Morgunblaðið - 15.08.1959, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 15.08.1959, Qupperneq 18
18 MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 15. agusí 1959 ! Landsliöiö heldur utan í dag LANDSLIÐ íslands í knattspyrnu heldur í dag flugleiðis til Kaup- mannahafnar til landsleiks við Dani, er fram fer á þriðjudaginn. Þremur dögum síðar eða á föstu dag leikur liðið við landslið Nor- egs í Oslo. Verða þetta sem kunn ugt er leikir nr. 4 og 5 í 1. riðli undanrása í knattspyrnukeppni Olymp íuleikanna. Utan fara 17 knattspyrru- menn og hefir liðið gegn Dönum endanlega verið valið. Það er þannig talið frá markverði: Helgi Daníelsson, Akranesi, Hreiðar Ársaelsson KR, Árni Njálsson Val, Garðar Árnason KR, Hörður Felixson KR, Sveinn Teitsson, Akranesi, Örn Steincen KR, Ríkharður Jónsson, Akra- nesi, Þórólfur Beck KR, Sveinn Jónsson KR og Þórður Jónsson Akranesi. — Varamenn í þessum landleik gegn Dönum verða Heimir Guðjónsson KR, Rúnar Guðmannsson Fram, Helgi Jóns- son KR, Guðjón Jónsson Fram, Björn Helgason ísafirði og Bald- ur Scheving Fram. Ekki verður liðið gegn Norð- mönnum valið fyrr en eftir leik- inn við Dani. Með þessu liði fara allmargir far arstjórar og umsjónarmenn. Að- alfararstjóri er Björgvin Schram, formaður KSÍ, en auk hans fara úr stjórn KSÍ þeir Ingvar Pálsson og Sveir.n Zoega. Fulltrúi lands liðsnefndar verður formaður hennar, Ssemundur Gíslason og fulltrúi Olympíunefndar verður Jens Guðbjörnsson. Loks verður Karl Guðmundsson landsliðs- þjálfari með í förinni. Lesendur Morgunblaðsins mtmu eiga þess kost- að fylgjast með öllu því, er í þessari mikilsverðu utanför landsliðsins gerist. Frétta maður blaðsins í förinni verður Atli Steinarsson. Eins og fyrr segir, fer liðið utan árla dags í dag með Viscourj vél. Á morgun er ráðgerð æfing hjá liðinu í „Kongsins Kaup- mannahöfn", en þar mun liðið dvelja á hótel Cosmopolit á Kóngsins Nýjatorgi. Til Osló heldur liðið á miðvikudaginn ug safnar kröftum fyrir leikinn á föstudag gegn Norðmönnum. — Heim verður komið sunnudaginn 23. ágúst. Þorfinnsgestur í heim- sókn hér HÉR mun vera á ferð seytjándi landinn, sem Þorfinnur Kristj ánsson hefir greitt fyrir, að kost ætti að heimsækja sitt gamla land. Allt eru þetta íslendingar búsettir í Danmörku. Að þessu sinni er það ungfrú Ólína Thoroddsen, ættuð frá Kvígindisdal í Patreksfirði, sem er nú á ferð. Hún hefir dvalið 33 ár í Danmörku, og unnið þar bæði sem hárgreiðslukona og einnig við saumaskap. En í Reykjavík hafði ungfrú Ólína dvalið í þrjú ár áður en hún fór utan. Finnst henni til um framfarirnar, sem hér hafa orð- ið, til lands og sjávar, Reykja- vík sé að verða falleg borg. Annars átti hún ekki nógu sterk orð til þess að lýsa hrifn- ingu sinni yfir fegurð umhverf- is hins íslenzka höfuðstaðar, sem hún sér nú fyrst sér til ógleym- anlegrar ánægju, og sannast þar, að glöggt sé gests augað. 