Morgunblaðið - 15.08.1959, Side 10

Morgunblaðið - 15.08.1959, Side 10
I 10 M ORCTl TV HT/4Ð1Ð Laugardagur 15. ágúst 1959 uttMðMfe Utg.: H.t. Arvakur ReykjavOt. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6. Símí 22480. v Asfciftargald kr 35,00 á mánuði innanxands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. ÞJÓÐIN HEFUR FENGID NOG AF VALDABRASKINU UTAN UR HEIMI Erfitt að hefja starf sumarleyfiö? PÓLITÍSKUR meinlætalifnað- ur“ er ekki að skapi Fram- sóknarbroddanna. Þetta lýsti sér í þeim orðum Tímans á dögun- um um Einar Olgeirsson, að hann hefði þá „trú að algjör pólitísk- ur meinlætalifnaður væri örugg- asta leiðin til sáluhjálpar í þess- um hefmi viðsjálla freistinga. Það er þess vegna engin furða, þó að hann líti stefnu og starf Framsóknarmanna óhýru auga.“ Sú sjálfs-lýsing Framsóknar, sem kemur fram í þessum orðum er ómetanleg og aldrei þessu vant í samræmi við staðreyndirn- ar, þó að í Tímanum sé birt. Framsóknarflokkurinn hefur verið lengur við völd á fslandi en nokkur annar flokkur. Það væri synd að segjaf að flokkur- inn hafi farið með sín miklu völd sem „pólitískur meinlæta- maður“. Þvert á móti hefur hann búið betur um sig að völdum og auð en áður hefur þekst í sögu íslands. Hin „vissa samstaða" „sam- vinnuhreyfingarinnar og Fram- sóknarflokksins", sem Tíminn skýrði frá fyrir skömmu, er sterkasta stoðin í valdakerfi Framsóknarflokksins. Með henni hafa Framsóknarbroddarnir náð ráðum yfir meira auðmagni en nokkru sinni áður hefur þekkzt í höndum lítils hóps hér á landi. Aðstaðan, sem Framsóknarbrodd arnir hafa þar með skapað sér er þess eðlis, að í íslenzkri tungu hefur ekki verið gert ráð fyrir henni. Þar á bezt við brezka heitið á tiltekinni tegund auð- hringa „Holding Company". En einnig í sjálfu ríkiskerfinu, bönk- um og öðrum almannastofnun- um hafa forráðamenn Framsókn- ar búið svo um sig, að auðsætt er, að þar eru engir „pólitískir meinlætamenn" á ferð. ★ Þessum árangri hefur flokkur- inn náð, þrátt fyrir þá „vöntun á þjóðmálalegri hugmyndafræði (Ideologiu), sem geti verið leið- arstjarna fyrir flokkinn, þegar taka þarf afstöðu til hinna ein- stöku mála, sem fyrir koma í þjóð lífinu", og einn af frambjóðend- um flokksins gerði að umræðuefni á þingi hans í vetur. Hin „þjóð- málalega hugmyndafræði" flokks ins hefur nær eingöngu lýst sér í hatursfullum árásum á aðra. „Allt er betra en íhaldið“ var lengi kjörorð flokksins. „Lýð- ræðisflokkarnir geta notað komma fyrir áttavita, því að þeir verða ekki áttaviltir. Það verður bara að fara í öfuga átt við það, sem vísirinn veit hjá kommum". Þessi voru orð hins upprennandi foringja Framsóknar Björns Pálssonar , á Alþingi fyrir skemmstu. Leiðarstjarnan er ætíð1 hin sama bara að vera á móti öðrum ýmist „íhaldi", komm- um eða Alþýðuflokk, sem Fram- sókn nú umfram allt vill sálga. Þrátt fyrir þetta hefur Fram- sókn löngum sóst eftir samstarfi íyrst við Alþýðuflokk, síðan „íhaldið“ og nú síðari árin verið eirðarlaus, ef hún var án komma. í vetur átti bað m. a. s. að vera sáluhjálpar atriði fyrir þjóðina að Framsókn væri í stjórn með öllum þremur: „fhaldi", komm- um og Alþýðuflokki. Undanfarnar vikur hefur Framsókn ekki þóst geta skamm- að kommúnista og allt samstarf við þá nógsamlega. En í gær brá svo við, að hún gekk í kosninga- bandalag á Alþingi við kommún- ista. Ekki um málefni heldur nokkra bitlinga um örfárra mán- aða skeið. Það er svo enn ann- að, að þá var hinn „pólitíski meinlætalifnaður“ runninn af Einari Olgeirssyni, því að hann var óðfús í samvinnu við „aftur- haldsplöntuna", sem Þjóðviljinn nefndi svo í gær, til að bjarga bitlingum flokksbroddanna. ★ Framsókn gaf og í vetur glögga lýsingu á sjálfri sér með ástæð- unni, sem hún færði fyrir af hverju hún vildi endilega vera í stjórn með öðrum flokkum. Það var ekki vegna þess, að þeir hefðu að hennar viti gott til mála að leggja, heldur