Morgunblaðið - 15.08.1959, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 15.08.1959, Qupperneq 12
12 MORCVyBLAÐlÐ Laugardagur 15. ágúst 1950 Ingibjörg Sigurðardótfir frá Byggðarhorni - kveðja í DAG er til moldar borin Ingi- björg Sigurðaráóttir frá Byggð- arhorni í Sandvíkurhreppi, Ár- nessýslu. Mig langar til að minn- ast þessarar merku konu, og þakka fyrir liðna daga, því margt hef ég henni að þakka frá bernsku- og æskuárum mínum. Ég er fæddur og uppalinn á næsta bæ við Byggðarhorn,. og var mjög vel kunnugur því heim ili, því leiðin lá oft þangað. Ingibjörg Sigurðardóttir var fædd og uppalin í Langholti, Hraungerðishreppi, dóttir þeirra merku hjóna Sigurðar Sigurðs- sonar og Margrétar Þorsteinsdótt ur, sem bjuggu þar myndar búi alla sína búskapartíð, og var hún ein úr hópi níu barna þeirra. Ingibjörg giftist tvítug að aldri Gissuri Gunnarssyni, sem var fæddur og uppalinn í Byggðar- horni og bjuggu þau Gissur og Ingibjörg þar allan sinn búskap, eða þar til Gissur lézt árið 1941. Þau eignuðust 16 börn og eru 14 þeirra á lífi, 10 búsett í Reykja vík, eitt í Vestmannaeyjum, og þrjú eru búsett á æskuslóðunum. Þessum stóra barnahóp komu þau vel til manns, og liggur því eftir þau meira starf en almennt ger- ist. Það hlýtur að vera erfitt að ala upp svo stóran barnahóp, en ekki var það að sjá í Byggðar- horni. Þar var tekið á móti hverj um gesti, sem að garði bar með mikilli rausn og höfðingsskap, og aldrei kvartað yfir erfiðum vinnudegi, enda voru þau hjón dugleg svo af bar, og sambúð þeirra til sannrar fyrirmyndar. Oft komum við krakkarnir af næstu bæjum þangað til að leika okkur, og alltaf vorum við vel- komin. Það vill oft vera, þar sem börn eru fyrir að fleiri sækja þangað, en £ Byggðarhorni var alltaf rúm fyrir alla. Ég man vel eftir hinu milda og hlýja brosi Ingibjargar, þegar leikur okkar barnanna var kominn í fullan gang, og hinum milda og góðlega svip, sem var á manni hénnar, þegar þau litu yfir hópinn. Það var oft vani hjá Gissuri að taka yngstu börnin á hné sér, þegar Til sölu Lister Ijósavél 16 hestöfl með 8 kílówatta ryðstraumsrafal 220 volt. Spennubreyti, rafmagnsgangsetningu o. fl. Allar nánari uppl. gefur JÓN GUÐMUNDSSON hjá K.f. Stykkishólms í Grafamesi. hann kom inn á kvöldin og syngja fyrir þau og láta þá hin eldri syngja með, og þannig glæddi hann áhuga þeirra fyrir söng og fögrum kvæðum, enda eru syskinin frá Byggðarhorni á- gætt söngfólk, sem mun vera arfur úr báðum ættum. Einn af góðkunningjum mín um, sem skrifaði afmælisgrein um Ingibjörgu, þegar hún var 80 ára, komst þannig að orði að um ævi og starf þessarar mætu konu, mætti skrá l.anga og fagra sögu því lífssaga hennar má vera mjög til fyrirmyndar öldnum sem ó- bornum. Sú saga verður þó ekki rakin í stuttri blaðagrein, en víst væri hún góður efniviður í hönd- um hinna snjöllu ævisagnaritara vorra tíma ,og þá um leið góð kennslubók fyrir nútíma húsmæð ur, sem leist hafi af hendi mikil og heillandi störf á langri æfi. Um það er ég honum sammála og vildi gjarnan gera þau að mínum orðum. Þau hjónin í Byggðarhorni voru bæði fríð sínum, og í alla staði sóma og myndarhjón, sem vöktu á sér eftirtekt, hvar sem þau fóru. Þau voru í hópi þess fólks, sem var í blóma lifsins um síðustu aldamót, og að mín- um dómi liggur mikið starf eftir þá kynslóð, og voru áreiðanlega góðir fulltrúar sinnar samtíðar. Þeim heppnaðist að rækta og hýsa jörð sína og gera þar miklar framkvæmdir, þrátt fyrir sinn stóra barnahóp og hjúasæl voru þau alla tíð meðan þau þurftu að hafa vinnufólk. Ingibjörg andaðist hér í Reykja vík 10. þ.m. og verður lögð j Laug ardælakirkjugarð við hlið manns síns. Svo kveð ég þessa vinkonu mína og þakka henni góða sam- veru og fyrir allt gott. Sigurður