld eru á innlendum markaði. Munu for- mælendur þessa máls styðja sig við afurðasölulögin, en hitt er látið liggja í þagnargildi, að eggja framleiðsla og eggjasala er í flestu annars eðlis en sala kjöts og mjólkur til dæmis. Egg eru óverðbættar afurðir, og framleiðslan byggist að lang- mestu leyti á erlendu fóðri, og eru eggin því í rauninni gjald- eyrisvara. Það skiptir því ekki litlu frá þjóðhags sjónarmiði, að ekki verði offramleiðsla og að hænsnaræktin sé rekin á sem heppilegustum stöðum. Stærsti eggjamarkaðurinn er auðvitað í Reykjavík, og það er augljóst, að enginn búhnykkur er í því að flytja bílhlöss af erlendu fóðri, langt út um sveitir til eggjafram leiðslu umfram þarfir nágrennis- ins og brothætt eggin aftur lang- ar leiðir á Reykjavkurmarkað, og ekki verða vanhöldin á eggj- unum minni, þegar eggjasamlag- ið er komið til sögunnar til að tæma eggjakassana og pakka eggjunum í annað sinn, áður en þau komast í verzlanir. Lang hag kvæmast er, að eggjaframleiðslan sé mest £ nágrenni Reykjavíkur, enda er það svo enn, og hefur margt efnalítið fólk í úthverfum bæjarins drýgt tekjur sínar nokkuð með því að hafa fáein hænsni og selja eggin beint til neytenda án nokkurra milliliða eða flutningskostnaðar. Vanda- máli offramleiðslunnar er líka tvímælalaust betur borgið með frjálsri eggjasölu, þar sem fram- leiðendum er kunnugt um þarf- ir viðskiptavinanna og geta dregið úr sölu á réttum tíma með •því að lóga hænsnum. Af þessu .leiðir einnig hitt, að gömul egg verða ekki á markaðnum, en við hvort tveggja verður hætt, þegar sálarlaust skrifstofubákn er tekið við stjórn þessara mála með sama •einkasölufyrirkomulaginu og nú virðist tröllríða öllu viðskipta- lífi í þessu landi. Eitt það helzta, sem málsvars- menn eggjasamlagsins bera fram máistað sínum til styrktar, er það, að verð á eggjum hafi oft verið boðið niður á frjálsum markaði. Þetta lítur kannski nógu laglega út frá sjónarmiði eggja- framleiðenda, en er það ekki líka nokkurs virði, að öll egg seljist svo sem flestir geti veitt sér þau við lægra verði, þegar fram- boð er mikið Það skyldi þó ekki vera, að þarna gægðist fram vonin um það, að eggjasamlaginu takist að koma eggjunum fyrir í hinu fræga uppbótakerfi, og að þeim verði fremur kastað í sjó- nn en hnikað sé frá föstu verði? í sjálfu sér er ekkert athuga- yert við það, að þeir, sem ekki geta framleitt egg með öðru móti, stofni með sér samtök um eggja- sölu, en hitt er lítill viðskipta- bragur, að þeir hinir sömu svipti frjálsræði og fái sektaða þá fram- leiðendur, smáa og stóra, sem hafa fasta kaupendur að eggjum sínum, kaupendur, sem vilja halda áfram viðskiptunum. Það er ekki til mikils mælzt, þó að þeir fái að verzla við þá áfram óáreittir. Ef mjölið í pokanum er jafn hreint og formælendur eggja samlagsins vilja vera láta, þá ættu þeir ekki að hræðast slíka samkeppni, og vissulega munu neytendurnir ekki vera henni mótfallnir. Geir Gunnlaugsson 21 stúlka hlýtur númsstyrk úr Menningar— og minningarsjóði kvenna NÝLEGA hefur verið úthlutað námsstyrkjum úr Menningar- og minningarsjóði kvenna. Fé það, er að þessu sinni var til úthlut- unar var samtals kr. 34.000,00 þar af kr. 6.500,00 úr svonefndri Út- hlutunardeild sjóðsins, sem var stofnuð síðar en aðalsjóðurinn. Styrkiuinn skiptist á þessa leið: A. Úr Úthlutunardeild: Ásdís Jóhannsdóttir, Hvera- gerði, námsgr. efnafr. í Þýzkal. kr. 3000,00. Maia Sigurðardóttir, Akureyri, námsgr. sálarfr. í Bretlandi, kr. 3500,00. Heyskaparhorfur slœmar — en vel sprettur i görðum HÖFN, Hornafirði, 13. ágúst. — Hér er alltaf sama ótíðin, og hey skapur gengið því lítið. Hefur enginn heyþurrkur komið síðan um verzlunarmannahelgina. en þá gátu menn bjargað nokkru af heyjum, ýmist í hlöður eða upp í sæti. — Eru nú víða nokkur hey úti, en meira er þó um, að mikið sé óslegið af túnum, og hafa aðeins einstaka bændur lok- ið fyrri slætti, að því ég bezt veit. — Geysimikil grasspretta er hér um svetir, og eru tún því að verða úr sér sprottin víða. Eru menn að vonum orðnir uggandi vegna þessa ástands, en þeir, sem þykiast hafa reynslu af tíðarfarsbreytingurn um höf- uðdaginn, setja nú alla sína von á hann — að hinir langþra^u þurrkar komi í september, og staldri þá eitthvað við. Svo slæmt sem heyskaoarút- litið er, horfa menn nú fram á góða garðauppskeru. — Öilu bjartara er að líta til sjávarins en landsins, og má segja, að afli handfærabáta hafi verið góður, þegar á heildina er litið, og ýms- ir hafa aflað ágætlega. —Fréttaritari. B Úr aðalsjóði: Alma E. Hansen, Rvík, námsgr. tónlist í Þýzkal., kr. 1500,00. Arnheiður Sigurðardóttir, S- Þing., námsgr. ísl. fræði við Há- skóla íslands, kr. 1500,00. Elín Hólmfríður Ásmundsdótt- ir, Keflavík, námsgr. sjúkraleikf. í Svíþjóð, kr. 1000,00. Elsa Guðbj. Vilmundardóttir, Reykjavík, námsgr. landafr. í Svíþjóð, kr. 1500,00. Grímhildur Bragadóttir, Árness., námsgr. tannlækn. í Þýzkalandi kr. 2000,00. Guðbjörg Benediktsd., Hafarf., námsgr. höggmyndal. í Danm., kr. 1500,00. Guðrún Sigr. Magnúsd., V,- Skaftafellss., námsgr. ísl. fræði við Háskóla ísl. kr. 1500,00. Guðrún Teod. Sigurðard., Rvík, sálarfr. í Danm. kr. 1500,00. Hildur Knútsd., Rvík., námsgr. þýzka og þýzkar bókm. í Þýzka- landi, kr. 1500,00. Huld Gísladóttir, Húsavík, náms- gr. enska og enskar bókm. í Engl. kr. 1500,00. Ingibjörg Þ Stephensen, Rvik, námsgr. Tallækninfar í Bretl. kr. 1500,00. Jóhanna Jóhannesdóttir, Reykja- vík, námsgr. hagn. tónlist í Þýzka landi, kr. 1500,00. Jóna Þorsteinsdóttir, Rvík, náms gr., listvefnaður í Þýzkal. kr. 1000,00. Kristbjörg Kjeld, Rvík, náms- gr. leiklist í Bretl. og Danmörku, kr. 1500. Sigrún Guðjónsdóttir, Borgar- fjs. námsgr. grasafræði í Svíþjóð, kr. 1500,00. Framh. á bls. 19.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.