einmitt vegna þess, að þeir væru svo illir, sem hún vildi vinna með þeim. í Framsóknarflokknum eru ekki verri menn en aðrir, þar eru góðir og gegnir íslendingar eins og gengur og gerist. Það er hin taumlausa valdhyggja, sem leikið hefur forráðamennina svo, að þeim finnst ekkert var- hugavert við þann hugsunarhátt sinn, sem hér að framan hefur verið rakinn eftir þeirra eigin orðum. Taumlaus valdhyggja þeirra hefur þróast x skjóli for- réttinda á kostnað annarra lands- manna. ★ Með stjórnarskrárbreyting- unni, sem Alþingi hefur nú end- anlega samþykkt, eru forrétt- indi um kosningu þingmanna að verulegu leyti úr sögunni. Eng- inn vill ganga á réttmætan hlut Framsóknar. Allir aðrir en hún telja eðlilegt, að Framsóknar- flokkurinn fái þingmanna fjölda í samræmi við kjósendafylgi sitt. Að vísu eru þau forréttindi, sém Framsókn hefur skapað sér innan þjóðfélagsins í skjóli rang- lætisins á undanförnum árum, ekki úr sögunni með kjördæma- breytingunni. En nú geta a. m. k. allir flokkar vænst þess að.fá að njóta þess fylgis, sem almenn- ingur veitir þeim. Þá veltur á miklu að menn láti ekki lengur blindast af hinni of- stækisfullu og neikvæðu vald- hyggju. sem Framsókn hefur eitrað þjóðfélagið með á undan- förnum árum. Það er ekki nóg að vera á móti einhverjum og búa þannig um sjálfan sig, að hann tali með fyrirlitningu um „pólitískan meinlætislifað". Stjórnmálabaráttan verður að vera um málefni. Flokkarnir verða að setja fram sínar skoð- anir, svo að kjósendur geti valið eftir sannfæringu sinni um beztu úrlausn aðsteðjandi vanda. Þeir mega ekki una því, að með þá sé „sjakrað" af ófyrirleitnum valdabröskurum. Síðan verða málefnin að ráða hverjir saman vinna þegar þörf er á. En auð- vitað er þjóðinni fyrir beztu, að samhentur meirihluti myndizt, þannig að ljóst sé hver ábyrgðina ber hverju sinni. DANSKUR læknir, Erik Miinster, skrifaði á dögunum greinarkorn í Ekstrabladet, og þar sem fjallað er þar um nokkuð, sem ýmsium hér mun ekki með öllu ókunnugt af eigin reynslu — að þurfa að beita sig dálítið hörðu til þess að hefja starf að loknu sumar leyfi — skulum við líta á hvað læknirinn hefir að segja. • Þessi grein átti eigihjega að heita: „Hvers vegna er svo erfitt að hefja starf að nýju eftir sumar leyfið?" byrjar læknirinn. — Vér stóðum sem sé í þeirri mein- ingu, að hér væri um að ræða vandamál, sem snerti persónu- lega flesta lesendur. En svo kom í ljós — sem betur fer — að það er langt frá því að vera svo slæmt. Er vér tókum að spyrjast fyrir um þetta hjá vinum og kunningj- um úr sumarfríi, fullyrtu flestir þeirra, að það væri ekki minnstu vitund erfitt að byrja aftur að vinna. — Jafnvel hittum vér nokkra, einkum í hópi þeirra, sem voru svo hamingjusamir - og öfundsverðir að flestra dómi — að eiga heils mánaðar frí, Sem voru beinlínis að springa af til- hlökkun yfir því að komast nú aftur í „fullan gang“. ★ Samt sem áður eru þeir alltaf nokkuð margir, sem ekki koma yfirmáta hressir og endurnærðir til vinnu sinnar eftir leyfið, og við nánari athugun og eftir- grennslan teljum vér, að þeim megi skipta í þrjá flokka. — í fyrsta lagi eru þeir, sem haldnir eru ýmsum smákvillum, í öðru lagi þeir, sem „ekki kunna að, vera í sumarleyfi" — og í þriðja lagi þeir, sem ekki eru á réttri hillu, eins og það er kallað, þ.e.a. s. hafa ekki áhuga á starfi sínu. — Einhverjir vilja nú kannski bæta við fjórða flokknum — þeim lötu En ég hygg, að yfirleitt séu orsakir „letinnar" þess eðlis, að viðkomandi menn eigi flestir heima í einhverjum fyrrgreindra flokka. , Smákvillar • Það er yfirleitt sameiginlegt hvers konar sjúkdómum, að þeir valda þreytu — og hinum sjúku finnst, að þeir séu alltaf illa „upp lagðir". — En í sumarleyfinu, þegar nægur tími gefst til hvíld- ar, hverfa þessi einkenni oft, ef ekki er um meiri háttar sjúk- dóma að ræða. Við skulum taka sem dæmi af- greiðslustúlku, sem