Þórðarson. Ingibjörg Pétursdóttir frá Suður-Bár — minning „HÉR féll grein af góðum stofni, grisjaði dauði meir en nóg“. — Það er ekki ætlun mín, enda lítt til þess fær að rekja hér ættir eða afrek þessarar mætu konu, hitt er víst að hverju því málefni, sem hún beitti sér fyrir, var vel borgið í höfn, ekki síður en þeim skipum er hennar ágæti maður, um langt skeið, stýrði vandfarnar leiðir. Það sem fyrir mér vakir er, að minnast nokkuð æsku hennar og bernsku mmnar þann stutta tíma er við áttum samleið. um það skeið. Ingibjörg, sem var móðursystir mín, var tíu árum eldri en ég. Hún dvaldi á heimili foreldra minna, nokkurn tímá, þá um fermingaraldur. Mér þótti þetta merkilegt fyrirbrigði, ekki það að Imba systir eða Imba frænka væri þar, hún var ávallt kölluð svo á mínu æskuheimili, heldur hitt, að jafnframt voru þar tvær aðrar stúlkur á svipuðu reki, önnur var systir mín, Katrin en hin systurdóttir móður minnar, Sigrún, allar eru þær nú horfn- ar í skaut ,móður náttúru“. Ingi- björg mun hafa verið þeirra yngst, — og glæsilegust — tví- mælalaust. Allt er nú þetta löngu liðið, — og ritað eftir minni, eins og það kom mínu afstæði á þoim tíma fyrir. Frómt frá sagt, öf- undaði ég þær fyrir aldur og þroska. Þessu er nú nokkuð snú- ið við, því: „Nú vildi margur vera ungur og vernda fyrstu gullin sín“, svo sem ein ágæt vin- kona mín orðaði það. Þegar þú nú, kæra frænka, hverfur af hinu sýnilega sjónar- sviði, þykir mér ekki ótilhlýði- legt að kveðja þig, fyrir mína og systkina minna hönd með al- úðarþökk. Jafnframt vottum við ykkur frændsystkinum og öðrum aðstandendum okkar dýpstu sam úð. Kristján Andrésson Karóhna Kóra- dóttir f DAG er frú Karólína Káradótt- ir, Njálsgötu 49, áttatíu ára. Hún er ein af þeim konum, sem lætur minna á sér bera en efni standa til og hefur skilað góðu og stóru dagsverki. Hún hefur eignazt sjö mannvænleg börn, sem öll eru á lífi nema einn son- ur, sem lézt fyrir nokkrum ár- um, syrgður af móður og öð'rum ástvinum. Frú Karólína hefur verið mynd arleg húsmóðir og frábær móðir, kærleiksrík og umhyggjus'irr. Hún hefur borið börnin sín á bænarörmum, og lagt sig alla fram að búa þau sem bezt úi í lífið. Nú þakka þau henni móð- urkærleikann á þessum tíma- mótum og óska henni Guðs bless- I. O. G. T. Þingstúka Reykjavíkur Kvöldvaka að Jaðri í kvöld kl. 8,30. -- 1. Ávarp: Guðm. Illugas. Þ.t. 2. Kvartettsöngur. 3. Erindi: Séra Árelíus Nielss. 4. Kvikmynd frá Jaðri. 5. Upplestur: Ingimar Jó- hannesson. — Veitingar á staðnum. — Farið verður frá G.T.-húsinu kl. 8 í kvöld. unar 1 ríkum mæli i nútíð og framtíð. Þótt heilsa frú Karólínu sé tiú farin að bila, og tekið sé að halla undan fæti, er hún bein í baká og létt í spori, með glæsibrag í fasi og framkomu. — Við, sem höfum fengið að kynnast henni og notið kærleika hennar, þökkum her.ni af heilum hug og óskum henni til hamingju með daginn og fram tíðina. Guð blessi afmælisbarnið. Vinkona. Landsmálafélagið Vörour Skemmtiferð í Fljótshlíð Sunnud. 16. ágúst 1959 Ekið verður austur um Hellisheiði og Selfoss að Þjórsártúni og staðnæmst þar. Síðan verður ekið að Hlíðarenda í Fljótshlíð og sta ðurinn skoðaður. Frá Hlíðarenda verður ekið að Múlakoti og stanzað þar. Síðan ekið í Bleiksárgljúfur og snæddur miðdegis- verður. Þaðan verður ekið niður Markarflj ótsaura að brúnni og áfram að Bergþors- hvoli og sögustaðurinn skoðaður. Á heimle iðinni verður stansað í Odda. Kunnur leið- sögumaður verður með í förinni. Farseðlar verða seldir í Sjálfstæðishúsinu (uppi) og kosta kr. 195.00 (Innifalið í verðinu er miðdegisverður og kvuldverður) — Lagt verður af stað frá Sjálfstæðishús- inu kl. 8 árdegis, stundvíslega. StjÓrn Varðar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.