1 Danmörku héldu þær hóp- inn nokkrar íslenzkrar vinkonur Franskir karlmenn — en hka svolltið aðrar konur segir franska söngkonan Yvette Cuy elska konurnar sínar FRANSKA söngkonan Yvette Gay er aftur kominn til fslands og léttir nú svipinn á viðskipta- vinunum — og hljómsveitinni í Þjóðleikhúskjailaranum, eins og síðast þegar hún var hér. — Því- líkur munur á veðirnu hjá ykk- ur eða í fyrra, þetta er ekkert sumar, hrópaði hún, er frétta- maður blaðsinc mætti henni á götunni í fyrradag. — Ég er ekkert of stöðug á þessum títu- prjónsmjóu hælum og þegar vind urinn tekur í víðu kápuna mína, er ég dauðhrædd um að ég takist á loft og fljúgi út í buskann. Ég verð að standa mig, úlala. Dægurlagasöngv- ari á föruin HINN vinsæli dægurlagasöngv- ari Guðbergur Auðunsson, sem undanfarið hefur sungið með KK sextettinum, er á förum til Dan- tnerkur til náms í auglýsinga- teikningumi Mun hann stunda nám við Kunsthándværkskolen í Kaupmannahöfn. Guðbergur hefur sungið með ICK-sextettinum og „Fimm í fullu fjöri“ og hefur söngur hans vakið mikla athygli. í kvöld mun hann syngja í Félagsgarði í Kjós og verður það síðasta tæki- færi fyrir aðdáendur hans að heyra í honum áður en hann held ur af landi brott. — Hvar hafið þér verið síðan í fyrrasumar? — Ég er búin að vera í Sviss, Þýzkalandi, Belgíu og Sv'þjóð. í Uppsölum hitti ég marga há- skólastúdenta, sem dreymir um að koma til íslands. Þegar ég fcr héðan um miðjan september, fer ég tií Stokkhólms, þar sem ég er ráðin til að syngja á Berns. Það er fínn staður, þar sem frægir listamenn hafa sungið, eins og Edit Piaf, Josephine Baker, Maurice Chevalier og Charles Trenet. Ég verð svei mér að standa mig ú-la-la- Ég sem er ekki nein stór stjarna. — Og hvernig gengur í Þjóð- leikhúskjallaranum og Lido? Þér syngið þar stundum líka, er það ekki? , — Lido er glæsilegur staður en mér hentar betur að syngja á litlum stað, þar sem ég get haft nánara samband við áheyr- endur. Núna tala ég svolítið meiri ensku en í fyrra. Ég vona að minnsta kosti að fólkið skilji mig, bætir hún við og hlær. Það er ekketr gaman að segja eitt- hvað fyndið og svo hlær enginn. Annars er alltaf þó nokkur slæð- ingur í kjallaranum, sem talar frönsku Hverskonar lög ég syng helzt? Frönsk, eins og áður. — íslendin^ar vilja gjarna hlusta á þau, en ég verð smám saman að æfa fleiri cha-cha lög með hljóm sveitinni, því hér biðja margir um þau. Enginn friður til að ná sér í mann. / — Nokkuð gift síðan í fyrra? — ^íei, því miður, hvorki gift né trúlofuð. Ég verð að láta allt slíkt lönd og leið meðan ég stur.da sönginn. Ég er alltaf þotin fvrr eun varir frá hverjum stað og þá gleyma karlmennirnir mér. En ég vona að ég geti gifzt og setzt um kyrrt eftir svona 1—2 ár, því það eru hinir eðlilegu lifnað- arhættir. — Hvernið lízt þér á íslenzku karlmennina? — íslenzkir karlmenn hafa marga kosti og líka marga-gai'a. eins og karlmenn yfirleitt. Þetta eru elskulegir menn og myr.dar- legir, en ég þekki þá ekki nægi- lega mikið til að vita hvort þeir eru trúir og tryggir. Frakkar eru elskulegir líka, en ótrúir. Þcir elska konurnar sínar mikið, cn aðrar konur svolítið líka. — Hafið þér getað komið yður vel fyrir meðan þér dveljið hérna? — Já, já, ég bý hjá indælu sem nú eru flestar dánar. En enga sóttu þær íslendingafundi. Ungfrú Ólína hefir lengst af dvalið hjá frændum vestra með- an hún stóð við og ferðast um fósturjörð. Fer hún heim sæl og glöð yfir heimsókninni, og þá einnig því að hafa að nýju náð fullkomnu valdi á því að geta talað sitt gamla móðurmál og átt kost. kynna að nýju við frændlið og fósturjörð. I I Yvette Guy fólki í Ljósheimum, í 6 hæða^ húsi, þar sem engin er lyfta. En það er bara betra fyrir lírxurnar að þurfa að ganga upp á sjöttu hæð oft á dag. Og ekki veitir mér af að vera upp á mitt bezta þeðar ég fer að koma fram