hefir æða- hnúta á fótunum. Þegar hún þarf , að standa í búðinni allan daginn, vilja fæturnir oft bólgna. Þeir verða þungir og sárir — stúlkan er þreytt. En henni leið vel í sumarleyfinu — af því að þá reyndi hún ekki meira á fæturna en góðu hófi gegndi. Slíkir smákvillar, sem fólk verður að búa við árum saman, eru afar útbreiddir. En raunar er það í flestum tilfellum sjálfskap- arvíti, ef það aðeins færi að hitta lækninn sinn, gæti því liðið alveg eins vel við störf hversdags -ins eins og í sumarleyfinu. „Að kunna ekki að vera í sumarleyfi“ • Þessum flokki tilheyrir það fólk, sem aldrei hefir getað kom- ið því inn í sinn haus, að sumar- leyfi er til þess ætlað, að menn geti hvílzt og „tekið það rólega". — Nei, það telur þennan tíma einmitt sérlega vel fallinn, og raunar sjálfsagðan, til hvers kon- ar afreka og áreynslu. Það gortar af því, að nú hafi það ekið i bifreið 5000 kílómetra leið á einum fjórtán dögum — ><$x$<$<$»$<$<$$X$*$<$<$<$X$<$<$<$x$<$<$<$X$<$ Hvað segir læknirinn ? X$X$X$*$X&$X$<$X$X$X§X$>&§X$X$X&$X&$<§><§>$, heimsótt sjö þjóðlönd (og þá oft- ast tekið 400-500 Ijósmyndir til sönnunar afrekinu) — og þar fram eftir götunum. Þetta blessað fólk kemur kannski blaðskellandi heim úr sjö-landa-reisunni klukkan tvö að nóttu — og á svo að mæta til vinnu sinnar aftur kl. átta næsta morgun. Það er sannarlega ekki von, að vel fari — að starfsgleðin sé ýkjamikil. Nei, þeir, sem gefa sér tóm til að beita heilbrigðri skynsemi sinni, haga sumarleyfinu allt öðru vísi — fara sér að engu óðslega og koma heim nokkrum dögum áð- ur en þeir eiga að hefja starf á ný til þess að hvíla sig reglulega vel. Á réttrl hillu — eSa ekki • Það er reynsla margra, að það sé meira þreytandi að fást við leiðinleg viðfangsefni en þau, sem vekja áhuga eða eftirvænt- ingu. Maðurinn, sem hefir áhuga á starfi sínu, á þess vegna yfir- Leitt ekkert erfitt með að byrja vinnu að loknu leyfi sínu. Það er óhætt að segja, að eitt- hvað það mikilvægasta í tilveru okkar hér á jörðu sé það að kom- ast á rétta hillu, eins og menn kalla það í daglegu tali. En menn skyldu athuga, að í því felst ekki sama merkingin og „að komast vel áfram“ — þ.e. að fá virðu- lega vel launaða stöðu. Ætli það sé t.d. svo mjög eftir- sóknarvert að hafa yfir 100 þús. kr. tekjur á ári, ef viðkomandi maður er alla 365 daga ársins með lífið í lúkunum út af þvi, að hann uppfylli ekki þær kröf- ur, sem til hans eru gerðar? ★ Mitt í erli dagsins gerir hann sér ef til vill ekki ljóst, að hann hefir valið starf, sem ekki er við hans hæfi. Hann lítur á það sem sjálfsagðan hlut, að vinnustund- irnar séu þreytandi og leiðinleg- ur tími. — Og svo kemur sumar- leyfið. Maðurinn hefir um skeið losnað við starfsáhyggjurnar — að mestu a.m.k. — en svo kemur hinn grái mánudagur, þegar skyldan kallar á ný. Og erfiðleik arnir virðast óyfirstíganlegir. Það er auðvitað ósköp auðvelt fyrir óviðkomandi mann að segja Pétri og Páli, að þeir verði að skipta um starf, ef svo er ástatt fyrir þeim, sem lýst hefir verið. Og margir — sérstaklega ungt fólk — ætti að geta gert það með góðu móti. En svo eru aðrir, og þeir eru býsna margir, sem verða að sætta sig við að sitja í gapa- stokknum, hvað sem tautar. En flestir ættu þó að geta létt af sér okinu að einhverju leiti og jafnvel öllu léyti, ef þeir af ein- beitni sökkva sér meira niður í starfið en þeir hafa gert. Tómstundirnar • Svo er eitt enn, sem ber að at- huga í þessu sambandi. Starfið gengur betur og verður ánægju- legra, ef menn hafa áhugamál- Framh. á bls. 19 &Sx&$x$x$x$>$x$x$x$x$><$x$x$x$><$x$x$x$x$x$x$»$x$x$x$x$x$x$x$x$x$><$x$x$x$<$x$x$x$x$>$x$<$$x$4 Ef svo er, kunnið þér e.*.v. ekki að njóta leyfisins — eða þér eruð á rangri hillu í lífinu — eða ..... $^>^X$<$^><$X$X$$x$<$<$$x$$X$$X$x$X$<$<$x$x$X$<$<$X$^X$^>^$<$X$ $$»$x$X$><!>'$>$><$X$

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.