á Berns. Og nú var Yvette Guy búin að fá nóg af að standa úti á götu- horni í þessari nöpru golu, og hún þaut af stað í næsta húsaskjól. E. Pá. Ekkerl skip í slað Hans Hedtoft Kaupmannahöfn, 13. ágúst. —• Einkaskeyti til Mbl. — POLITIKEN segir í dag, að nefnd sú, sem skipuð var til þess að gera tillögur um framtíðartilhögun Græn- landssiglinga, muni ekki leggjast gegn vetrarsigling- um til Grænlands, en hin» vegar verði öryggisþjón- usta öll aukin stórlega. — Lindberg, ráðherra, mun ekki vera þess hvetjandi, að nýtt Grænlandsfar verði byggt í stað Hans Hedtoft, en Grænlandsverzlunin l nú einungis tvö skip, Um anak og Disko, sem mjög eru farin að láta á sjá — og sennilegt er, að þan endist ekki mörg ár til viðbótar. Ljóst er því, að útgerð Grænlandsverzlun- arinnar mun leggjast niður, en ýmsum skipafélögum mun sennilega falið að ann- ast siglingarnar. Síldarstiilkurnar farnar suður GJÖGRI, 14. ágúst. — Síldar- söltun er lokið hjá h.f. Djúpuvík á þessu sumri og gerði Helgi Kr. Jónsson, forstjóri síldarsöltunar- innar upp við síldarstúlkurnar í gær. Höfðu verið ráðnar hingað nokkrar síldarstúlkur frá Reykja vík. Alls var saltað í 38 eða 40 tunn. ur, en söltun varð minni en ella fyrir þá sök að hér er engin síld- arbræðsla. Hefur ekki verið brætt hér í verksmiðjunni síð- ustu tíu árin og er hún því að grotna niður. Um helgina var haldið ball 1 Trékylli3vík og fóru síldarstúlk- urnar að sunnan þangað. Þóttu ungu mönnunum hér þær blóm- legar og fallegar og prýða mjög samkomuna. En æskan er athafna gjörn og stúlkurnar gátu ekki hangið hér yfir engu. Héldu þær því áleiðis suður í gær eftir að hafði verið gert upp við þær eins og áður segir. — Regína. Handtökur LITTLE ROCK, 13. ágúst. — Lögreglan í Little Rock handtók í dag þrjá negrapilta og þrjá hvíta. Þeir hvítu óku um götur og veifuðu gamla suðurríkjafán- anum, sem notaður var í þræla- stríðinu, en í fórum hinna svörtu fundust vopn. Einn svertingjanna handteknu var 16 ára piltur, Thomas Jefferson, sá hinn sami og nú fékk inngöngu í gagn- fræðaskóla hvítra — og lætin hafa mest orðið út af. ,,Burt með Crœnlands- málaráðherrann" GODTHAAB, 14. ágúst NTB-RB. Einn af meðlimum grænlenzka landsráðsins, Erling Höegh frá Julianehaab, krafðist þess í dag, að danska Grænlandsmálaráðu- neytið yrði lagt niður. Jafnframt réðist hann grimmilega á danska Grænlandsmálaráðherrann og embættismenn í ráðuneytinu. Hann sagði, að prænlendingar hefðu ímugust k ráðuneytinu, fyrst og fremst vegna þess að embættismenn þess virtust vera til þess neyddir að taka allar sínar ákvarðanir með pólitísk sjónarmið í huga, en slíkt væri ósæmandi í lýðræðisríki. Höegh sagði ennfremur að Grænlandsmálaráðherrann kæmi sárasjaldan í ráðuneytið og hann hefði aðeins einu sinni heimsótt Vestur-Grænland. Höegh krafðist þess að létt yrði á ýmsum höftum á Græn- landi, þannig að einsltaklings- framtakið fengi að njóta sín í ríkara mæli en hingað til, og benti á að samkeppni og auknir möguleikar til handa þeim, sem væru duglegir og framtaksamir, væru viðurkenndir aflgjafar í vestrænum þjóðfélögum. Græn- lendingar vilja að lítið verði á Grænland sem hluta af Dan- mörku, sagði hann, þannig að ráðin og nefndirnar í landinu hefðu úrslitavald í mikilvægum málum eins og tíðkaðist í dönsk- um sýslum og sveitafélögum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.